Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR INGIBJORG ÁRNADÓTTIR + Ingibjörg Árna- dóttir fæddist á Stóra-Hrauni í Hnappadalssýslu 20. júlí 1908. Hún lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 19. febníar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Sauðár- krókskirkju 6. mars. Ingibjörg Arnadóttir frá Reykjum er látin. Þegar Arni sonur henn- ar hringdi í mig og tjáði mér andlát hennar, fannst mér sem svið lífsins yrði strax snauðara við þessa dánar- fregn. Ingibjörg var nefnilega ekki nein venjuleg manneskja. Hún var stórbrotin til orðs og æðis og því var það sérstök upplifun að fá að kynn- ast henni. Ég get vel um það borið eftir nær þriggja áratuga kynni. Hiklaust er það í huga mínum mikið lán að hafa fengið að kynnast fólkinu frá Reykjum og verða vináttu þess aðnjótandi. Þegar ég kom á Sauðár- krók í ársbyrjun 1970 til náms í iðn- skólanum þar, var ég ekki kunnugur neinni sál í hinum skagfirska höfuð- stað. En ég hafði tryggt mér gott fæði á góðum stað. Eg var kostgang- aii hjá Arna frá Reykjum og hans miklu myndarkonu Betu. Þau hjónin voru frábær í allri viðkynningu og ekki skemmdi það fyrir að þau áttu fríska og hressilega krakka sem settu ósvikið líf og fjör í mynstur þeirra daga sem fóru í hönd. Þarna höfust kynni mín af þessari ágætu fjolskyldu og sérstaklega vil ég geta þess að við Gunnar Ingi, sonur þeirra hjóna, urðum miklir mátar. Það var margt gert sér til skemmt- unar í húsinu við Hólaveginn, þar sem Árni og Beta bjuggu á þessum tíma. Við Arni spjölluðum um ný og gömul mál og syo var spilað bobb af miklum krafti. Ég held að nánast all- ir hafi tekið þátt í þeim leik. Fleiri kostgangara höfðu þau hjón og voru þeir frá Skagaströnd eins og ég. Þessi kynni mín af Arna og fjöl- skyldu hans leiddu svo til þess að ég fékk næsta vetur leigt herbergi hjá foreldrum hans, Gunnari og Ingi- björgu í húsinu Borgarey, þar sem þau bjuggu, en fæði hafði ég áfram hjá Arna og Betu sem nú voru flutt í kjallarann í Villa Nova. Mér fannst athyglisvert að á framhlið Borgareyj- arhússins stóð nafn þess og dagsetning og ártal, 17. júní 1930. Þann dag umrætt ár var móðir mín fædd. Fannst mér þessi sam- svörun góðs viti varð- andi vist mína í húsinu, enda á ég þaðan aðeins góðar minningar. Það var á þessum tíma- punkti sem ég fyrst kynntist Ingibjörgu frá Reykjum og hennar in- dæla eiginmanni. Næstu tvo vetur hafði ég svo herbergið áfram og vinaböndin urðu sífellt traustari. Margar stundir sat ég og ræddi við Gunnar frá Reykjum og hreifst ég mjög af þeirri persónu sem hann bar. Hann geislaði frá sér hógværð og hlýjum mannkostum og hann verður mér ávallt ógleymanlegur maður. Ahrifin af því að kynnast honum hafa ætíð orðið mér gott veganesti í lífinu. Þegar hann lést árið 1976, saknaði ég mikils og góðs vinar. Blessuð sé minning hans um alla eilífð. Og nú er komið að Ingibjörgu. Já, hún Ingibjörg, hvernig á eiginlega að segja frá henni, þessari gustmiklu og gerðarlegu konu, sem hristi alla lognmollu úr lífsmálunum og kom öllu á hreyfingu í kringum sig? Hún var ekki af neinum aukvisum komin, dóttir hins stórmerka kenni- manns séra Arna Þórarinssonar og skörungsbragðið leyndi sér ekki. Hún átti í sér heilbrigt og gott Stóra-Hrauns stolt og það ófst sam- an við tilfinningar og tungutak á lit- ríkan hátt. Við Ingibjörg urðum bestu vinir, hún tók tryggð við