Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 72
72 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 NIINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Anna Jónsdóttir fæddist að Skóg- um í Fnjóskadal 25. júní 1925. Hún lést í Landspítalanum 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hólm- fríður Jónsdóttir, f. 9.11. 1892, d. 13.1. 1973, og Jón Ferdin- andsson, f. 9.8. 1892, d. 9.12. 1952. Þau eignuðust sex börn: Kristín, f. 3.1. 1915; Sólveig, f. 25.9. 1917; Ragna, f. 25.11.1919, d. 14.4.1997; Ferdin- ant, f. 10.4. 1922; Anna sem hér er minnst; Friðrika, f. 7.12.1928. Anna giftist hinn 21.5. 1949 Sigurði Hólm Jóelssyni, f. 21.5. 1923. Foreldrar hans voru Ingi- björg Sigurðardóttir, f. 21.7. 1891, d. 9.6. 1976, og Jóel Jóns- son, f. 29.8. 1892, d. 28.10. 1985. Anna og Sigurður bjuggu á Stóru-Okrum í Skagafirði allan sinn búskap. Börn þeirra eru: 1) Hólmfríður Birna, f. 13.2. 1950, gift Kristjáni Stein- grímssyni, f. 17.3. 1946, sonur Hólm- fríðar er Sigurður Karl Magnússon, f. 17.2. 1980. 2) Ingi- björg, f. 19.2. 1951, gift Rögnvaldi Árna- syni, f. 2.11. 1950, börn þeirra eru: Árni Jón, f. 8.11. 1972, sambýliskona Stefan- ía Gylfadóttir, f. 30.6. 1973. Anna Birna, f. 14.11. 1974, sambýlis- maður Ingólfur Árn- arson, f. 31.10. 1972, börn þeirra eru: Nína, f. 24.7. 1995, og Arnar Sólon, f. 3.2. 1998. Berglind Ýr, f. 21.9. 1979, sam- býlismaður Bjarni Bjarnason, f. 19.5. 1979. 3) Sólveig, f. 3.10. 1953, gift Birni Björnssyni, f. 27.2. 1951, börn þeirra eru: Sig- urður Þór, f. 19.12. 1970, Hall- björn Ægir, f. 1.7. 1972, sambýlis- kona Kristín Ragnarsdóttir, f. 18.5. 1975, barn þeirra er Hlynur, f. 4.10. 1998. Þráinn, f. 2.7. 1977, sambýliskona Halldóra Einars- dóttir, f. 30.6. 1980. Birna Sól- veig, f. 25.9. 1982. 4) Jón, f. 26.4. 1957, kvæntur Huldu Ás- grímsdóttur, f. 3.11. 1958, börn þeirra eru: Ragnhildur, f. 29.5. 1980. Anna Hlín, f. 22.8. 1985, Óskar Már, f. 9.12. 1986. 5) Helga, f. 23.6. 1959, sambýlis- maður Einar Pálmi Árnason, f. 22.4. 1955, börn Helgu eru: Anna Sigríður, f. 18.1. 1976, sambýlismaður Sveinn Haukur Valdimarsson, f. 26.2. 1972. Lilja Björk, f. 1.4. 1980. 6) Ragna, f. 14.11. 1960, sambýlis- maður Rúnar Magnússon, f. 31.3. 1959, börn Rögnu eru: Sveinn Ingi, f. 28.7. 1979; Sól- veig Harpa, f. 25.9. 1981; Daði Þór, f. 21.11. 1989, Katla, f. 21.4. 1992. 7) Katrín Elín, f. 21.8. 1963, dóttir hennar er: Kolbrún, f. 29.1. 1983. Anna ólst upp á Birningsstöð- um í Ljósavatnsskarði. Eftir fullnaðarpróf fór Anna í Al- þýðuskólann á Laugum og það- an í Húsmæðrakennaraskóla ís- lands í Reykjavík. Anna kenndi í tvo áratugi við barnaskólann í Akrahreppi, samfara búskap á Stóru-Ökium. Utför Önnu fer fram frá Miklabæjarkirkju, Skagafirði, í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ANNA JÓNSDÓTTIR Ég man enn glögglega hvenær ég hitti Önnu Jónsdóttur í fyrsta sinni, ég tíu ára strákpatti, hún ung kona. Hún stóð við sveitasímann á Miklabæ í Skagafirði. Ég var þá nýkominn að Miklabæ til þeirra séra Lárusar Arnórssonar, fóður- bróður míns, og Guðrúnar Björns- dóttur, konu hans. Guðrún vildi sýna Önnu strákinn sem ráðinn hafði verið í sveit til hennar og manns hennar Sigurðar Jóelssonar. Þannig var mál með vexti að séra Lárus hafði tekið að sér að finna sveitapláss íýrir mig og eldri bróð- ur minn. Af því að ég var yngri þótti Lárusi rétt að ég vistaðist hjá Ónnu og Sigurði. Hann var sann- færður um að það væri góð ráðstöf- un og að hjá þeim myndi ég hafa það gott og mér líða vel. Þar reynd- ist hann vissulega sannspár. Ég hef bundist þeim Önnu og Sigurði sterkum vináttu- og ti’yggðabönd- um sem aldrei hefur borið skugga á. Fyrir mér hefur Anna alltaf verið fyrirmynd. Hún skipti aldrei skapi, var allt í senn, hlý, blíð, traust og glöð. Og það er langt í