Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Forseti Islands sérstakur gestur við hátíðahöld vegna inngöngu Póllands í NATO Tengsl land- anna inn- sigluð með nýjum hætti ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- seti íslands, var á öðrum degi op- inberrar heimsóknar sinnar í Pól- landi sérstakur gestur pólska rík- isins við hátíðlega athöfn í Varsjá í gærkvöldi, til að fagna inngöngu Póllands í Atlantshafsbandalagið, en formlegur samningur þar að lútandi var undirritaður fyrr um daginn. Athöfnin hófst um klukkan sex að íslenskum tíma og var fáni NATO dreginn að húni við hlið pólska þjóðfánans. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra var einnig viðstaddur at- höfnina, einn utanríkisráðherra, en utanríkisráðherra Póllands, Bron- islaw Geremek, er í Bandaríkjun- um þar sem samkomulagið um inn- gönguna var skjalfest. Ólafur Ragnar stóð við hlið Aleksander Kwasniewski forseta Póllands og Jerzy Buzek forsætisráðherra en auk þeirra voru viðstaddir meðal annarra þingmenn pólska þings- ins, ráðherra varnarmála og næst- ráðendur hans, hershöfðingjar og aðrir yfirmenn pólska hersins ásamt ýmsum háttsettum embætt- ismönnum öðrum. Fjöldi borgarbúa fylgdist með Athöfnin var haldin á Pilsudski- torgi í miðborg Varsjár, þar sem minnismerki um gröf óþekkta her- mannsins er að finna. Athöfninni var sjónvarpað beint í Póllandi og var mikill fjöldi fjölmiðlamanna víðs vegar að úr heiminum við- staddur hana, en einnig hópaðist talsverður fjöldi borgarbúa að til að fylgjast með henni. Athöfnin hófst með því að vopnaðar sveitir úr hernum gengu inn á torgið og mynduðu heiðursvörð andspænis fánastöngunum, um hálftíma áður en fáni NATO og fáni Póllands voru dregnir þar að húni. Þá komu opinberir gestir á vettvang, fyrst forsætisráðherra og varnarmála- ráðherra Póllands ásamt fulltrúum herráðsins og þingmönnum, þá for- seti íslands og hans fylgdarlið og loks forseti Póllands. Þá var þjóð- söngur landsins leikinn, vakta- skipti höfð við minnismerkið og síðan var ályktun varnarmálaráð- herra vegna inngöngunnar í N ATO lesin upp. Að henni lokinni voru dregnir að húni fáni Póllands og fáni Atlantshafsbandalagsins, flug- eldum skotið á loft og hersveitirnar gengu íylktu liði af torginu. Ólafur Ragnar Grímsson sagði í ræðu sinni við hátíðarkvöldverð forseta Póllands til heiðurs forseta íslands í fyrradag, að innganga Pólverja í Atlantshafsbandalagið innsiglaði tengsl þjóðanna tveggja með nýjum hætti. Hann kvaðst telja inngönguna knýja til náins samráðs um hvernig þessar þjóðir geti í sameiningu með öðrum aðild- arríkjum NATO tryggt öryggi og frið í álfunni á nýrri öld. „Saga Atlantshafsbandalagsins sýnir að þátttaka hinna smærri lýðræðisríkja - íslands, Danmerk- ur, Noregs og Benelúx-landanna - hefur veitt bandalaginu siðferðileg- an styrk og réttlætingu umfram hernaðarmátt hinna stærri aðildar- ríkja. Við íslendingar væntum mikils af framlagi Póllands til hinn- ar lýðræðislegu samræðu á vett- vangi bandalagsins. Við þurfum í sameiningu að veita óðrum vina- þjóðum okkar í norðri aðgang að varanlegu skipulagi á öryggismál- um álfunnar. I þeim efnum höfum við íslendingar lágt ríka