mig og ég við hana. Bæði vorum við smá- hrekkjótt og höfðum gaman af ýms- um glettum. Það kom því ýmislegt upp á sem skemmtilegt var og skil- aði hlátri og hressum brag í sam- skiptum. Oft sátum við tvö ein í eld- húsinu og ræddum um alla heima og geima. Hún sagði mér frá gamla tím- anum og margar sögurnar sagði hún mér um kúnstug uppátæki manna og kvenna fyrr og síðar. Alltaf var kímnigáfan vakandi hjá Ingibjörgu og ég naut þess að heyra þessar sög- ur hennar sem allar voru yfirleitt fullar af jákvæðu viðhorfí til mann- lífsins og undirstrikuðu fjölbreyti- leika þess með gamansömum hætti. Hún átti svo sem ekki langt að sækja frásagnarhæfileikana og sannarlega bar hún það með sér að vera dóttir fóður síns. Hún var óþvinguð í framkomu og lá ekki á skoðunum sínum ef út í það var far- ið. Það duldist engum sem kynntist Ingibjörgu að hún bar mikla og ósvikna virðingu fyrir menntun og lærdómi. Hún var með það algerlega á hreinu varðandi allt sitt ættfólk og tengdafólk hvaða menntunarstig hver og einn hafði. Þar fór ekkert á milli mála. Hún sagði mér frá þessu öllu með svo miklum áhuga og krafti, að mér leiddist það hreint ekki. Það var svo gaman að sjá augun hennar tindra, heyra áherslurnar sem hún lagði í lýsingarnai- og finna virðing- una sem að baki lá. Hún leiddi fram fyrir hugskotssjónir mínar heilan her af langskólagengnu fólki, sem allt var skylt henni eða tengt og hún gladdist hjartanlega yflr menntunar- legri velgengni þessa fólks. Þarna birtust mér í löngum röðum prestar og prófessorar, læknar og lögfræð- ingar, verkfræðingar og viðskipta- fræðingar, tannlæknar og tækni- fræðingar, stórkaupmenn og stærð- fræðingar, eða í stuttu máli sagt - fólk með alla hugsanlega langskóla- menntun. Ingibjörg leit svo á að mikið væri fengið með slíkri mennt- un og gladdist hún hjartanlega yfir hverjum nýjum sigri sem fólk henn- ar vann í sókn til meiri menntunar. Hún fann til stolts og ánægju þegar einhver útskrifaðist með góða lær- dómsgráðu og sá fögnuður var fals- laus. Hún var nefnilega af þeirri kynslóð sem skildi öðrum betur þá möguleika sem manninum eru gefnir til vaxtar og viðgangs í gegnum góða menntun. Áhugi hennar í þessum efnum var því fullur af umhyggju fyrir hag þess fólks sem hlut átti að máli. Við Ingibjörg tefldum talsvert og hún var skemmtilegur skákmaður. Baráttuhugurinn var afskaplega mikill og henni var hreint ekki í hug að gefast upp þó staðan væri nánast orðin óverjandi. Hún leitaði allra leiða til að finna bjargarveg og aldrei heyrðist uppgjafartónn. Eins var það á ævibrautinni, hún tefldi lífs- skákina með gleði og gefandi hætti og sýndi þar sína snjöllu leiki í dags- ins önn. Má með réttu segja að hún hafi kunnað þá list að krydda hið venjubundna lífssvið með óvenjuleg- um hætti. Ingibjörg var mjög lifandi manneskja alla tíð, hún var aðsóps- mikil og þekkti ekki neinn daufingja- hátt í samskiptum. Ég á fjölmargar góðar minningamyndir af henni í huga mér, sem undirstrika sérkenni hennar og sterkan persónuleika og sú inneign er mér dýrmæt sem gleði- gjöf í lífinu. Mér þótti því vænna um Ingi- björgu sem kynni okkar urðu meiri EYRUN MARÍUSDÓTTIR + Eyrún Maríus- dðttir fæddist í Reykjavík 21. júní 1923. Hún lést á dvalarheimilinu Blesastöðum þann 18. janúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram í kyrr- þey frá Fossvog- skapeliu 28. janúar. Það