Morgunblaðið - 28.03.1991, Side 4

Morgunblaðið - 28.03.1991, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991 Ríkið kaupir SS-húsið: Kjötvinnsluhúsið nýtt fyrir listastarfsemi RÍKISSJÓÐUR keypti í gær stórhýsi Sláturfélags Suðurlands við Laugamesveg og þar verður í framtíðinni miðstöð æðri listmenntun- ar. Kaupverðið er 430 milljónir en þar af greiðir ríkið 300 milljónir með tíu fasteignum. Brunabótamat SS-hússins er um 670 milljónir króna. SS-húsið er 4.375 fermetrar að grunnfleti, en gólfflötur er 10.295 fermetrar og það er um 50 þúsund rúmmetrar. Brunabótamat þess er um 670 milljónir en söluverðið er 430 milljónir. Ríkið greiðir 300 milljónir með ýmsum fasteignum, 50 milljónir eru staðgreiddar og 80 milljónir verða greiddar með tveim- ur skuldabréfum, öðru til þriggja og hinu til sjö ára. Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, og Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur- félags Suðurlands, undirrituðu samninginn í gær en f gærkveldi staðfestu stjórnarmenn SS samn- inginn á Hvolsvelli. Eignirnar sem SS tekur upp í söluna eru tíu talsins. í Reykjavík VEÐUR er það húseignin að Engjateigi 1, þar sem Dansstúdíó Sóleyjar er til húsa. Húseigin að Súðarvogi 6, þar sem Rækjuverksmiðja Ingimundar var, gamla fangelsið að Síðumúla 24-26, tólf ára gamall grunnur að fangelsi sem er að Tunguhálsi 6 og hluti tveggja hæða nýlegs skrif- stofuhúsnæðis að Funahöfða 7. í Kópavogi er það húsið við Fannborg 6, sem var í eigu Hagvirkis. Gamla Kjarvalshúsið að Sæbraut 1 á Sel- tjamarnesi gengur einnig upp í kaupverðið. Ibúðarhúsin að Alfa- skeiði 50 í Hafnarfirði og Aratúni 26 í Garðabæ ganga einnig upp í kaupin svo og íbúðarhúsið að Hæð- argötu 15 í Njarðvík. I framtíðinni á SS-húsið að hýsa meginhluta starfsemi Leiklistar- skóla íslands, Mynlista- og handíða- skóla íslands og Tónlistarskóla Reykjavíkur. Að auki er líklegt að Listdansskóli Þjóðleikhússins fái þar inni og hugsanlega fær Þjóð- leikhúsið afnot af húsinu fyrir verk- stæði og geymslu. Ekki verður þó flutt strax í húsið því mikið á eftir að gera áður en hægt verður að hefja þar starfsemi og er reiknað með að það kosti um 300 milljónir. „Það eru vissulega blendnar til- fmningar sem fylgja því að selja þetta hús, sem átti að hýsa aðal- stöðvar og kjötvinnslu SS. Við höf- um lagt alla okkar alúð í byggingu þess og beðið með óþreyju eftir að flytja hingað. En tímarnir breytast og aðstæður einnig," sagði Steinþór Skúlason, forstjóri SS. Hann óskaði nýjum eigendum til hamingju með húsið og sagðist fullviss að þar yrði miðpunktur lista í landinu. VEÐURHORFUR I DAG, 28. MARZ YFIRLIT í GÆR: Um 700 km suður af landinu er 1.036 mb hæð sem þokast austnorðaustur en minnkandi lægðardrag fyrir norðan land. Þegar llður á nótt- ina myndast lægð á Grænlandshafi. Hún verður skammt fyrir vestan land annað kvöld á hreyfingu norðaustur og dýpkar mjög. SPÁ: Fram eftir nóttu verður suðvestankaldi eða stinningskaldi víða um iand með dáiitlum éljum um landið vestanvert en björtu veðri á austanverðu landinu. Undir morgun þykknar upp með vaxandí sunnanátt, slyddu sunnanlands og vestan en síðar rigning um mikinn hluta landsins. Enn hvessir þegar líður á daginn og annað kvöld verður komið versta veður af suðri um mikinn hluta landsíns, einkum þó um austanvert landið og á hálendinu, en á Vestfjörðum snýst vindur í hvassa norðanátt með snjókomu. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Norðvestlæg átt, sums staðar hvasst og él við norður- og norðausturströndina en hægari vindur og yfirleitt þurrt annars staðar. Frost 0-4 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Vestan- og suðvestanátt, strekkingur um norðan- og vestanvert landið en hægari í öðrum landshlutum. Dálítíl súld víða vestaniands en bjart veður austantil. Hiti 1 -5 stig. x Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El — þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur [T Þrumuveður 'Jgi *a m VtÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísi tíma hlti veður Akureyri 4 úrkoma Reykjavík 2 snjóél Bergen 10 skýjað Helsinkl 0 skýjað Kaupmannahöfn 9 skýjað Narssarssuaq +5 snjókoma Nuuk +9 snjókoma Ósló 11 léttskýjað Stokkhólmur 7 léttskýjað Þórshöfn 8 hálfskýjað Algarve 18 skýjað Amsterdam 11 heiðskirt Barcelona 16 léttskýjað Berlin 8 lettskýjað Chícago 15 skúrir Feneyjar 16 iéttskýjað Frankfurt 11 léttskýjað Glasgow 8 mistur Hamborg 9 skýjað Las Palmas vantar London 11 léttskýjað LosAngeles 10 hálfskýjað Luxemborg 9 léttskýjað Madrfd 11 skýjað Malaga 19 léttskýjað Mallorca 15 skýjað Montreal 4 alskýjað NewYork 7 rignlng Orlando vantar París 9 skýjað Róm 17 skýjað Vín 4 alskýjað Washington 10 þokumóða Winnipeg +11 skafrenningur Morgunblaðið/Júlíus SS-húsið sem hýsa mun æðri listamenntun í landinu á komandi árum. Sæbraut 1 Seltjarnarnesi. Fannborg 6 Kópavogi. Steinþór sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væru á viss- an hátt nauðasamningar. „Það er viss neyð að hafa aðeins einn við- semjanda í fasteignaviðskiptum, en að öðru leyti eru þetta ekki nauða- samningar. Fasteignirnar sem við tökum upp f henta okkur reyndar ekki og verða því allar settar á sölu,“ sagði Steinþór. Menntamálaráðherra sagði þetta stóra stund. „Þetta er mikil stund fyrir mig og fleiri sem höfum mænt hingað inn á Laugarnesið um nokk- urra missera skeið. Hús þetta hefur gengið undir nafninu SS-húsið en því hefur ekki enn verið gefíð nafn. I mínum huga heitir það Listahúsið í Laugamesi, eða LL-húsið,“ sagði Svavar Gestsson. Síðumúli 24-26 Reykjavík. Álfaskeið 50 Hafnarfirði. Hæðargata 15 Njarðvík. Bjarni Daníelsson, skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla íslands, sagði að þetta væri einn merkasti atbuður í sögu lista á íslandi í ára- tugi og Magnús Ámi Magnússon, fulltrúi nemenda, sagði að nemend- ur hefðu brugðist skjótt við, enda búnir að bíða lengi eftir viðundandi húsnæði, og stofnað Nemendafélag væntanlegs listaháskóla íslands. í dag verður opið hús frá klukk- an 14 til 17 þar sem nemendur og kennarar Leiklistarskólans, Mynd- lista- og handíðaskólans og Tónlist- arskólans í Reykjavík munu láta „kjötvinnslustöðina iða af lífi í sam- ræmi við þá framtíð sem nú blasir við“, eins og segir í fréttatilkynn- ingu frá fjármálaráðuneytinu. Súðarvogur 6 Reykjavík. Engjateigur 1 Reykjavík. Tunguháls 6 Reykjavík. Funahöfði 7 Reykjavík. Aratún 26 Garðabæ. Brutust inn á bar o g hlupu á dyr með vín Lögreglu tilkynnt að sést hefði til útigangsmanna með eðalvín FJÖRIR menn brutust inn á veitingastaðinn Lídó við Lækjargötu í gær, brutu þar upp bar og fóru á brott með það magn af áfengi og tóbaki sem þeir gátu borið. A leið út af staðnum mættu þeir starfs- manni og ógnuðu honum með skrúfjárni umleið og þeir hlupu út. Málið var óupplýst í gærkvöldi en þá hafði lögregla fundið þijár tóm- ar áfengisflöskur, með merkingu vínveitingahúsa, sem talið er að hafi tilheyrt feng þeirra. Starfsmaðurinn kom að mönnun- um á útleið og var þá greinilegt að þeir höfðu troðið úlpur sínar út með áfengi. Þeir otuðu að honum skrúf- járni og hlupu á dyr. Fyrsta tilkynn- ing sem lögreglu barst um málið var frá vegfaranda og á þann veg að sést hefði til útigangsmanna í göngu- götunni sem hefðu eðalvín undir höndum! Þegar komið var á staðinn voru mennirnir á bak og burt en þrjár tómar áfengisflöskur merktar vínveitingahúsum fundust á staðn- um. Ekki var ljóst hve mikill fengur mannanna hafði verið þegar Morgun- blaðið hafði samband við veitinga- húsið í gær. Lögreglan hafði í gærkvöldi hand- tekið tvo útigangsmenn sem talið var hugsanlegt að hefðu vitneskju um málið en þó þótti ekki ljost að þeir hefðu þarna komið við sögu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.