Morgunblaðið - 28.03.1991, Page 58

Morgunblaðið - 28.03.1991, Page 58
Fiskverðsdeila ÚA og sjómanna á ísfisktogurum: Sjómenn krefjast 33% hækkunar frá 30% heimalöndunarálagi UA býður fiskmarkaðsverð fyrir 10% aflans Kjararáð sjómanna á ísfisktogurum ÚA á fundi í gær. • Hreinsiefni • Pappír • Vélar • Áhöld • Einnota vörur • Vinnufatnaður • Ráðgjöf • O.fl. o.fl. Fyrir alvöru bíleigendur, sem vilja fara vel með lakkið á bílnum sínum, en rispa það ekki með drullugum þvottakústi. Bílsápa og sjálfvirkur sápu- og bónskammtari fylg- ir. Einnig getur þú þrifið húsið, rúðurnar, stéttina, veröndina og sandblásið málningu, sprungur og m.fl. með þessu undratæki. Úrval fylgihluta! REKSTRARVORUR Réttarhálsi 2,110 Rvik. - símar 31956-685554-Fax 687116 heima en Björgvin EA og Björgúlf- ur EA hafí farið í siglingar og sent út ísfísk í gámum. „Vegna þessa sömdum við nýléga um bón- us á þorsk og ýsu, sem er sú krónu- tala sem hálft kíló vegur í Vérð- lagsráðsverði, þannig að við fáum greitt fyrir tveggja kílóa þorsk eins og hann væri tvö og hálft kíló. Þessi upphæð gæti numið um 200 þúsund krónum hjá háseta yfír árið.“ Guðmundur segist vonast til áhpfnin á Súlnafelli EA fái sömu kjör og sjómennirnir á ísfisktogur- um ÚA muni semja um. Hins veg- ar náist aldrei friður um fiskverð fyrr en búið sé að tengja allt físk- verð í landinu við fiskmarkaðsverð. „Nú eru 20-30 fiskverð í gangi í landinu og það er ansi súrt að þeir, sem landa á fískmörkuðum fái þrisvar sinnum hærra verð en við,“ segir Guðmundur. Hann seg- ir að hægt væri að skylda menn til að selja allan afla á fiskmörkuð- um og fyrirtæki gætu þess vegna keypt afla af eigin skipum, eins og Grandi hf. geri til dæmis. Sævar Frímannsson, formaður verkalýðsfélagsins Einingar, segir að Eining hafi ekki farið fram á viðræður um hækkun á launum fískverkafólks ef sjómenn á ísfísk- togurum ÚA fái hækkun á físk- verði núna. Félagssvæði Einingar nær yfir Eyjafjarðarsvæðið. „Við erum með fasta og bundna samninga til 15. september næst- komandi og það er engin kröfu- gerð í gangi hjá okkur. Mér finnst hins vegar persónulega að ef eitt- hvert fyrirtæki hækkar laun sjó- manna sinna vegna góðrar afkomu ætti fiskverkafólk fyrirtækisins einnig að njóta hennar. Ég er alls ekki að blanda þessu saman við kröfur sjómanna ÚA en þeir hafa verið með lægri laun en aðrir sjó- menn á landinu. Mér finnst það hins vegar vera réttlætismál að fískverkafólk fái að njóta góðrar afkomu fyrirtækja. Fiskverkafólk er með lág laun og því vetir ekki af launahækkun,“ segir Sævar Frímannsson. • Fiskverkafólk vill við- ræður ef sjómenn fá hækkun Fiskverkafólk í frystihúsi og saltfiskverkun KEA á Dalvík vill viðræður um að það fái sérstaka kauphækkun ef samið verður við sjómenn á Eyjafjarðarsvæðinu um frekari fiskverðshækkanir á næst- unni, að sögn Arnfríðar Valdimars- dóttur trúnaðaimanns í frystihúsi KEA á Dalvík. „Við söfnuðum undirskriftum um 80 manns í frystihúsinu og saltfiskverkuninni til að minna á að við værum líka til.