Morgunblaðið - 28.03.1991, Side 42

Morgunblaðið - 28.03.1991, Side 42
42 , frlQI^UNJBIAÐifi FlMMTUUACUft íM'ABSíðb^l um stíl. Aðalkirkjan rúmi allt að 1.200 manns í sætum og gangar séu mjög rúmgóðir. Kostnaður fari ekki verulega fram úr hálfri milljón króna. í kjallara sé rúmgóður samkomusal- ur auk hitunartækja-, geymslu og e.t.v. 3ja herbergja íbúðar fyrir kirkjuvörð. í kirkjunni eða sambyggð við hana eða í kjallara sé lítil kap- ella, er rúmi 50 manns í sætum.“ Frestur til að skila tillögum var til 1. nóvember. Hallgrímskirkja eða Haraldskirkja Á 300 ára afmæli sr. Hallgríms Péturssonar 1914 kom fram hug- mynd um minningarkirkju hans í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd (Hall- grímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd eftir Snæbjöm Jónsson, Rvík 1931, bls. 17). En nú, þegar farið er að tala um hina nýju og veglegu kirkju í Reykjavík, þá er greinilegt, að einhveijir hafa viljað koma þeirri hugmynd í framkvæmd hér í höfuð- staðnum. Á aðalsafnaðarfundi Dóm- kirkjusafnaðarins 2. júní 1929 gerði gjaldkeri kirkjubyggingamefndar grein fyrir innkomnu fé, 8.210 kr. Sr. Bjami bætti við 1.550 kr. sem komu í söfnunarbaukana og 1.600 kr. „sem til hans hefur verið goldið „til Hallgrímskirkju" í Reykjavík“. Þarna virðist því koma fram í fyrsta sinni opinberlega það nafn, sem nýja kirkjan hlaut. Ágúst Jósefsson heil- brigðisfulltrúi bar fram tillögu um, að söfnuðurinn ákvæði, að hin nýja kirkja skyldi heita Hallgrímskirkja og sjóðirnir sameinaðir. Var sú til- laga samþykkt með breytingu frá Jóni Helgasyni biskupi, að söfnuður- inn „óskaði“ þessa nafns. Ekki voru þó allir sáttir við þessa nafngift. Snæbjörn Jónsson bóksali í Reykjavík kom í áðumefndu riti sínu fram með þá hugmynd, að hin nýja kirkja héti Haraldskirkja, kennd við sr. Harald Níelsson prófessor, sem lést 1928. Kringum hann varð einhver sterkasta trúarvakning hér á þessari öld. Hann var því mjög ástsæll og minning hans sterk í hug- um manna um land allt. Þrír uppdrættir bámst í verðlauna- samkeppnina. Ekki hlutu þeir náð fyrir augum sóknarnefndarmanna, sem veittu þó verðlaun. Ágúst Páls- son átti tvo þeirra, sem fengu fyrstu og þriðju verðlaun. Önnur verðlaun hlaut uppdráttur þeirra Hafliða Jó- hannssonar og Augusts Hákanson. Uppdráttur Ágústs Pálssonar er talinn „af dómkirkju í Reykjavík". Sóknamefnd virðist þó aldrei hafa rætt að byggja nýja dómkirkju. í til- lögum hennar er eingöngu talað um „nýja kirkju til viðbótar Dómkirkj- unni“. MyndagluggarfráDanmörku Umræðunni um byggingu nýrrar kirkju var haldið vakandi næstu árin og fé safnað, þótt hægt gengi. Leitað var til kirkjumálanefndar Alþingis, ákveðnar tillögur lagðar fyrir hana, en árangur virðist ekki hafa orðið mikill. En árið 1930 skrifar dr. the- ol. Alfred Th. Jörgensen formaður fyrir De Samvirkende Menig- hedsplejer í Köbenhavn og skýrir frá, „að hafin sé söfnun meðal dansk- ra vina íslenskrar kirkju á fé til fram- lags