Morgunblaðið - 28.03.1991, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.03.1991, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991 29 Kunningjaþjóðfélagið og hóphyggjan Uppnininn - skáld- saga um einstakling eftir Tómas Hansson Ef spurt er hvað helst einkenni ungt fólk á okkar tímum kemur margt jákvætt upp í hugann. Eitt atriði er þó að mínu mati ekki svo jákvætt og í raun mjög neikvætt, en það er tilhneigingin til meðal- mennskunnar, tilhneigingin til þess að vera þátttakandi í hópnum hóps- ins vegna, en ekki sjálfs síns vegna. Sú kynslóð sem nefnd hefur ver- ið ’68 kynslóðin er af mörgum talin kynslóð hugsjóna og baráttu fyrir betri heimi og þess vegna ékki kyn- slóð látlausrar meðalmennsku. Ég vil ekki ráðast á jafnþekkta kynslóð og ’68 kynslóðina, en þó má færa rök fyrir því að barátta hennar hafi oft einkennst af meðaimennsku og hóphyggju. Margir af þessari kynslóð minnast með brosi á vör á fyrri tíma og segja, þetta var tíðar- andinn, við höfðum hugsjón. En þetta svar snertir einmitt spuming- una sem er svo mikilvæg: Er það hugsjón að láta mótast af tíðarand- anum, af góðum málstað eða af góðum hóp, án þess að hafa haft einhveija ákveðna hugsjón fyrir? Eflaust má segja að einstaklingur- inn sé sífellt að læra og þess vegna feli þátttaka í hóp og hugsjónir annarra í sér ákveðinn lærdóm fyr- ir ungan einstakling. Það er vissu- lega rétt að vissu marki, en ég tel þó að þessi iærdómur feli oftar en ekki í sér blekkingu og slævi vitund einstaklinga og einstaklingseðlis- ins. Hóphyggjan nær því yfirhönd- inni, en einstaklingseðlið verður að sérvisku. Þetta er það sem ég sé neikvætt við^viðhorf ungs fólks okkar tíma, svo og í viðhorfum hinnar nafntoguðu kynslóðar á und- an. Þjóðfélag hóphyggjunnar Mér verður tíðrætt um hópa sem andstæðu einstaklingsins. Þetta má ekki skilja sem svo að hér fari fram einhver lastalestur um hópa, sam- starf og samvinnu hvers konar. Ég tel einstaklinga eiga mikið erindi í hópa og félög, svo framarlega sem það er gert á eigin forsendum. Því miður er þjóðfélag okkar þannig að kunningsskapur og sambönd ýmiss konar vega oft þyngra en hæfileikar og framtakssemi. Ungt fólk segir það mikilvægt að hafa sambönd og þekkja réttu aðilana og að þátttaka í stjórnmálum tryggi frama en sé í raun ekki grundvölluð af hugsónum. Hugsjónamennska er sérviska, samningar og hinn gullni meðalvegur er það sem skipt- ir máli. Þjóðfélagið knýr einstakl- ingana til þess að beygja sig undir vald og forsjá hinna ýmsu hópa. Styrkir til menningarmáia og lista eru ákveðnir af nefndum gáfu- manna og menningarfrömuða, sem vit hafa fyrir' hinum varnarlausa og skammsýna, en þó fjölmenna hópi einstaklinga, sem stundum er nefndur almenningur. Slíkar nefnd- ir úthluta oftar en ekki fjármunum almennings til aðila af sömu stétt, úr sömu listgrein til verka ,sem þeir sjálfir hafa mikinn áhuga á. Ýmsir sjóðir ráðstafa fé til atvinnulífs og til ýmissa sérhagsmunahópa þar sem hagsmunaaðilar hafa vit fyrir einstaklingunum. Þessir hópar manna sem ákvarðanir taka, út- hluta oftar en ekki til þeirra at- vinnugeira sem þeir hafa jafnframt lífsafkomu sína af beint eða óbeint. Skólakerfið er -fastskorðað. Það kennir öllum einstaklingum sama eða svipað námsefni og sömu bæk- urnar, sem gjarnan eru valdar á einum stað, á einni skrifstofu. Allt ríkiskerfíð gætir þess vel að ein- staklingseðlið fái ekki notið sín nema á völdum sviðum mannlífsins, sem auðvitað einhver hópur ákveð- ur hver séu. Eitt er víst að þessi svið mannlífsins eru fá. Ríkisspítali tekur á móti okkur í fæðingu, og