Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 71 gjarnan íram með augnagotum og fingramáli! Mörg undanfarin ár hef ég kappkostað að vera í Glerhallavík að kvöldi Jónsmessu enda gerast þar fleii-i undur og stórmerki á þeim degi en ég þekki til annars staðar. Frá því ég var í fóstri hjá minni kæru Ingibjörgu er liðinn i-úmur mannsaldur. Ég flutti burt úr Skaga- firðinum fáeinum árum eftir að sveitavistinni lauk og í um 25 ár var ég upptekinn við menntaskólanám, íþróttaiðkun, háskólanám, stofnun fjölskyldu, húsbyggingu, sémám er- lendis og að koma mér fyrir hér heima. Ailan þennan tíma var þessi kona ofarlega í huga mínum og grunnurinn og minningamar sem ég tók með mér frá Reykjum Ingibjarg- ar og Gunnars reyndust ómetanleg- ar og urðu mikilvægari eftir því sem árin liðu. Fyrir rúmum áratug varð ég þeirrar hamingju aðnjótandi að bjóðast að sinna Skagfirðingum sem augnlæknir. Þá tókum við Ingibjörg aftur upp þráðinn og ég dvaldi marg- ar kvöldstundir hjá henni þar sem við spjölluðum um heima og geima, gömlu dagana, fjölskyldur okkar, - ekki síst yngri kynslóðimar, en Ingi- björg bar þeirra hag sérstaklega fyr- ir brjósti eins og viturra og góð- gjamra manna er siður. Eitt sinn hringdi hún í mig er ég var að vinna á Rróknum og sagði: Nú verðum við að syngja saman og rifja upp gömlu tímana. Ég afsakaði mig með því að ég væri hálfkvefaður og röddin því ekki í sem bestu standi. Hún hlustaði ekki á þessar afsakanir, sagði að hún væri bæði búin að útvega upptökutæki og tón- band. Undan þessari áskoran varð að sjálfsögðu ekki komist. Við sung- um a.m.k. fimmtán af gömlu „Reykjalögunum". Hún spilaði und- ir, flest eftir eyranu en samt eftir nótum, lýtalaust. Hún var þá 86 ára, ég næstum hálfri öld yngri. Þessar stundir vora mér mjög kærar og minningin um þær mun lifa í huga mér svo lengi sem ég dvel á þessari jörð. Blessuð sé minning Ingibjargar Amadóttur. Ég votta aðstandendum hennar mína innileg- ustu samúð. Ólafur Grétar Guðmundsson. Þegar ég frétti andlát ömmu minnai’ Ingibjargar leið mér undar- lega og ósjálfrátt fór ég að leiða hug- ann aftur í tímann. Við systkinin ól- umst upp á Sauðárkróki og því var alltaf stutt að fara til ömmu og afa í Borgarey. Það var tekið vel á móti öllum sem þangað lögðu leið sína enda var þar ætíð gestkvæmt. Amma var óþreytandi í að kenna okkur að spila og tefla svo fátt eitt sé nefnt. Hún var afar músikölsk og ósjaldan sat hún við píanóið og gladdi gesti með spilamennsku sinni. Hjá ömmu heyrðum við nýjustu sög- umar frá Reykjavík, en hún var alla tíð iðin við að segja sögur af frænd- fólki sínu að sunnan og hafði hún ein- stakt lag á því að færa þær aðeins í stílinn. Hún hafði skemmtilega frá- sagnargáfu sem gerði það að verkum að margar sögur hennar geymir maður í minningunni um ókomin ár. Hún var víðlesin og bjó yfir mikilli þekkingu sem hún reyndi óspart að miðla til okkar bamanna. Við amma vorum ekki alltaf sam- mála um það sem gefur lífinu gildi. Eftir því sem árin hafa liðið sér mað- ur þó að hún hafði ýmislegt til síns máls. Eftir að ég fór að tilheyra fólk- inu fyrir sunnan m-ðu samvera- stundu okkar færri en þeim mun oftar töluðum við saman í síma. Hún amma mín hafði áreiðanlega ýmsa stóra galla, en hitt er víst að hún hafði marga stóra kosti. Hennar mesta yndi var að gefa og hún kunni ljka