Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 68
J>8 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GUÐRUN STEINSDÓTTIR + Guðrún Steins- dóttir fæddist á Hrauni á Skaga 4. september 1916. Hún lést á sjúkra- húsinu á Sauðár- króki 7. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Steinn L. Sveinsson, f. 17.1. 1886, d. 27.11. 1957, bóndi og hreppstjóri á Hrauni á Skaga, og k.h., Guðrún Sigríð- ur Kristmundsdótt- ir, f. 12.10. 1892, d. 24.10. 1978. Systkini Guðrúnar eru: Gunnsteinn Sigurður, f. 10.1. 1915, búsettur á Sauðár- króki; Rögnvaidur, f. 3.10. 1918, búsettur á Hrauni á Skaga; Svava, f. 17.11. 1919, búsett á Skagaströnd; Guðbjörg Jónína, f. 30.1. 1921, búsett í Reykjavík; Tryggvina Ingibjörg, f. 7.4. 1922, búsett í Reykjavík; Krist- mundur, f. 5.1. 1924, búsettur í Reykjavík; Svanfríður, f. 18.10. 1926, búsett á Sauðárkróki; Sveinn, f. 8.9. 1929, búsettur í Geitagerði í Skaga- firði; Ásta, f. 27.11. 1930, búsett í Reykja- vík; Hafsteinn, f. 7.5. 1933, búsettur í Reykjavlk; Hrefna, f. 11.5. 1935, d. 19.8. 1935. Guðrún giftist 18.9. 1947 Sigurði Jóns- syni, f. 4. september 1917, bónda á Reyni- stað. Foreidrar: Jón I Sigurðsson, fyrrver- Jm\ andi bóndi og alþm. á jg| | Reynistað, f. 13.3. 1888, d. 5.8. 1972, og Sigrún Pálmadóttir húsfreyja, f. 17.5. 1895, d. 11.1. 1979. Guðrún og Sigurður eignuðust fjóra syni, þeir eru: l)Jón, f. 26.9. 1948, bif- reiðastjóri á Sauðárkróki, kvænt- ur Sigurbjörgu Guðjónsdóttur og eiga þau þrjú börn: a) Hjördísi, sambýlismaður hennar er Hjörtur Pálmi Jónsson, börn hennar eru Andrea Kristjánsdóttir og Gísli Þráinn Kristjánsson, b) Brynju Dröfn og c) Sigurð Guðjón. 2) Steinn Leó, f. 2.2. 1951, bifreiða- stjóri, búsettur á Mel í Skagafirði, kvæntur Salmínu S. Tavsen og eiga þau þrjú börn: a) Sigurð Rúnar, b) Aðalheiði Báru, og c) Pétur Tavsen. Barn Salmíhu er Ástríður Margrét Eymundsdótt- ir, sambýlismaður hennar er Már Halldórsson, þeirra barn er Vignir Már. 3) Hallur, f. 11.5. 1953, bifvélavirki hjá Kaupfé- lagi Skagfirðinga á Sauðár- króki, kvæntur Sigríði Svavars- dóttur og eigaþau þrjár dætur: a) Guðrúnu Ösp, b) Margréti Helgu og c) Bryndísi Lilju. 4) Helgi Jóhann, f. 14.2. 1957, bóndi á Reynistað, kvæntur Sig- urlaugu Guðmundsdóttur og eiga þau þrjú börn: a) Jóhann, b) Óskar Bjarka og c) Sigrúnu Evu. Guðrún lauk prófi frá Kvenna- skólanum á Blönduósi 1938. Hún var ráðskona við Reykjaskóla í Hrútafirði í eitt ár, stundaði verslunarstörf í Reykjavík í sjö ár en hefur verið húsfreyja á Reynistað frá 1947. Guðrún starfaði í Ungmennafélaginu Æskunni, var í mörg ár formað- ur Kvenfélags Staðarhrepps, formaður sóknarnefndar Reyni- staðarkirkju um árabil auk þess sem hún hafði umsjón með Reynistaðarkirkju í áraraðir. Útför Guðrúnar fer fram frá Reynistaðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 16. Elsku Guðrún okkar. Á kveðjustundu kemur margt í hug þó komist fáar línur samt á blað. Við eigum hvorki þína dáð né dug né djörfung þá sem fylgir Reynistað. Frá æskudögum allar minnumst þín er ungum sonum þínum bundumst við. Sú minning ekki meðan lifum dvín, sem móðir tókstu okkur þér við Mið. Við höfum allar margoft síðan séð hvern sóma þú í fasi þínu barst Af mildi þinni mörgum gastu léð " ogmiðlaðafþvígóðasemþúvarst Þú bórnin okkar barst í örmum þér og bernsku þeirra fylgdir alla stund. Já, myndin þín í minning þeirra er sem minningin um góðrar ömmu fund. Við kveðjum þig í kærri drottins trú og kært við þökkum aha liðna tíð. Þig ðrmum vefji englar himins nú sem elsku veiti barni móðir bh'ð. (S.F.T.) Þínar tengdadætur, Sigurbjörg, Salmína, Sigríður, Sigurlaug. Við kveðjum þig með söknuði, elsku Gunna mín, nú er stórt skarð komið í systkinahópinn þegar þú kvaddir þennan heim síðastliðinn sunnudag. Það var alltaf gaman að koma til þín í heimsókn og þú tókst vel á móti okkur með einstakri gest- risni og hlýju, sem við verðum að ei- lífu þakklát fyrir. Við munum öll sakna þín mikið og megi guð varð- veita þig. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, feginhvfldinniverð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu' og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hji (Herdís Andrésdóttir.) Við sendum Sigurði og fjölskyldu innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg og Olgeir, Gunnsteinn, Guðný, Óskar og Ninna. Elsku besta amma. Okkur langar að þakka þér fyrir samveruna í þessari jarðvist. Þú hefur alltaf og munt alltaf skipa ákveðinn sess í hjarta okkar og það tómarúm sem myndaðist yið fráfall þitt verður aldrei fyllt. I öll þessi ár hefur þú verið til staðar fyrir okkur hvenær sem er og tekið ríkan þátt í okkar lífi og fyrir það erum við þakklát. Það er okkur systkinunum ómetan- leg lífsreynsla að hafa fengið að vera í sveitinn hjá ykkur afa öll þessi sumur. Við vorum misjafnlega mikið en öll eigum við dýrmætar minning- ar sem við munum búa að alla ævi. Amma þú varst svo góð og hafðir svo mikið að gefa. Þú opnaðir heimili þitt börnum og unglingum víðsvegar af landinu og oft var hópurinn stór. Þegar barnahópurinn er stór þá er ýmislegt brallað og Reynistaður var sannkallaður ævintýraheimur barn- anna með öllum þessum trjám í garðinum, lakkrískjarri, og sólbaðs- strönd sem var heimatUbúin á ár- bakka Staðarár. I sveitinni lærðum við mikið og þar voru framkvæmdar margar tilraunir. Amma, mannstu þegar við ætluðum að fijúga af fjár- húsþakinu og Brynja flæktist í plastinu og var næstum því köfnuð. Allir vildu fljúga og þar með sast þú uppi með krakkaskara sem eftir öll herlegheitin var slasaður, Hjördís HELGA JONINA MAGNÚSDÓTTIR + Helga Jóiiíha Magnúsdóttir frá Blikastððum var fædd að Vestur- hópshólum í Þver- árhreppi, V-Hún., 18. september 1906. Hún lést 24. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Lágafellskirkju 8. mars. Þó aðeins sé litið yfir töiulegar staðreyndir um æviferil þessarar höfðingskonu verður rjóst að hún hefur ekki setið óvirk hjá í framgöngu mála í sínu sveitar- félagi, heldur markað spor á ýmsum vettvangi, auk þess að veita forstöðu stórbúi og mannmörgu heimili. Hún missir móður sína í frumbernsku og flyst með föður sínum úr Húnavatns- sýslu að Blikastöðum í Mosfellssveit, sem þá var nánast kot, sem breytist í stórbýli. Stjúpa hennar mun einnig hafa verið mikilhæf kona, var meðal forgöngukvenna í félagsmálum og í hennar fótspor fór Helga, er hún gerðist formaður Kvenfélagasam- .nds Gullbringu- og Kjósarsýslu "b48. ^hai Fáar konur munu hafa átt sæti í skóla- nefndum á þeim tíma sem Helga var fyrst kjörin til þeirra starfa sem og í sveitarstjórn- um. Hún gerðist snemma virk í lands- samtökum kvenfélaga og á þeim vettvangi urðu okkar kynni, fyrst í sambandi við útgáfu tímarits Kvenféiaga- sambands íslands, Húsfreyjunnar, síðan í stjórn sambandsins. í þeim stórfum komu vel í ijós fjölmargir ágætir eiginleik- ar Helgu. Hún var vel menntuð, skarpgreind og úrræðasnör, hélt fast á sínu máli, en var einnig samvinnu- þýð þegar það var leiðin til góðrar úrlausnar. Fjárhagur sambandsins var ærið erfiður og ekki létti það róðurinn þegar samþykkt var að Kvenfélagasamband Islands, Kven- réttindaféiag íslands og Bandalag kvenna í Reykjavík tækju að sér rekstur Kvennaheimilisins Hallveig- arstaða, sem risið var af grunni 1967. Bygging þess húss var hrein hrak- fallasaga og það var fyrst og fremst Helga Magnúsdóttir, sem skipulagði þann rekstrargrundvöll, sem gerði kleift að kvennasamtökin gætu hald- ið húsinu. Þeim konum sem voru þátttakend- ur á 16. landsþingi KÍ árið 1965, varð rausn