Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 73 MINNINGAR Það er vetur, dimmur morgunn og hríð. Stór rúta stoppar fyrir framan Héðinsminni, hálffull af krökkum. Valdimar ýtir á takka og segir um leið og dyrnar opnast: „Uthlíðin er ekki komin, ætli Jón hafi þurft að keðja"? Þeir krakkar sem ekki eru orðnir unglingar troð- ast hver um annan þveran út úr bílnum og ryðjast inn um dyrnar á skólanum. Strákarnir tala um færð á vegum en þeir hafa sérstakan áhuga á sköflum. Einn er ekki viss um að Jón sé með neinar keðjur í bflnum hjá sér en umræðurnar leysast upp eftir að stígvélum og skóm hefur verið sparkað af litlum fótum í anddyrinu. Allir flýta sér inn í eldhús, því þar situr hún Anna fyrir endanum á borðinu, alltaf mætt fyrst manna til að taka á móti okkur. Og það var eins víst og að sólin kemur upp á morgnana. Eitt sinn skal hver deyja. Það er eitt af því fáa sem við getum verið viss um. Nú hefur Anna Jónsdóttir, gamli kennarinn minn frá því forð- um daga í Akraskóla, svarað síð- asta kalli, eftir erfiða baráttu við 111- vígan sjúkdóm. Minningarnar streyma fram í hugann. Anna var einstök kona og skipar sérstakan sess í hug þeirra sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast henni og hafa hana fyrir kennara. Hún var nemendum sínum miklu meira en kennari. Fyrir utan að hafa ýtt okkur blíðlega af stað út í lífið með því að kenna okkur að lesa og skrifa umvafði hún alla sinni al- kunnu hlýju sem aldrei þraut. Við bekkjarfélagarnir vorum í óvenju- fjölmennum árgangi og oft óstýri- látir. Þrátt fyrir það virtist Anna aldrei þreytast á ærslagangi okkar og var eins og óhagganlegur klett- ur, ótrúlega þolinmóð, sama hverju á gekk. Við höfðum mismikinn áhuga á Iærdómnum eins og geng- ur. Eg var tossinn í handavinnu og þótti þau fræði öll heldur ómerki- leg. Samt leiddist mér í aðra rönd- ina að metnaðurinn fyrir prjóna- skap og öðru slíku væri ekki fyrir hendi, af því ég vissi að Anna tók það nærri sér. Síðast þegar ég hitti Önnu var hún orðin rúmföst á Landsspítalan- um. Þá spurði hún mig hvort ég héldi að hún þyrfti að breyta ein- hverju hjá sér, því hún væri farin að finna dauðann nálgast hægt og sígandi. Mér fannst eins og eggið ætti að kenna hænunni, þegar þessi kona, sem hafði kennt mér svo margt umfram það sem ætlast er til í kennsluskrá grunnskólanna, spurði mig ráða um slíka hluti. Ég hafði alltaf litið upp til hennar og ekki látið mér detta í hug að hún hefði nokkru sinni gert annað en það sem var best og réttast hverju sinni. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Önnu Jónsdóttur og bið henni Guðs blessunar. Aðstandend- um votta ég mína dýpstu samúð. Sigríður Gunnarsdóttir frá Flatatungu. Hún var ein af hetjum hvers- dagslífsins. Verkahringur hennar var stór, dagsverkið krefjandi. Þingeyingurinn Anna Jónsdóttir flutti til okkar í Blönduhlíðina í blóma lífsins. Henni fannst fjöllin gróðurlaus og ásarnir grýttir, sakn- aði kjarrgróðurs og berjalyngs. En Anna aðlagaðist fljótt nýju um- hverfi. Þessi glæsilega, glaðlynda kona vann hug og hjörtu allra. Hún var fjölhæf og listfeng og verkin léku í höndum hennar. I stað kjarr- gróðurs gróðursetti hún trjáplönt- ur við húsið sitt og átti þar unaðs- reit með fjölbreyttum gróðri. Og varia leið svo nokkurt haust að hún Anna Jónsdóttir fyndi ekki ein- hvers staðar berjalyng. Anna var félagslynd og hafði alltaf nógan tíma aflögu. Kvenfélag Akrahrepps fékk, ómælt, að njóta verka hennar. Haustið 1971 réðst Anna til kennslu