Morgunblaðið - 28.03.1991, Page 92

Morgunblaðið - 28.03.1991, Page 92
92, MOSPUNPIAÐIÐ. FIMMTUDAGUR, ,MAEZ 1991 fclk í fréttum SKEMMTANIR Köllum þetta einfaldlega gleðihús Þeir sem leið hafa átt um miðbæ- inn síðustu mánuði hafa vart annað en tekið eftir þeim miklu framkvæmdum sem staðið hafa í einu af elstu húsum borgarinnar í göngugötunni Austurstræti. Húsið hýsir meðal annars músíkverslun og til skamms tíma fataverslun, en þar sem síðarnefnda verslunin var til húsa er nú skemmtistaðurinn Beriín, í nánum tengslum við mat- sölustaðinn Pisa sem er nýr af nál- inni í húasnæði sem veitingastaður- inn Sælkerinn var lengi til húsa. Það eru sömu aðiiar sem standa að Pisa og Berlín og Morgunblaðið spurði Bjarna Óskarsson veitinga- mann, einn eigenda staðanna hvers lags samkundustaður Berlín væri. „Ég var að skilgreina þetta fyrir einhveijum um daginn og sagði að þetta væri ekki pöbb, ekki diskótek og ekki veitingahús. Ekkert af þessu í orðanna fyllstu merkingu. Mér datt í hug að kalla þetta ein- faldiega gleðihús og hafði samband við Orðabók Háskólans og spurði hvort ekki væri í lagi að kalla svona stað gleðihús. Þeirra skilgreining á orðinu var þess eðlis að nafngiftin Morgunblaðið/RAX Eigendurnir f.v. Úlfar Örn Valdemarsson, Bjarni Óskarsson, Gísli Gíslason og Sveinn Úlfarsson. Það var margt um manninn er Berlín opnaði. passaði prýðilega. Þetta er sem sagt gleðihús. En svona þar fyrir utan, þá skiptist staðurinn í tvennt. Uppi verður matsalur þar sem hóp- ar geta tekið sig saman og hæðin verður þá einsetin, en opnað niður eftir kvöldverðinn. Niðri er m.a. dansgólf og diskóbúr sem verður mannað. Það verður auk þess alltaf eitthvað að gerast, þannig ætlum við að leggja áherslu á lifandi tón- listarflutning. Ekki rokk, við viljum draga úr hávaða, fremur blús, djass og trúbadoratónlist," sagði Bjarni. Nú er hús þetta gamalt og miklu hefur þurft að breyta, er nokkuð eftir af gömlu sálinni í húsinu? „Það er rétt, þetta hús verður 190 ára í sumar og einhver hundadagakóng- ur kom þarna við. Þá er þarna að finna eitt elsta óbreytta mannvirki Reykjavíkur, gamalt þrælfriðað ar- instæði á neðri hæðinni. Við höf- um engu slíku breytt og raunar mjög litlu í húsinu því það nýtt- ist okkur að mestu vel eins og það var. Hins vegar þurfti að lappa upp á ótal hluti og þetta var dýrt fyrirtæki, mun dýrara heldur en reiknað var med í fyrstu eins og oft vill verða. Út- koman er millistig á milli ölkrár og skemmtistaðar, staður sem tekur svona 300 manns,“ svarar Bjarni. Sem fyrr segir standa sömu aðil- amir að Berlín og Pisa, sem er ít- alskur veitingastaður. Bjarni segir að innangengt verði úr Pisa yfir í Berlín og eldhús staðanna tveggja séu sameiginleg. Hvort á skemmti- staðahafið í borginni væri bætandi sagði Bjarni: „Samkeppnin í þessum bransa er alltaf að harðna, þessir staðir allir keppa um sama fólkið. Einstaka staður nær þó alltaf að hífa sig upp fyrir