til kirkjubyggingar í Reykja- vík“. Sr. Friðrik kom með boð frá Edv. Storr stórkaupmanni í Kaup- mannahöfn, þar sem hann býðst til að gefa til nýrrar kirkju í Reykjavík þijá myndaglugga. Kvaðst sr. Friðrik hafa séð þessa glugga sumarið 1929 í Kaupmannahöfn ásamt biskupi og fleirum. Sr. Bjarni kynnti sér, hvem- ig Dansk Kirkefond stóð að verki við kirkjubyggingar í Kaupmannahöfn. Hafði sr. Bjami fengið teikningar að nýjum kirkjum þar og lagði fram til kynningar hér. Tillögur um þriðja dómkirkjuprestinn og skiptingu sóknarinnar Brátt fara að koma ný atriði inn í umræðuna. Á sóknarnefndarfundi 21. nóvember 1933 skýrir sr. Bjami frá því, að sr. Þorsteinn Briem kirkju- málaráðherra hafi stungið upp á því við biskup, að hann hefði hug á að bæta einum presti við Dómkirkjuna, ef söfnuðurinn treysti sér að launa hann að hálfu. Var sú tillaga tekin til athugunar. Sr. Einar Thorlacius hafði fengið lausn frá embætti sínu að Saurbæ á Hvalíjarðarströnd vorið 1932. Hann fór þá til skrifstofustarfa hér í bæn- um og var jafnframt ráðinn heimilis- prestur á Elliheimilinu Grand árin 1933-1935. (Guðfræðingatal 1976, bls. 87.) Hann kom nú fram með þá tillögu á aðalsafnaðarfundi 1934 „að athuga, hvort eigi væri tiltækilegt að skipta hinum víðlenda bæ í sér- stakar kirkjusóknir líkt og er í Kaup- mannahöfn og víðar". Verður ekki annað séð en hann komi þarna fýrst- ur fram með hugmyndina um skipt- ingu Reykjavíkurprestakalls í fleiri sóknir. Aðeins fjórum áram fyrr barðist Prestafélag íslands harðri baráttu gegn fækkun prestakalla á landsbyggðinni, en enginn nefndi þá fjölgun prestakalla í Reykjavík til að vega upp á móti fækkun annars stað- ar (Prestafélagsritið 1930, bls. 252). En nú verður breyting þar á. Stjóm Prestafélagsins tók málið upp og skaut því til Kirkjuráðs (Prestafélagsritið 1934, bls. 170). Það gerði svohljóðandi samþykkt, sem send var sóknamefnd Dómkirkj- unnar: IMPEX hillukerfi án boltunar r LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 „Út af framkominni áskoran frá stjóm Prestafélags íslands var svo látandi ályktun gjörð: Kirkjuráðið telur nauðsynlegt, að skipuð sé nefnd til þess að gjöra tillögu um fjölgun kirkna og presta og sóknaskipun í Reykjavík með tilliti til framtíðar- starfs kirkjunnar, og beinir þeirri ósk til sóknarnefndar og presta Dóm- kirkjunnar, að þeir kjósi þijá menn í slíka nefnd til samvinnu við tvo menn, er Kirkjuráðið kjósi.“ Sóknamefndin kaus Pétur Hall- dórsson alþingismann og báða presta Dómkirkjunnar. Kirkjuráð tilnefndi cand. theol. Sigfús Sigurhjartarson og prófessor Sigurð P. Sívertsen, sem var svo kjörinn formaður nefndarinn- ar og var þá jafnframt formaður Prestafélags Islands (Kirkjuritið 1935, bls. 92). Frumvarp til Iaga um þrjú prestaköll Kirkjuráðsnefndin, sem svo var •kölluð, samdi frumvarp til laga um afhendingu Dómkirkjunnar í hendur söfnuðinum og skiptingu prestakalls- ins í 6 sóknir (Kirkjuritið 1935, bls. 220-222). Er þar