Morgunblaðið - 28.03.1991, Side 46

Morgunblaðið - 28.03.1991, Side 46
í : MORGUNBliAÐlÐ! MMM5WB)AGUR/2K1 'MARÍi )lð91 V^46 Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar: Stuðningsmenn og andstæðing- ar stjórnarinnar álíka margir Hvað myndu menn kjósa í alþingiskosningum nú? Samanburður við fyrri kannanir og alþingiskosningarnar 1987. Þeir sem taka afstöðu. Fjöldi Kjósa nú Febr. 91 Nóv. 90 Sept. 90 Maí 90 Kosn. 87 Alþýðuflokkur 95 11,7 14,7 14,7 11,5 11,7 15,2 Framsóknarflokkur 156 19,6 20,9 18,1 15,8 19,3 18,9 Sjálfstæðisflokkur 391 48,0 46,2 47,3 50,1 45,0 27,2 Alþýðubandalag 82 10,1 8,9 8,1 9,4 9,7 13,4 Kvennalisti 70 8,6 7,8 10,6 9,4 12,2 10,1 Flokkur mannsins 1 0,1 0,1 0,5 1,0 0,1 1,6 Þjóðarflokkur 6 0,7 0,8 0,1 0,8 0,4 1,3 Borgaraflokkur 3 0,4 0,5 0,4 0,4 0,4 10,9 Grænt framboð 3 0,4 — 0,1 0,1 — Samt. jafnr. og félagsh. 1 0,1 — 0,1 0,2 0,4 1,2 Heimastjórnarsamtökin 5 0,6 — — — Verkamannaflokkur 1 0,1 — — — _ — Aðrir 0 - — 1,2 0,8 0,2 Samtals 1094 100% 100% 100% 100% 100% 100% Svör við spurningum 1 til 3 samanlögð Fjöldi Allir Kjósa nú Alþýðufokkur 95 8,7 11,7 Framsóknarflokkur 156 14,3 19,6 Sj álfstæðisflokkur 391 35,7 48,0 Alþýðubandalag 82 7,5 10,1 Kvennalisti 70 6,4 8,6 Flokkur mannsins 1 0,1 0,1 Þjóðarflokkur 6 0,5 0,7 Borgaraflokkur 3 0,3 0,4 Grænt framboð 3 0,3 0,4 Samt. um jafnrétti og 1 0,1 0,1 félagsh. Heimastjórnarsamt. 5 0,4 0,6 Verkamannaflokkur 1 0,1 0,1 Myndi ekki kjósa 54 4,1 Skila auðu 33 3,0 Neita að svara 141 12,9 Veit ekki 61 5,6 Samtals 1094 100% 100% EKKI er marktækur munur á fjölda stuðningsmanna og and- stæðinga ríkisstjórnarinnar meðal svarenda í skoðanakönn- un, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Islands hefur gert fyrir Morgunblaðið. 37,7% svarenda gefa sig upp sem stuðnings- menn stjórnarinnar, 36,2% sem andstæðinga en 20,6% segjast hlutlausir. 5,6% neita að svara spurningunni: „Hvort mundir þú segja að þú værir stuðnings- maður ríkisstjórnarinnar eða andstæðingur?“ Könnun Félagsvísindastofnunar var gerð dagana 23. til 26. marz sl. Tekið var úr þjóðskrá slembiúr- tak 1.500 manna á aldrinum 18 til 75 ára, af öllu landinu. Viðtöl voru tekin í síma og fengust alls svör frá 1094, sem er 72,9% svar- hlutfall. Nettósvörun, þegar frá upphaflegu úrtaki hafa verið dregnir þeir, sem nýlega látnir, erlendir ríkisborgarar eða erlendis, var 75%. Félagsvísindastofnun telur að fullnægjandi samræmi sé milli skiptingar úrtekisins og þjóðarinn- ar allrar eftir aldri, kyni og bú- setu. Því megi ætla að úrtakið endurspegli þjóðina, 18-75 ára, allvel. Óákveðnir 5,6% Þijár spurningar voru lagðar fyrir svarendur í könnuninni um hvað þeir myndu kjósa, ef alþingis- kosningar yrðu haldnar nú þegar. Fyrst var spurt: „Ef alþingiskosn- ingar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“ Þeir, sem sögðu „veit ekki“ við þessari spurningu, voru spurð- ir áfram: „En hvaða flokk eða lista heldur að líklegast sé að þú mynd- ir kjósa?“ Segðust menn enn ekki vita svarið, var spurt í þriðja sinn: „En hvort heldurðu að sé líklegra að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eðá einhvem annan flokk eða lista?