Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 1
60. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hans Eichel tilnefndur nýr fjármálaráðherra Þýzkalands „Gleði- dagur fyrir Pólland" Varsjá. Morgunblaðið. LECH Walesa, fyrrverandi forseti Póllands og einn helstí hvatamað- ur að inngöngn landsins í Atlants- hafsbandalagið, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að um væri að ræða gleðidag fyrir Pól- land og Evrópu. Hann teldi þó jafnframt að endurskoða þyrfti hlutverk NATO í Ijósi nýrra tíma. „Við höfum leyst ýmis vandamál og það h'tur út fyrir að við mun- um geta komið í veg fyrir ýmsar hættur. Vonandi er það rétt. En sem gamall raunsæismaður hef ég hugfast að allar kynslóðir glíma við eigin hættur, en lausnirnar sem hver kynslóð finnur á þeim henta oftast kynslóðinni sem á undan kom. Þess vegna koma réttar lausnir alltaf nokkrum ár- um of seint. I þetta skiptíð verð- um við að reyna að gera betur,“ sagði Lech Walesa í samtali við Morgunblaðið. ■ Sjá umijölIun/G Schröder falið að taka við formennsku í SPD Pólland, Ungverjaland og Tékkland ganga í Atlantshafsbandalagið Tímamót í sögu NATO DAGINN eftir að Oskar Lafontaine dró sig óvænt í hlé frá stjómmálum voru í gær afleiðingar þess orðnar Ijósar, að minnsta kosti hvað varðar spuminguna um hverjir taki við þeim embættum sem hann sagði af sér. Gerhard Schröder kanzlara var falið að taka við stjóm Jafnaðar- mannaflokksins (SPD) og í embætti fjármálaráðherrans var tilnefndur maður sem er mun nær miðjunni en vinstrimaðurinn Lafontaine. Fjármálamarkaðir tóku fréttinni af því hver tæki við valdamesta fjár- málaráðherrastól Evrópu með yfir 6% verðhækkun þýzkra hlutabréfa og frekari gengishækkun evmnnar. Schröder sagði eftir fund fram- kvæmda- og miðstjómar SPD í gær, að hann væri tilbúinn að bjóða sig fram til formannsembættis flokks- ins. í fjármálaráðherraembættið til- nefndi hann Hans Eichel, fráfarandi forsætisráðherra sambandslandsins Hessen, sem er álitinn íylgja hóf- samri og „kreddulausri" stefnu í hagstj órnarmálum. Lokaákvörðun um arftaka Lafontaines í flokksformannsemb- ættinu verður tekin á aukaflokks- þingi SPD, sem koma á saman í Bonn 12. apríl næstkomandi. Schröder lýsti því yfir, að það væri fjarri því að rétt væri að tala um stjómarkreppu. Bæði Schröder og talsmenn Græningja lögðu áherzlu á, að ekki yrði haggað við stjórnarsam- starfi SPD og Græningja. Þá sagði kanzlarinn að ekki yrði gripið til ráðstafana til að stöðva þær umdeildu breytingar á skattalöggjöf- inni, sem Lafontaine var búinn að þrýsta gegnum neðri deild þingsins. Þær yrðu afgreiddar í efri deildinni, Sambandsráðinu, í lok næstu viku, eins og áður hafði verið ákveðið. Ef einhverjar breytingai- yrðu gerðar á skattbreytingaáformum stjómarinnar yrði það gert þegar gengið yrði frá væntanlegum frum- vörpum sem lúta að fyrirtækjaskött- um. Ekki orð frá Lafontaine Lafontaine hefur ekki látið orð frá sér fara opinberlega frá því hann hélt heimleiðis til Saarbrucken á fimmtudag. Nánir vinir hans greindu að sögn þýzkra fjölmiðla frá því að ágreiningur Lafontaines og Rússar telja stækkunina ógna öryg-gi sínu Independence. Reuters. PÓLLAND, Ungveijaland og Tékk- land urðu í gær fyrstu ríki Varsjár- bandalagsins sáluga til að gerast að- ilar að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Innganga ríkjanna var staðfest með formlegum hætti við hátíðlega athöfn í bænum Inde- pendence í Bandaríkjunum, fæðing- arstað Harry S TVumans fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Við athöfn- ina undirrituðu utanríkisráðherrar ríkjanna þriggja formlega staðfest- ingu á aðild. Era aðildarríki NATO því orðin nítján talsins. „Hallelúja,“ sagði Madeleine Al- bright, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, er hún tók við undirrituðum skjölum utanríkisráðherranna. ,jUdrei aftur verður örlögum ykkar kastað til sem spilapeningum á samningsborði.