Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Dansinn þýddur á færeysku Páskamyndin í Þórshöfn Verk eftir Atla Ingóifsson frum- flutt í Berlín ARDITTI-kvartettinn frumflytur strengjakvartett eftir Atla Ingólfs- son í Konzerthaus Berlín í dag, laugardag, kl. 22, á Berlínartvíær- ingnum. Kvartettinn heitir HZH: Streiehquartett nr. 1. Verkið er samið að beiðni stjórnenda Berlín- artyíæringsins. A mánudaginn heldur Atli fyrir- lestur í Hochschule der Kunste um kvartettinn og sjálfan sig. ---------------- Þrjár strengja- sveitir í Seltjarn- arneskirkju TÓNSKÓLI Sigursveins D. Krist- inssonar heldur tónleika í Seltjarn- arneskirkju á morgun, sunnudag, kl. 16. Fram koma þrjár strengja- sveitir skólans og flytja verkefni sín, samtals um 80 nemendur. M.a. verða flutt verk eftir Corelli og Bartók. Stjómendur eru Kristján Matthíasson og Sigursveinn Magn- ússon. DANSINN, kvikmynd Ágústs Guð- mundssonar, verður páskamyndin í Pórshöfn í Færeyjum í ár. Myndin verður sýnd með færeyskum texta en þýðinguna gerði Ámi Dahl, rit- höfundur og Iektor í færeysku. Hann hefur þegar lokið þýðingunni og hefur verið hér á landi nú í vik- unni í þeim erindagjörðum að leggja síðustu hönd á tæknilega hlið verksins. Kvikmyndin, sem er byggð á smásögu eftir færeyska rithöfund- inn William Heinesen, verður frumsýnd annan í páskum í Þórs- höfn og fer síðan einnig í önnur kvikmyndahús í Færeyjum. Þýð- andinn, Árni Dahl, hefur skrifað fjölda bóka um færeysku dans- kvæðin, auk útvarpsþátta um sama efni. Hann aðstoðaði Ágúst Guð- mundsson við útfærslu og leik- stjórn dansatriðanna í kvikmynd- inni, en eins og nafn hennar gefur til kynna gegnir dansinn þar veiga- miklu hlutverki. „Það var þess vegna sem mér var boðið á frum- sýninguna í Reykjavík í september á síðasta ári, og þá töluðum við um að það gæti verið skemmtilegt að þýða myndina á færeysku og sýna hana í Færeyjum,“ sagði Árni í samtali við fréttaritara Morgun- blaðsins í Þórshöfn. Erlendar myndir hingað til sýndar með dönskum textum Fram að þessu hefur það ekki tíðkast að þýða erlendar bíómyndir á færeysku, en þær eru sýndar með dönskum textum,. „Á íslandi eru allar erlendar bíómyndir þýdd- ar og við skulum vona að þannig eigi það líka eftir að verða í Færeyjum," segir hann. Árni kveðst vona að hægt verði að fá fjárveitingu til þess að þýða þó ekki væri nema tíu erlendar mynd- ir á færeysku á ári. Sjálfur hefur hann staðið fyrir fjáröflun til þess að standa undir kostnaði við þýðinguna á Dansinum og m.a. hafa nokkur minni sveitar- félög á eyjunum styrkt verkefnið. Árni segir þetta einkum og sér í lagi vera byggðarlög sem séu í miklum tengslum við Island og íslendinga, þar sem margir íbúanna hafi farið til Islands, unnið hér og dvalið í lengri eða skemmri tíma og sumir jafnvel sest að. Þessi tengsl hafi gert það að verkum að jafnvel lítil sveitarfélög með knöpp fjárráð hafi lagt sinn skerf af mörkum, en einnig hafí menningarsjóður fær- eyska lögþingsins og landsstjórnai-- innar látið fé af hendi rakna til þess að fjármagna þýðinguna. Morgunblaðið/RAX ÁGÚST Guðmundsson og Árni Dahl, Hroka- gikkir