Morgunblaðið - 28.03.1991, Page 89

Morgunblaðið - 28.03.1991, Page 89
MORGUNBLAÐIÐ - FIMMTUÐAGUR-.28. MARZ .1991 £9 Stefán H. Halldórsson Húsavík - Minning Hinn 5. mars sl. lést á Húsavík vinur minn og félagsbróðir Stefán Halldórsson. Söknuður fyllir hug- ann og hans skarð verður seint fyllt. Stefán var óvenjulegúr mað- ur. Óþreytandi að heijast fyrir öllu sem horfði til bóta íslensku þjóðlífi, ótrauður í baráttu betri og bættari tíma. Trúr og alltaf á þeim stað sem hann vissi að liðsinni sitt gæti orðið að gagni. Við unnum saman 1948 og 1949 á sýsluskrifstofunni á Stykkis- hólmi. Við vorum þetta tímabil tveir saman og hann var svo vel að mínu skapi. Draga ekkert til morguns sem hægt var að gera í dag. Hann var einnig í starfi með mér í barna- stúkunni, talaði við börnin og benti þeim gæfuleiðir. Frá þeirri stund var hann virkur félagi góðtemplara og jafnan í far- arbroddi. Engin tæpitunga í boð- skapnum. í einu orði sagt: heill. Og það munaði um hann sem liðs- mann. Hann sá svo margt mannslíf- ið fara í rúst af völdum vímuefna. Hann undraðist og við báðir það þjóðlíf sem leyfir brennivínsauð- valdinu að fremja sitt ódæði á sak- lausum sálum og auðgast af eymd þeirra. Hann vissi að þeir sem sáu um dreifingu eiturefna, í skjóli þess að skugginn væri nægur til að skýla þeim, báru ábyrgð á svo mörgum mannslífum. Gat svo vel tekið und- ir með borgfirska skáldinu Guð- mundi Böðvarssyni „og vel mátt þú skilja að þetta er fjandlegur flokkur. Því ijandinn kenndi þeim það sem Guð kenndi okkur“. Og það er sorg að sjá þennan fjandlega flokk vinna svona marga sigra í þjóðlífinu í dag svo sem við höfum fengið að kenna á í reglunni. En Stefán var bjartsýnn. Koma dagar. Fólkið hlýtur að vakna. Trúði því sem Páll Kolka læknir segir í einu sinna snilldar kvæða: Þótt að kulni kolaglóð á afli. Kviknar önnur síðar meir. Því í lífsins langa og flókna tafli. Lýsir neisti er felst, en aldrei deyr. Og einhverntíma rumska valdhafar þjóðarinnar. Þetta land og þessi þjóð er of dýr- mæt til að fara í vaskinn. Þau voru líka samhent, Stefán og kona hans, Áslaug Georgsdóttir. Þau áttu virkilega samleið. Og margur var sigurinn unninn. Guð blessi þau. Og nú þegar leiðir skiljast um stund, er þess gott að minnast hve Stefán ar alltaf sannur og trúr, hversu gleðin ljómaði úr andlitinu þegar hann gat orðið til þess að reisa við fallinn bróður eða systur. Á góðri stund var Stefán glaður og skemmtilegur og í heimsókn til þeirra hjóna var stundin ekki lengi að líða. Þess skal minnst hér og þakkað. Og ég lít nú til baka á kveðjustund. Minningarnar heiðar, hreinar og skemmtilegar flykkjast að. Þær verma og gefa styrk í starfí erfiðra stunda. Vonbrigðum var alltaf eytt. Ég þakka Stefáni fyrir samfylgdina. Guð blessi hann á ljóssins leiðum._ Árni Helgason t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, SIGURÐAR TÓMASAR SIGURÐSSONAR, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd vandamanna, Guðrún Jónsdóttir. t Litla dóttir okkar, HELENA RUNÓLFSDÓTTIR, andaðist 21. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Eltn Helena Guðmundsdóttir, Runólfur Þór Andrésson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMUNDUR GUÐMUNDSSON, Hringbraut 1, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 2. apríl kl. 13.30. Edda Collins, William A. Collins, Gunnar Ingimundarson, Kristin Bjarkan, Ásmundur Ingimundarson, Jenný Sigurgeirsdóttir, Grétar K. Ingimundarson, Karen Brynjólfsdóttir, Stefanía lngimundardóttir, Ármann Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HARALDUR GUÐMUNDSSON, Faxabraut 20, Keflavik, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 30. mars kl. 14.00. Erla Sigurðardóttir, Dagný Haraldsdóttir, Marta Haraldsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Haraldur Haraldsson, og barnabörn. Steinar Harðarson, Hjörtur Fjeldsteð, Guðmundur Baldvinsson, Kjalarnes - Glæsilegar sjávarlóðir við Búagrund Til úthlutunar eru nú lóðir nr. 7-15 við Búagrund, Kjalarnesi. Upplýsingar á skrifstofu Kjalarneshrepps ísíma 66 60 76. [ ie i x> ] T Sveitarstjóri.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.