“ Arnfríður segir að verkalýðsfé- lög tengist ekki þessari undir- skriftasöfnun, enda gildi kjara- samningar verkalýðsfélagsins Ein- ingar til 15. september næstkom- andi. Hún segir að hins vegar hljóti fyrirtæki, sem hafi efni á að hækka laun sjómanna, einnig að hafa efni á að hækka laun fiskverkafólks. KJE.lAl Hobby Háþrýstidælan Bíllinn þveginn og SJÓMENN á ísfisktogurum Út- gerðarfélags Akureyringa hf. vilja fá 107,25 krónur fyrir kíló- ið af þriggja kílóa þorski og þyngri, 82,07 krónur fyrir kílóið af þorski undir þrem kílóum og 65,94 krónur fyrir kílóið af und- irmálsþorski. ÚA hefur hins vegar boðist til að greiða sjó- mönnunum fiskmarkaðsverð fyrir 10% af aflanum en 40% heimalöndunarálag á 90% af- lans. ÚA hafði samþykkt að hækka heimalöndunarálagið úr 30% í 40% frá síðustu mánaða- mótum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins þýða kröfur sjó- mannanna 33% hækkun frá 30% heimalöndunarálaginu en tilboð ÚA jafngildir um 43% heima- löndunarálagi. Sjómenn á ísfisktogurum ÚA og togaranum Kolbeinsey ÞH frá Húsavík hafa sagt upp störfum vegna óánægju með fiskverð. Þess- ir togarar eru nú allir í höfn, nema Kaldbakur og Hrímbakur, sem voru að veiðum á Deildargrunni í gær. Svalbakur er að koma úr slipp á Akureyri og gamli Sólbakur kom til Akureyrar í gær. Harðbakur átti að fara á veiðar á þriðjudags- kvöld en þar sem ósamið er um fískverðið fór hann ekki út. Kol- beinsey ÞH kom úr siglingu á þriðjudag og átti að fara á veiðar á morgun. Sjómenn á Kolbeinsey ÞH sögðu upp störfum á föstudag en undir- mennirnir eru með einnar viku uppsagnarfrest. Sjómennimir vildu upphaflega fá 45% heimalöndun- arálag en Fiskiðjusamlag Húsavík- ur hf. hækkaði heimalöndunará- lagið úr 30% í 40% frá síðustu mánaðamótum. Nú vilja sjómenn- imir fá rúmlega 40% heimalöndun- arálag frá áramótum en Fiskiðju- Morgunblaðið/Rúnar Þór Tveir af ísfisktogurum ÚA, Harðbakur EA og gamli Sólbakur EA, í höfn á Akureyri í gær. samlag Húsavíkur hf. hefur ein- ungis samþykkt að fiskverðshækk- unin gildi frá og með næstu veiði- ferð skipsins, að sögn Kára Arnórs Kárasonar framkvæmdastjóra Verkalýðsfélags Húsavíkur. Hugsanlegt að Kolbeinsey ÞH semji öðruvísi en ÚA-togarar „Fiskiðjusamlagið hefur ekki teygt sig upp í 45% og við höfum ekki teygt okkur niður í 40% álag,“ segir Kári Arnór. Hann. segir að ekki sé útilokað að sjómenn á Kolbeinsey ÞH semji á öðrum nót- um en sjómenn á togurum ÚA. „Kolbeinsey ÞH var með 2,1 kílóa þorsk að meðaltali í fyrra og þá var hásetahluturinn á skipinu 2,5-2,6 milljónir króna. ísfisktog- arar ÚA eru með mjög svipaða meðalvigt en hásetahluturinn á þeim var að meðaltali 1,8 milljónir í fyrra.“ Heimalöndunarálag togara Út- gerðarfélags Dalvíkinga hf., Björg- vins EA og Björgúlfs EA, hækkaði úr 30% í 40% frá síðustu mánaða- mótum, að sögn Vigfúsar Jóhann- essonar skipstjóra á Björgvin EA. Björgvin EA kemur inn á þriðjudag en Björgúlfur EA átti að koma úr slipp á Akureyri í gærkvöldi. Vigfús segir að öllum afla ísfisk- togara ÚA hafi verið landað á Akureyri og þeir fái lægsta fis- kverð á landinu. „Það fá allir sama heimalöndunarálag og sjómennirn- ir hjá ÚA semja um, þannig að þeir fá alltaf lægsta fiskverðið. Því væri skynsamlegast að ÚA tengdi að minnsta kosti hluta af fiskverð- inu við fiskmarkaðsverð. Dalvíkur- togararnir veiða miklu meira af þorski en ÚA-togararnir, þannig að við fáum miklu hærra verð en þeir. Hins vegar höfum við einung- is von á einni siglingu í ár, þar sem verið er að hegna okkur fyrir að hafa farið í fáar siglingar." Súlnafell EA með sérstakan bónus fyrir þorsk og ýsu Heimalöndunarálag Súlnafells EA hækkaði einnig úr 30% í 40% frá síðustu mánaðamótum, að sögn Guðmundar Kristjánssonar skip- stjóra. Súlnafell EA er i eigu KEA og landar í Hrísey. Skipið hefur verið á veiðum á Deildargrunni en kemur til hafnar á morgun. Guðmundur segir að öllum afla Súlnafells EA hafi verið landað bónaöur á tíu mínútum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.