Morgunblaðið - 28.03.1991, Side 59

Morgunblaðið - 28.03.1991, Side 59
r e WORÓtíÍJBlÍÁÖlÖ’ttffi^lWÁdtJíl /2&r'fóS$í %91 -?-%9 Um 20 lögreglumenn sinna ein- göngu miðborginni um helgar „ Aukið ofbeldi er vandamál þjóðfélagsins, ekki aðeins lögregl- unnar,“ segir Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn Bíóhöllin sýnir myndina „Hundar fara til himna“ BÍÓHÖLLIN hefur hafið sýningar á teiknimyndinni „Hundar fara til himna“. Þetta er fjölskyldumynd þar sem margir þekktir leikarar Ijá persónum myndarinnar rödd sína, t.d. Burt Reynolds og Dom DeLuise. Charlie, aðalsöguhetja myndarinn- ar, rekur ásamt öðrum að nafni Carface Malone vafasama veðmála- starfsemi sem skilar góðum en ólög- legum arði til félaganna. En græðgi Carface leiðir til þess að keyrt er yfír Charlie, sem vaknar við gullna hlið himins. Hann kemst að því að Carface hafði svikið hann svo hann fyllist heift og hefndarþorsta. Með brögðum kemst hann aftur til jarðar- innar og þá byijar fjörið og ævintýr- in gerast eitt af öðru. Eitt atriði úr teiknimyndinni „Hundar fara til himna“. Stóll og tölvuborö — fermingartilboðsverð frá kr. 15.100. 5 ára Kr. 10. • 200 KÖPAVOOI FAXAFENI 8 • 108 REYKJAVlK • • BlMI 4BB00 BlMI 878480 Stóll og tölvuborð með hliðarplötu — fermingartilboðsverð frá kr. 16.800. Stóll — fermingartilboðs verð frá kr. 5.500. Laugardagskvöld í miðborg Reykjavíkur. Morgunblaoið/Julius UM FIMMTÍU lögreglumenn eru við almenna löggæslu í Reykjavík um helgar og að auki sinnir um tugur manna umferð- areftirliti og rannsóknum, eink- um umferðarslysa, að sögn Guð- mundar Guðjónssonar yfirlög- regluþjóns. Að sögn Guðmund- Ástand í miðborginni batnar ekki án hugarfar sbr eytingar - segir Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík „EF ástandið í miðborginni á að batna verður hugarfar fólks að breytast. Ölvað fólk kemur við sögu í yfir 90% tilfella, þar sem fólk verður fyrir líkamsmeiðing- um, svo besta forvörnin er að draga úr drykkju. Þá vil ég láta á það reyna hvort fólk safnast ekki síður saman ef bannað verður að selja ýmsa matvöru á götum borgarinnar langt fram eftir nóttu. Þetta ástand í miðborginni er ekki vandamál lögreglunnar, hcldur þjóðfélagsins í heild. Lög- gæsla er bara plástur á sárið, en ekki lækning,“ sagði Böðvar Brag- ason, lögreglustjóri, þegar Morg- unblaðið leitaði álits hans á því til hvaða ráða væri hægt að grípa til að draga úr ofbeldi og skemmdar- verkum í miðborginni. Böðvar benti á, að undanfarin ár hefði áfengisneysla aukist og skemmtistöðum fjölgað. „í yfir 90% tilfella eru aðilar að illindum ölvaðir og ástandið batnar varla nema dreg- ið verði úr drykkjunni. Aðgangur að víni er auðveldur og drykkja því meiri en ella. Þó tekist hafi að halda utan um vandamálið með því að fjölga lögreglumönnum í miðborginni er það samt sem áður fyrir hendi. Ekki má gleyma því, að lögreglan hefur fleiru að sinna en ólátum í miðborginni. Hún er einnig oft kölluð í heimahús, þar sem vandamál vegna drykkju eru ekki minni. Enn tala menn samt eins og nauðsynlegt sé að fá krá á hvert götuhorn og aðrir vilja að bjórinn verði seldur í mat- vöruverslunum, til að auðvelda enn aðdrætti." Böðvar sagðist hafa velt því fyrir sér hvort ekki væri rétt að veitinga- menn bæru ábyrgð á gestum sínum, ekki aðeins innan dyra, heldur einnig eftir að út fyrir þær er komið. „Veit- Böðvar Bragason, lögreglusljóri í Reykjavík. ingamenn þyrftu hugsanlega að ijölga í starfsliði sínu, en það væri hægt að skylda þá til að greiða lög- gæslu utan dyra, eins og gert var áður og gert er núna á sveitaböllum." Böðvar kvaðst telja það til bóta ef skemmtistaðir lokuðu ekki allir á sama tíma. „Ef tíminn væri sveigjan- legri lentum við ekki í þeirri aðstöðu að fá stóran hóp ölvaðs fólks á göt- urnar á sama tíma. Það vita allir hvað slíkt hefur í för með sér og ætti enginn að þurfa að standa og gapa af undrun yfir afleiðingunum." Lögreglustjóri segir að hann hafi lagt á það mikla áherslu að fá yfir- völd til að stemma stigu