síðan taka við niðurgreidd dagheim- ili. Ríkisskólakerfið er opið manni frá 6 ára aldri fram á fertugsaldur- inn eða lengur, án þess að nokkur gjöld séu greidd og án þess að nokk- ur spyiji hvort vinnumarkaðurinn þarfnist manns. Húsnæðiskerfið lánar okkur fyrir húsnæði á niður- greiddum kjörum og með vaxtabót- um. Námslánakerfið lánar óháð námsleið og í fjölda ára án vaxta. Atvinnuvegasjóðir lána til alls kon- ar fyrirtækjarekstrar á niðurgreidd- um kjörum. Ríkið er atvinnurekandi mikils fjölda fólks, beint eða óbeint. Matvörur sem við náðarsamlegast fáum að borða eru niðurgreiddar, með þeirri undarlegu niðurstöðu að þær eru á fáum afkimum veraldar dýrari. Aðild að félögum svo sem stéttarfélögum er skylduð þrátt fyr- ir lítinn vilja til þátttöku, svo sem aðsókn á fundi sýnir. Menning hvers konar er niðurgreidd og styrkt á ólíklegasta máta, óháð raunverulegum vilja almennings til „Boðskapur sögunnar á við um öll svið mann- lífsins, þó aðskáldsag- an sé heimfærð á snilld- arhátt að heimi bygg- ingarlistarinnar. Höf- undur bókarinnar er rússnesk-ameríski rit- höfundurinn og heim- spekingurinn Ayn Rand, en bókin kom út árið 1943.“ að njóta hennar. Þessi mörgu svið, þar sem við njótum handleiðslu for- sjárhyggjunnar, eiga við hvort sem fólk kemur út fátækt eða ekki. Lýðræði er þjóðskipulag hins frjálsa og óháða manns Margir gætu haldið að hér sé haldið fram að áðurnefndir gáfu- menn og meðlimir hópa séu ein- hveijir óþurftarmenn. Það er alls ekki svo. Margir þeirra manna (kvenna og karla) sem fylla þessa fiokka eru mjög hæfir á sínu sviði, í listum, menningu, vísindum og athafnalífi. Vandamálið er það að þeir taká til sín of mikla ábyrgð, sem þeir bera þó vel, en væri samt betur komin hjá einstaklingunum sjálfum einstaklinganna vegna, lýð- ræðisins vegna og þjóðfélagsins vegna. Lýðræðisþjóðfélagið getur ekki dafnað til lengri tíma litið, ef allt vald er fært til þeirra sem til þekkja og hagsmuna hafa að gæta, frá þeim sem þurfa að nota og fram- leiða. Mikið vatn hefur þó runnið til sjávar frá þeim tíma þegar landið var bundið þvílíkum haftaböndum að ekkert annað en kunningsskapúr eða þátttaka í hópum, t.d. tengdum stjórnmálum, dugði til að geta kom- ist sómasamlega af. Þó er miðstýr- ing enn mikil á öllum sviðum þjóðfé- lagsins og vald sérhagsmunaaðila sterkara vali einstaklingsins. Við þessar aðstæður verður fulltrúalýð- ræðið of flókið til að kjósandinn geti fylgst með öllu, hann kýs eftir almennum slagorðum, en framselur vald sem snertir nánast alla þætti lífs hans. Svigrúm einstaklingsins til þess að velja (annað en fulltrúa sinn) og til þess að taka ákvarðan- ir á eigin ábyrgð þarf að vera mik- ið, svo að um raunverulegt lýðræði og valddreifingu verði að ræða. Auðvitað er þó aðalástæðan sú að allir skuli hafa þann sjálfsagða rétt að vera fijálsir og óháðir tilskipun- um um hvernig þeir eigi að haga lífi sínu, svo framarlega sem at- hafnir hins fijálsa manns skaði ekki aðra. Skáldsagan Uppruninn Uppruninn er skáldsaga sem fjallar um baráttu einstaklings við kerfi, hópa og þjóðfélag svipað því sem áður er lýst. Þessi skáldsaga Tiitti beint í mark á allan hátt og veidur mörgum andvökunóttum fyrir alla þá sem taka námslán, húsnæðislán, kynnast fólki með hagsmuni í huga eða eru félagar í hagsmuna- eða stéttarfélögum. Uppruninn er saga um hluti sem engum er óviðkomandi, en jafn- framt er þetta spennadi örlagasaga um líf, tilfinningar og sérstaklega eftirminnilegar persónur, sem eiga sér ótal fyrirmyndir. Uppruninn er skáldsaga um líf tveggja ungra arkitekta á fyrri hluta