áherslu á rétt Eystrarsaltsríkjanna. Á þessu ári munu íslendingar gegna formennsku í Evrópuráðinu og norrænir frændur vorir, Finnar, fara með formennsku í Evrópu- sambandinu. Við lok aldarinnar verður því norræn forysta í þess- um lykilstofnunum Evrópu sem helgaðar eru lýðræði og efnahags- legum framförum. Islendingar meta mikils sámvinnu við Pólverja innan vébanda Evrópuráðsins og við væntum þess að innan tíðar muni aðild Póllands að Evrópu- sambandinu styrkja viðskipti okk- ar á vettvangi Evrópska efnahags- svæðisins," sagði Ólafur Ragnar. Morgunblaðið/Kristinn LYFJABUÐ í Varsjá selur íslenskt lýsi og þar smökkuðu þau Ólafur Ragnar og Dalla dóttir hans á þessari íslensku afurð. FARANDSÝNING um Halldór Laxness var opnuð í bókmenntasafninu í Varsjá á dánardægri skáldsins, 8. febrúar, og þar hafði forsetinn við- dvöl ásamt dóttur sinni. Annar dagur opinberrar heim- sóknar forseta íslands til Póllands hófst með heimsókn hans til for- seta fulltrúadeildar pólska þings- ins, Maciej Plazynski, og forseta öldungadeildar pólska þingsins, Alieja Grzeskowiak. Deildaforset- arnir fógnuðu forseta íslands vel og skiptust þeir á gjöfum. Þá var ekið að lyfjabúð sem selur íslenskt lýsi og skáluðu Ólafur Ragnar og dóttir hans, Dalla, í lýsi og drukku hvort sitt staup af þessari íslensku afurð. Forsetinn og föruneyti hans héldu síðan að styttu íslenska lista- mannsins Berthels Thorvaldsens af vísindamanninum fræga, Kópernikusi, en hún stendur skammt frá miðborg Varsjár. For- setinn heimsótti síðan menningar- og vísindahöllina í Varsjá, þar sem fram fer lyfjasýning og ávarpaði hann þar gesti á námsstefnu Lýsis hf. um lýsi og heilbrigði sem haldin var fyrir pólska lækna. I kjölfarið skoðaði hann farandsýningu um Halldór Laxness í bókmenntasafn- inu í borginni undir leiðsögn for- stöðumanns þess, Janus Odrowaz- Pieniazek. Síðar um daginn var forseti við- staddur móttöku utanríkisráðherra fyrir pólska viðskiptaaðila, en sam- kvæmt mati Verslunarráðs íslands er Pólland í áttunda sæti yfir þau lönd sem mestu skipta fyrir íslend- inga hvað varðar mikilvægi mark- aðar, vaxtarmöguleika og árangur með tillits til kostnaðar. I kjölfarið var forseti viðstaddur fyrrgreinda athöfn til að fagna inngöngu Pól- lands í NATO, en að því loknu sat hann tónleika til minningar um hinn virta pólska hljómsveitar- stjóra Bohdan Wodiczko, sem stýrði Sinfóníuhljómsveit íslands á mótunarskeiði hennar. Guðmundur Emilsson stjórnaði tónleikunum. Móttöku forseta íslands að þeim loknum var hins vegar aflýst vegna þess að forseti Póllands þurfti að fara af landi brott. Opinberri heim- sókn forseta íslands lýkur í dag. Fékk fullar körfur af Prins Polo Ætlaðfor- seta, ríkis- stjórn og Alþingi ALEKSANDER Kwasniewski for- setí Póllands færði Ólafi Ragnari Grímssyni forseta íslands tvær kúf- fullar körfur af pólska súkkulaðkex- inu Prins Polo við hátíðarkvöldverð sem hinn fyrrnefndi hélt til heiðurs forseta íslands í fyrrakvöld. Ólafur Ragnar hafði fyrr um dag- inn lofað ágæti þessa súkkulaðis og kvað forsetí Póllands það eflaust að bera í bakkafullan lækinn að gefa ís- lendingum Prins Polo. Hann vildi samt sem áður færa forsetanum