Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAG.UR 13. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rðbert Guðfinnsson kosinn stiárnarformaður SH f stað Jóns Ingvarssonar Baldur Sigfússon yfírlæknir um nýjar rannsóknir á bijóstakrabbameini Fátt jafn rækilega sannað og gildi leitar BALDUR Sigfússon, yfírlæknir röntgendeildar á leitarstöð Krabba- meinsfélagsins, segir engan vafa leika á um gagnsemi reglubundinnar röntgenmyndatöku við skipulagða leit að brjóstakrabbameini í konum, þrátt fyrir staðhæfingar um hið gagnstæða í niðurstöðum sænskrar rannsóknar sem kynnt er í nýjasta hefti breska læknatímaritsins Brit- ish Medical Journal „Það eru fáir hlutir sem hafa verið sannaðir jafn rækilega, og krafist jafn sterkrar sönnunarbyrði eins og einmitt hóp- skcjðanir og brjóstamyndataka.“ í rannsókn tveggja sænskra lækna er því haldið fram að reglu- bundnar röntgenmyndatökur, í því skyni að finna krabbamein í brjóst- um kvenna, hafi takmarkað gildi. Fylgst var með afdrifum sex hund- ruð þúsund kvenna á aldrinum 50-69 ára á meira en tíu ára tímabili. Sýna niðurstöður rannsóknarinnar að þær konur sem létust af völdum brjóstakrabbameins eru einungis 0,8% færri en hefði mátt búast við, hefðu engar röntgenmyndatökur komið til. Segir í niðurstöðum þessai-ar um- deildu rannsóknar að eftir að hafa fylgst með stórum hópi kvenna um árabil, sem farið hefðu í reglubundið eftirlit, sé ekki hægt að greina nein merki þess að færri látist af völdum brjóstakrabbameins en ella. Er í kjölfarið ályktað að þeim peningum, sem eytt er í eftirlitið, yrði betur varið í því skyni að þróa ný lyf gegn sjúkdómnum. Aðstandendur rann- sóknarinnar vilja jafnframt að konur séu varaðar við neikvæðum áhrifum slíks eftirlits, þ.m.t. þeim möguleika að þær fái ranga sjúkdómsgreiningu og því að fara í gegnum óþarfar próf- anir og uppskurði. Islenskum konum hefur frá haustinu 1987 verið boðið að mæta í reglubundna röntgenmyndatöku af brjóstum á vegum leitarstöðvar Ki-abbameinsfélagsins. Baldui- Sig- fússon segir að lengi hafi verið til þeú sem efuðust um gildi slíks eftir- lits en hinir væru mun fleiri, og þ.m.t. helstu sérfræðingar á þessu sviði, sem velktust ekki í neinum vafa um gagnsemi reglubundinnar röntgenmyndatöku. Hann greindi frá því að rannsókn Svíanna hefði áður birst í sænska læknablaðinu og að þarlend heil- brigðisyfirvöld hefðu á sama vett- vangi óðara bent á ýmsa slæma van- kanta, sem væru á rannsókninni, og að því væri ekki hægt að taka mark á henni. Réðst að forstöðu- manni og fangaverði HÆSTIRÉTTUR staðfesti á mið- vikudag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 6. mars um gæsluvarðhald vistmanns á Akur- hóli í Rangárvallasýslu vegna lík- amsárásar á forstöðumann heimilis- ins. Vistmaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þai’ til dómur fellur í máli hans, en þó eigi lengur en til til 19. apríl. Fyrir Hæstarétti kom m.a. fram að vopn hefðu fundist við hús- leit í herbergi mannsins á Akurhóli. Forsaga málsins er sú að þegar vistmaðurinn kom úr leyfi hinn 5. mars fór fram reglubundin leit í farangri hans. Þetta mislíkaði manninum og réðst hann að for- stöðumanni heimilisins með vasa- hnífi og veitti honum áverka Hæstiréttur stað- festir úrskurð um gæsluvarðhald þannig að sauma þurfti tvö spor í hornhimnu annars auga forstöðu- mannsins. Sakborningur var fluttur í fangageymslu í Reykjavík og þar réðst hann morguninn eftir að fangaverði og veitti honum þung högg með krepptum hnefa. Sýslumaðurinn í Rangárvalla- sýslu krafðist gæsluvarðhalds yfir manninum þar til dómur fellur í máli hans, en þó ekki lengur en til 19. apríl. í úrskurði Héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti, kemur meðal annars fram að sakboming- ur hafi verið dæmdur til sjö ára fangavistar í maí 1993 en fengið reynslulausn í lok mars 1997 þegar hann átti eftir að afplána 840 daga. Auk þessa hefur hann tvívegis ver- ið dæmdur fyrir brot á almennum hegningarlögum, 1989 og 1991, auk þess sem hann hefur einu sinni verið dæmdur til fangavistar fyrir þjófnað. Sakborningur er sterklega grun- aður um brot á 2. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga er varðað getur allt að 16 ára fangelsi og því þótti rétt að fallast á kröfu um gæsluvarðhald á meðan frekari rannsókn færi fram. Nýr formaður AFS á Islandi Góð reynsla Lára V. Júlíusdóttir NÝLEGA tók Lára V. Júlíusdóttir við formennsku í AFS, Alþjóðleg fræðsla og samskipti, sem em skiptinemasamtök sem starfa á alþjóðlegum grundvelli. AFS heftu’ starfað á Islandi í '40 ár og heíúr starfsemin farið sívaxandi. Lára var spurð hve lengi þessi samtök hafi verið við lýði? „Þau hafa starfað í röska hálfa öld og nær starfsemin nú til yfír fimmtíu landa í öllum heimsálfum. Það voru bandarískir sjálfboðalið- ar sem óku sjúkrabílum á vígvöllum í fyrri heims- styrjöldinni sem stofnuðu samtökin og þá kölluðu þeir þau American Field Service. Þessi AFS-félög um allan heim eru að mestu leyti byggð upp af sjálfboðaliðum." - Eru margir Islendingar sem fara út á ári hverju á vegum þessara samtaka? „Nú sendir AFS árlega um hundrað til hundrað og þrjátíu íslensk ungmenni til ársdvalar á erlenda grund. Flestir fara til Bandaríkjanna, Suður-Ameríku, Evrópu en fæn-i til Ástralíu og Asíu.“ - Hvaða skilyrði þarf fólk að uppfylla til að geta orðið skiptinemi? „Þetta eru krakkar á aldrinum fimmtán til átján ára og þau eru í skólum í þessum löndum. Þetta er sem sagt námsdvöl. Þau ganga í skóla í viðkomandi landi og þau búa hjá fjölskyldum og taka þátt í daglegu lífi fjöl- skyldnanna. Þau eru ekki í vinnu heldur í framhaldsskólum í við- komandi landi. Almenn skilyrði sem sett eru, fyrir utan réttan aldur, eru góður námsárangur og að fólk sé jákvætt og tilbúið að takast á við svona ævintýri. Þetta krefst töluvert mikils sjálfsöryggis og sjálfsaga og þokkalegrar heilsu.“ -Hvers konar krakkar eru það sem sækjast eftir svona námsdvöl? „Þetta eru krakkar sem hafa almennt lokið grunnskólanámi, segja má að þau komi úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Náms- dvölin kostar yfir fjögur hundruð þúsund krónur fyrir árið, en ekki er gerð krafa til að það sé greitt allt í einu, hægt er að semja um það. Dálítið er misjafnt hvað greiðslan er há, eftir því hvaða land er um að ræða og stundum eru í boði styrkir til þess að mæta þessum kostnaði. Kostnað- urinn er miðaður við ársdvöl en einnig geta krakkar farið í sum- ardvöl og það kostar t.d. í Kanada í sumar rösk tvö hund- ruð þúsund krónur þar sem enska er töl- uð en er aðeins dýr- ara í frönskumælándi Kanada, enda dvölin aðeins lengri." -Ætlar þú að breyta eitthvað um áherslur í þínu staifi fyrir AFS? „Það hefur verið töluverð um- ræða um hvernig við getum auglýst starfið betur og hvernig við getum aukið fjölbreytni í því námi sem boðið er upp á. Ég vil leggja áherslu á að þetta er lífs- reynsla sem ekki er hægt að leggja neinn verðmiða á. Svona dvöl er afar lærdómsrík, krakk- arnir læra þarna nýtt tungumál og eignast nýja fjölskyldu, ef svo má segja, ásamt því að ►Lára V. Júlíusdóttir er fædd 1951 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi árið 1972 frá Verslunarskóla Islands og lög- fræðiprófi frá Háskóla Islands árið 1977. Hún starfaði sem Iögfræðingur og síðar fram- kvæmdastjóri hjá Alþýðusam- bandi Islands en hefur rekið eigin lögfi’æðistofu frá 1994. Hún er gift Þorsteini Haralds- syni, löggiltum endurskoðanda, og eiga þau þijú börn. kynnast nýjum menningar- heimi. Þetta er reynsla sem krakkarnir búa að alla sína ævi.“ - Hafa þessar námsdvalir yfir- leitt gengið áfallalaust fyrir sig? „Ekki er hægt að fullyrða að svo sé, vegna þess að þarna er verið að senda einstaklinga inn á heimili og það reynir því mikið á náin samskipti. Stundum kem- ur fyrir að það þarf að koma unglingunum fyrir á nýjum stað ef þau og fjölskyldan ná ekki saman. En það er undantekning að það þurfi að senda krakka heim. Ýfirleitt gengur þetta mjög vel.“ - Koma ekki líka margir krakkar hingað á vegum AFS? „Jú, það koma hingað um fjörutíu krakkar þetta árið og áhuginn á Islandi hefur farið stöðugt vaxandi. T.d. eru hér nú tveir krakkar frá Kína. Þegar er farið að leita að fjölskyldum íyrii’ nema sem koma hingað í sumar. Til þess að geta tekið við skiptinema þarf að vera fyrir hendi hjartahlýja og sér her- bergi. Éólk býður enda ekki fram aðstoð nema að það hafi auka húsnæði. Algengt er að for- eldrar barna sem fara út sem skiptinemar hýsi krakka í stað- inn, en það er þó ekki neitt skil- yrði.“ -Hvað er innifalið í þessu verði sem fyrr var nefnt? „Það er eiginlega allt. Undir- búningsnámskeið héma heima, ferðir fram og til baka og dvölin á heimilinu. Það er þó ekki svo að fólkið sem hýsir börn- in fái sér greitt fyrir það, heldur fær það aðeins gi-eiddan útlagð- an kostnað, svo sem skólagjöld, bækur, ferðir úr og í skóla, lækn- is- og lyfjakostnað." - Alítur þú þetta mjög heppi- legt fyrir alla krakka? „Ekki kannski alla, en þetta er mjög góð reynsla fyrir marga. Sjálf var ég skiptinemi á sínum tíma og á mína fjölskyldu í Bandaríkjunum og held tengsl- um við hana. Það getur því bæst á þennan hátt ný vídd í heimssýn unglinga." Ný vídd í heimssýn unglinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.