Morgunblaðið - 28.03.1991, Síða 104

Morgunblaðið - 28.03.1991, Síða 104
Kaffipokar FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. TVÖFALDUR1. vinningur Akureyrarflugvöllur: Sprakk á tveimur hjólum í lendingu í lendingu Fokker flugvélar Flug- leiða á Akureyrarflugvelli um átta leytið í gærkvöldi sprakk á báðum hjólum á hjólastelli undir vinstri væng vélarinnar. Fóru þau af felg- unum þegar þau snertu flugbraut- ina. Tókst flugstjóranum að rétta vélina við á brautinni en hún snér- ist í lendingunni. Að sögn Arna G. Sigurðssonar, flugstjóra, var ókyrrð í lofti þegar vélin kom niður í Eyjafjörðinn og hafði hann einu sinni hætt við lend- ingu vegna vindhviðu, sem gekk yfír völlinn. Þegar flugturn gaf betri vind, ,eins og hann orðaði það, reyndi hann lendingu öðru sinni. Þegar vélin var komin niður á fiugbrautina kom snörp vindhviða aftan undir hana og lyfti hjólunum frá brautinni. Hafði hann þá þegar bremsað og við það harðlæstust hjólin. Þegar hún skall aftur niður á brautina sprungu dekk- in og fóru af felgunum. Vélin snérist en flugmönnunum tókst að rétta hana af og halda henni beinni á brautinni. Aðstoðarflugmaður í ferð- Símamynd/Rúnar Þór Sprungin hjól Fokker-vélarinnar sem hlekktist á í lendingu á Ak- ureyri. Rockall-málið: Bretar koma til viðræðna í næsta, mánuði VIÐRÆÐUR íslendinga og Breta um skiptingu hafsbotnsréttinda á fRockalI-svæðinu verða haldnar í Reykjavík dagana 17. og 18. apríl næstkomandi. Nefnd brezkra embættis- og vísindamanna kemur þá hingað til viðræðna við íslenzka starfsbræður. inni var Franz Bloder. Var 30 hnúta vindur á flugvellin- um og mikil ókyrrð í lofti. Að sögn flugfreyjunnar, Önnu Dísar Svein- björnsdóttur, sýndu farþegar fá- dæma stillingu og rósemi þegar óhappið varð. Fjórar Flugleiðavélar biðu eftir að komast til Akureyrar í gærkvöldi en ófært varð eftir að vélin lennti vegna vinda og var öllu flugi aflýst kl. 22. Áttu flugvirkjar að fljúga norður með fyrstu vél með varahluti til að gera vélina fiughæfa að nýju. Að- sögn kunnáttumanna var það mikið afrek hjá flugstjóranum að honum skyldi takast að rétta flugvélina við á brautinni eftir lendinguna. Lagt upp í páskaferðalagið Morgunblaðið/Rax Ávöxtunarkrafa banka- bréfa er nú orðin 8% BANKAMENN merkja að þenslu- skeið sé að hefjast, m.a. á aukinni eftirspurn eftir útlánum og þróun gjaldeyrisviðskipta. Jafnframt hafa raunvextir verið að hækka á verðbréfamarkaði og eru ástæður þess meðal annars taldar fjárþörf húsnæðislánakerfisins, mikið framboð húsbréfa og annarra skuldabréfa, ásamt versnandi lausafjárstöðu bankakerfisins. Raunávöxtun bankabréfa hefur t.d. hækkað frá áramótum og er nú allt að 8% en sala þeirra hefur verið lítil það sem af er árinu miðað við sama tíma í fyrra. „Okkur virðist að aukin útlán fari fyrst og fremst tii heimilanna og það heyrist einnig af töiuverðum inn- flutningi og sölu á varanlegum mun- um og neysluvörum," sagði Valur Valsson formaður Sambands íslenskra viðskiptabanka. Þá hefur framboð á skuldabréfum aukist á á verðbréfaþingi sem hefur valdið hækkun raunvaxta. Þannig er ávöxtunarkrafa húsbréfa nú 7,9% og bankar hafa boðið bankabréf með allt að 8% vöxtum. Eiríkur Guðnason stjórnarformaður Verðbréfaþings Seðlabankans sagði að Seðlabankinn hefði undanfarið keypt heldur meira af spariskírteinum ríkissjóðs en hann hefði selt og því hefði ávöxtunar- krafa þeirra verið hækkuð í 7,25%. Ragnar Önundafson, hjá Islands- banka, sagði, að íslandsbanki hefði selt bankabréf fyrir um 200 milljónir frá áramótum. „Bankinn heldur aftur af sér í þeim efnum vegna þess að ávöxtunarkrafan er komin í 8%. Kaupendur vilja heldur kaupa hús- bréf og atvinnutryggingasjóðsbréf á sambærilegri ávöxtun. Við getum ekki tekið inn fé á 8% ávöxtun og lánað út á 6,5-8,25% sem eru út- lánsvextir bankans. Þetta er komið í þær hæðir að bankabréf nýtast okkur ekki nema með því að hækka almenna útlánsvexti. Við höfum áður lýst því yfir að við munum halda okkar vöxtum óbreyttum fram á vor enda hafa engar þær breytingar orð- ið í verðlagsforsendum sem réttlæta almennar breytingar á óverðtryggð- um vöxtum. Hins vegar er þróunin nú augljós staðfesting á því sem við höfum sagt að ríkissjóður og stofnan- ir sem starfa með ábyrgð ríkissjóðs ráða raunvaxtastiginu í landinu. Bankarnir ráða þar engu um.