við Akraskóla. Þar unnum við saman, ásamt fleirum, til vors 1993. Hún kenndi yngstu bekkjun- um og einnig alla handavinnu og heimilisfræði. Það mætti hver kennari vera stoltur af að skila nemendum í 9 ára bekk jafnvel undirbúnum og þeir komu frá Önnu. í handavinnukennslunni var efn- isvalið fjölbreytt og ekkert lét hún frá sér fara nema fullfrágengið og orðið að nýtilegum hlut. Allt varð að einhverju og handbragðið henn- ar Önnu sveik engan. Þótt aðstaðan væri léleg fyrstu árin var ekkert verið að setja það fyrir sig. Heimil- isfræðin lék einnig í höndum henn- ar, allt var svo auðvelt og kennslan bæði hagnýt og fjölbreytt. Vinnudagurinn í skólanum var oft langur. Aldrei var talað um stundafjölda eða aukagreiðslur. Verkin sem þurfti að vinna voru unnin af alúð og smekkvísi. Það var allt hægt að gera með Önnu sér við hlið. Kannski skrapp hún aðeins inn til sín og kom að vörmu spori aftur með góðgæti á diski, til að gæða okkur á. Sagði að nú skyldum við setjast niður og fá okkur hressingu. Anna var mjög ljóðelsk og eitt af hennar uppá- haldsljóðum var Burnirótin eftir Bjarna Þorsteinsson. Þrisvar sinn- um setti hún upp skrautsýningu á litlu jólunum við þetta fallega ljóð. Hún bjó sjálf til alla búningana og þar naut listfengi hennar sín vel. Þessar sýningar hefðu sómt sér á hvaða leiksviði sem var. Þá las hún ljóðið af snilld. Síðasta uppfærslan var kveðja hennar til skólans, sein- asta veturinn sem hún kenndi. Síð- asta myndin, sem hún teiknaði og gaf skólanum, var blómamynd og á hana skrifaði hún ljóðlínu úr Burnirótinni: „0 berðu mig til blómanna". í litlu samfélagi reynir mikið á hvern og einn. I 22 ár var Anna Jónsdóttir kjölfestan í starfi Akra- skóla. Hún brást aldrei. Laðaði að sér alla sem með henni unnu og var börnunum traustur vinur. Ég geymi í minningunni gim- stein, þegar Anna kom í síðasta sinn í skólann til mín á liðnu vori, þá orðin sjúk. Þar áttum við okkar kveðjustund við skólann. Fyrir rúmu ári tók Anna að kenna þess sjúkdóms er lagði hana að velli. Síðustu mánuðina dvaldi hún á Landspítalanum. Ég vil þakka Jóhönnu Sigríði Sigurðar- dóttur fyrir þá einstöku umhyggju sem hún sýndi Önnu, vinkonu okk- ar, í veikindum hennar. Nú er dagsverkinu lokið, verka- hringurinn hefur lokast. Elskulegri vinkonu og velgjörðarmanneskju vil ég tileinka síðustu erindin úr ljóðinu hennar, Burnirótinni. Pá krýpur hljótt við hennar fót frá himnum engill smár. Hann losar hægt um hennar rót þá hýrna fólvar brár. Þau bárust upp til blómanna í birtu og yl. Á svanavængjum sveif hann burt á sólarbjarta leið. Við brjóst hans lá hin bleika jurt og bætt var sérhvert mein. Þau bárust upp til blómanna í birtu og yl. Nú hefur engill Guðs leyst sál Önnu úr sjúkum líkama og borið hana til blómanna í birtu og yl, eins og burnirótina forðum. Þar mun hún verða umvafin blómunum sem hún unni, böðuð í birtu og yl, með handavinnuna sína, skapandi sín listaverk. Við drúpum höfði í virðingu og þökk. í þökk fyrir að hafa fengið að lifa og starfa með Önnu Jónsdóttur og í virðingu fyrir minningu henn- ar. Innilegar samúðarkveðjur. Helga Bjarnadóttir. Elsku besta amma mín! Ég vil þakka þér fyrir allar góðu minningarnar sem þú hefur gefið mér, og sem ég mun varðveita vel. Minningarnar um sveitina og all- ar góðu stundirnar sem við eyddum saman þar. Og alltaf þegar ég svaf hjá ykkur afa í sveitinni komstu og sast hjá mér og last með mér bæn- irnar áður en ég sofnaði. Megi Guð varðveita þig, elsku amma mín, og vil ég kveðja