“ Þessi háttur er hafður á til að fækka óvissum svarendum. Eftir fyrri tvær spumingamar sögðu 14,6% svarenda enn „veit ekki“, en þegar þriðju spumingunni var bætt við, fór hlutfall óráðinna nið- ur í 5,6%. Um 13% neituðu að svara, 3% sögðust myndu skila auðu og 4,1% ætluðu ekki að kjósa. Benda má á, að af þeim, sem gáfu ákveðið svar við fyrstu spurn- ingunni, sögðust 53,1% ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, í næstu spumingu sögðust 51,5% ætla að kjósa sjálfstæðismenn, en eftir að lokaspumingunni var bætt við, er hlutfall Sjálfstæðisflokks komið í stöðumar, sem fengust úr þessum þremur spurningum, samanlögð- um. Þeir, sem svömðu þriðju spurningunni þannig að þeir myndu líklega kjósa einhvem ann- an flokk en Sjálfstæðisflokkinn, er skipt á milli þeirra flokka í sömu innbyrðis hlutföllum og fengust við fyrri tveimur liðum spumingar- innar. í töflunni er líka saman- burður við fyrri kannanir Félagsv- ísindastofnunar og kosningaúrslit 1987. í annarri töflu sjást fylgis- tölur flokkanna bæði sem hlutfall af öllum svarendum, og sem hlut- fall af þeim, sem afstöðu tóku. Mesta breytingin hjá Alþýðuflokki Fylgi flokkanna er lítið breytt frá síðustu könnun Félagsvísinda- stofnunar, sem fram fór í febrúar. Stærsta og tölfræðilega marktæk- asta breytingin er í fylgi Alþýðu- flokks, en það minnkar um 3% frá síðustu könnun, úr 14,7% í 11,7%. Framsóknarflokkur fær nú 19,6%, en fékk 20,9% í febrúar. Sjálfstæð- isflokkur fær 48,0%, en hafði 46,2% í febrúar. Alþýðubandalag fær 10,1%, miðað við 8,9% síðast og Kvennalisti fær nú 8,6%, en hafði 7,8% í febrúar. Önnur fram- tóoð hafa innan við 1% fylgi. Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur jafnstórir á landsbyggðinni Sé fylgi stjórnmálaflokkanna sundurgreint eftir landshlutum, kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur hreinan meirihluta sva- renda í tveimur kjördæmum, Reykjavík og Reykjanesi. Þegar hins vegar er litið til landsbyggð- arinnar er ekki tölfræðilega mark- tækur munur á fylgi Sjálfstæðis- flokksins, sem fær fylgi 37,7% svarenda, og Framsóknarflokksins með 34,5%. Alþýðuflokkur, Sjálf- stæðisflokkur og Kvennalisti eru öflugri í þéttbýlinu en úti á landi, en dreifbýlisfylgi Alþýðubanda- lags og Framsóknarflokks er hins vegar sterkara en fylgið á Suð- vesturhominu. Flestir alþýðubandalagsmenn styðja stjórnina Þegar litið er á fylgi ríkisstjóm- arinnar eftir flokkum, kemur í Ijós að meðal kjósenda stjómarflokk- anna á stjórnin mest fylgi hjá al- þýðubandalagsmönnum, 89,7% þeirra segjast styðja stjórnina, en 7,4% segjast henni andvígir. Af alþýðuflokksmönnum styðja 71,1% stjómina, en 17,1% era andstæðingar hennar. Af fram- sóknarmönnum eru 81,9% fylgj- andi stjórninni en 8,7% andvígir. Af kjósendum Sjálfstæðisflokks era hins vegar 70% andvígir stjórninni, 20% hlutlausir og 9% segjast styðja hana. í hópi kjós- enda Kvennalistans á stjórnin 32% stuðning, hlutlausir eru 29,1% og 38,2% eru andvígir. Meðal þeirra, sem ekki hafa ákveðið hvaða flokk þeir ætla að kjósa, hefur stjórnin 40% stuðning, 26% era á móti henni og 32,8% hlutlausir. 