“ Már Guðmundsson efnahagsráð- gjafi fjármálaráðherra sagði að ástæður þessarar raunvaxtahækkun- ar væri aðallega húsbréfakerfið og versnandi lausafjárstaða bankanna. Eiríkur Guðnason tók undir þessar skýringar en sagðist þó telja, að þarna væri um skammtímasveiflu að ræða, og hvatti eigendur húsbréfa að bíða með að selja þau. Alþingi samþykkti nýlega lánsfjár- iög þar sem áform eru um verulega innlenda lántöku. Már Guðmundsson sagði að raunvaxtahækkun nú kæmi lántökuákvörðunum ríkisins ekkert við. Áform ríkisins væiai aðeins tölur á biaði en gerðirnar hefðu áhrif á lánsfjármarkaðinn. Hann benti á, að ríkið hefði ekkert breytt vöxtum á spariskírteinum frá áramótum. Það væri ávöxtunarkrafan á Verðbréfa- þingi Seðlabankans sem hefði hækk- að og ríkið hefði engin áhrif á það. Hæstiréttur: Fjögurra ára fang- elsisdómur fyrir að smygla kókaíni ÓLAFUR Þór Þórhallsson, 27 ára gamall, hefur í Hæstarétti verið dæmdur til fjögurra ára fangelsis fyrir aðild að innflutningi að 970 grömmum af kókaíni frá Bandaríkjunum haustið 1988. í sakadómi hafði maðurinn verið dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsisvist- ar. Þar hlutu tveir vitorðsmenn hans tveggja og hálfs og þriggja og hálfs árs fangelsi en þeir undu þeirri niðurstöðu og áfrýjuðu ekki. Mál þetta hefur verið kallað „stóra kókaínmálið" enda það umfangsmesta sem upp hefur komið hérlendis. Maður þessi neitaði hins vegar ávallt nokkurri aðild að málinu en sakadómi og Hæstarétti þótti sann- að með framburði vitna og gögnum Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar: Sjálfstæðisflokkur fengi 48% atkvæða Sjálfstæðisflokkurinn fengi 48% atkvæða, ef gengið væri til kosninga nú, miðað við svör í skoðanakönnun, sem Félags- Morgunblaðið kemur næst út miðvikudaginn 3. apríl. vísindastofnun Iláskóla íslands hefur gert fyrir Morgunblaðið. I sömu könnun kemur fram að ríkisstjórnin á álíka marga stuðningsmenn og andstæðinga i hópi svarenda. Svör fengust frá 1.094 /nanns í könnuninni, sem er 75% nettósvör- un. Félagsvísindastofnun telur að úrtakið endurspegli þjóðina vel með tilliti til aldursdreifingar, kyns og búsetu. Af þeim, sem afstöðu tóku í könnuninni, sögðust 48% ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 11,7% Alþýðuflokkinn, 19,6% Framsókn- arflokkinn, 10,1% Alþýðubandalag- ið og 8,6% Kvennalistanm Önnur framboð fengu innan við 1% fylgi. Hlutfall óákveðinna var 5,6% og 12,9% neituðu að svara. Er spurt var hvort menn væru stuðningsmenn eða andstæðingar ríkisstjórnarinnar, sögðust 37,7% styðja stjórnina, en 36,2% sögðust henni andvígir. Hlutlausir voru 20,6%. Sjá frekari niðurstöður könn- unarinnar á bls.46. málsins að hann væri sannur að sök. Mennirnir þrír fluttu kókaínið, sem var tiltölulega hreint efni, inn í varahjólbarða bifreiðar sem þeir keyptu í Bandaríkjunum mánaða- mótin október/nóvember 1988. í byijun maímánaðar 1989 komst upp um málið og lagði þá lögreglan hald á 413,9 grömm af efninu, þorra þess í bankahólfi, en hinu hafði verið dreift til kaupenda. í dómi Hæstaréttar er manninum gert að greiða 150 þúsund króna sekt og sæta upptöku á 413,9 grömmum af kókaíni. Kröfu um að Ford Fiesta-bifreið yrði gerð upp- tæk var hafnað. Talið var að maður- inn hefði keypt hana fyrir ávinning af fíkniefnaviðskiptunum en hann neitaði að vera eigandi hennar þrátt fyrir að skráður eigandi segðist hafa selt honum bílinn fyrir 360 þúsund krónur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.