Morgunblaðið - 28.03.1991, Page 93

Morgunblaðið - 28.03.1991, Page 93
MORGUNBLADID FIMMTUDÁGUR 28. MARZ 191)1 „Landsliðið“ mætt á fundi á Lækjarbrekku í vikunni, f.v. Örn Garðarsson, Úlfar Finnbjörnsson, Sverrir Halldórsson, Bjarki I. Hilmarsson, Asgeir Helgi Erlingsson og Sigurður L. Hall. A mynd- ina vantar Baldur Öxdal Halldórsson. MATREIÐSLA Gætu þurft að elda Maui Maui fyrir 80 manns Dagana 18. til 22. maí næst komandi verða sjö íslenskir matreiðslumenn samankomnir á McCormick Plaza hótelinu í Chicago í Illinois. Það má heita að þar fari íslenska landsliðið í matreiðslu, en kokkarnir taka þátt í matreiðslukeppni sem hald- in er fjórða hvert ár í tengslum við árlega gistihúsa-, mótela- og veitingahúsasýningu sem er hin stærsta sinnar tegundar í heimin- um. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskir matreiðslumenn eru meðal keppenda og segja kokk- arnir okkar það eðlilega þróun mála þar eð ísland hafi ekki verið í alþjóðlegum samtökum fyrr en á síðasta ári og því ekki með í slíkri keppni fyrr en nú. Fimm umræddra matreiðslumanna keppa, en hinir tveir eru nokkurs konar framkvæmdastjórar hóps- ins. Keppendurnir heita Örn Garð- arsson, Asgeir Helgi Erlingsson, Úlfar Finnbjörnsson, Bjarki Ing- þór Hilmarsson og Baldur Öxdal Halldórsson, en framkvæmda- stjórarnir eru þeir Sigurður L. Hall og Sverrir Halldórsson. Keppnin er tvískipt, þ.e.a.s. það er keppt í heitum réttum og köld- um. Islensku matreiðslumennirnir eru í riðli með Kína, Hollandi og Sviss. Þó er ekki um neins konar úrsláttarkerfi að ræða. Keppt er um punkta og ef því er að skipta geta allir unnið eða enginn. Alls eru 16 þjóðir með lið í keppninni. Fyrir liggur form köldu matseld- arinnar og hafa íslensku mat- reiðslumennirnir getað undirbúið sig fyrir þann hluta keppninnar. I heitu réttunum er aftur á móti meiri spenna. Er Morgunblaðið hitti þá félaga að máli í vikunni geisaði gammurinn svo hraust- lega að ekki lá ljóst fyrir hver sagði hvað, en við getum sagt að „þeir“ hafi látið þetta frá sér fara: „Við fáum það sem þeir kalla „Mystery basket“, hráefni til mat- argerðar fyrir 80 manns. Við vit- um ekkert fyrirfram hvaða hrá- efni við fáum, aðeins að prinsipp- ið er frönsk matargerðarlist. Þeg- ar við höfum skoðað ofan í körf- una leyndardómsfullu fáum við nokkrar klukkustundir til að und- irbúa okkur og síðan förum við í opið eldhús og eldurn." En hvað gerist nú ef þið fáið einhveija torkennilega fiska úr Kyrrahafinu sem þið kunnið ekk- ert á? „Ja, það er nú það. Við gætum fengið þá skipun að elda Maui Maui fyrir 80 manns eða bláan Marlin. Það er viss spenna í þessu, en þeir sem þekkja slíka fiska af meiru en afspurn eru jafn mikið á nálum að vera beðnir um að elda ýsu eða þorsk handa 80 rnanns," segja „þeir“. En fjármögnun, borgið þið úr eiginn vasa? „Nei, en fjármögnun á svona dæmi er enginn leikur. Við erum með kostnaðaráætlun sem segir okkur að þetta inuni kosta 1700 þúsund og ætti hún að standast. Við höfum gert sitt- hvað til að afla þessara peninga, staðið fyrir sérstökum kvöldum á Holiday Inn, eldað ofan í gesti fegurðarsamkeppna á lands- byggðinni og sitthvað fleira. Slíkt dugar þó engan vegin og því höf- um við einnig leitað til fyrirtækja sem sum hafa tekið okkur vel. Má nefna Coldwater, Fiskbúð Hafliða og Sölufélag Garðyrkju- manna. Jú, A Karlsson hefur einn- ig verið liðlegur, en við bíðum eftir viðbrögðum fleiri aðila við erindi okkar. Þeir sem styðja við okkur gera sér ljósa grein fyrir auglýsingagildinu og landkynn- ingunni, víst er það,“ segja „þeir“ að lokum. Selma og Robert í miðjum Presley-slagaranum. SKEMMTANIR Villt hjörtu á Strikinu Skemmtistaðurinn Yfir Strikið hefur gengist fyrir ýmsum uppákomum þær helgar sem stað- urinn hefur verið starfræktur. Er stefnan að endurtaka ekki sömu sýninguna tvær vikur í röð þó und- antekningar hafi verið gerðar er sérstaklega góður rómur hefur ver- ið gerður að. Þannig var á dögun- um, er Icelandic Models sýndi föt frá versluninni Cosmo á föstudags- kvöldi, en á laugardagskvöldi var dansatriði sem náði slíkum vinsæld- um að það var endurflutt síðasta kvöldið fyrir páskahátíðir. Dansatriðið, sem flutt var af tveimur ungmennum.'Selmu Gunn- arsdóttur og Róberts Spano, átti rætur að rekja til kvikmyndarinnar- „Wild at heart“, sem sýnd var hér- lendis nýverið. I einu atriði myndar- innar eru söguhetjurnar, par leikið af Lauru Dern og Nicholas Cage, á næturklúbbi er durtur einn fer á fjörurnar við stúlkuna með heldur grófum hætti. Cage sýnir fantinum í tvo heimana með eftirminnilegum hætti og klikkir út með því að syngja frægan Presley-slagara fyrir elskuna sína. Þetta atriði fluttu þau Selma og Róbert við mikla hrifn- ingu áhorfenda... matsölu- og skemmtisiadur, Kringlunni 4, simi 689686 Opið annan í páskum Ipú M. 9—1. OPIfl IIM PÁSKANA SkPÍdag .............kl. 12.00—23.30. Föstudaginn langa...kl. 12.00—23.30. Laugardag ...........kl. 12.00—23.30. Páskasunnudag ................L0KAÐ. Mánud. annan í páskum ....kl. 16.00—23.30. Velkomin á Hard Rock Café, sími 689888 ,-------------------x fflNIR GEYSIVINSÆLU: 5PARIDAGAR ; I MIÐRIVIKU I VEGNA MIKILLAR EFTIRSPURNAR VERÐUR AUKAYÍM X - 5 APRÍL ■ ATHUGIÐ: ALLRA SÍÐASTA VIKAN AÐSINNI. MJÖG HAGSTÆTT VERÐ 3 nætur kr. 8.700,- (komið á þriðjudegi) 4 nætur kr. 11.600,- (komið á mánudegi) Innifalið: Gisting, morgunverður, og kvöldverður ásamt fjölbreyttri dagskrá sem stjórnað er af Sigurði Guðmundssyni fararstjóra PANTIÐ STRAX í SÍMA: 98 - 34700 V HÓTEL ÖKK HVERAGERÐI m tiiMfe | Meim en þú geturímyndaó þér!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.