þig með þessari litlu bæn sem þú varst vön að fara með fyrir mig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín Birna Sólveig. Minning löngu liðin kemur upp í huga minn, minning sem oft hefur sagt mér meira en margt annað um mannkostakonuna Onnu á Okrum. Ég hafði kafað djúpan snjó eftir þjóðveginum framan frá Miklabæ og út að Ökrum. Það var dimmt en stjörnubjart og tunglið lýsti nýfall- inn snjóinn í logninu. Akveðið er- indi átti ég við húsvörðinn í Héðins- minni sem þá var Sigurður Jóels- son, eiginmaður Önnu. Þegar ég gékk upp Akrabrekkuna sá ég ljós í gluggum í litla húsinu á hólnum. Eg barði að dyrum og það var Anna sem kom til dyra, ég kynnti mig, bar upp erindið og baðst afsökunar á að trufla þau heima um helgi. Þessi afsökunarbeiðni var óþörf því að það var aldrei nein sérstök frí- helgi hjá Önnu og Sigga. Skemmst er frá því að segja að mér var boðið í eldhúsið hennar Önnu og þar voru bornar fram kræsingar engu líkar. Kaffí, ástar- pungar, smurðir partar og rúg- brauð með kæfu. Þegar ég bjó mig af stað aftur tók Anna eftir því að ég var í Jsunnum sokkum í stígvél- unum. „Áttu ekki alminnilega ullar- sokka Jóhanna mín, hérna gáðu hvort þessir passa," sagði Anna og rétti mér nýprjónaða ullarsokka. Laun mín voru koss á kinn. Þannig var Anna mín, alltaf að hugsa um velferð annarra. Og margir áttu kossar mínir á mjúku kinnina henn- ar eftir að verða áður en yfir lauk. Frá þessari kvöldstund liðu svo nokkur ár, þar til Anna hóf störf sem kennari við Barnaskóla Akra- hrepps, sem nú heitir Akraskóli. Þá upphófst okkar einstæða vinátta, sem entist í nær þrjá áratugi. Anna var hússtjórnarkennari að mennt og allt lék í höndum hennar, einnig átti hún sjö mannvænleg börn, því lá beinast við að hún kenndi handmennt og sæi um kennslu yngstu barnanna. Anna var mjög lagin við börn og sat stundum með þau litlu í fanginu þegar hún var að kenna þeim að prjóna. Mér fannst Anna geta gert allt, ef átti að leika leikrit eða setja upp skraut- sýningu, þá voru engin vandamál, hvort heldur var saumað úr taui eða búið til úr pappa. Ef vantaði grímu fyrir úlf, þá var hún komin eftir smástund. Við vorum lengstum þrjár kon- urnar sem störfuðum við skólann á þessu tímabili og vorum einn hug- ur og ein sál og samvera okkar í skólanum var okkar hálfa líf á þessum árum, mikið var spjallað og hlegið og stundum var hlegið og grátið í einu. Anna var mikill húmoristi og hafði lag á að létta andrúmsloftið, oft með því að gera grín að sjálfri sér. Aldrei kom upp misklíð og aldrei bar skugga á samstarf okkar. Anna var oft búin að fara í fjós áður en hún kom í skólann á morgnana. Við Helga biðum ætíð spenntar eftir Önnu, þegar hún kom í löngu frímínútun- um, með skálina góðu vafða í diskaþurrku, og við settumst sam- an og gæddum okkur á góðgætinu frá Ónnu og ræddum verkefni dagsins. I lok vinnudags sé ég Önnu ganga yfir hlaðið, gegnum litla hliðið við gamla bæinn, hún veifar og gengur inn í húsið sitt, til Sigga og barnanna sinna. Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá Önnu. Hún kom ung i Skagafjörð, gerðist bóndi með manninum sínum og börnunum og baráttukonan Anna tók öllu sem að höndum bar, kvartaði aldrei, vann öll sín verk af kostgæfni og í stopul- um stundum fékk hún útrás fyrir listræna hæfileika sína í hannyrð- um og málun. Hún var jafnvíg á nál, tvinna, saumavél og pensil og allur matur varð að veislumat úr hendi Önnu, atorkukonunnar Önnu sem aldrei féll verk úr hendi. Anna var ræktunarkona sem vildi hafa mikið af blómum í kring- um sig, þess vegna var það henni mikið gleðiefni þegar hún fékk gróðurhúsið og gat haft blóm allt árið. Fyrir réttu ári dró ský fyrir sólu í lífi Önnu. Hún fór að finna fyrir slappleika í fótum, ógleði og grenntist mjög. Á þessu fannst í raun aldrei skýring en vatn settist að heila hennar, vatninu var tappað af og eftir það var Anna ósjálf- bjarga, rúmliggjandi í hálft ár. Henni var kippt út úr lífinu og ég held að innst inni hafi hún allan tímann vitað að hún næði aldrei heilsu á ný en hún vildi alltaf reyna allt sem hún gat, aðallega fyrir okk- ur sem stóðum henni næst. Gott tímabil með merkjanlegri framför kom þó í október og nóv- ember í haust um það leyti þegar Álftagerðisbræður komu og sungu fyrir hana á Landspítalanum. Sú stund var ógleymanleg og Anna ljómaði af gleði og þakklæti og ég held að henni hafi fundist verst að eiga ekkert gott með kaffinu handa bræðrunum. A þessum tíma áttum við saman góðar stundir, hlustuðum á karla- kórinn Heimi og spjölluðum. Margt var þá rætt sem við höfðum aldrei rætt áður og verður nú aldrei fram- ar rætt. Stundum vildi Anna að ég héldi í hönd sína og við sátum í djúpri þögn, í djúpri, helgri innri kyrrð, og þetta voru stærstu og dýrmætustu stundirnar okkar. Um jólin og áramótin var Anna einnig það hress að hún gat farið heim til Fríðu, dóttur sinnar, og notið hátíð- anna í faðmi fjölskyldunnar. Síð- ustu vikurnar voru Ónnu erfiðar og hún sagði við mig: „Jæja, Jóhanna mín, nú fer að styttast í því að ég fari heim." Hún var í raun búin að kveðja okkur og loka augunum sín- um. Hún skilaði sátt af sér því lífi sem Guð gaf. Elsku Anna mín, það var gott að þú fékkst að hverfa í faðm Guðs á þennan hljóðláta hátt og þér leið svo vel þegar Guð kom að sækja þig. Þegar ég kom að rúminu þínu eftir andlátið var ég full þakklætis fyrir að hafa fengið að vera svona mikið hjá þér þessa síðustu mánuði lífs þíns. Ég vil muna þig í hvfld og eins og bros leiki um varir þínar og hagleiks- hendurnar þínar hvíla í friði ofan á hvítri sænginni. Elsku Siggi minn, dæturnar sex og sonurinn eini, Guð gefi ykkur styrk og blessi minningu mætrar konu. Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir. Minning um skólasystur Minnisstæður er sólríkur haust- dagur fyrir rúmum fimmtíu árum. Þann dag hittumst við í Reykjavík fjórtán stúlkur sem vorum að hefja nám í Húsmæðrakennaraskóla ís- lands er þá var settur í þriðja sinn. Skólinn var þá til húsa í Háskóla ís- lands og skólastjórinn Helga Sig- urðardóttir lagði okkur lífsreglurn- ar í námi og skólastarfi. Þessi nemendahópur sem var víðsvegar af landinu átti eftir að deila daglegri önn og gáskafullum gleðistundum innan veggja skólans næstu árin í bóklegu og verklegu námi. Það sýndi sig fljótt að þótt við værum á ólíkum aldri með mismun- andi undirbúning unnum við af samheldni og einhug að erfiðum verkefnum undir ströngum skólaaga. Þarna var lagður grunn- ur að þeirri órofa vináttu sem hefur yijað okkur öllum fram á þennan dag. Þar átti ekki síst hlut að máli Anna skólasystir okkar sem nú er kvödd. Hún var í eðli sínu náttúru- bam, geislandi glöð, hjálpsöm og hlý í viðmóti. En hún var líka verkvön og listfeng og það lék allt í höndunum á henni. Hlaut hún því sérstaka viðurkenningu fyrir að vera duglegust matselja á vorprófi fyrra árið í skólanum. Um sumarið starfaði skólinn á Laugarvatni. Þar var einkum lögð áhersla á fjölþætt verklegt hús- stjórnarnám, garðyrkju, mjaltir, svínarækt og