var kærleikur- inn og þjónustuviljinn sem einkenndi allt þitt líf. - Auðmjúk og lítil- lát varstu mamma mín, hvorki munnhvöt né margorð, en leitaðist við að finna fögur og hlýleg orð er hýrguðu hugann. Ég minnist þín æ fyrir gæskuna og kærleikann, svo innilegan og órjúfanlegan í hjarta þér, hvernig svo sem líðan sjálfrar þín var og mótbyr og veikindi settu á þig mark. Hverjum hefur tekist að ganga þessa lífsgöngu án þess nokkru sinni að hafa haft í frammi blótsyrði á vör, án þess að missa stjórn á skapsmunum sínum, án þess að dæma orð og gerðir annarra, án þess að kvarta nokkru sinni, bera ekki kala til nokkurs manns en miklu frem- ur launa illt með góðu, fyrirgefa og hugsa um það helst og fremst að vera öðrum til þjónutu? - Þá list kunnir þú. - Þú varst rík af skynsemd, því reiðin var ávallt fjarri þér. Þú miðlaðir orðum þínum mildilega og vissir að viskan er betri en aflið. Sá vægir, sem vitið hefur meira, sagðir þú. - Þú vægðir. - Þú vægðir svo mikið að þínar eigin þarfir virtust engar vera. Hlutverk þitt varð það að þjóna öðrum. Þeir voru ófáir, sem þú stundaðir, hvort sem var í veikindum þeirra eða elli. Þú stundaðir þetta fólk nánast hvern dag til að létta undir með því, gera því viðvik, fara í búðina, þrífa, baða, pússa, allt sem fólki datt í hug að biðja þig um, það var allt sjálf- sagt og gert af gleði. Við bjuggum í sama húsi síðustu 13 árin og þjónustuviljinn, lipurðin og elskan var söm við sig öll árin. Efri árin urðu harla dapurleg, hrörnunarsjúkdómur greip þig helj- artökum, hann setti mark sitt einnig á dómgreindina. Þrátt fyrir það hélstu áfram að aðstoða aðra, síðast af vilja frekar en mætti. - Aldrei baðst þú um hjálp frá öðrum, en afþakkaðir alla aðstoð ákveðið en mildilega, þrátt fyrir að heilsan væri biluð, það fannst okkur leitt. En gæskan þín, mamma mín, fylgdi þér alla ævi. Guð blessi þig. Verndi þig englar elskan mín, einkum þegar að máninn skín, líði þér kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Nei, nei, það varla óhætt er, englum að trúa fyrir þér, engill ert þú og englum þá ofvelkannþigaðlítastá. (Stgr. Thorsteinss.) Guðbjörg. Til ömmu I ljósi þú ert og gleymum því liðna. Þú varst svo góð, ég sakna þín sárt. Guð og hans englar skulu fylgja þér áfram á þínum ferðum hvert sem er. Ég elska þig amma, hvort þú ert hér eða á himni, Guð mun ætíð vaka yfir þér. Guð er okkur góður. Við alla þá sem trúa á hann. Hann vill hjálpa öllum þeim sem eiga bágt. Karítas Eyrún. og er ég Guði þakklátur fyrir að hún fékk að halda fullri reisn til hinstu stundar. Það var í eðli hennar að vilja halda merki sínu uppi til síðasta dags og hverfa af vettvangi á þann veg. Það var gott að eiga vináttu Ingibjargar frá Reykjum og ég kveð þessa miMlhæfu vinkonu mína með einlægri þökk og sannri virðingu. Hún var einstök manneskja. Ástvinum hennar öllum flyt ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og óska þeim um alla framtíð alls hins besta á lífsbrautinni. Rúnar Kristjánsson, Skagaströnd. Mér er svo minnisstætt sem gerst hefði í gær er ég fór í sveit í fyrsta sinn. Steingrímur móðurbróðir minn flutti mig og móður mína ásamt fleiri skyldmennum á trillu sem hann átti frá Króknum og út að Reykjum á Reykjaströnd, hins þekkta sögustað- ar úr Grettissögu, og hefur það vart verið meira en klukkutíma „stím". Þetta var á fögrum vordegi árið 1952. Mér sex ára