48%. í meðfylgjandi töflu sjást niður- Fylgi stjórnmálaflokka greint eftir landshlutum Reykjavík Reykjanes Önnur kjörd. Alþýðuflokkur 13,9 15,6 7,1 Framsóknarflokkur 7,9 11,8 34,5 Sjálfstæðisflokkur 53,6 55,9 37,7 Alþýðubandalag 9,8 7,5 12,3 Kvennalisti 13,2 8,1 4,5 Aðrir flokkar/listar 1,6 1,1 3,9 Samtals 100% 100% 100% Fjöldi 317 186 310 Hvort mundir þú segja að þú værir stuðningsmaður ríkisstjórnarinn- ar eða andstæðingur? Fjöldi Hlutfall Hlutfall, þeir sem svara Feb. 1991 Stuðningsmaður 412 37,7 39,9 40,2 Hlutlaus 225 20,6 21,8 23,0 Andstæðingur 396 36,2 38,3 36,9 Neitar/veit ekki 61 5,6 - Landhelgisgæslan: Skoða björgunarþyrlur ytra strax í næstu viku FULLTRÚAR frá fjármálaráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og Land- helgisgæslunni fara til Bandarikjanna í næstu viku til að skoða björg- unarþyrlur fyrir Landhelgisgæsluna, en Alþingi hefur heimilað fjár- málaráðherra að ráðstafa 100 milljónum kr. á lánsfjárlögum til að festa kaup á björgunarþyrlu. Áætlað er að björgunarþyrla af þeirri gerð sem umræðan stendur um kosti á bilinu 800-1.000 milljónir kr. Ólafur Ragnar Grímsson Ijár- máíaráðherra og Óli Þ. Guðbjarts- son dómsmálaráðherra hafa óskað eftir því við Landhelgisgæsluna að hún láti skoða þær tegundir af þyrlum sem uppfylla ströngustu kröfur sem gerðar eru til slíkra véla. Sagði hann að sér skildist að einkum væri rætt um banda- rískar og franskar þyrlur. „Ef við tökum þá ákvörðun að kaupa björgunarþyrlu þá er að mínum dómi nauðsynlegt að hún sé af bestu gerð og geti sinnt björgunar- störfum við íslenskar aðstæður,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Gunnar Bergsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar kvaðst eiga von á því að í framhaldi af því yrðu þyrlur einnig skoðaðar í Evr- ópu. Sikorsky-vélar verða skoðað- ar í Bandaríkjunum en einnig stendur valið um Super-Puma þyrlur frá franska fyrirtækinu Aerospatiale, Bell 214 frá Banda- ríkjunum og Sea King frá Bret- landi. „Það þarf að skoða allar þessar vélar og gera á þeim samanburð. Hins vegar er ómögulegt að segja til um hvenær slík vél verður kom- in í þjónustu Landhelgisgæslunn- ar. Frumgerðin af vélunum er til ' en þá er eftir að innrétta þær og því verður ekki lokið fyrr en vitað er hvaða tæki á að vera í þeim. Við erum að tala um eitt til eitt' og hálft ár, þetta hefur veraleg áhrif á afgreiðslutímann" sagði Gunnar. Gunnar sagði að ætla mætti að fullbúin þyrla með varahlutum kosti á bilinu 800-1.000 milljónir kr. og um 700-800 milljónir án varahluta, hins vegar væri ekki hægt að tala um endanlegt verð að svo stöddu. Ólafur Ragnar sagði að miðað Sikorsky S-70 frá bandarísku Sikorsky-verksmiðjunum. Á inn- felldu myndinni er Super-Puma frá frönsku Dauphin-verksmiðj- unum. við afgreiðslu þingsins varðandi fjármögnun þyrlukaupanna kæmi tvennt til. Annars vegar að kaupin verði fjármögnuð með almennum skatttekjum ríkisins á næstu árum eða að nýtt þing afgreiði sérstaka fjáröflun vegna þyrlukaupanna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.