Morgunblaðið - 28.03.1991, Side 18

Morgunblaðið - 28.03.1991, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR 28. MARZ 1991 Ást í ljósi og birtu Myndlist Bragi Asgeirsson Sýning sú á verkum Jóhannesar Kjarvals, sem undanfarið hefur verið uppi í Kjarvalssal, ásamt sögulegu yfirliti á ferli hans í myndum og ýmsum munum og dóti úr fórum hans í gangi, hefur verið tilefni ýmissa hugleiðinga hjá mér. I þessari samantekt er margt snjallra verka frá hálfu listamanns- ins og sem fyrr vekja munirnir í glerskápnum upp hjá manni marg- víslegar kenndir. Hér talar fortíðin á einkar náinn hátt til skoðandans, sem verður margs fróðari um hagi og hugsunarhátt listamannsins, skoði hann munina vel og auðnist honum að lesa pár hans við ýmis tækifæri. Það er auðséð, er Kjarval grípur til stílvopnsins, að hann lætur stjómast af tilfinningunum og augnabliks hugarblossa frekar en yfirvegaðri rósemi og skrif hans em að því leyti náskyld málverkunum, er hann lætur kenndir og hughrif ráða ferðinni að því er virðist nær stjómlaust og einungis samkvæmt rökfræði skynjunarinnar. Þetta er skylt ákveðinni athöfn innan myndlistarinnar, sem nefnd er „óformleg list“ (Art informel), og hér ráða ferðinni óheftar listrænar kenndir, fijáls og opin tjáning í lit og línu. Kjarval skrifaði mörg bréf og myndskreytti þau gjarnan, og hann var prýðilega máli farinn, enda gæddur skáldlegri æð, svo sem bæk- ur hans svo og önnur skrif hans á opinberum vettvangi bera með sér. Hann hafði og skemmtilega og safaríka kímni, sem lifir í munnmæl- um og gerði manninn að þjóðsögu, löngu áður en hann hlaut þá at- hygli og viðurkenningu, sem honum bar sem málara. Auðvitað má gera ráð fyrir, að margar af þeim sögum, sem eignað- ar eru honum, séu annarra tilbúning- ur, en þær eru skyldar öðru, sem frá honum kom og hinni sérstæðu persónu. Kjarval var i eðli sínu sannur ís- lendingur, sem vildi að persónuréttur hans væri virtur, en ekki fótum troð- inn af embættismönnum og opinber- um tilskipunum. Þessu til staðfest- ingar er upphaf sérkennilegs bréfs, sem hann ritaði kjörstjórn Reykja- víkur við bæjarstjórnarkosningarnar í janúarmánuði 1940: „Sú athöfn verkar illa á mig að fleygja nöfnum ijölda göfugra manna niður um rauf í lokaðan kassa, þar sem seðillinn verður að dúsa þangað til kosningatíminn er útrunninn. Enginn vafi er á að mér finnst þetta vera aðferð til þess að svívirða mig persónulega — og hvern kjós- anda sem er — Að heimta mann á kjörstað til þess að fremja athöfn sem kallar fram í manni tilfinningar skyldastar einhverskonar flölda- morði. Annað mál er hvort er hægt að eitt fjögurra ára tímabil nægir til að útfinna kosningaaðferð sem fyrir- byggði morðtilfinninguna á sjálfum sér og samtíðinni allri.