Morgunblaðið - 28.03.1991, Qupperneq 77

Morgunblaðið - 28.03.1991, Qupperneq 77
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991 77 feta í fótspor hans en fáum tekst hingað til. Með kærri kveðju frá gömlum Eyjapistli sem staddur er í Aust- urríki og rennur annað kastið öfugt niður Alpana á skíðum. Gísli Helgason Það er merkilegt; maður vinnur með einhveijum í áratugi, sér hann daglega, heyrir hann oftar, og svo einn dag gengur hann út af vinnu- stað og tilheyrir fortíð á eftirlaunum og þú getur byijað að gleyma hon- um, eða munað hann fyrir alvöru, þá uppgötvarðu að þú þekkir mann- inn ekkert, nema af góðu einu. Jón Muli Árnason, landsþekktur þulur Ríkisútvarpsins, jasssjúkling- ur, lúðrasveitarblásari, lagasmiður slíkur, að öll þjóðin syngur hann, grínisti af sjaldgæfri gerð, hæglátur séntilmaður, kommi á heimsmæli- kvarða, sonur íhaldsins, Þingeying- ur, gamall boxari, hláturmildur, þungur á brún, útvarpsmaður fyrst og síðast, fagmaður í fínustu fjöl- skyldu útvarpsmanna, löngu áður en lélegar eftirlíkingar flæddu á markaðinn. Þetta allt saman er sjötugt í ein- um manni á páskum, 31. þessa mánaðar, og ég sem reiknaði með því að hann yrði eilífur á góðum aldri ungs manns! Þannig var hann þegar ég kynntist honum. Þegar ég sjálfur slysaðist til að heija störf hjá Ríkisútvarpinu var Jón Múli þegar orðinn landsfrægur, elskaður af hlustendum fyrir rödd- ina og túlkunina á fréttum og til- kynningum, en þannig var það nú ekki í byijun. Hann þurfti að losa sig við galla byijandans eins og við allir, sem vildum þjóna íslenskum útvarpshlustendum. Þegar ég, eftir nokkurra ára störf, gerðist þulur, var Jón Múli þar fyrir ásamt Pétri Péturssyni og þeir leiðbeindu mér, leiddu mig hol- ótta götuna að eyrum hlustenda. Jón Múli var þá þegar lítt gefinn fyrir tilfinningasemi, hann kaus „mérstendurásama“-skelina, maður nálgaðist hann varlega og hrökk iðulega frá honum, þegar heldur háðskar athugasemdir skullu á manni. Ég varð hinsvegar oft vitni að því, að harkan var tilbúningur, að undir kaldrænunni bjó mikil hlýja, heitar tilfinningar, allt hans fas var merkt „mérstendurekkiá- sama“ — þó þið haldið það! Þetta fann ég. í fari hans þegar hann var að lesa fréttir sem báru hryggð þeim er heyrðu, þegar slys urðu og snertú aila þjóðina, en kom í hans hlut að segja þær fréttir. Ég vissi að einu sinni, þegar togari fórst með allri áhöfn, treysti Jón Múli sér ekki til að lesa öll þessi nöfn vaskra manna og um alla þá sem þeir létu eftir sig, hann las þessa frétt inn á segulband, með þeirri mildi sem sorgarfréttin krafðist. Þá passaði ekki „mérstendurásama"- rödd hins venjulega þular. Þegar ég hef þurft að leita til Jóns Múla, í starfi eða einkalífi, hefur hann brugðist við af dreng- skap. Ráð hans voru þó oft gefin í þessum hálfkæringi, en sæmilega læs maður á manneskjuna gat strokið kæringinn út og notfært sér góð ráð greinds manns. Afmælisbarn dagsins, háttvirtur Jón Múli, mun lengi verða eilífur á góðum aldri sjötugs manns. Hann hefur meitlað í skúlptúr útvarpsins það form sem ekki verður endur- gert betur. Það hefur löngum verið sagt að maður komi í manns stað. Ég leyfi mér að efast um að það sé rétt. Hvar sem leitað verður, með öllum tiltækum ljósum í loga, verður ann- ar eins Jón Múli ekki fundinn. Ég er viss um að hann verður eilífur og kemst þar með í Heimsmetabók- ina og er bara mátulegt á hann. Hver var að biðja hann að vera svo góðan útvarpsmann, að sú stofnun, sem hann helgaði hæfileika sína, verður aldrei jafn góð eftir? Hamingjuóskir frá mér og mín- um. Jónas Jónasson Jóni Múla veitist einkar létt að ná beinu fjarskiptasambandi við hlustendur. Hann kann