sett fram regla, er síðan var lengi höfð ti| viðmiðunar um hámarksfjölda í hveiju presta- kalli, þ.e. 5 þúsund manns. Nefndin gerir ráð fyrir Dómkirkiuprestakalli með tvo presta, Hallgrimsprestakalli einnig með tvo presta og svo er nýtt nafn í þessari umræðu, Nespresta- kall, með einum presti. Þar að auki er reiknað með þremur kirkjusóknum í viðbót, er fái, til að byija með, þjón- ustu frá Hallgríms- og Nesprestum, en kirkjur þeirra yrðu á Grímsstaða- holti, á holtinu milli Fossvogs og Sogamýrar og á hæðinni upp af Sundlaugavegi. Sr. Jakob Jónsson að ferma í kórkjallara Hallgrímskirkju. Einn af myndagluggunun, sem Edv. Storr gaf til nýrrar kirkju, er notaður sem altaristafla. Verðlaunateikning Hafliða Jóhannssonar og Augusts Hákanson af kirkju á Skólavörðuhæð. Gert er ráð fyrir 300 þúsund króna álagi á Dómkirkjuna, og skyldi því varið til nýrra kirkjubygginga. Reykjavíkurbær skyldi leggja til ókeypis lóðir fyrir hinar nýju kirkjur og einnig fyrir prestsseturshús. Heimilt skyldi mönnum að sækja prestsþjónustu til annarra presta en sóknarpresta sinna á því svæði, sem frumvarp þetta fjallar um. Frumvarpið var borið undir aðal- safnaðarfund Dómkirkjunnar vorið 1935. Þar var lýst eindregnu fylgi við frumvarpið og skorað á kirkju- ráðsnefndina að fylgja því eftir við ríkisstjóm og Alþingi. Jafnframt kom fram á fundinum mikill áhugi fyrir að byija þegar á næsta vetri sunnu- dagaskólastarf og aðra safnaðarapp- byggingu í úthverfum bæjarins. Pét- ur Halldórsson bar frumvarpið fram á Alþingi 1935, en það náði ekki fram að ganga. Kirkjulegt starf hafið í úthverfunum - Hugmynd um flytjanlega kirkju Nú var þegar sótt um lóðir fyrir nýjar kirkjur og prestssetur, og á sóknamefndarfundi í september 1935 var skorað á bæjarstjórn „að hvarfla ekki frá því ráði skipulags- nefndar að ætla verðandi aðalkirkju í bænum stað á miðju Skólavörðu- holti_ (-torgi)“. Jafnframt var hafíð andlegt uppbyggingarstarf í úthverf- um Reykjavíkur. Haustið 1935 var byijað á sunnudagaskólastarfí í skól- unum í Laugarnesi og Skildinganesi. Samkvæmt fundargerðabókum Dómkirkjunnar hófu það starf þeir Magnús Runólfsson cand. theol., guðfræðistúdentamir Ástráður Sig- ursteindórsson og Jóhann Hannes- son, einnig ungfrú Kristín Sæmunds- dóttir. Að sögn Ástráðs starfaði Magnús Runólfsson í Laugamesskól- anum, en þeir Jóhann Hannesson og hann, ásamt Kristínu, í Skildinganes- skólanum. Aðalfundur Dómkirkjusafnaðar- ins, haldinn 20. september 1936, var um margt merkilegur. Hann skoraði á alþingismenn Reykjavíkur að end- urflytja framvarpið um fjölgun presta í Reykjavík. Prófessor Ás- rnundur Guðmundsson kom með til- lögu um að nýta „væntanlega bál- stofu sem framtíðarkirkjuhús fyrir Laugameshverfin". Sr. FViðrik Hall- grímsson kom með þá nýtískulegu hugmynd að byggja „flytjanlega kirkju". En merkasta tillagan var um að ráða viðbótarprest að Dómkirkj- unni. Sú tillaga var tekin upp aftur í sóknamefnd og þar samþykkt að