“ Og þar sem kosningar eru á næsta leiti þá er ekki úr vegi að minna á þessi orð meistarans, en auðséð er á orðalaginu og skriftinni, að honum var heitt í hamsi og mikið niðri fyrir. Margt fleira.skemmtilegt má lesa í tækifærispári hans í glerkössunum og það má alveg gera því skóna, að margt af því, sem þar getur að líta, hafi sögulegt gildi í sjálfu sér, því að þar sér í heilmikið af lífsháttum og hvunndegi liðinnar tíðar ásamt hugsunarhætti, sem er mörgum nú- tímamanninum framandi. Með því að varðveita þessa í sum- um tilvikum að því er virðist fánýtu muni hvunndagsins, sem flestir losa sig fljótlega við, bregður Kjarval upp ljósi á umhverfi sitt, samtíð og dag- legt líf. Þegar búið verður að skrá þetta allt og skipuleggja og koma úrvali þess fyrir í væntanlegu Kjar- valssafni, munu þeir verða ómiss- andi þáttur þess og gera safnið hlý- legra og mun for- vitnilegra til heim- sóknar. Munimir segja okkur m.a. frá því, hve margþættur og lifandi persónu- leiki Kjarvals var og hve hann var meðvitaður og jarðtengdur í sam- tíð sinni. Ymsirmjögper- sónulegir munir úr eigu hans em í sjálfu sér dýrgrip- ir, sem bregða upp mynd af lista- Drekagil. Olía á striga, 118135,5 sm. Dánargjöf Steingríms Þorsteins- sonar, 1990. Ástirnar, um 1930. Olía á striga, 5298 sm. Gjöf frá Joan Halford 1991. Þessi leica M6 HEFUR KOMIÐ TIL KÓPASKERS, SAN FRANSISCO, PRAG, FENEYJA, ÍSAFJARÐAR, MADRID, LISSABON, HRÚTAFJARÐAR, LONDON, PARÍS, NEW YORK, HELLU, HRAFNTINNU- SKERS, BERLÍNAR, SOLMS, IBIZA, KEFLAVÍKUR, RÓMABORGAR, SANDGERÐIS, BOSTON, BOL- UNGARVÍKUR, BLÖNDUÓSS, LENINGRAD. AÐ LJÓTAPOLLI. LEST TIL LILLEHAMMER. BÍLVELTU í ÓDÁÐAHRAUNI. AÐ ELDGOSI VIÐ HEKLU í -15° FROSTI. FUNHITA í FLÓRÍDA. ROKI í REYKJAVÍK. RIGNINGU Á RAUFARHÖFN. SKÍÐI í ÖLPUNUM... SVONA VÆRI HÆGT AÐ HALDA LENGI ÁFRAM AÐ TELJA UPP VINNUFERÐIRNAR SEM ÞESSI LEICA M6 HEFUR FARIÐ í MEÐ PÁLI STEFÁNSSYNI LJÓSMYNDARA ICELAND REVIEW OG ALLTAF SKILAR HÚN VERKI SÍNU FULLKOMLEGA. EIGNASTU GÓÐAN FERÐAFÉLAGA Á KYNNINGARVERÐI, VEL ÆTTAÐAN, SEM RÍFST ALDREI OG ER ALLTAF SAMMÁLA. HRINGDU STRAX í LAUFEYJU HJÁ DAVID PITT & CO. HF., S. 621333 OG LÁTTU HANA KOMA ÞÉR Á ÓVART. LEICA M6 OG LEICA R6 MYNDAVÉLAR. ÞÆR BESTU. etca manninum í leik og starfi og sem slíkir ómetanlegir. Hinar mörgu smáteikningar og skissur sem prýða glerskápana eru gullfallégar sumar hveijar og sýna hve fjölhæf listræn gáfa leyndist með Kjarval. Væri meira en æski- legt að reynt yrði að aldursgreina þennan þátt listsköpunar hans. Það eru nefnilega miklar líkur á því, að fyrstu óhlutlægu flatarmyndirnar, sem gerðar voru á Islandi hafi orðið til í höndum þessa listamanns. — Kjarval var málari, er lét stjórnast af ást sinni á birtugjafan- um, hann gekk bókstaflega fyrir náttúrubirtunni, var tengdur henni af lífi og sál. Um það eru hin fjöl- þættu verk hans til vitnis, sem taka sig best út í dagsbirtunni og breyt- ast eftir sólargangi og birtuskilyrð- um. Blæbrigðaríkdómur mynda hans er mikill og svið hans víð- feðmt, því að jafn upprunalegur list- amaður er engum háður og fer ein- ungis eftir geðbrigðum sínum og hugdettum, kemur sér ekki upp neinu ákveðnu kerfi, sem hann svo takmarkar sig við. Kjarval telst málari tilfinninga og skynjunar frek- ar en vitsmuna og kaldrar rök- hyggju og af þeim sökum hafa myndverk hans svo mikla útgeislun og grípa skoðandann mörg hver í einu vetfangi. Menn geta ekki annað en hrifist, hafi þeir á annað borð upprunalega og ómengaða tilfinn- ingu fyrir lit, formi, línu og Ijósbrigð- um, — málverkinu í sjálfu