og höfðingsskapur Helgu Magnúsdóttur ógleymanlegur. Setn- ing þingsins fór fram í Lágafells- kirkju í Mosfellssveit, en að þeirri athöfn lokinni bauð formaðurinn öll- um þingheimi til hádegisverðar að Blikastöðum. Sem að líkum lætur hefur Helga ekki staðið ein af því að gera veg heimilisins víðkunnan. Eiginmaður hennar, Sigsteinn Pálsson, var henni samboðinn um drenglund og höfð- ingsskap og börn þeirra tvö, Magnús og Kristín, eru foreldrunum til sóma. Er þau Blikastaðahjón létu af bú- skap, byggðu þau sér hús í túnjaðr- inum skammt þaðan sem börn þeirra hafa reist sín heimili. Einnig það heimili þeirra var veitult og fallegt og þegar þrek þeirra tók að þverra, fluttu þau að heimilinu Hlaðhömrum í Mosfellsbæ og héldu enn uppi heimilisprýði með aðlaðandi and- rúmslofti. Sú aðstoð, sem ég og aðrar starfs- konur KÍ nutum jafnan, er við leituð- um ráða hjá okkar fyrrverandi for- manni, verður ekki fullþökkuð né sá félagslegi þroski, sem hún miðlaði í samstarfi. Því sendum við þakkir að vegferð lokinni og samúðarkveðjur til fjöl- skyldu hennar. Sigríður Thorlacius. með tána úr liði eftir að hafa reynt að takast á loft með því að hlaupa á fullum hraða niður Bjarnhnöttinn. Elsku amma, minningarnar eru svo margar að þær eru efni í heila bók. Þú hefur alltaf hugsað svo vel um þitt fólk og núna sjáum við það bet- ur og betur hvað það var gott að vera á Reynistað og hversu gott er að koma þar í heimsókn. Reynistað- ur er stórt heimili og þar hefur alltaf verið vel tekið á móti gestum. Sem börn horfðum við löngunaraugum inn í stássstqfuna sem hýsti gesti og kræsingar. Arin liðu og við urðum fullorðin og fyrr en varði sátum við inni í stássstofu og drukkum kaffi og sherrý, gæddum okkur á kræsing- um og töluðum um daginn og veg- inn. Elsku amma, þetta voru nota- legar stundir og gott er að geta ylj- að sér á þessum minningum. Amma, það er svo erfitt að kveðja þig og sætta sig við að fá aldrei að hitta þig aftur, heyra þig tala og faðma þig. En við finnum leið til að nálgast þig og koma skilaboðum til þín. Við vit- um að nú líður þér vel- og þú munt vaka yfir okkur og það er notaleg tilhugsun. Hví drúpir laufið á grænni grein? Hví grætur lindin og stynur hljótt? Hví glampar daggir á gráum stein, sem grúfi yfir dalnum þögul nótt? Ég veit hvað þú grætur htla hnd: Langt er síðan hún hvarf þér frá; hún skoðar ei framar fallega mynd í fleti þínum með augun bll 0 manstu, þegar í síðasta sinn hún settist grátandi á bakkann þinn og tár hennar féllu í tæran straum? Hún tregaði fólnaðan sumardraum. Þá hvíslaðir þú að blómum bláum, að birkihríslum og klettum gráum: „Hún leiksystir okkar er komin að kveðja. Með hverju megum við hana gleðja í hinzta sinn?" En blóm og steinar og birkigreinar hnípin þá mændu í augu hennar inn og golan stundi í grænum lundi: „Nú kyssi ég vanga þinn í síðasta sinn." (Hulda.) Eitt sinn verða allir menn að deyja og það vitum við. Nærvera þín var samofin allri tilveru fjölskyldu okkar og um ókomin ár fylgir okkur það dýrmæta veganesti sem þú gafst okkur. Við biðjum góðan Guð að styrkja okkur öll í sorg okkar. Guð blessi þig amma. Ástarkveðja, Hjördís, Brynja og Sigurður Guðjón. Elsku amma. Þakka þér fyrir allan tímann sem þú gafst mér. Þú hafðir aUtaf nægan tíma fyrir mig og þú gerðir aUaf aUt fyrir mig. Söknuður minn er mikiU og minningin um þig mun lifa í hjarta mínu. Vonandi líður þér vel hjá Guði. Ég mun aldrei gleyma þér, þú varst svo gðð. Þú varst ein af bestu ömmunum mínum og varst alltaf svo skemmtUeg. Ég man þegar ég fór á hestbak og þú horfðir á mig í gegnum gluggann og mér mun alltaf þykja vænt um þig og það hefur mér alltaf þótt. Ég man líka þegar þú og afi sátuð og drukkuð kaffi í eldhúsinu en nú verð ég að horfast í augu við það, að sjá afa sitja einan inni í eldhúsi og drekka kaffi. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mér þykir svo vænt um þig. Nú breiðir María ullina sína hvítu á himininn stóra. María sem á svo fínan vönd að hirta með englabörnin smáu. Það hrundu fáein blóm úr vendinum hennar í vor. Þau vaxa síðan við hliðið ljómandi falleg og blá. (Vilborg Davíðsdóttir.) Guð blessi þig, amma mín. Þitt langömmubarn, Andrea. Elsku amma. Nú ertu dáin og ég á erfitt með að skUja það. Mér finnst skrítið að nú muntu aldrei framar senda mig og Sigrúnu eftir nammibauknum þín- um. Ég sakna þín mikið og veistu það, amma, að ég ætla að biðja Guð um að passa þig vel. Ég veit að þú munt fylgjast vel með mér af himn- inum og það finnst mér gott. Ég elska þig, amma mín, og ég sakna ömmu minnar á Reynistað. Pinn Gísli Þráinn. Þegar árum æsku sleppir og við komumst á fuUorðinsár, fær lífið á sig nýja mynd og verkefni og skyld- ur koma í stað ærsla og æskufjörs. Eitt af því sem reynist hvað erfiðast . á gangi lífsins, er að horfa á bak ætt- ingjum og vinum sem hverfa af braut þessa jarðlífs. Eftir því sem árin Uða fjölgar kveðjustundum og tilfinning tómleika fyllir hjarta og huga. Viðbrögð tilfinninga við óvæntum atburðum eru aldrei fyrir- sjáanleg og á það einnig við þegar tilkynnt er um fráfall ástvinar. Þeg- ar Hallur hringdi í mig síðastliðinn sunnudag og tUkynnti mér lát móð- ur sinnar, fylltist brjóst mitt söknuði og trega, en síðan lukust upp flóð- gáttir góðra minninga um kæran vin. Guðrún á Reynistað kveður nú eftir langt dagsverk þar sem ástúð og hlýja fylgdu hverju starfi. Ævi hennar er göfugur vitnisburður um það hvernig þrautseigja og áræði fara saman með gleði og ástúð í verkefnum Uðandi stundar. Ævi sína helgaði Guðrún fjölskyldu sinni og vinum, ásamt ötulu starfi við búskap á Reynistað. Hún stóð manni sínum við hlið eins og klettur og saman tókust þau á við rekstur stórbýlis, þar sem glæsUeiki og stórmennska bar ábúendum vitnisburð. En Guð- rún á Reynistað gekk ekki til dag- legra starfa til að safna veraldlegum auði í sína sjóði, heldur til þess að skapa afkomendum sínum og öllum þeim sem á Reynistað dvöldu, þá umgjörð og öryggi sem hún af ör- læti veitti. Auðæfi Guðrúnar á Reynistað eru því fyrst og fremst í brjóstum okkar sem sóttum Reyni- stað heim og nutum gestrisni og hlýju hjá glæsUegri húsfreyju. Eg hef þekkt Guðrúnu á Reyni- stað allt mitt líf og á því ríkulegan fjársjóð hennar í mínu hjarta og fyr- ir þá gjöf verður aldrei fullþakkað. AUt frá bernsku minni á Mel og til þessa dags, er Reynistaður hluti af lífshlaupi mínu, þar sem gleði og al- vöru lífsins var notið með heimilis- fólki í leik og starfi. Guðrún gerði Reynistað að bakhjarli í mínu lífi, sem gefið hefur ómetanlegan styrk á lífsleiðinni og samverustundir okk- ar hafa gert mig að betri manni. Á kveðjustundu fylhst því hugur minn þakklæti og söknuði í senn, en minn- ingin um Guðrúnu á Reynistað er gersemi sem aldrei glatast. Jón Magnússon. Mig langar til að minnast ömmu minnar með fallegu ljóði eftir Krist- ján Jónsson. Þú sæla heimsins svalalind, ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. . Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, því drottinn telur tárin mín, égtrúioghuggastlæt Elsku amma, kærar þakkir fyrir aUar samverustundirnar, minning þín lifir áfram í hjarta okkar. Ástríður M. Eymundsdóttir og fjölskylda. Elsku amma, nú ert þú farin frá okkur, þú sem mér fannst alltaf vera máttarstólpinn í fjölskyldunni. Núna ert þú komin á æðri staði og vonandi laus við þjáningar og erfiðleika. Síð- asta ár hefur verið þér erfitt, eftir að þú gast ekki lengur gert alla hluti af þéim sama krafti og áður og þú gast i I H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.