flestum öðram betur að þiggja. Ég veit að hún varð aldrei rík. En ég held að hún hafi verið auðug, því auðugur verður enginn af öðra en því sem hann gefur. Amma Ingi- björg geymdi sína bamatrú allt til hinsta dags og var sú trú bæði ein- föld og sönn. Hún trúði því að þegar hún dæi gengi hún á fund skapara síns. Ég er svolítið hrædd um að sá fundur þeirra kunni að hafa verið sögulegur. Elsku amma mín, hvfldu í friði. Gyða. + Ragnhildur Björg Metúsal- emsdóttir Kjerúlf fæddist á Hrafn- kelsstöðum í Fljóts- dal 22. janúar 1923. Hún lést á sjúkra- húsinu á Egilsstöð- um 6. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Metúsalem J. Kjer- úlf frá Melum í Fljótsdal, f. 14. jan- úar 1882, d. 12. des- ember 1970, og Guðrún Jónsdóttir, sem var fædd á Hólum í Homa- firði 4. apríl 1884, d. 3. febrúar 1956. Fæddist þeim hjónum 17 börn og komust 12 þeirra til fullorðinsára. Látin era: Aðal- björg, f. 1906, d. 1949; Jónína, f. 1907, d. 1921; Þorbjörg, f. 1908, d. 1975; Sigurður, f. 1911, d. 1915; Jón, f. 1912, d. 1970; Andrés, f. 1913, d. sama ár; Anna, f. 1914, d. 1995; Eiríkur f. 1915, d. 1991; Sigríður, f. 1917, d. 1998; Hjörtur, f. 1918, d. 1919; Andrés Hjörtur, f. 1921, d. 1979; Stefán, f. 1924, d. 1968. Eftirlifandi systkini Ragnhildar Þegar mér bárast þau tíðindi að Ragnhildur í Sauðhaga væri látin kom það mér ekki á óvart, því hún hafði síðastliðin misseri barist við alvarlegan sjúkdóm af miklum dugnaði og æðraleysi. Þegar sest er niður í þeim tilgangi að rita um hana nokkur minningarorð, er mér ljóst að þau verða harla fátækleg ef hugsað er til þess hversu margs er að minnast og margt sem ber að þakka. Undnfama daga hefur hug- ur minn leitað aftur til bemsku- og uppvaxtaráranna sem að stóram hluta vora í Sauðhaga. Dvaldi ég oft í nálægð við eða á heimili þeirra hjóna Ragnhildar og Páls móður- bróður míns. í Sauðhaga var á þess- um árum nokkuð sérstakt samfélag þar sem nokkrar fjölskyldur bjuggu í nálægð hver við aðra. Þar ríktu ákveðnar hefðir og hver og einn ein- staklingur hafði sitt hlutverk. Við frændsystkinin sem þarna uxum úr grasi við leik og störf nutum um- hyggju og leiðsagnar þeirra sem eldri vora. Hlutverk Ragnhildar var þar afar stórt vegna hennar sér- stæða og gefandi persónuleika. Hún var fulltrúi þeirrar kynslóðar sem var mótuð af íslenskri sveitamenn- ingu, alin upp í stórum systkinahópi á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal. Þekking og lífssýn þessarar kyn- slóðar mótaðist af arfi frá fyrri kyn- slóðum, lífsreynslu og sjálfsnámi. Ragnhildur var í mínum huga sjálf- menntaður heimspekingur og upp- eldisfræðingur, auk þess sem tón- list, trú og dulspeki voru hennar sérstöku hugðarefni. Það er sér- stakt til þess að hugsa hvernig hún ávallt lagði alúð í samskiptin við okkur börnin. Hún hafi athyglis- verða hæfileika til að nálgast barns- sálina af einstakri nærgætni og virðingu. Hún gaf sér mikinn tíma í það að taka þátt í leikjum okkar og átti það til að gera þá að miklum ævintýrum. Þar naut glaðværð hennar sér einkar vel. Hún sýndi ótrúlegt umburðarlyndi gagnvart óæskilegum uppátækjum okkar og kenjum og var frábær sáttasemjari og leiðbeinandi þegar skarst í odda á milli okkar barnanna. Hún hafði lag á því að útskýra fyrirbæri tilver- unnar af víðsýni og_á einfaldan og greinargóðan máta. í reynd er ótrú- legt