við mikilli sölustarfsemi í miðborginni langt fram eftir nóttu. „Ég fullyrði ekki að það verði til þess að mannsöfnuð- ur verði minni og friðsamlegri, en vil láta á það reyna hvort svo verður ekki ef bannað verður að selja þar matvæli eftir klukkan 2 aðfaranætur laugardags og sunnudags." Böðvar segir að fyrir um tveimur árum hafi borgarstjórn bannað sölu- starfsemi í miðborginni eftir klukkan 2 á nóttunni og átti sú skipan að vera til reynslu í þrjá mánuði. „Þeg- ar þessi samþykkt lá fyrir risu upp menn, sem seldu pylsur í miðborg- inni, og þeir fengu því framgengt að hætt var við tilraunina. Sumir hafa haldið því fram við mig að þetta myndi engu breyta, en við þá segi ég: „Af hveiju má-ekki láta reyna á þetta?“ Ef menn þora ekki að prófa nýja hluti, hvemig ætla þeir þá að fínna- réttu lausnina? Það er full ástæða til að reyna allt sem hugsan- lega er til bóta og borgaryfirvöld eru skyldug til að leita allra ráða til að gera borgina friðsamlega." Böðvar sagði að aukning löggæslu gæti hugsanlega verið til bóta. „Spumingin er auðvitað sú, hvar eigi að auka löggæsluna. Við erum þegar með um 20 lögreglumenn í miðborg- inni á erfiðum kvöldum og að nætur- lagi. Ég útiloka ekki að fjölgun í lið- inu gæti bætt ástandið, en tel hana ekki leysa vandann. Menn þurfa að leita annarra leiða,“ sagði Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík. ar er hátt á annan tug lögreglu- manna eingöngu við eftirlit í miðbænum frá klukkan niu á föstudags- og laugardagskvöld- um og til um sex að morgni og sinnir ekki útköllum á öðrum svæðum. Þar er aðallega um að ræða menn á varðgöngu, en einnig liafa þeir tiltækan út- kallsbíl sem kemur til aðstoðar og annast flutning á handtekn- um mönnum. Auk þeirra eru óeinkennisklæddir lögreglu- menn á ferð bæinn, gangandi og á bílum. Guðmundur segir ljóst að aukið eftirlit með miðbænum undandfar- in misseri, sem hófst í kjölfar umræðna um ástand mála þá, hafi tvímælalaust skilað veruleg- um árangri. Lögreglan sé ávallt nálæg í miðbænum og geti gripið . fyrr inn í þar sem veist sé að fólki og einnig tekið úr umferð þá sem sýni með háttarlagi sýnu og ölvun- arástandi að þeir séu líklegir til vandræða. Hann telur líklegt að talsverðan hluta þeirrar aukning- ar, sem orðið hefur vart á kærum vegna líkamsmeiðinga undanfarið, megi einmitt rekja til herts eftir- lits lögreglunnar. Það hafi haft í för með sér að lögregla stöðvi fremur en áður átök og árásir, sem gerðar eru, og það ýti undir það að skýrslur séu gerðar og kærur lagðar fram þar sem slíkt hefði ekki annars verið gert. Auk þess megi telja víst að umræða um málið valdi því að atvik séu nú fremur kærð en áð- ur. Guðmundur sagði að þrátt fyr- ir aukningu á kærum vegna meið- inga í átökum og ýmis dæmi um grófar likamsárásir, vekti það at- hygli í þessu sambandi að á sama tíma hafi grófum ofbeldisglæpum eins og ránum fækkað úr 21 árið 1989 í 11 á síðasta ári. Guðmundur segir það sérstakt áhyggjuefni hve stór sá hópur sé sem komi við sögu líkamsmeið- Guðmundur Guðjónsson, yfirlög- regluþjónn. ingamála, alls ekki megi segja að um þröngan hóp sé að ræða og að málið sé eingöngu unnt að leysa með löggæsluúrræðum. Hann nefnir að á síðasta ári hafi lögregl- an fært um 300 manns fyrir dóm- ara vegna ölvunar og óspekta og í fæstum tilfellum hafi þeir sem hafi fengið þannig afgreiðslu sinna mála komið aftur við sögu en hins vegar virðist engin þurrð vera á að nýtt fólk bætist í þann hóp sem stofnar til átaka og veitist að fólki. „Það má ekki lita á þessi mál sem vanda löggæslunnar ein- göngu, henda þeim inn um dyrnar hjá lögreglunni og ætlast til að hún láti þau hverfa. Þetta er vand- amál þjóðfélagsins ekki aðeins lög- reglunnar. Það verður að taka á ástandinu eins og það er,“ sagði Guðmundur Guðjónsson yfirlög- regluþjónn. Hann sagði að einn þáttur í því gæti verið að hraða meðferð líkamsmeiðingamála í dómskerfinu. FERMINGARTILBOÐ Sterk, létt og þægileg húsgögn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.