þá list að nálgast þá með þeim hætti, sem laðar til sín áheyrendur með kurteis- legri gamansemi og siðfágun. Meðal margra trúnaðarstarfa sem Jóni voru falin af Ríkisútvarpinu mátelja kynningu sinfóníutónleika í Há- skólabiói. Þar naut sín vel vand- virkni hans og alúð, jafnframt mælsku og orðgnótt. Svo lifandi voru lýsingar Jóns ef efnisskráin og atburðarás á sviði og í sal gaf tilefni, og það sem fyrir augu bar, að áheyrendur, er heinia sátu, hefðu mátt hafa í huga ljóð Einars Bene- diktssonar í Disarhöll: Svo glatt er leikið af gripfimum drengjum sem gneistar kveikist af fiðlunnar þvengjum. Svo myndrænar voru lýsingar Jóns Múla frá hijómleikasal að hann hefði í mörgum tilvikum mátt taka til sín orð Einars Benediktssonar um stjórnandann: ... hann leikur hvern atburð á tónanna sviði svo augað með eyranu fagnar. Fæstir hlustendur vissu eða gerðu sér grein fyrir því hve miklum tíma Jón varði til þess að undirbúa kynn- ingar sínar. Því miður er algengt að kastað sé höndum til slíkra verka og þeir sem falin eru slík kynningar- störf i ijölmiðlum láti móðan mása án þekkingar á viðfangsefninu, reki í vörður og geri hlé á máli sínu, svo helst virðist sem þeir séu hlustend- um síst fróðari og viti jafnvel minna um efnið en þeir, sem heima sitja. Slíkt henti Jón aldrei. Hann bjó sig jafnan undir starf sitt hverju sinni. Leitaði upplýsinga um tónverk og tíðaranda, höfunda, flytjendur og hljóðfæraskipan. Að því búnu hófst hann handa að semja kynningar sem féllu svo að tíma þeim, sem ætlaður var til þeirra, að aldrei kæmi til árekstra og þess jafnan gætt að ekki yrðu löng og leið hlé á útvarps- tíma tónleikanna. Reyndist svo jafn- an að „stóð heima strokkur og mjölt“, eins og Björn magister frá Steinnesi hefði sagt ef hann hefði átt að tiltaka eitthvað það sem stóðst tímaáætlun. Takmark hljóm- sveitar og stjórnanda er að töfra- sproti tónlistarinnai' hrífi hug þeira sem á hlýða. í ljóði Einars Benediktssonar sem til var vitnað lýsir skáldið þeirri til- finningu sem bærist í bijósti hrif- næms áheyranda á sinfóníutónleik- um. Svo hrífist ég með - og hefjist í geði. Jón Múli átti sinn ríka þátt í því að hrífa útvarpshlustendur og hefja þá í geði. Mig minnir að Gunnar Gunnarsson skáld hafi eitt sinn lát- ið þess getið í viðtali að hann byij- aði vinnudag sinn á því að hlýða á morgunútvarp. Jón Múli réð þar þá ríkjum. Gunnar skáld nefndi hann ármann útvarpsins. Það var við hæfi. Jón er árrisull og honum reyndust dijúg morgunverkin í góð- um skilningi þeirra orða. Orðabók Árna Böðvarssonar skýrir orðið ár- mann m.a. sem hollvætt í fjalli eða steini. í leikriti þeirra bræðra Jóns Múla og Jónasar „Delerium Búbón- is“ er sungið um Ármannsfjallið fagurblátt og fannir Skjaldbreiðar og hraunið fyrir sunnan Eyktarás. Nú eru eyktamót í ævi Jóns. Þó hann hafi „sungið fyrir heiminn" eins og Nonni litli í Sumarhúsum og sagt fáein orð að auki og væri þess vegna vel að hvíldinni kominn, kæmi ekki á óvart að hann tæki Gvend Guðbjarts sér til fyrirmyndar og héldi áfram að gera eitthvað. Jóni Múla fer trúlega svipað skáld- inu, sem bað þess að kvöldi erilsams dags að góður vinnudagur færi í hönd. Kærar kveðjur, þakkir og heilla- óskir úr Hjallhúsi í Grjótaþorpi. Pétur Pétursson þulur. (Q oturico) HRUKKUBANINN J Heilsuval, Barónsstíg 20. 5? 626275 og 11275 'Ar GBC-lnnbinding Fjórar mismunandi gerðir af efni og tækjum til innbindingar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 ' 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 k| -\1-18 í Miklagarði ®ferabæ' í öllum búöum 3 KAUPSTAÐUR AIIKLIG4RDUR IMJODD ALLAR BUÐIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.