dilla sér KVIKMYlVPllt K r i n g I u b í ó THE LAST DAYS OF DISCO ★% Leikstjórn og handrit: Whit Stillman. Aðalleikarar: Kate Beckinsale, Chloe Sevigny, Robert Sean Leonard og Jennifer Beals. Castle Rock Ent. 1998. KATE og Chloe leika vinkonur sem vinna saman, leigja saman og dansa saman næturlangt á aðal- diskóteki borgarinnar. Samt líkar þeim ekki sérlega vel hvorri við aðra. Til sögunnar koma auðvitað karlmenn og fleiri, allt háskóla- gengið snobblið, dónalegt, hroka- fullt og leiðinlegt. Það er erfitt að gera skemmtilega mynd um slíkan skríl enda tekst það ekki í þessu til- felli. Diskódansinn er samt dásamleg- ur á að horfa og það hefði verið gaman að rifja upp þessa tíma ef maður hefði ekki þegar gert það í öðrum nýlegum myndum. Eg sé ekki að tíðarandinn hafi nein afger- andi áhrif á frásögnina, það hafa alltaf verið til og verða alltaf til leið- inlegir hrokagikkir. Þetta er furðulega tilgangslaus mynd og stirðbusaleg á allan hátt. Einstaka skondnar setningar lyfta henni ögn á stundum, en svo dettur hún aftur kylliflöt. Hildur Loftsdóttir Fréttir á Netinu ý§> mbl.is _ALL.TAf= GITTH\Sf\Ð AÍÝTT Hótel Hekla sýnt í Skandinavíu LEIKFÉLAGINU Fljúgandi fisk- um hefur verið boðið að sýna Ijóð- leikinn Hótel Heklu á íslandsdög- um í Ábo og Pero’s Teater í Stokk- hólmi nú í mars. Leikurinn var frumsýndur í Kaffileikhúsinu ný- lega. Hótel Hekla segir frá flugfreyju, sem Þórey Sigþórsdóttir leikur, sem þarf að kljást við „óþægilegan" farþega, en hann er leikinn af Hin- riki Olafssyni, á leið til útlanda. Hótel Hekla er nokkurs konar „ljóðleikur", enda er ljóðum fléttað inn í textann. Hótel Hekla er upphaflega styrkt af norræna menningar- sjóðnum og er leikferðin í sam- vinnu við Svenska Teater í Turku/Ábo og Teater Pero í Stokk- hólmi, og styrkt af Teater og Dans I Norden. Upphaf samvinnunnar um sýninguna má rekja til leikferð- ar með sýninguna „Láppstift och Iava“ til Stokkhólms og Álandseyja fyrir þremur árum. Sú sýning var samsett úr einleiknum Skilaboð til Dimmu og ljóðum á myndbandi og var sýnd í Pero’s Teater og á lista- hátíð í Norræna húsinu á Álandseyjum. í framhaldi af sýn- ingunni „Láppstift och lava“ fóru Þórey Sigþórsdóttir og Ylva Hell- erud af stað með hugmyndina að Hótel Heklu. Frá upphafi var hug- myndin sú að flytja sýninguna líka á sænsku til að gefa skandinavísk- um áhorfendum innsýn í það sem væri að gerast í íslenskri nú- tímaljóðlist, en einnig að gera til- raunir með þessi tvö form; Ijóðið og leikhúsið, segir í fréttatilkynningu. Sýningar í Ábo verða 23. og 24. mars í tengslum við Islandsdaga en þeir standa yfir í Turku/Ábo dagana 22. til 30. mars. Meðal annarra við- Ljósmynd/Kristín Bogadóttir ÚR leikritinu Hótel Hekla í Kaffileikhúsinu: Þórey Sigþórsdóttir og Hinrik Ólafsson. burða á íslandsdögum má nefna fyrirlestra, kvikmyndasýningar og fleiri menningarviðburði. Sýningar í Pero’s Teater í Stokk- hólmi verða laugardaginn 27. mars og sunnudaginn 28. mars. Einnig heldur leikstjórinn, Hlín Agnars- dóttir, fyrirlestur um íslenskt leik- hús í tengslum við sýninguna. Síðasta sýning á Hótel Heklu fyr- ir leikferðina er í dag, laugardag, en fimmtudaginn 18. mars er Hótel Hekla sýnd á sænsku í Kaffileikhús- inu. Ketkrókur í Karíbahafínu KVIKMYJVDIR Stjörnubíó, Laugarásbfó „I STILL KNOW WHAT YOU DID LAST SUMMER“* Leikstjóri Danny Cannon. Handrits- höfundur Tray Callaway. Kvik- myndatökustjóri Vernon Leyton. Tónskáld John C. Frizzell. Aðalleik- endur Jennifer Love Hewitt, Freddie Prinze Jr„ Brandy Norwood, Meklii Phifer, Muse Watson, Bill Cobbs. 