Morgunblaðið - 28.03.1991, Síða 20

Morgunblaðið - 28.03.1991, Síða 20
20 MOftGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991 prests og að öðrum ólöstuðum studdi Einar Benediktsson, þáver- andi sendiherra í London, hug- myndina. Eins og gefur að skilja lenti mikið af vinnunni í sambandi við sjúklingana á starfsfólki sendi- ráðsins sem vegna mannfæðar var engan veginn í stakk búið að veita fólkinu viðeigandi þjónustu. Ýmsar hugmyndir voru uppi, m.a. að senda íslenskan lækni, hjúkrunarfræðing eða sálfræðing til starfa, en að lokum var ákveðið að senda íslenskan prest til borgar- innar, Leitað var til séra Jóns A. Baldvinssonar, en hann hafði ein- mitt stundað framhaldsnám á árunum 1978-79 í Edinborg í sáiu- hjálp sjúklinga. Eftir að hafa ráð- fært sig við ijölskyldu sína lét Jón slag standa og tók við starfinu. Reyndar munaði litlu að ferðin færi út um þúfur því þegar prestur- inn var búinn að koma öllu sínu dóti í skip og var mættur suður til Reykjavíkur tilbúinn í flugið kom babb í bátinn — gleymst hafði að gera ráð fyrir því hver ætti að borga brúsann! Eftir að klerkur hafði dvalist um vikutíma í höfuð- borginni gengu góðir menn í málið og það leyst farsællega. Þess má svo geta hér að séra Jón, var sæmdur Fálkaorðunni um síðustu áramót fyrir störf sín í þágu ís- lensku sjúklinganna í London. III. ... ... I I III — . Mjög gefandi starf Rœtl vid Jón A. Baldvinsson sendiráösprest i London Á heimili séra Jóns og konu hans, Margrétar Sigtryggsdóttur, er haldið var upp á þriggja ára afmæli Vel heppnaðrar hjarta- og lungnaaðgerðar á Halldóri Halldórssyni, fyrsta íslenska hjarta- og lungnaþeg- ans. Séra Jón afhendir Halldóri smágjöf; lítið hjarta. Ahveiju ári þurfmtugir ís- lendinga að Teita sér læknishjálpar út fyrir landssteinana. í mörg ár var Kaupmannahöfn algengasti viðkomu- staðurinn en hin síðari ár tók London við og þegar mest var fóru þangað hátt í 300 manns á ári hveiju. Einkum voru þetta hjartasjúklingar en eftir að slíkar aðgerðir voru hafnar á íslandi hefur að vonum dregið úr fjölda sjúklinga sem sendir eru til Bretaveldis. Samt sem áður þurftu 86 sjúkl- ingar að leita sér lækninga í Eng- landi í fyrra, en þar með er ekki talinn sá fjöldi sem fór í glasfijóvg- unaraðgerð. Biðin er mun styttri í Englandi eftir hjartaaðgerð þannig að sumir kjósa að fara þangað í stað þess að bíða 5-6 mánuði eftir aðgerð heima á íslandi. Einnig eru flóknari hjartaaðgerðir fram- kvæmdar erlendis, og svo fer tölu- verður fjöldi sjúklinga í augnað- gerðir, mergskiptaaðgerðir og að- gerðir vegna lifrarsjúkdóma til Englands. Þær aðgerðir sem mest hefur verið minnst á í íslenskum fjölmiðl- um á undanförnum árum eru hjarta- og lungnaaðgerðimar. Þeg- ar hafa tveir íslendingar fengið ný líffæri á Brompton-sjúkrahús- inu í London en einn íslenskur sjúklingur hefur til viðbótar beðið í níu mánuði í borginni eftir slíkri aðgerð. Séra Jón A. Baldvinsson, sendi- ráðsprestur, er sá maður sem mest mæðir á í sambandi við íslensku sjúklingana í London. Hann hefur nú verið starfandi í Englandi síðan 1983 en það ár var einmitt ákveð- ið að senda íslenskan prest til starfa í London vegna hins mikla fjölda sjúklinga sem þangað þurfti að senda á ári hveiju. Jónas . Gíslason, núverandi vígslubiskup í Skálholti, var fyrst- ur til að varpa fram þeirri hug- mynd að senda þyrfti íslenskan prest til Englands tl að styðja ís- lendinga sem þyrftu að leita sér læknishjálpar. Hann var sjálfur sendiráðsprestur í Kaupmanna- höfn um margra ára skeið og stór hluti af starfi hans þar var að taka á móti og styðja við bakið á íslend- ingum sem leita þurftu læknis- hjálpar í Danaveldi. Mörgum árum síðar lenti Jónas í því að vera send- ur í hjartaaðgerð til London og fann þá sárlega fyrir því, bæði gagnvart sjálfum sér og öðmm íslenskum sjúklingum, að einhvers konar stuðning vantaði. Reyndar hafði íslensk kona, Anna Kronin, aðstoðað íslensku sjúklingana í mörg ár sem sjálfboðaliði og síðar í hlutastarfí en komst engan veg- inn yfír að aðstoða allan þennan fjölda. Þegar heim kom færði Jónas þetta í tal við biskup og málsmet- andi menn í ráðuneytunum heima. Alls staðar var tekið vel í málaleit- an þessa fyrrverandi sendiráðs- Stundum finnst mönnum þeir ekki sjá afrakstur af starfí sínu. Þetta á ekki síst við um okkur prestana enda árangur okkar ekki mældur í peningum eða öðrum vel mælanlegum einingum. í þessu starfi hér í London er árangurinn hins vegar augljós, það fínnur mað- ur á þakklætinu sem sjúklingarnir láta í ljósi.