Morgunblaðið - 28.03.1991, Qupperneq 102

Morgunblaðið - 28.03.1991, Qupperneq 102
102 MORGUNBLAÐIÐ IÞROI IIR FIMMWÐAGUR 28. MARZ 1991 KNATTSPYRNA / ENGLAND Sigurður til Millwall? Verður líklega lánaðurfrá Englandsmeisturum Arsenal til loka keppnistímabilsins. Millwall ítoppbaráttu í 2. deild SIGURÐUR Jónsson, sem leikið hefur með Arsenal, í ensku 1. deildinni leikur Ifklega með Millwall til loka keppnistíma- bilsins. Millwall, sem er í 6. sæti f 2. deiid, hefur óskað eft- ir því að fá Sigurð að láni og ef af því verður mun hann skrifa undir samning á morgun. Framkvæmdastjóri Arsenal, George Graham, hefur sam- þykkt það en Sigurður ákveður sjálfur hvort hann fari. W Eg þarf að skrifa undir samning fyrir klukkan sex á morgun [í dag] því þá rennur út lokafrestur fyrir félagaskipti. Ég ætla að hugsa málið og tala við nokkra menn áður en ég geri nokkuð," sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. „Ég á ekki mikla möguleika á að komast í aðalliðið hjá Arsenal og því er jafnvel betra að fara til Millwall þar sem ég fæ þó tækifæri til að spila.“ Ef Sigurður skrifar undir samn- ing við Millwall leikur hann líklega með liðinu á laugardaginn, gegn Leicester á útivelli. „Ég veit nánast ekkert um liðið eða hveijir spila með því. Það eina sem ég veit er að heimavöllurinn er mjög illa far- inn. En eins og staðan er í dag er þó betra að spila með Millwall í toppnum í 2. deild en varaliði Arsen- al,“ sagði Sigurður. Sigurður hefur ekki leikið með aðalliði Arsenal síðan í október enda átt við erfið meiðsli að stríða. Hann var meiddur í baki og þurfti að taka sér langt hlé: „Ég held að ég sé búinn að ná mér núna og er tilbú- inn til að spila, hvort sem það verð- ur með Arsenal eða Millwall," sagði Sigurður. SigurðurJónsson. Iþróttir helgarinnar BORÐTENNIS Islandsmeistaramótið í borðtennis hefst í dag kl. 10 í'TBR-húsinu við Gnoðavog. Á laugardaginn heldur mótið áfram og verða þá leiknir úr- slitaleikir sem hefjast kl. 16.30. KÖRFUKNATTLEIKUR Fyrsti úrslitaleikurinn í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik fer fram í íþróttahúsinu í Njarðvík, þriðjudag- inn 2. april. Þar taka Njarðvíkingar á móti nágrönrtum sínum úr Keflavík en það lið sem sigrar í þremur leikjum verður íslandsmeistari. HANDKNATTLEIKUR Benelux-mótið í handknattleik verður haldið um helgina í íþróttahúsinu að Varmá og U-18 ára landsliðið leikur gegn Þjóðveijum. Tímasetningar má finna á unglingasíðunum bls 100-101. SUND Landskeppni á milli Islands og Fær- eyja fer fram í Sundhöll Reykjavík- ur, mánudaginn 1. apríl, kl. 10 og kl. 18. JÚDÓ íslandsmeistaramótið í júdó fer fram á laugardaginn í Laugardalshöllinni og hefst kl. 10. HLAUP Vesturbæjarhlaup KR verður haldið á laugardaginn og hefst kl. 14. Skráning kl. 13 við KR-heimilið, þar sem hlaupið hefst. Keppt verður í öllum aldursflokkum, karla og kvenna, 12 ára og ýngri, 13-14 ára, 15-16 ára, 17-34 ára, og 35 ára og eldri. FIMLEIKAR Sjónvarpsmót í fimleikum verður haldið í Laugardalshöllinni þriðjudag- inn 2. apríl og hefst kl. 17. Átta keppendum hefur verið boðið: Fjólu Ólafsdóttur, Bryndísi Guðmundsdótt- ir, Ásdísi Pétursdóttur, Ingibjörgu Sigfúsdóttur, Guðjóni Guðmundssyni, Jóhannesi Níels Sigurðssyni, Jóni Finnbogasyni og Guðmundi Brynj- ólfssyni. Á mótinu verður keppt um hveijir komast á heimsmeistaramótið sem haldið verður í Indianapolis I Bandaríkjunum í haust. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Island átli aldrei móguleika Mátti þola fimm marka ósigur gegn Litháen í gærkvöldi ÍSLAND átti aldrei möguleika í síðari leik sínum gegn Litháen. Leikmenn voru eins og börn í höndunum á gestunum ífyrri hálfleik og þrátt fyrir að leikur landans hafi skánað eftir leik- hlé þá verður það að teljast vel sloppið að tapa aðeins með fimm mörkum, 24:29. Lithár léku vamarleikinn mjög framarlega og það komst aldrei neitt líf í sóknarleik íslendinga sem skoruðu ijórða mark sitt ekki fyrr ■HHi en á nítjándu Frosti mínútu. Landanum Eiðsson tókst ekki að sama skrifar skapi að riðla sókn- arleik Litháa, engin markverð tilraun var gerð til þess að reyna að bijóta upp sóknarleik þeirra og íslensku varnarmennirnir voru oftast aðeins áhorfendur að einföldum Ieikkerfum Litháa sem í langflestum tilfellum gáfu mark. Leikur íslendinga í fyrri hálfleik var mjög slakur og þeir gátu prísað sig sæla með að aðeins munaði sjö mörkum í leikhléi. I síðari hálfleiknum var aðeins spurning um það hvort íslendingum tækist að bjarga andlitinu og segja veróur haldið í Valsheimilinu fimmtudagana 4. og 11. apríl kl. 20.00. Keppnisform er tvímennirigur. Vegleg verólaun í boði 1. verólaun kr. 15.000,- 2. verólaun kr. 5.000,- 3. verðlaun kr. 3.000,- Skróning hjó húsverði og í síma 11134. Þótttökugjald kr. 1.000,- ó pGr. Spilarar út öórum félögum eru sérstaklega hvattir til aó mæta. Afmælisnefnd. má að það hafi tekist. Sigmar náði þokkalegum kafla í markinu og tré- verkið bjargaði íslendingum oft í byijun hans. Það er nokkurn veginn sama hvar komið er niður í íslenska liðinu í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var andvana við fæðingu og það vant- aði baráttu í vörnina, markvarslan var á sömu nótum og fram að 25. mínútu var aðeins eitt skot varið. Valdimar og Jakob börðust vel í síðari hálfleiknum, en það má þó sama segja um þá eins og aðra leik- menn að þeir léku undir getu. Ljtháar komust upp með mjög harðan varnarleik og þeir Guðjón og Hákon hefðu mátt gera meira en að veifa gulu spjöldunum sínum í upphafi. Nokkrar brottvísanir hefðu þó ekki breytt miklu um úr- slitin og Litháar voru einráðir í fyrri hálfleik. Helsta vandamál íslenska lands- liðsinsu er án efa ráðaleysi gegn framliggjandi vörn. Ekki var reynt að bæta öðrum línumanni í sókn- ina, það gaf ekki góða raun þegar það var reynt í fyrri leik liðanna og það verður spennandi að sjá hvort að Þorbergi tekst að leysa þessa þraut. Tap fyrir Litháen sær- ir þjóðarstoltið en það er betra að fá skell í vináttuleik heldur en í leik sem skiptir máli um stöðu okk- ar í alþjóðahandknattleik. Morgunblaðið/Bjarni Stefán Kristjánsson skoraði fjög- ur mörk. Island-Litháen 24:29 Laugardalshöllin, vináttulandsleikur í handknattleik, miðvikud. 27. mars 1991. Gangur leiksins: 2:2, 3:9, 5:12, 8:15, 11:20, 17:22, 20:25, 22:29, 24:29. Mörk íslands: Sigurður Bjarnason 5/3, Stefán Kristjánsson 4, Valdimar Grímsson 4/1, Júlíus Jónasson 4/2, Konráð Olavson 2, Gústaf Bjamason 2, Jakob Sigurðsson 1, Birgir. Sigurðs- son 1, Bjarki Sigurðsson 1, Jón Kristj- ánsson, Einar Sigurðsson. Varin skot: Sijpnar Þröstur Óskarsson 6/2, Magnús Arnason 5. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Litháen: Cikanauskas 11/4, Tchepulis 5, Malakauskas 4/1, Milas- chiunas 3, Mockeliunas 2, Petkevicius 2/1, Gudeliunas 1, Novitskis 1. Varin skot: Savonis 11/3. Utan vall- ar: 12 mínútur. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Hákon Sigurjónsson höfðu gfóð tök á leiknum. Hvað sögðu þeir? Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari: „Landslið Litháen er mikið sterk- ara en við reiknuðum með og þetta var einn af þessum dögum sem ekkert gengur upp, við misnotuðum sex vítaköst og það segir sína sögu. Við eigum alltaf í miklum vandræð- um þegar varnarleikurinn er spilað- ur svona framarlega eins og leik- menn Litháen gerðu í kvöld og leik- menn mínir virðast ekki nógu sterk- ir til að rífa sig lausa maður gegn manni. Vonandi er hægt að læra af þessum leik en ég neita því ekki að þetta er ekki sá endir á vetrinum sem ég hafði óskað mér.