hænsnaræt sem á þeim tíma þótti nauðsynlegur und- irbúningur fyrir kennara við hús- mæðraskóla í sveit. Þar var Anna á ¦ - heimavelli, vön öllum sveitastörfum og fyrirmynd okkar sem óreyndari vorum. Það leyndi sér ekki að hún var ein af þeim sem hafa „græna fingur" og geta látið allt spretta. Oft höfum við minnst þessa sumars. Það rigndi næstum hvern einasta dag og við vorum að basla við að rækta grænmeti. Hekla gaus og stórbruni varð á Laugarvatni þegar kviknaði í Héraðsskólanum. Mikið var því um gestakomur og ófyriséð viðfangsefni. Það var þess vegna kærkomin tilbreyting að taka þátt í Landbúnaðar- og garðyrkjusýn- ingu sem haldin var í Reykjavík. Hlutverk okkar þar var að sýna margs konar grænmetisrétti o.fl. Auk þess fræddum við um geymslu grænmetis. Síðari veturinn tók við hefðbundið skólanám og kennslu- æfingar. Að námi loknu dreifðist hópurinn og flestar réðust til kennslustarfa. Á skólaárunum kynntist Anna ungum Skagfirðingi, Sigurði Jóels- syni, og þau giftust ári eftir að við lukum námi, settust að á Stóru- Ökrum og bjuggu þar upp frá því. Anna og Sigurður eignuðust sjö mannvænleg börn. Þegar um fór að hægjast við barnauppeldi og heim- ^ ilisrekstur hóf Anna kennslustörf við Grunnskólann í Akrahreppi og auk sinnar kennslugreinar sótti hún námskeið í handmenntum og byrjendakennslu. Kennslan átti vel við hana og hún minntist þess tíma með mikilli ánægju. Hinn 2. júní sl. héldum við hátíð- legt 50 ára kennaraafmæli okkar. Anna var þá á meðal okkar hlý og brosandi þótt hún gengi ekki heil til skógar. Hún skrifaði vinglöð í gestabók einnar okkar: „Sjáumst að vori svona hressar". Sú ósk ræt- ist því miður ekki. Hún er nú horfin okkur, sú fjórða úr hópnum sem við sjáum á bak. Áður eru fallnar frá Rósa Þorgeirsdóttir frá Hlemmi- skeiði, Jóhanna Björnsdóttir frá Stóru-Giljá og Guðrún Sigurðar- dóttir frá Reykjahlíð. Við vottum eiginmanni Onnu og fjölskyldunni allri innilega samúð og kveðjum kæra skólasystur með virðingu og þakklæti. Bryndís, Dómhildur, Elín, Jóna, Sigrún, Sigurborg, Stefanía, Þorbjörg, Þorgerður og Þórunn. Þegar ég frétti andlát Önnu Jóns- dóttur fannst mér sem fleirum að hún hefði horfið of snemma af vett- vangi, ég vildi ekki missa hana strax. En líf og dauði hefur sinn óbifanlega gang hvað sem við menn- irnir segjum eða hugsum og ef við vitum ástvini fara sátta, megum við, sem eftir stöndum, vel við una. En tómleikinn ríkir. Við stöldrum við þegar ljós slokknar. Það er tilefni til að líta yf- ir farinn veg, tilefni til íhugunar um lífið og tilveruna. Á slíkum tímamót- um verður spurningin um tilgang lífsins, upphaf og endi svo áleitin að við erum neydd til að horfast í augu við tímann. Og ég leit aftur um stund, mánu- daginn 1. mars sl. Margs var að minnast. Hún var sveitungi minn um árabil og kennari barnanna minna. Hún var líka góður vinur. Sífellt hvetjandi og styðjandi, fram á síðustu stundu. Þú stendur þig í baráttunni, nafna mín, sagði hún. Ég er orðin of gömuí, sagði hún stundum, þið sjáið um þetta ungu konurnar að koma hlutunum í lag. Við áttum sömu vonir og drauma um meiri veg kvenna, ekki bara í Akrahreppi, heldur alls staðar, um allan heim ef svo bar undir. Ég kveð Önnu vinkonu mína með mikilli þökk og þeirri vissu að ein- hvers staðar og einhvern tímann munu rætast óskir okkar. Ég og fjölskylda mín sendum Sigga óg fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúðarkveðjur. Anna Dóra Antonsdóttir. ^-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.