ráða sr. Garðar Svavarsson, sóknar- prest á Djúpavogi, til að annast bæði sunnudagaskólahald og guðs- þjónustur í Laugamesskólanum. Var frá þessu gengið 20. október. Jafn- framt var ákveðið að halda áfram sunnudagaskólastarfi í Skildinganes- skólanum. Skyldi það gert á kostnað safnaðarins með von um styrk frá kirkjuráði eða kirkjustjóm. Þjónusta sr. Garðars skapar Laugarnessöfnuð - Aukið starf í öðrum hverfúm einnig Nú fóru hjólin að snúast hraðar í Laugarneshverfinu. Á sóknamefnd- arfundi 9. nóvember 1936 er greint frá því, að sr. Garðar hafí þegar haldið fjórar vel sóttar barnaguðs- þjónustur í skólanum og sé byijaður húsvitjun í hverfinu. Jóhann Hannes- son og Helgi Tryggvason vora byij- aðir með bamaguðsþjónustur í skól- anum að Baugsvegi 1, og Gísli Brynj- ólfsson guðfræðikandídat var að hefja starf í Mýrarhúsaskóla á Selt- jarnarnesi. Hann annaðist þar bæði almennar guðsþjónustur og barna- starf (Kirkjuritið 1937, bls. 40). Jó- hann Hannesson mun og hafa hús- vitjað eitthvað þennan vetur í Skeija- fírði. Sigurbjörn Á. Gíslason var síð- ar með barnaguðsþjónustur á Elli- heimilinu Grand. í ársbyijun 1937 óskaði sóknar- nefnd eftir því, að húsameistari ríkis- ins yrði látinn gera uppdrátt að fyrir- hugaðri stórri kirkju á Skólavörðu- hæðinni. Á sama fundi sótti nefndin um lóð fyrir bráðabirgðakirkju í Laugameshverfí og fékk tillöguupp- drátt að slíku húsi hjá húsameistara. Átti það að vera úr timbri, taka um 160 manns í sæti og var áætlaður kostnaður 23 þúsund krónur. Áður en nokkuð varð úr þeim framkvæmd- um, var, af hálfu íbúa í Laugarnes- hverfi, stofnuð nefnd til að vinna að kirkjumálum. Formaður hennar var Jón Ólafsson, bifreiðaeftirlitsmaður. Nefndarmenn komu til fundar með sóknarnefnd 10. febrúar 1937. Jón Ólafsson áleit margt mæla með að bíða með framkvæmdir eftir því, hvernig færi um frumvarp það, er enn myndi lagt fyrir Alþingi um skiptingu Reykjavíkursóknar. Menn ræddu einnig þann möguleika að reisa, til guðsþjónustuhalds, hús, er síðar mætti breyta í íbúðarhús. En andstaða Jóns Ólafssonar og fleiri Laugnesinga ásamt þeirri staðreynd, að sr. Garðar var kominn á stað með gott starf í Laugarneshverfi, hafði þau áhrif, að sótt var til stjórnvalda um sérstakan styrk til kirkjubygg- ingar þar. Jafnframt bar Magnús Jónsson prófessor, þingmaður Reykvíkinga, fram framvarp á Alþingi um að mynda sókn með sérstökum presti í Laugarnesskólahverfi. Það fékkst þó ekki afgreitt. Magnús flutti þá annað frumvarp um heimild til að kalla tvo aðstoðarpresta til starfs í Dómkirkju- söfnuðinum. Var samþykkt að veita fé á fjárlögum til þess að launa þá. Á aðalsafnaðarfundi 23. maí 1937 var samþykkt að sækja um lóð fyrir kirkju efst á Skólavörðuhæðinni. Ennfremur var óskað eftir, að Laugarnesskólahverfí yrði gert að sérstakri kirkjusókn. Kom fram afar- mikill áhugi íbúa þar fyrir að koma hinu.kirkjulega starfi á fastan grann.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.