allann þorrann og við erum bjartsýnir að okkar staður verði slíkur staður..." íDattslqr vordagar 1991 "Va mœ kuíturm OPIÐ TIL 5. MAÍ Listasafn íslands: Sýningin: "DANSKIR SÚRREALISTAR 1930- 1950" opnar. Verk eftir Harry Carlsson, Wilhelm Freddíe, Rita Kernn Larsen, Vllhelm Bjerke Petersen og Elsa Thoresen. Sýningin stendur fram til 5. maí og er a&gangur ókeypis. Laugardagur 6. apríl kl. 14:00 Háskólabíó: Opnun kvikmyndaviku. VERÖLD BUSTERS - BUSTERS VERDEN (1984) Leikstjóri: Bille August. NÚTÍMAKONA - DAGENS DONNA (1990) Leikstjóri: Stefan Henszelman. VIÐ VEGINN - VED VEJEN (1988) Leik;tjóri: Max von Sydow. JEPPI Á FJALLI - JEPPE PÁ BJERGET (1981) Leikstjóri: Kaspar Tostrup. ÁRÓSAR UM NÓTT - ÁRHUS BY NIGHT (1989) Leikstjóri: Niels Malmros. ÍSBJARNADANS - LAD ISBJÖRNERNE DAbíSE (1990) Leikstjóri: Birger Larsen. Sjá nánar í auglýsingum Háskólabíós. LAUGARDAGUR 6. APRÍL KL. 15:00 Norræna húsiö: Opnun á norrænni bókbandssýningu. Danski bókbindarinn og forvörburinn Arne Moller Pedersen sýnir ver&launa bækur úr norrænu bókbandskeppninni. Sýningunni lýkur 21. apríl. SUNNUDAGUR 7. APRÍL KL. 20:00 Háskólabíó: Tónleikar Jazzvakningar og Háskólabíós. Niels Henning örsted Pedersen, bassi, Ulf Wakenius, gítar, Alvin Queen, trommur. Forsala aðgöngumiba hefst í hljómplötudeild Fálkans og í Háskólabíó þribjud• 2. apríl. SUNNUDAGUR 7. APRÍL KL. 20.30 Bústaöakirkja: Tónleikar Kammermúsikklúbbsins. Danska Damgárd-tríólb leikur verk eftir Mozart, Bentzon og Dvorak. Verb abgöngumiða kr. 1.000.- MÁNUDAGUR 8. APRÍL KL. 13:00 Norræna húsiö: Hanne Vibeke Holst, rithöfundur, talar um bækur sínar "Til sommer", "Nattens kys" og Hjertets renhed". MÁNUDAGURINN 8. APRÍL KL. 15:00 Mál og menning: Kynning á dönskum nútímabókmenntum í Bókabúb Máls og menningar, Lauga- vegi 18. Danski rithöfundurinn Hanne Vibeke Holst verbur á stabnum. MÁNUDAGUR 8. APRÍL KL. 20.30 Norræna húsiö: Lars Kohler, forstöbumabur U.M. grafík- verkstæbisins í Kaupmannahöfn flytur fyrirlestur um grafíklist. LAUGARDAGUR 13. APRÍL KL. 14:00 Listasalurinn Nýhöfn: Opnun sýningar á danskri grafíklist frá U.M. grafíkverkstæbinu í Kaupmannahöfn. Sýningunni lýkur 23. apríl. LAUGARDAGUR 13. APRÍL KL 20.30 Norræna húsiö: Fyrirlestur danska rithöfundarins og tónlistarmannsins Peter Bastíans: "Hvab er tónlist?" SUNNUDAGUR 14. APRÍL KL. 17:00 Norræna húsiö: Danski listfræbingurinn og gagnrýnandi Politikens, 0ysten Hjort, flytur fyrirlestur um danska myndlist. SUNNUDAGUR 14. APRÍL KL 20:30 Norræna húsiö: Tónleikar danska píanóleikararns Peter Westenholz. MÁNUDAGUR 15. APRÍL KL 17:15 Norræna húsiö: Danski tóniistarmaburinn og rithöfundurinn, Peter Bastian, flytur fyrirlestur: "Vitsmunir og tónlistargáfa". MÁNUDAGUR 15. APRÍL KL 20.30 Norræna húsiö: Tónleikar Blásarakvintetts Reykjavíkur ásamt danska píanóleikaranum Peter Westenhoiz. WMWfllMF styrkir vordagana
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.