100 mín. Bandarisk. Columbia 1998. HVERNIG líst ykkur á blikuna: framhaldsmynd eftirlíkingar af guðmávita hvað mörgum andlaus- um eftiröpunum af unglingahrolln- um blóðuga. Enda uppskeran eftir því, gjörsamlega steingeld og alls vanmáttug að gleðja áhorfand- annn, að maður tali ekki um að hræða hann. Það man sjálfsagt enginn heilvita maður mynd nr. 1, þó rámar mig í að hafa séð sömu andlitin áður, þó ekki viss. Þau eru hvert öðru lík, þessi dísætu fés smástirnanna, sem prýða myndir sem þessar. Falla síðan undan- tekningarlítið í gleymsku eftir að búið er að kvelja úr þeim líftóruna í nokkrum dáðlausum B-myndum, og nýjar gellur komnar inná kontórinn hjá framleiðandanum. Svo gerast kraftaverkin; ein og ein slær í gegn. Á meðan sér maður vonarneistann í öllum þessum fal- legu augum... Vinkonurnar frá því í fyrra- og hittifyrrasumar eru nú ílestar myrtar (á mismunandi hroðalegan hátt), aðrar en Julie (Jennifer Love Hewitt). Hún er hins vegar bölvanlega haldin af martröðum. Til að hressa uppá sálartetrið heldur hún til Bahamaeyja ásamt Ray sínu Bronson (Freddie Prinze Jr.), vinkonu sinni og kærasta hennar. Hvað haldið þið að gerist? Heppnisdagar í sögu tómatsósu- iðnaðarins en ólánsdagar hjá fjór- menningunum sem upplifa sann- kallað helvíti í sumarleyfisparadís- inni í Karíbahafinu. Með tilheyr- andi fellibyljum, þrumum, elding- um og andstyggðar vatnsveðri. Og blóðþyrstan brjálæðing með kjöt- króka og kuta á lofti sem hann hjakkar með á ungmennunum. Þvílíkt fjör og gaman. Ofaná allt annað er handritið líkast því að vera skrifað af bekkjartossunum í Álmstræti. Ekki má gleyma karl- peningnum. Fyrmefndur Prinze og nokki-ir aðrir eru, líkt og gell- umar, valdir sökum útlitsins, ekki hæfileikanna. Maður er nánast feginn þegar Ketkrókur þeirra Ba- hamaeyjamanna, fækkar í þessu liði. Vonandi á það ekki eftir að ganga aftur í þriðju myndinni. Sæbjörn Valdimarsson Sýningum lýkur Kjarvalsstaðir SÝNINGU á verkum Einars Gari- balda Eiríkssonar, Blámi, lýkur á morgun, sunnudag. Blámi er hug- leiðing Einars um stöðu Kjarvals sem táknmyndar í íslensku samfé- lagi nútímans. Á Kjai'valsstöðum stendur yfir sýning á helstu verkum Kjarvals: Af trönum meistarans 1946-72. Leiðsögn er um sýningar safnsins alla sunnudaga kl. 16. Opið er á Kjarvalsstöðum alla daga frá kl. 10-18. Listasafn íslands Sýningin Ég, Ijósmyndir hol- lensku listakonunnar Inez van Lamsweerde, lýkur á morgun, sunnudag. Myndirnar voru frumsýndar í ein- um af kunnustu listasölum New York-borgar í lok síðasta árs og fara héðan til Parísar og Hamborgar. Safnið er alla daga, nema mánu- daga kl. 11-17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.