hversu mikinn tíma hún átti af- lögu fyrir okkur börnin þegar hugs- að er til þess að mikið annríki var á stóru heimili og mörg verk sem þurfti að leysa af hendi. Sérstakt vai' hversu Ragnhildur lagði mikla alúð í öll störf sín. Hún er mjög minnisstæð, þegar hún á síðkvöld- um sat við saumavélina og fram- leiddi hverja flíkina af annarri og að sögn þeirra sem glöggt kunna að era: Guðrún Margrét, tvíburasystir Ragn- hildar, f. 1923, búsett á Egilsstöðum; Gunn- laugur, f. 1919, bú- settur á Egilsstöðum, og Ásdís f. 1926, bú- sett í Fellabæ. Árin 1943-1944 stundaði Ragnhildur nám við kvennaskól- ann á Laugalandi í Eyjafirði. A árunum 1945-1949 aðstoðaði hún einkum við heim- ilisstörf heima á Hrafnkelsstöðum og á heimilum eldri systkina sinna. Hún giftist 3. ágúst 1950 Páli Hermanni Sigurðssyni í Sauð- haga á Völlum, f 22. júlí 1926. Foreldrar hans voru hjónin Sig- urður Björasson frá Vaði í Skrið- dal, f. 17.9. 1886, d. 2.12. 1939, og Magnea Herborg Jónsdóttir, f. 26.1. 1892 á Ormsstöðum í Skóg- um, d. 17.3. 1967. Ragnhildur og Páll liafa búið í Sauðhaga í tæp 50 ár. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Magnea, f. 30.4. 1951, búsett á Egilsstöðum, gift Guðmundi Hjálmars, f. 1947. Synir þeirra eru: Kjartan Sölvi, f. 1969, búsett- meta slíkt var það handbragð ein- stakt hjá henni. Á síðari áram þegar leið mín hef- ur legið austur á Hérað, hefur ávallt verið fastur liður að fara í heimsókn í Sauðhaga til Páls og Ragnhildar. Allar þær heimsóknir era ógleym- anlegar sökum glaðværðar, glettni og hlýju sem vora svo sterk ein- kenni í heimilismenningu þeirra hjóna og vitanlega alltaf hlaðið borð af kræsingum. I þessum heimsókn- um var það svo oft að Ragnhildur settist við orgelið og spilaði fyrir okkur lögin sem hún var að semja. Þá er okkur hjónunum minnisstætt ógleymanlegt ferðalag sem farið var með þeim í Mjóafjörð síðsumars 1989. Lífsferill einstaklinga er venju- lega þannig, að á uppvaxtar- og mótunaráram era flestir hlutir svo sjálfsagðir og sjálfgefnir, en þegar heimsmynd og lífsreynsla verða stærri er oft farið að skoða hluti í öðra ljósi og víðara samhengi. Þannig er það hjá mér þegar ég hugsa til einstaklinganna í minni af- ar góðu upprunafjölskyldu austur á Héraði. Það er mikið rfkidæmi að hafa átt og eiga þá að. Þar var ein af stóra stjörnunum Ragnhildur í Sauðhaga. Ég kem ávallt til með að vera þakklátur fyrir alla umhyggj- una sem hún sýndi mér á árum áður og allt það frábæra veganesti sem hún gaf mér í líf mitt og starf. Það veganesti er gulls ígildi þar sem hún var einstök fyrirmynd í mann- legum tengslum og samskiptum. Kærleikurinn var hennar aðals- merki og var hún óspör að miðla honum af einlægni til þeirra sem nutu návistar hennar. Það vakti ahygli mína þegar ég skýrði henni Hrönn, níu ára dóttur minni, frá andláti Ragnhildar, að hún brást við í fyrstu með þögn um stund, en sagðist svo með mikilli áherslu: „Pabbi, þú verður að fara með fallegt blóm frá mér austur og setja á kistuna hennar Ragnhildar.