sér. Lista- maðurinn nær iðulega á einhvern óútskýranlegan hátt stemmningunni í myndefninu, sjálfu andrúminu og verundinni allt um kring, og er þá sama hvort hann er að mála stór- brotið landslag eða brotabrot þess. Atriði sem voru honum miklu hug- leiknari en að útkoman líktist mynd- efninu, hann var nefnilega jafnan að beisla heildina og frumkjama viðfangsefnisins. Menn skynja landið á alveg sér- stakan hátt í myndum Kjarvals, land drauma og huldufólks, óspillta, vold- uga og hijúfa náttúru, en með svo óvæntar hliðar og hlýju í bland og töfrum slungin ljósbrigði. Myndir hans eru mettaðar andagt, kyrrð og háleitri fegurð, er þrengir sér inn í skynheim þess, sem skoðar þær, eru lífrænt tilfinninga- ástand, sem er náskylt almættinu og í senn svo nálægar okkur og eðlilegar sem fjarlægar og óraunver- ulegar. Þær eru eins og núið, sem stendur kyrrt, stillimynd úr eilífum sjónleik sköpunarverksins og töfrum slungin opinberun. Allt þetta og margt fleira kemur fram í myndverkunum, sem sýnd eru í Kjarvalssal fram til 24. apríl, en manni kemur það spanskt fyrir sjónir að í sambandi við úttekt, sem stendur jafn lengi yfir, skuli ekki vera nein sýningarskrá né sérstök fræðileg umfjöllun fyrir utan lit- myndaröðina undir gleri, er með örstuttum hnitmiðuðum skýringar- textum segir ágætlega frá þróun listar hans. Slíkt er meinbugur á framkvæmdinni, því að það væri lið- ur til krufningar listar Kjarvals og einstakra þátta hennar og sýningum á verkum hans á jafnan að fylgja úr hlaði' með öllu meiri virkt en skyldurækninni einni. Svo er það líka annað, að margur álítur, að verk Kjarvals njóti sín ekki til fulls í húsakynnum, sem eru jafn hrá og opin, þeir vilja meina, að verk hans þurfi hlýlegra og inni- legra umhverfi og umfram allt nátt- úrubirtu. Gerviljós er hart og staðl- að, en náttúrubirtan síhvikul, lífræn og skapandi. Og satt að segja eru sum verkin beinlínis vandræðaleg í uppheng- ingu, því að það þarf að skapa þeim alveg sérstakt hnitmiðað og rétt andrúm, svona eitthvað svipað og gert var, er höggmyndir Bertels Thorvaldsens voru sýndar í sama sal um árið. Það getur stundum skipt sköpum, og heimurinn sá t.d. verk Thorvaldsens í nýju ljósi eftir stóra sýningu í Köln nokkru áður, þar sem sérstakri lýsingu var beitt, og þótti mönnum það mikill lærdómur. Mað- ur þorir varla að hugsa þá hugsun til enda, hvernig myndir hans hefðu tekið sig út í salarkynnunum eins og þau leggja sig. ' Mestu máli varðar að myndverk málara, sem var jafn háður birtu- gjafanum og Kjarval, séu umleikin þeirri náttúrubirtu, sem fæddi þau af sér. Hvikulum ljósbrigðum dags- ins, sem hann unni af lífi og sál, helst því ofanljósi, sem byrgt hefur verið fyrir á staðnum. íslenzk þóð má ekki gleyma því, að hinsta ósk þjóðarlistamannsins Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals var að fá að deyja í björtu. Þessa ósk hans uppfyllti skapar- inn, en verður það svo ekki auðna þjóðar hans, að þessi sami birtu- gjafi og var lífsmögn verka Kjarv- als, fái fijáls og óhindraður að leika um myndir listamannsins í fyrirhug- uðu Kjai'valssafni?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.