“ Svo mælir Jón A. Bald- vinsson sendiráðsprestur í London en eins og kom fram í innangsgrein- inni hefur hann verið starfandi prestur í borginni síðan 1983. Það er í ýmsu að snúast fyrir íslenska prestinn. Hann skipulegg- ur komu íslensku sjúklinganna til borgarinnar, sér um að koma þeim á sjúkrahúsið er út er komið og aðstandendum þeirra á sinn íveru- stað, annast milligöngu á milli ís- iensku læknanna og sjúklinganna, semur við hin ýmsu sjúkrahús fyrir hönd Tryggingastofnunar, túlkar fyrir sjúklingana ef þess þarf, og reynir að heimsækja þá eins oft og mögulegt er. „Þegar mest var árið 1984 þá komu 230 sjúklingar í aðgerðir hingað til London á því eina ári. Eins og gefur að skilja þá gat ég engan veginn sinnt öllum þeim sjúklingum og því urðu því miður margir þeirra útundan," sagði Jón. Eftir að íslensku sjúkrahúsin fóru að geta framkvæmt hluta af hjarta- aðgerðunum hefur straumur sjúkb inga til London minnkað stórum. í fyrra komu 86 sjúklingar til borgar- innar, en þá er ekki talið með það fólk sem kom í glasafijóvgun enda kemur það lítið inn á verksvið Jóns nema að því leyti að hann semur við Boume Hall Clinic fyrir Trygg- ingastofnun. „Þó svo að sjúklingun- um hafi fækkað þá er ekki hægt að segja að mikið rólegra sé orðið í mínu starfi," sagði Jón yfírvegað. „Nú koma oft veikari sjúklingar sem e.t.v. fyrir nokkrum ánim var ekki möguleiki að veita neina hjálp. En tækninni fleygir fram og maður hefur orðið vitni að mörgu krafta- verkinu er fárveikt fólk hefur náð heilsu á nýjan leik. Sjúkrahúsin hér í London eru flest nokkuð sérhæfð og þar sem flestir fóru áður á Brompton-sjúkrahúsið vegna hjartaaðgerða og auðvelt var að ná til þeirra í sömu ferð, eru sjúkling- amir um þessar mundir meira dreifðir um alla borgina. Þegar ég fer t.d. á Herfield-sjúkrahúsið, þar sem hjarta- og lungnaþegamir hafa dvalið, er það nánast dagsferð." Erfiðasti hlutinn af starfínu er að sögn Jóns að eiga við dauðsföll- in. „Það er alltaf átakanlegt að sjá fólk fara, hvort sem það er óvænt, eða þar sem sjúklingur hefur barist hetjulega við sjúkdóm sinn í fleiri mánuði. Aðstandendurnir taka frá- fallinu misjafnlega þungt og sorgin tekur sinn toll af manni. Sem betur fer eru dauðsföllin hlutfallslega ekki mörg miðað við hve margir sjúklingar em alvarlega veikir er þeir koma hingað. Á síðasta ári létust einungis tveir íslendingar af þeim 86 sem hingað komu.“ Þann tíma sem blaðamaðurinn dvaldi með séra Jóni í sendiráðinu þurfti presturinn að afsaka sig ijór- um sinnum vegna símtala. Eitt skip- tið var það íslenskur læknir að láta vita af sjúklingi sem senda þyrfti til Englands, í annað skiptið var það aðstandandi sjúklings að hringja frá íslandi að spyijast fyrir um líðan viðkomandi, þriðja sím- talið var frá enskum lækni að láta vita að aðgerð á íslenskum sjúklingi hefði gengið að óskum og síðasta símtalið var frá íslenskum sjúklingi sem einungis vildi þakka Joni fyrir aðstoðina meðan á sjúkrahúsdvöl hans stóð. Jón þarf víst ekki að kvarta yfir aðgerðarleysi i höfuðborg Breta- veldis. Hann var fyrsti íslenski presturinn í London og það hefur því mætt á honum að móta og þróa starfið þessi átta ár sem hann hefur starfað þar. Eins og gefur að skilja em íslensku sjúklingarnir aðalhluti starfs hans en einnig er starfandi ; íslenskur söfnuður í borginni enda i búa um 250 íslendingar í London og nágrenni, fyrir utan tæplega 100 námsmenn sem þar dveija í lengri eða skemmri tíma. Síðan er tölu- vert af íslendingum í Grimsby og Hull og þangað fer Jón reglulega að vísitera. Síðan hefur Jón haft það fyrir sið að fara a.m.k. einu sinni á ári til íslendinganna í Lúx- emborg, „ég segi því oft að ég sé sóknarprestur á Bretlandseyjum og á meginlandi Evrópu," segir Jón hlæjandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.