Morgunblaðið - 28.03.1991, Side 32

Morgunblaðið - 28.03.1991, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991 Endurreisnarstarf í húsnæðismál- um sem bíður nýrrar ríkisstjómar eftirÞórhall Jósefsson Mikið endurreisnarstarf í hús- næðismálum landsmanna bíður nýrrar ríkisstjórnar að loknum kosningum í vor: • Að endurskoða og einfalda löggjöf um húsnæðismál í heild sinni. • Að gera almenningi aftur kleift að eignast íbúð á viðráðan- legum kjörum. • Aðendurreisafijálsanmark- að með íbúðarhúsnæði utan höfuð- borgarsvæðisins. • Að forða byggingarsjóðun- um frá gjaldþroti. • Að aflétta skattpíngu vinstristjómarinnar á íbúðarhús- næði. • Að bæta þjónustu við lántak- endur. • Að draga úr miðstýringu húsnæðismála. Heildstæð löggjöf í stað bútastefnu Sérhvert þing síðan vinstri- stjórnin braust til valda hefur hús- næðislöggjöfinni verið breytt — bút og bút í senn — með þeim afleiðingum að lögin eru svo rugl- ingsleg að fáir ef nokkrir ná áttum í þeim frumskógi. Áætlanir íbúðakaupenda verða marklausar, þar sem þær eru vísast úreltar þegar til kastanna kemur vegna óvæntrar lagabreyt- ingar. Lögin vísa út og suður, eru flók- in og breytingarnar bera í flestu merki gerræðislegra vinnubragða. Því verður að endurskoða þau sem heild með það að markmiði að setja húsnæðismálum skýran, heildstæðan og einfaldan laga- ramma, þannig að hver og einn geti séð hver réttur hans er. Sjálfstætt fólk í stað leiguliða Á tíma vinstristjórnarinnar hafa möguleikar fólks til að eignast íbúð verið stórlega skertir. í stað- inn hefur verið rekin hörð leigu- liðastefna stjórnvalda. Sá sem vill kaupa eigin íbúð á í dag aðeins einn kost: Húsbréfa- lán með nærri 8% raunvöxtum og 25 ára greiðslutíma. Á sama tíma er svonefnt félags- legt kerfi þanið markvisst út, þar eru boðnir 1% til 4,5% vextir og lánstími upp í 50 ár. Gallinn er sá, að íbúarnir verða ævilangt leiguliðar hins opinbera. Nýrrar ríkisstjórnar bíður það stórverkefni að gera almenningi aftur mögulegt að eignast íbúð í stað þess að hrekjast inn í leigu- liðakerfið. Endurreisn á landsbyggðinni Utan höfuðborgarsvæðisins hefur ofuráhersla á félagslegar íbúðabyggingar valdið offramboði íbúða og skert eða eyðilagt þá eign, sem íbúarnir höfðu áður komið sér upp í íbúðum sínum. Þar situr fólk uppi með ill- eða óseljanlegar eignir, verðlitlar og verðlausar. Það bíður nýrrar ríkisstjórnar að endurreisa heilbrigðan markað fyrir íbúðir utan höfuðborgar- svæðisins. „Byggingarsjóðir ríkis- ins og verkamanna verða gjaldþrota skömmu upp úr alda- mótum ef svo heldur áfram sem horfir. Vinstristjórnin hefur svikið skyldur sínar við þessa sjóði og skrifað á framtíðina vandamál sem nema tugþúsund- um milljóna króna, í stað þess að leysa þau.“ Afstýra þarf milljarða tjóni Byggingarsjóðir ríkisins og verkamanna verða gjaldþrota skömmu upp úr aldamótum ef svo heldur áfram sem horfir. Vinstristjórnin hefur svikið skyldur sínar við þessa sjóði og skrifað á framtíðina vandamál sem nema tugþúsundum milljóna króna, í stað þess að leysa þau. Það bíður nýrrar ríkisstjórnar að moka þennan flór vinstriflokk- anna, tryggja afkomu þessara sjóða og koma þannig í veg fyrir milljarða tjón skattgreiðenda. Afnám skattpíningar Af alkunnri skattpíningaráráttu sinni hefur vinstriflokkunum tekist að gera ekkjum og ekklum illkleift að halda eignum sínum, með sér- stökum eignarskattauka, ekkna- skattinum. Þórhallur Jósefsson Eignarskattur á íbúðarhúsnæði hefur reynst vinstriflokkunum kærkomið tæki til að leggja há- tekjuskatta á venjulegt alþýðufólk. Eignarskattur á íbúðarhúsnæði eykur rekstrarkostnað húsnæðis- ins og veldur hærra verði á leigu- markaði. Það bíður nýrrar ríkisstjórnar að afnema þennan rangláta skatt. Bætt þjónusta Þrátt fyrir Iagaákvæði um að húsnæðismálastjórn geti samið við almennar lánastofnanir um af- greiðslu lána, hefur það ekki verið gert nema að takmörkuðu leyti í húsbréfakerfi. Þjónustuna verður nú að sækja á einn stað, um eitt símaskiptiborð þar sem nánast alltaf er á tali, í Húsnæðisstofnun ríkisins. Það bíður nýrrar ríkisstjórnar að hrinda því sjálfsagða máli í framkvæmd, að færa þjónustuna út til fólksins, hvar sem það býr á landinu, að lánastofnanir sem almenningur á sín reglulegu við- skipti við annist þessa þjónustu. Valddreifing í stað miðstýringar Tíu manna hópur, húsnæðis- málastjórn, tekur allar ákvarðanir um húsnæðismál landsmanna, sem lúta að einstökum lánveitingum og margvíslegri stefnumótun. Á síðustu vinstristjórnarárum hefur gætt í ríkum mæli enn frek- ari miðstýringaráráttu, sem best • sást á frumvarpi um stjórnsýslu- lega stöðu Húsnæðisstofnunar. Samkvæmt því frumvarpi áttu all- ar ákvarðanir að vera teknar við skrifborð félagsmálaráðherra. Með öðrum orðum: Koma átti á (menntuðu) einveldi í húsnæðis- málum. Það bíður nýrrar ríkisstjórnar að dreifa valdi — og ábyrgð — í þessum málum eins og frekast er unnt. Sjálfstæðisflokkur gegn ósljórninni Hér er framan hafa aðeins fá- ein mál verið nefnd af þeim, sem brýnt er að bæta úr eftir óráðs- stjórn vinstriflokkanna. Sjálfstæðismenn vilja hrinda í framkvæmd þeim umbótum sem nefndar voru — og mörgum fleiri — fái Sjálfstæðisflokkurinn til þess umboð í kosningunum. Saga óstjórnar vinstriflokkanna og huldumanna að baki þeim sýnir, að Sjálfstæðisflokknum einum er treystandi til þess. Höfundur er formaður málefnanefndar Sjálfstæðisflokksins um húsnæðismál
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.