“ Síðast hitti ég Ragnhildi á fjöl- skylduhátíð Sauðhagafólksins í júlí síðastliðið sumar. Þá vai- heilsu hennar farið að hraka verulega, en aðdáunarvert var að sjá hvernig hún nýtti alla sína krafta til að njóta samverustundanna þar. Hún var glæsileg og augljóslega stolt af sín- um stóra afkomendahópi sem mætt- ur var á svæðið. Mér er kunnugt um að margir hafa staðið við hlið Páls og Ragnhildar á síðustu tímum. Þar er þó einn einstaklingur sem ber sérstaklega að minnast á, en það er Guðrán tvíburasystir Ragnhildar. Hennar einstaka framlag verður aldrei fullþakkað. Það er ljóst að nú eru margir ur í Vestmannaeyjum, í sambúð með Onnu Lilju Tómasdóttur, f. 1974, og eiga þau soninn Tómas Aron, f. 1997. Araar Páll, f. 1970, búsettur á Egilsstöðum, í sambúð með Einrúnu Ósk Magnúsdóttur, f. 1974, og eiga þau tvö börn; Ágúst Bjarna, f. 1993, og Svövu Rún, f. 1997. 2) Pálína Aðalbjörg, f. 14.9. 1952, búsett á Egilsstöðum, gift Erai Friðrikssyni, f. 1953. __ Synir þeirra eru: Sigurþór Örn, f. 1973, búsettur á Egilsstöðum, í sambúð með Halldóra Björk Ár- sælsdóttur, f. 1973. Huginn Rafn, f. 1987. 3) Sigríður, f. 9.2. 1956, búsett á Égilsstöðum, gift Einari Birki Árnasyni, f. 1947. Börn þeirra eru: Tvíburarnir Árni Páll og Ragnhildur íris, f. 1976, bæði búsett á Egilsstöð- um. Ragnhildur fris er í sambúð með Jóhanni Óla Einarssyni, f. 1970, og er sonur þeirra Einar Þór, f. 1995. Birna Kristín, f. 1982. Eyrún Björk, f. 1985 4) Þórhildur, f. 9.2. 1956 (tvíbura- systir Sigríðar), búsett á Breið- dalsvík, gift Skúla Hannessyni, f. 1954. Synir þeirra era: Brynj- ar, f. 1978, búsettur á Egilsstöð- um, í sambúð með Ragnhildi Sveinu Árnadóttur, f. 1978. Da- víð, f. 1982. Andri, f. 1989. Utför Ragnhildar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Vallanesi. sem sakna sárt, sér í lagi nánustu ættingjamir, en söknuður mildast þegar hugleidd er sú góða minning sem Ragnhildur skilur eftir og það hversu vel hún var undirbúin fyrir það að kveðja, sátt við allt og alla og ánægð með sitt hlutskipti í líf- inu. Við á Sólvallagötunni sendum Palla, dætranum, eiginmönnum þeirra og öllum afkomendum okkar einlægustu samúðarkveðjur. Magnús Ólafsson og fjölskylda. Ég sá Ragnhildi í Sauðhaga síð- ast á jóladag. Mér var ljóst að kraft- ar húsíreyjunnar { Sauðhaga voru orðnir litlir. En eins og ævinlega tók hún mér fagnandi. Kannski er hún eina manneskjan sem alltaf tók mér fagnandi sama á hvaða ævi- skeiði ég var. Ragnhildur var gift Páli föðurbróður mínum og gengu þau og foreldrar mínir í hjónaband sumarið 1950. Þeir bræður hafa á stundum haldið fram að þetta hafi verið eini þurrkdagurinn það sum- ar. En þó lítið hafi verið heyjað þann dag var fengur þeirra bræðra góður og leyfi ég mér að segja aldrei betri. Áðeins nokkuð hundrað metrar skildu að heimili þeirra Páls og Ragnhildar og æskuheimili mitt. Sem yngsta barnið á bæjunum tveimur naut ég þeirra forréttinda að geta oft fengið einhvem fullorðin til að spjalla við mig. Að öðrum ólöstuðum var Ragnhildur dugleg- ust við þá iðju. Mér fannst hún líka hafa frá mörgu merkilegu að segja. Nú á fullorðins áram er mér ljóst að margar þær sögur sem hún sagði mér voru í raun merkilegar heimild- ir um líf á Héraði á fyrri hluta þess- arar aldar. Ragnhildur var fædd og uppalinn á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal í stórum systkinahópi. Hún var tónelsk eins og margt af hennar fólki og félagslynd. Eins og margar sveitastúlkur á hennar tím- um fór Ragnhildur í húsmæðra- skóla. Stundaði hún nám við Hús- mæðraskólann á Laugalandi í Eyja- firði og hefur án efa haft gagn af náminu og því að kynnast nýjum slóðum. Við