“ Júlíus Jónasson „Það er aðeins eitt orð yfir þetta, - lélegt. Við lentum undir strax í byijun og náðum aldrei að komast í gang. Leikmenn Litháen eru sterk- ir, þeir léku hraðan sóknarleik og varnarleik sem við ráðum ekki við. Skarbalius, þjálfari Litháen „Ég er ánægður með sigurinn því að þetta er ungt lið sem hefur ekki leikið saman áður. Flestir bestu handknattleiksmenn okkar leika erlendis og það reyndist ekki unnt að fá þá í þennan leik. íslenska lið- ið var svipað og í gær en þá vorum við þreyttir eftir langt ferðalag. Þá var dómgæslan mikið betri í kvöld, URSUT 2. DEILD — EFRI HLUTI HK- ÍBK .................32:15 VÖLSUNGUR- ÞÓR............20:27 NJARÐVÍK- BREIÐABLIK.....19:22 Fj. leikja U J T Mörk Stig HK 6 5 1 0 151: 109 15 PÓR 5 3 1 1 133: 110 9 BREIÐABLIK 4 3 1 0 90: 67 8 NJARÐVÍK 6 2 1 3 120: 125 5 VÖLSUNGUR 5 1 0 4 104: 141 2 IBK 6 0 0 6 108: 154 0 2. DEILD - IMEÐRI HLUTI is- AFTURELD...........16:32 ÍH- ÁRMANN ............24:25 Fj. leikja U J T Mörk Stig ÍH 5 4 0 1 143: 108 24 ÁRMANN 6 4 0 2 146: 118 20 AFTURELD. 5 3 0 2 118: 101 18 is 6 0 0 6 99: 179 3 Knattspyrna EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA: 2. RIÐILL: Glasgow, Skotlandi: Skotland - Búlgaría............1:1 John Collins (84.) - Emil Kostadinov (89.). 33.119 Serravalle, San Marínó: San Marinó - Rúmenía...........1:3 Waldes Pasolini (30.- vítasp) - Gheorghe Hagi (17. - vítasp.), Florin Raducioiu (45.), Ivan Matteoni (86. - sjálfsm.). 1.500 Fj. leikja u 1 T Mörk Stig SKOTLAND 4 2 2 0 6: 4 6 SVISS 3 2 0 1 7: 2 4 RÚMENÍA 4 2 0 2 10:6 4 BÚLGARÍA 4 1 2 1 5:4 4 SANMARiNÓ 3 0 0 3 1: 13 0 4. RIÐILL: Belgrad, Júgóslavíu: Júgóslavia - N-írland...............4:1 Dragisa Binie (35.), Darko Pancev 3 (47., 60., 62.) - Colin Hill (45.). 11.500 Fj. leikja U J T Mörk Stig JÚGÓSLAViA 4 4 0 0 12: 2 8 DANMÖRK 3 1 1 1 5: 4 3 FÆREYRJAR 2 1 0 1 2: 4 2 N-ÍRLAND 4 0 i 2 2: 7 2 AUSTURRÍKI 3 0 1 2 1: 5 1 5. RIÐILL: Brússel, Belgíu: Belgía-Wales.......................1:1 Marc Degryse (47.) - Dean Saunders (58.) 25.000 Fj. leikja U J T Mörk Stig WALES 3 2 1 0 5: 2 5 BELGÍA 3 1 1 1 5:4 3 ÞÝSKALAND 1 1 0 0 3:2 2 LUXEMBURG 3 0 0 3 2:7 0 7. RIÐILL: Wembley, London: England - Írland...................i;i Lee Dixon (9.) - Niall Quinn (27.). 77.753 Fj. leikja U J T Mörk Stig ÍRLAND 3 1 2 0 7: 2 4 ENGLAND 3 1 2 0 4: 2 4 PÓLLAND 2 1 0 1 1:2 2 TYRKLAND 2 0 0 2 0:6 0 VINATTULANDSLEIKIR: Frankfurt, V-Þýskalandi: V-Þýskaland - Sovétríkin.........2:1 Stefan Reuter (65.), Lothar Mattháus (81.) Igor Dobrovolskíj (83. - vítasp.). 30.000 Rabat, Marokkó: Marokkó - Grikkland..............0:0 Túnis - Tyrkland.................0:0 3.000 Olumuc, Tékkóslóvakíu: Tckkóslóvakia — Póliand..........4:0 Pavel Kuka 29., Lubomir Moravcik 43., Ladislav Pecko 79., Vaclav Danek 83. 8.287 Santender, Spáni: Spánn - Ungveijaland.............2:4 Manolo Sanchez (43.), Carlos Munoz (83.) - Jozsef Kiprich 2 (42., 75.), Emil Lorincz 2 (54., 88.). 21.000 Körfuknattleikur Leikir í NBA-deildinni ( fyrrinótt: Charlotte - Golden State..... 97: 94 Indiana - Atlanta............123:113 MiamiHeat-Cleveland..........104: 98 New Jersey - Philadelphia.... 98: 95 San Antonio - New York.......128:119 Phoenix - Minnesota..........117: 95 Portiand - Seattle...........126:113 EVRÓPUKEPPNI FÉLAGSLIÐA Síðari úrslitaleikur keppninnar: Cantu (Ítalíu)—Barcelona (Spáni) ....95:93 Eftir framlengingu, 77:79 eftir venjuleg- an leiktíma. Cantu sigraði samanlagt 168:164.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.