frá að ég sé einn um þessu reynslu. Ég veit að margir aðrir hafa sömu sögu að segja. Anna hafði þá hæfileika að bindast fólki vináttuböndum óháð aldri eða aldursmun. Ekki fyrir mjög löngu var Anna að rifja það upp að hún minntist þess að hafa reiðst mér einu sinni þau fimm sumur sem ég var í sveit hjá henni og Sigurði. Því var ég búinn að gleyma fyrir löngu. Þannig var mál með vexti að ég var sendur upp á þjóðveg að kvöldlagi til að athuga hvort mjólkurbíllinn hefði komið með sykursekk eins og um hafði verið beðið. Sekkurinn var á sínum stað en þar sem ég hef alla tíð verið í þrjóskara lagi vildi ég Ijúka erind- inu með því að koma sekknum heim og bar hann og dró í döggvotu grasinu sitt á hvað uns sekkurinn var kominn heim á hlað, gegnblaut- ur. Ég held það lýsi Onnu vel að hún skyldi muna eftir svona litlu at- viki eftir meira en fjörutíu ár, að hún hafi skipt skapi. Fyi-stu þrjú sumrin sem ég var á sveit hjá Önnu og Sigurði dvöldu þau í Víkurkoti, en það er rétt sunnan og neðan við Miklabæ. Þar bjuggu þau í torfbæ yfir heyskap- artímann, annars á Stóru-Ókrum. Fyrsta sumarið mitt í Víkurkoti voru börnin þeirra tvö en síðar þrjú. í Víkurkoti bjó fjölskyldan í einni baðstofukytru, ekkert raf- magn. Samt man ég aldrei eftir neinum þrengslum og mér leið af- skaplega vel þar. Þegar ég lít til baka hefur þessi tími lifað mjög sterkt í minningu minni íyrir utan þá dýrmætu reynslu sem hann gaf mér að kynnast því að búa í torfbæ. Sumarið 1955 var það síðasta í Vík- urkoti en þá tóku þau Sigurður og Anna við búi foreldra Sigurðar á Stóru-Ökrum. Þar var heimili þeiira í meira en fjörutíu ár og þar ólu þau upp sjö böm. Þegar börnin voru komin á legg hóf Anna kennslu við barnaskólann á Stóru-Ökrum. Vinnuþrek hennar var óþrjótandi, hún var sístarfandi öllum stundum. Hún var lærður húsmæðrakennari og vissulega hafði það komið að góðu haldi við búsýsluna á stóru heimili en það kom sér líka vel að hafa kennara- réttindi er hún fór að kenna börn- um í barnaskólanum. Þegar Sigurð- ur, maður Önnu, varð fyrir þeirri raun að missa sjónina, rúmlega sex- tugur, tók Anna bílpróf svo þau gætu komist allra sinna ferða. Eftir að ég kynntist konu minni, Eddu, og eignaðist börn var það ekki aðeins sjálfsagt heldur nauð- synlegt að fara að Stóru-Ökrum. Þar höfum við oft komið í heimsókn og gist og átt ánægjulegar stundir með þeim Önnu og Sigurði. Vinátta skapaðist við alla mína fjölskyldu fyrir utan þá vináttu sem þegar var með systkinum mínum við þau Sig- urð og Önnu. Einhvern tíma var fjölskylda mín í sumarfríi og dóttur minni Hörpu, sem þá var á tánings- aldrinum, þótti ekki alltof skemmti- legt að þeysa um þjóðvegi landsins. Þegar þetta kom í ljós, er við kom- um að Stóru-Ökrum, sagði Anna: Viltu ekki vera hér? Og það varð úr. Harpa og Anna urðu góðar vin- konur og Harpa var alsæl með dvölina á Stóru-Ökrum. Mér finnst þessi atburður lýsa Önnu mætavel. Hún setti ekki fyrir sig að taka eitt- hvað á sig og var jafnan miklu fremur veitandi en þiggjandi. Löng og verðmæt kynni mín af Önnu Jónsdóttur hafa kennt mér að ríkidæmi og auður er ekki það sama. Mestum hluta ævi sinnar eyddi hún í erfiða vinnu, langann vinnudag, ásamt Sigurði manni sín- um, við að byggja upp jörðina á Stóru-Ökrum, ala upp stóran barnahóp, sinna fjölmörgum barna- börnum og veita mörgum öðrum af hlýju sinni og vináttu. í lifanda lífi veitti Anna mörgum af þeim mikla mannauði sem hún bjó yfir. Eins mun hún gera í minningunni um sig. Við lát Önnu hefur Sigurður Jóelsson misst traustan lífsfóru- naut og einstaka manneskju og börn þeirra, barnaböm og barna- barnabörn sérdeilis hlýja móður, ömmu og langömmu. Ég og fjöl- skylda mín vottum þeim öllum okk- ar dýpstu samúð. Stefán Arnórsson. Allir þeir miklu akrar sem þú sáðir í og ræktaðir munu standa um eilífð