verðum að hafa í huga að á þessum tíma var ferðalag á milli landshluta eins og ferðalög til annarra landa í dag. Ragnhildur naut dvalarinnar í Eyjafirði og taldi það eina sem skyggt hefði á gleði sína var að Guðrún tvíburasystir hennar fór ekki með henni. Þær tví- burasystur vora alla tíð mjög sam- íýndar og reyndist Guðrán henni einstaklega vel í veikindum hennar. Ragnhildur var myndarleg húsmóð- ir og líklega hafa verk hennar eins og annarra sveitakvenna á Islandi ekki alltaf verið metin að verðleik- um. Það að fæða og klæða fjöl- skyldu var mikill vinna og vinna sem Ragnhildur sinnti bæði af kost- gæfni og með gleði. Við Ragnhildur deildum aldrei en þó vora eilífðar- málin eitt þeirra efna sem við vor- um ekki alltaf sammála um. Ragn- hildur var trúuð og efaðist aldrei um að annað líf biði okkar. Ég vona að hún hafi haft rétt fyrir sér og þá veit ég að vel hefur verið tekið á móti henni. Húsfreyjurnar í Sauð- haga fá sér þá ábyggilega kaffi og hafa um margt að spjalla. Ég sendi fjölskyldu Ragnhildar samúðarkveðjur. Minning um góða konu mun lifa. Amalía Björnsdóttir. Síminn hringdi, pabbi var í sím- anum og lét okkur vita að Ragn- hildur væri dáin. Alltaf hrekkur maður við þegar dauðann ber að dyrum. Þó vissum við að Ragnhild- ur var mikið veik og var búin að vera það um nokkum tíma. Samt var hún alltaf andlega hress og kannski þess vegna gerði maður sér ekki eins grein fyrir því hvað hún var mikið veik. Ragnhildur var gift Páli Sigurðssyni í Sauðhaga og þar bjuggu þau allan sinn búskap. Þau eignuðust fjórar dætur. Ekki ætla ég að rekja ættir Ragnhildar, þó ætla ég að minnast á tvíbura- systur hennar Guðránu. En þær vora mjög samrýndar og reyndist Guðrán systur sinni mikil hjálpar- hella í veikindum hennar. Og er henni þökkuð sú hjálp af ættingjum og vinum. Ragnhildur var mjög heilsteypt kona, róleg og yfirveguð. Margt var henni til lista lagt fyrir utan það að vera góð móðir og fyr- irmyndar húsmóðir. Hún samdi tónlist, hafði gaman af söng, saum- aði fatnað og gerði við og voru við- gerðir hennar á fatnaði með ein- dæmum vel gerðar. Ragnhildur var mjög trúuð kona og veit ég að það hefur hjálpað henni í gegnum veik- indi hennar. Við frændaystkinin frá Sauðhaga minnumst Ragnhildar sem konu sem alltaf hafði tíma fyrir okkur. Hún fræddi okkur um margt, söng með okkur, spilaði við okkur og kenndi okkur bænir. Þeg- ar maður eldist og horfir til baka sér maður margt í öðru ljósi. Ég bjó í Sauðhaga 2 og sótti mikið í að fara til Palla og Ragnhildar því þar vora krakkar á svipuðum aldri og ég. Margar ferðir fór ég yfir skurð- inn á meðan ég var heima. Eftir að ég flutti úr foreldrahúsum kom ég aldrei svo heim í sveitina að ég færi ekki í heimsóknir til Palla og Ragn- hildar. Alltaf var tekið á móti manni með miklum veitingum og súkkulaðinu hennar Ragnhildar með miklum rjóma. Þegar börnin mín fóra að eldast höfðu þau mjög gaman af að koma með því þau fundu þessa ró og alltaf hafði Ragn- hildur tíma til að taka í spil eða spila á orgelið. Ég minnist hennar sem konu sem gaf mikið af sér til annarra. Ég sendi Palla og fjölskyldu mín- ar bestu samúðarkveðjur. Magnea II. Björnsdóttir og Ijölskylda. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í grein- unum sjálfum. RAGNHILDUR M. KJERÚLF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.