snáðanum fannst þetta vera heil eOífð, enda spenntur og ekki alls kostar sáttur við að skilja yið móður mína í fyrsta skipti um lengri tíma. Hún var á leið suður til að vinna á „Vellinum" en um þess- ar mundir var lítið um vinnu á Króknum, einkum fyrir kónur. Ég veit ekki hvort ég áleiðis gerði mér grein fyrir alvöru atburðarins en við fengum að sjálfsögðu höfðinglegar móttökur hjá búendum á Reykjum, þeim heiðurshjónum Ingibjörgu Árnadóttur og Gunnari Guðmunds- syni sem þar bjuggu ásamt með Arna syni sínum sem er áratug eldri en ég. Áður en langt um leið var ég háttaður niður í rúm og mamma sat við rúmstokkinn meðan ég sofnaði. Síðar um kvöldið vaknaði ég upp, áttaði mig á fjarveru mömmu og grét sáran, nánast óstöðvandi. Þá kynntist ég í raun í fyrsta sinn þess- ari fríðu og hlýju konu sem ég alla tíð síðan leit á sem fóstru mína, henni Ingibjörgu á Reykjum. Hún talaði um fyrir mér og huggaði mig og von bráðar sofhaði ég aftur í fangi hennar og vaknaði ekki fyrr en morguninn eftir. Þá tók á móti mér öðlingurinn Gunnar bóndi, við snæddum saman morgunverð, vísast hafragraut eða hræring með súru slátri en tími var kominn að sinna kúnum. Á þessum fyrsta degi sveitaverunnar kynntist ég strax einu mikilvægasta hlutverki sem ég þurfti að gegna á hverju sumri næstu árin en það var „kúa- rektor". Eg var strax orðinn sem einn af fjölskyldunni, hafði eignast hlutverk og skyldur að sinna og þótt móðursöknuðurinn væri sár dofnaði hann smám saman vegna umhyggju og hlýju þessara „fósturforeldra" minna og undraveraldar sveitalífsins sem á hverjum degi kynnti fyrir mér og kenndi eitthvað nýtt og spenn- andi. Næstu mánuðir liðu íljótt, ég lærði að sinna fé við sauðburð, bera á tún og slóðadraga, slá, rifja og raka. Á þessum tíma blandaðist sam- an gamli og nýi tíminn. Eg fékk tækifæri til að vinna með rakstrarvél sem dregin var af hesti og einnig var farið í mörg ár á rekafjöru með hest og kerru einkum til að safna eldivið. Tveimur árum síðar var mér kennt á Ferguson-traktorinn og það sumar slóðadró ég stóran hluta túnsins og sló það síðar með traktor-sláttuvél- inni. Múgavélin kom síðar en hún gat næstum allt. Ég lærði að umgangast hesta sem síðar í mínu lífi hefur orðið einhver mín mesta lífsnautn og ánægjuauki. Ég fór í kaupstaðarferðir fyrir Ingi- björgu, einkum til að kaupa smávarning til baksturs og matseld- ar. Leiðin frá Reykjum til Sauðár- króks er um 17 km (þriggja-fjögurra klst. reið) og var greiðfær að mestu en þegar að Gönguskarðsár var komið varð ég að verja hvort ég færi þjóðveginn og yfir brúna eða yfir Gönguskarðsárósinn nálægt sjó og auðvitað þar sem hann var dýpstur! Þegar á Krókinn kom var haldið til Sýsluhesthússins sunnan við Suður- götu og hesturinn geymdur þar í góðu yfirlætí. Að útréttingum loknum var litið inn hjá Steina frænda og Möggu frænku en síðan var haldið suður á íþróttavöll undir Nöfum (Grænu- klauf) og brást varla að einhverjir kappar á mínum aldri voru þar að leik. Skal þar frægasta telja: Palla Ragnars, Gylfa Geiralds, Pálma Sig- hvats eða Erling á Hótelinu en ef einhverjir eru vantaldir voru þeir annaðhvort eldri en ég eða skoruðu of mikið hjá mínu liði. Mjög var gestkvæmt á Reykjum á þessum árum. Algengt var að á bæ bæri 5-10 bfla á dag. Dæmi voru um að allt að 20 bflar kæmu sama dag- inn. Þessir gestir voru einkum frá Reykjavík, ættingjar og vinir