körf- urnar og væri súkkulaðið ætlað hon- um, ríkisstjórn íslands og Alþingis- mönnum. FyiT um daginn kvaðst Ólafur Ragnar á blaðamannafundi ætla að ljóstra upp að hann hefði í einkaspjalli þeirra Kwasniewskis borið lof á um- rætt súkkulaði og sagði: „Á árum áður vorum ég, Halldór Asgrímsson utan- ríkisráðherra og raunar gjörvöll su kynslóð sem nú er í forystu íslensku þjóðarinnar, alin upp á hinni mögnuðu blöndu bandaríska drykksins Coca Cola og pólska súkkulaðisins Prins Polo. Við keyptum þessar afurðir við hvert tækifæri okkur til hressingar - ég veit að hollustan var ekki í fyrir- rúmi en við létum það ekki á okkur fá - og hver ný kynslóð íslendinga hefur gert slíkt hið sama. Ég sagði í glensi við forseta Póllands að sennilega hefði ég borðað meira af Prins Polo um æv- ina en hann. Þetta súkkulaði hefur því verið merkari erindreki Póllands en margir hlutii' aðrir." Lech Walesa um inngöngu Póllands í NATO Gleðidagur Evrópu LECH Walesa, fyrrverandi forseti Póllands, kvaðst í samtali við Morg- unblaðið hokkrum mínútum eftír að Pólland yarð formlega eitt ríkja Atl- antsh^íMiandalagsins um miðjan dag í gær, telja að um gleðidag væri að rællr fyrir Pólland og Evrópu. Hann teldi þó jafnframt að endur- skoðaþvrfti hlutverk NATO. „Vií*%öfum leyst ýmis vandamál og þaðJítur út fyrir að við munum geta k'ífmið í veg fyrir ýmsar hættur. Vonariíjjí stenst það. En sem gamall rauméefsmaður hef ég hugfast að allar kynslóðir glíma við eigin hætt- ur, en lausnirnar hverrar kynslóðar henta oftast kynslóðinni á undan. Því koma réttar lausnir alltaf nokkrum árum of seint. Nú verðum við að reyna að gera betur. Pað þarf alltaf að minna Evr- ópu og heiminn allan á að 1939 vör- uðu Pólverjar við því að heimsstyrj- öld væri um það bil að skella á. Þá sagði heimurinn okkur að hann ætl- aði sér ekki að deyja fyrir Danzig, hann ætlaði sér ekki að berjast fyrir Pólland. Það var ekki fyrr en stríðs- reksturinn náði til Frakklands að heimurinn vaknaði. í öðru lagi sögðu Pólverjar við heiminn 1945 að samkomulagið í Yalta fæli í sér svik við hinn vest- ræna heim, því hann greiddi komm- únismanum leið. Þá vorum við kall- aðir stjórnleysingjar og sagt að ekki væri hægt að semja við okkur um nokkurn hlut. Og hver hafði rétt fyrir sér? í 50 ár þurftum við að berjast til að leiðrétta það sem valdamenn heimsins höfðu eyðilagt. I dag myndi ég segja að sú stað- I reynd að Pólland liggur á milli Þýskalands og Rússlands hefði kennt Pólverjum að vera á varð- bergi. Við skynjum og sjáum atburði á undan öðrum Evrópuþjóðum. Við inngönguna í NATO, eru líkur á því að hlustað verði á okkur. Að við get- um komið í veg fyrir mistök og gert sprengjurnar óvirkar áður en þær springa. Við verðum að gleðjast yfir því, en muna einnig að NATO er. byggt á fortíðarvillu. Það þarf að breyta öllum viðmið- um sem NATO hefur fylgt til þessa. Annars getur lífíð komið okkur á óvart. Það er allt og sumt sem ég myndi vilja segja á þessum gleðidegi Evrópu og Póllands." Morgunblaðið/Kristinn FORSETI Póllands færði Ólafi Ragnari Grímssyni tvær körfur með Prins Polo til að færa ríkissíjórn og Alþingismönnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.