Morgunblaðið - 28.03.1991, Page 70

Morgunblaðið - 28.03.1991, Page 70
70 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991 Um þvert miðhálend- ið á gönguskíðum ... Annan fótinn upp þegar hinn ... Hilmar á Kverkfjallahrygg. Snæfell í baksýn. Þrír félagar úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík skíðuðu 300 km leið yfir þrjá stærstu jökla landsins í gestabók í Snæfellsskála getur að líta eftirfarandi skrif frá 31. mars 1990: Komum hér með þrjá léttruglaða sem ætla sér á skíðum yfir landið, — Leitum að þeim síðar. Undir þetta skrifa tveir „Hérar“ sem fluttu okkur inn að Snæfelli á snjóbíl sínum. Framundan var um þrjúhundruð kílómetra skíða- ferð um miðbik landsins yfir Vatnajökul, Hofsjökul, Langjökul og vestur í Borgarfjörð. 45 kg farangur Orkuríkt fæði Það voru engir léttfetar sem lögðu af stað daginn eftir með farangurinn sem var um fjörutíu og fimm kíló á mann. Mestur þung- inn var dreginn á þotu en restin höfð í bakpoka. Matar og eldsneyt- isbirgðir voru í óhófi enda við í vetrarfríi og ekki ætlunin að líða neinn skort. Langur óveðurskafli átti heldur ekki að gera út um leið- angurinn. Menn voru léttstígir þrátt fyrir þungar byrðar, — við vorum loksins komnir af stað eftir fimm mánaða undirbúning. Austast á Brúaijökli var fyrsti náttstaður. Þar var tjaldið stagað niður með skíðum, stöfum og ísöx- um og ofan á snjóskarirnar var hlaðið útsöguðum snjókögglum. Um kvöldið byijaði að snjóa og daginn eftir var kominn mikill lausasnjór og skíðafæri því erfitt. Upp úr hádegi fór þó að grilla í skíðin og síðdegis var komið prýð- isfæri. Mikið frost Frekar þótti okkur hráslagalegt í tjaldstað annað kvöldið. Við vor- um staddir í 1.200 metra hæð austan Kverkfjalla, frostið um þijátíu gráður og allt hvíthrímað. Eftir að tryggilega hafði verið gengið frá öllu utandyra var skrið- ið inn í tjald þar sem menn fóru úr því sem rakt var og skriðu í jökulkalda svefnpoka sem hlýnuðu sem betur fer fljótlega. Hafist var handa við að bræða snjó en vatns og orkuþörf á svona göngu er mik- il. Fór nærri að við bræddum fimmtán lítra á dag. Hilmar fékk þá eftirsóttu stöðu að vera bryti leiðangursins og sá því alfarið um eldamennskuna. Starfið fólst aðal- lega í því að krókna á fingrum bæði kvölds og morgna við að kveikja upp í prímusunum sem virtust frekar vera hannaðir fyrir auðnir Sahara en yatnajökuls. Matarbirgðir voru fjölbreyttar; rammíslenskt hangikjöt, kæfa, harðfiskur, sérbakað brauð og smjör, í bland við frostþurrkaðan pakkamat. Á göngunni maula menn dag- lega u.þ.b. 3 súkkulaðistykki auk umtalsverðs magns af hnetum og rúsínum auk þess sem stoppað er reglulega til að innbyrða þá tvo lítra af vökva sem drukknir eru. Þá gafst einnig tækifæri til að bera á skíðin og nefið sem oft var það eina sem stóð útúr skjólgóðum fatnaðinum. Það er til marks um stærð jök- ulsins og víðáttuna þarna uppi að þrátt fyrir bjartviðri var gengið eftir áttavita allan tímann á Vatna- jökli. Stöðugt þurfti að leiðrétta stefnu fyrsta manns en það er ábyrgð þeirra aftari að hún sé rétt. Sextán tímar á skíðum Á frostköldum morgni fjórða dags voru um fimmtíu km eftir niður af jökli. Veðurútlit var ekki gott og allir áfjáðir í að komast niður. Þrátt fyrir þá bjartsýni sem sumir leiðangursmanna eru víð- frægir fyrir vorum við enn í 1.700 m hæð kl. 19. Farið var að bregða birtu og fyrir lá að tjalda eina ferð- ina enn á hájöklinum í brunagaddi. Að sigla á snjó En skjótt skipast veður í lofti, vindur snerist til austurs og fjall- hlífarnar voru drifnar upp og siglt af stað. (Fyrir þá sem „koma af fjöllum" þá er fjalihlíf segl sem lí- kist fallhlíf en í stað þess að draga úr ferð á niðurleið draga fjallhlífar skíðamenn áfram skáhalt undan vindi.) Fljótlega tók að halla vest- uraf og eftir u.þ.b. klukkustundar rólega siglingu herti vindinn. Eftir sniglaganginn undanfarna daga var þetta vel þeginn byr og í rök- krinu létum vjð hreinlega vaða á Á Brúarjökli, Kverkfjöll í baksýn. Það krefst viljastyrks að skríða úr hlýjum svefnpokunum út í kaldan morguninn. Nýkomnir á Hveravelli. Hilmar og Karl grafa fyrra snjóhúsið á Hofsjökli. súðum þvert á krappar vindsorfnar hjarnöldur Köldukvíslarjökuls. Er neðar dró var fjallhlífunum pakkað niður enda jökullinn orðinn bratt- ari og sprungur tóku að gera vart við sig. Fljótlega kom tunglið und- an skýjum og í glampandi tungl- skini renndum við okkur niður jökulsporðinn. Kaldakvísl vaðin Eftir miðnæturmáltíð var haldið af stað vestur yfir Vonarskarð. Vindur var genginn niður, mjöllin sindraði og eftir frostið á jöklinum fannst okkur tuttugu stiga frostið hér sem vorblíða. .Tvisvar þurfti að vaða Köldukvísl. Um tvöleytið var heldur farið að draga af köpp- unum enda búnir að vera á ferð í sextán tíma. Tjaldinu var því snar- að upp en heldur gekk erfiðlega að komast úr skóm og buxum sem höfðu frosið kyrfilega saman við vatnssullið á undan. Eftir stuttan svefn voru skíðin skinnuð og silast af stað upp brattar brekkur háhita- svæðisins í Vonarskarði. Skálatúrbó Nú fóru byrðarnar að segja ver- ulega til sín. Það hjálpaði okkur þó að vita af skála skammt fram- undan en við slíkar aðstæður losn- ar oft veruleg aukaorka sem kom sér vel þarna í brekkunum. Þessi orka nefnist á máli fjallamanna „skálatúrbó". Þegar upp kom voru skinnin tekin undan skíðunum og síðantelemarkað með tilþrifum nið-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.