Ingi- bjargar, en einnig fólk sem hreifst af fegurð Skagafjarðar og Reykja- strandar, ekki síst útsýninu frá Reykjadiski eða úr Sandvík eða Glerhallavík. Nær undantekninga- laust fengu gestirnir höfðinglegar móttökur hjá Ingibjörgu og Gunnari, borð svignuðu af kræsingum enda var Ingibjörg mikil húsmóðir, vel að sér í matargerð og sérstaklega minnist ég hvað hún bakaði gott kaffibrauð og kökur! Að góðgerðum loknum var gengið til stofu og sungið og spilað en Ingibjörg spilaði listavel bæði á píanó og orgel og hafði góða söngrödd en Gunnar hafði mikla og fagra tenórrödd, og hafði m.a. á yngri árum sungið einsöng með Kar- lakór Reykjavíkur. Ýmist söng Gunnar einsöng eða þau hjónin sam- an og stundum tóku gestirnir undir. Ég hlýddi á þessa kraftmiklu al- þýðumenningu agndofa af hrifningu og þarna fæddist hjá mér miMll áhugi á sígildri tónlist, einkum söng, sem hefur fylgt mér æ síðan. Margt góðra bóka var til á Reykj- um og mikið lesið. Eg fékk oft frí í skólanum bæði vor og haust til að geta verið lengur í sveitinni og eink- um var þá sauðburðurinn svo og göngur og réttir aðalástæða skóla- frísins. Ekki spillti þá fyrir að geta sloppið við vorprófin! Þessu fylgdi þó sú krafa að ég var „settur til bókar" á Reykjum, látinn lesa eitthvað upp- hátt daglega og hlýddi Ingibjörg eða þau hjón bæði á lesturinn og ræddu við mig um efnið að loknum lestri. Varð þetta að sjálfsögðu til að auka bæði skilning minn og áhuga á efh- inu og er ég þeim hjónum eilíflega þakklátur fyrir þessa „húslestra". Mér eru minnisstæðar ýmsar bækur sem mér þóttu sérlega skemmtilegar og var það allt frá ævintýrinu um Nilla Hólmgeirsson til mynd- skreyttrar útgáfu af Heimskringlu, íslendingasögurnar svo og Ævisaga séra Árna Þórarinssonar eftir Þór- berg sem var að sjálfsögðu skyldu- lesning á þessu heimili. Það kom enda í ljós þegar ég seint og um síðir kom í skólann að lesturinn í eldhús- inu hjá Ingibjörgu og Gunnari var miklu betri menntun en unnt var fá í venjulegum barnaskóla. Þau hjónin tóku um árabil stóran hóp af krökkum, einkum af höfuð- borgarsvæðinu, til sumardvalar og þáðu einhverja greiðslu fyrir. Þessu fylgdi sá hængur að borgarbörnin þurftu ekki að taka þátt í daglegum bústörfum frekar en þau sjálf vildu og ef eitthvað var að veðri sátu þau gjarnan inni. Eg var hins vegar „ráð- inn" á þeim kjörum að „vinna fyrir mér" og gekk því til verka hvernig sem viðraði og fékk að matast með heimilisfólkinu en ekM með krökk- unum sem átu sér. Þetta setti mig auðvitað á stall gagnvart krökkunum og ég var miklu nánari heimilisfólk- inu en ella, varð strax eins konar fóstursonur þeirra heiðurshjóna, Ingibjargar og Gunnars. Auðvitað kom fyrir að ég öfundaði hina krakk- ana t.d. ef sinna þurfti heyskap lengi í kalsaveðri en sú öfund var venju- lega minni en montið yfir að hafa staðið sig vel og afrekað meiru en hinir. Ég naut líka, seinni árin á Reykjum, sérstakra forréttinda en það var að fá að vera leiðsögumaður ferðamanna út í Glerhallavík. Ég gæti trúað að ég hafi farið u.þ.b. hálft þúsund ferðir þangað á þessum árum og efast ég um að margir aðrir hafi komið oftar á þennan dýrðlega stað. Ferðamennirnir voru bæði inn- lendir og erlendir: útlendingarnir töluðu fæstir íslensku að neinu ráði og ég kunni lítt í erlendum tungum fyrstu árin, svo samsMptin fóru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.