“ „Ungverjaland er komið heim. Við erum með íjölskyldunni á ný,“ sagði Janos Matonyi, utanríkisráðherra Ungverjalands, í tilefni dagsins. I ræðum utanríkisráðherranna fyrir athöfnina sögðust þeir líta á aðildina að NATO sem tryggingu fyrir ör- yggi ríkja sinna, sem og að þeim hefði loks verið fundinn réttmætur staður í Evrópu. Jan Kavan, utanríkisráðherra Tékklands, sagði: „Þetta er trygging fyrir því að heimaland mitt verði aldrei aftur varnarlaust fórnarlamb í innrás erlends ríkis. Raunh- Tékka á þessari öld heyra nú sögunni til.“ Bronislaw Geremek, utanríkisráð- Schröders um stefnuna í skatta- og peningamálum hefði valdið því að hann ákvað afsögnina. Þar sem hann hefði ekki viljað standa í opinberam deilum við kanzlarann hefði hann kosið að draga sig í hlé. ■ Sjá umQölIun/32-33 Reuters Reuters GLEÐI skein úr andlitum utanríkisráðherranna fjögurra, Jan Kavan, Tékklandi, Madeleine Albright, Banda- ríkjunum, Janos Martonyi, Ungveijalandi, og Bronislaw Geremek, Póllandi, er samningar um aðild að Atlantshafsbandalaginu höfðu verið undirritaðir. herra Póllands, horfði til framtíðar og sá fyrir sér enn stærra NATO. „Við eigum að halda dyram banda- lagsins opnum fyrir þeim sem barist hafa fyrir frelsi“. Fjögur Mið- og Austur-Evrópuríki auk Eystrasaltsríkjanna þriggja, bíða aðildar að NATO og er talið að um- sóknir þeirra muni verða aðalum- ræðuelhið í fyrirhuguðum hátíðar- höldum í tilefni 50 ára afmælis NATO, í Washington í apríl næstkomandi. Rússar era andvígir stækkun NATO og telja hana ógna öryggi sínu. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum, allt frá Borís Jeltsín til kommúnista á þingi, era sannfærðir um að stækkun NATO í austur sé einungis beint gegn Rússlandi og að markmiðið sé að einangi'a landið. Hefur Igor Ivanov, utanríkisráð- herra Rússlands, lýst stækkuninni sem „skrefi í ranga átt“. I stað þess að skipta Evrópu í tvo flokka beri ríkjum að vinna saman að öryggi og stöðugleika. Morgunblaðið/Kristinn FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, voru í gær viðstaddir hátíðlega athöfn í Varsjá vegna inngöngu Póllands í Atlantshafsbandalagið. Á hægri hönd for- seta Islands eru Jerzy Buzek, forsætisráðherra, og Aleksander Kwasniewski, forseti Póllands. Elli kerling í Kenýa HANNAH Njoki Kinyua geispar fyrir utan heimili sitt í þorpinu Kiria, um 30 km frá Naírobí í Kenýa. Myndin var tekin í gær, en Njoki, sem er 150 ára gömul, er ekki aðeins elst í þorpinu, heldur eflaust elstí maður á lífi í heiminum í dag. Mannfræðing- urinn Giovanni Perucci hefur verið að rannsaka langlífi manna af Kikuyu-ættbálknum og gat hann sér þess til að Njoki væri 150 ára gömul. Perucci bætti því þó við að Njoki gæti hugsanlega verið enn eldri. Snyrtivörur merktar Elvis Lundúnum. Reuters. BRESKUR athafnamaður, sem selur snyrtivörar merktar Elvis Presley, má nota nafn rokkkóngsins á söluvöra sína. Dómstóll í Lundúnum dæmdi athafnamanninum Sid Shaw í vil í gær en gæslumenn dánar- bús söngvarans í Memphis í Bandaríkjunum höfðuðu mál gegn honum til þess að koma í veg fyrir notkun nafnsins með þessum hætti. „Ég vil halda minningu Elvis Presley á lofti með framleiðslu minjagrip- anna,“ sagði Sid Shaw.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.