aldarinnar í Bandaríkjunum. Þeir eiga aðeins eitt sameiginlegt, - en það eru námshæfileikar. Að öðru leyti eru þeir ólíkir. Annar býr við velgengni á öllum sviðum og út- skrifast með sóma, en velgengni hans er fyrst og fremst að þakka hæfileikum til að aðlagast að fólki, skoðunum og hópum. Hinn á í erfið- leikum sökum sjálfstæðra skoðana sinna og er rekinn úr námi. Sagan fjallar um líf þessara tveggja manna sem á mjög ólíkan hátt eiga við lífið og gerast hönnuðir glæsilegra há- hýsa. Inn í söguna fléttast aðrar sterkar persónur og flókin tengsl verða milli þeirra í gegnum vináttu, ástir og baráttu sem endar með miklu og átakanlegu uppgjöri í lok- in. Boðskapur sögunnar á við um öll svið mannlífsins, þó að skáldsag- an sé heimfærð á snilldarhátt að heimi byggingarlistarinnar. Höf- undur bókarinnar er rússnesk- ameríski rithöfundurinn og heim- spekingurinn Ayn Rand, en bókin kom út árið 1943. Heimspeki Ayn Rand er nefnd „objectivism“ og er hugmyndafræði sem fjallar um samfélag einstaklinga, sem eru fijálsir og óháðir og dæmdir af verkum sínum. Henni tekst með bókinni að gera sterka ádeilu og hugmyndafræði að stórskemmti- legri og spennandi sögu við allra hæfi. Bókin er vegleg en flestir munu eiga erfitt með að sleppa henni fyrr en hún er lesin og ættu flestir, hvort sem þeir telja sig til hóphyggju eða einstaklingshyggju, að eyða nokkrum kvöldstundum í hana. Höfundur er hagfræðingur. Háskólafyrirlestur í Árnag’arði um Hómer MINNA Skaft Jensen, dr. phil. lektor í klassískum málum við háskól- ann í Kaupmannahöfn, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspeki- deildar Háskóla íslands miðvikudaginn 3. apríl nk. kl. 17.15 í stofu 201 í Arnagarði. (Afmstrong NIÐURHENGD LOFT Frá og með 1. apríl 1991 tekur TEPPABÚÐIIU HF. við dreifingu ARMSTRONG-LOFTA á íslandi. Um leið og við bjóðum TEPPABÚÐINA HF. velkomna í hóp söluaðila ARMSTRONG- LOFTA, er Þ. Þorgríms- syni hf. þakkað langt og gott samstarf. TEPPABÚÐIN HF. mun kappkosta að veita arkitektum, hönnuðum, verktökum og kaupendum ARMSTRONG- LOFTA góða þjónustu og ráðgjöf við hönnun og val niður- hengdra lofta frá ARMSTRONG. Fyrirlesturinn fjallar um Hómer og munnlega geymd Ílíons- og Ód- ysseifskviðu; annars vegar um það hvaða áheyrendur Hómer hafði í huga forðum og hins vegar hveijir þeir áheyrendur eru sem Ilíonskviða og Ódysseifskviða hafa átt frá upp- hafi vega. Minna Skaft Jensen hefur bæði í námi og starfi sýnt mikla fjöl- hæfni og spanna rannsóknir hennar mjög vítt svið innan klassískra fræða. Doktorsritgerð hennar fjall- aði um Hómer og munnlega geymd og studdist Minna þar meðal annras við eigin rannsóknir á munnlegri kvæðahefð í Albaníu. Þess má einn- ig geta að hún er höfundur að fyrra hluta fyrsta bindis almennrar bók- menntasögu Gyldendals sem út kom árið 1985. Rannsóknir hennar síðastliðin 10 ár hafa þó einkum verið á sviði nýlatínu þ.e. þeirri latínu sem notuð var eftir siða- skipti. Minna hefur þó ekki sagt skilið við Hómersrannsóknir og er von á nýrri bók eftir hana sem fjall- ar um túlkun Hómerskvæða. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku og er öllum opinn. (Fréttatilkynning) Leitið tilboða hjá TEPPABÚDINNIHF. ARMSTRONG WORLDINDUSTRIES LTD. ♦ ■ HLJÓMS VEITIN Galíleó verður í Sjallanum, ísafirði, páskahelgina, einnig mun hún spila á skíðasvæðinu á laugardag. Hljóm- sveitina skipa ísfirðingurinn Rafn Jónsson, trommur og söngur, Sæv- ar Sverrisson, söngur, Baldvin Sigurðarson, bassi, Jens Hanson/ hljómborð og sax og Örn Hjálrn- arssou, gítar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.