alda. Það er því kaldhæðni ör- laganna að þú skulir ekki fá að horfa yfir þá og njóta þeirra ævi- kvöldið þitt, af hólnum þínum fal- lega, því vísa ég á bug þeirri kenn- ingu, að hver uppskeri eins og hann sáir. Það lýsir þinni heilsteyptu manngerð hvað best, þegar þú í veikindunum þínum miklu, varst stöðugt að gefa mér heilræði um leið og þú kreistir hönd mína. Þú ert mesta kona sm ég hef fyrirhitt, útgeislun þín, atorka, fas allt og kærleikur var með þeim hætti að allh- þeir er báru gæfu til að kynn- ast þér urðu snortnir. Alla tíð mun ég minnast hve fallega þú brostir til okkar síðasta kvöldið um leið og þú sagðir, hjá mér er allt í besta lagi, allt það fallega í lífinu mun alltaf minna mig á þig. Takk, elsku Anna mín, fyrir ak- urinn sem þú gafst mér, ég mun passa hann vel. Það er eins og skáldið frá Fagraskógi sé að yrkja um þig er hann segir í kvæðinu um fuglana: Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. í huganum til himins oft ég svif og hlýt að geta sungið í þá líf. Einar. Elsku amma. Ég man það hvað okkur þótti vænt um blómið gleym- mér-ei, okkur þótti nafnið svo fal- legt, en þetta blóm mun alltaf minna mig á þig. Það er margt sem við gerðum sem ég mun aldrei gleyma. Ég gleymi aldrei kvöldun- um þegar við horfðum á sólina setj- ast, fuglarnir sungu og allt var svo fallegt og friðsælt. Þér þótti svo vænt um smáfuglana og hafðir yndi af því að heyra þá syngja. Ég gleymi því ekki heldur þegar ég bjó hjá ykkur afa og þegar ég fékk að klifra uppí hlýtt rúmið ykkar og kúra á milli ykkar, þá var ég alveg örugg fyrir tröllum og draugum. Elsku amma, ég mun alltaf muna þig í náttkjólnum með flétturnar í hárinu í miðnætursólinni okkar. Elsku amma mín, takk fyrir þann tíma sem ég átti með þér: Lítið barn í hlýjum faðmi, umvafið ástúð og huggunarorðum. Þerraðir tár af votum hvanni, undirspilið var fuglasöngur forðum. Fögur blóm í þínum garði skarta sínu fegursta. Gæti ég með mínu orði sýnt svo mikinn kærleika. Anna Sigríður. Elsku amma í sveitinni. Þú kvaddir okkur með brosi. Þannig man ég líka alltaf eftir þér. Þú varst alltaf svo góð við mig og stússaðist í kringum mig þegar ég kom í sveitina til þín og afa. „Þrási minn, viltu ekki fá þér eitthvað?“ varstu vön að segja þegar ég var rétt kominn inn úr dyrunum og áð- ur en ég gat svarað þér varstu búin að sækja alls konar kræsingar inn í búr og setja á eldhúsborðið, og al- vöru sveitamjólk. Þú passaðir alltaf upp á að ég færi nú ekki svangur frá þér. Svo þegar maður fór frá þér þá stóðstu alltaf á tröppunum úti á hlaði og veifaðir þangað til maður var kominn næstum hálfa leið niður á veg. Öll jól sem ég man eftir hittumst við á jóladag í sveitinni og héldum jólaboð og það var því orðinn ómissandi hluti af því að halda jólin að koma til ykkar afa í sveitina. En um síðustu jól varstu orðin svo mik- ið veik og því gátum við ekki hist á jóladag eins og venjulega og mér fannst jólin varla koma. Þó að þú værir orðin svona veik spurðir þú alltaf hvernig mér gengi í skólanum og hvemig mér hefði gengið í prófunum og þú vildir alltaf fylgjast með mér. Mér fannst svo gott að vita af því að þú hugsað- ir til mín. Elsku amma mín, ég á svo ótal- margar fallegar minningar um þig. Ég veit að þér líður vel núna og ég þakka þér fyrir allar góðu stundirn- ar sem við áttum saman. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðú', vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Bened.) Þinn Þráinn. Elsku amma okkar. Nú ert þú farin frá okkur yfir móðuna miklu. Það er erfitt að setjast niður og ætla að skrifa stutta grein um svona mikla persónu einsog þig. Það sem einkenndi ömmu alla tíð var góðmennskan, dugnaðurinn og gestrisnin. Við eigum öll hlýjar og góðar minningar um þig. Það var alltaf mikil upplifun að koma til ykkar afa í sveitinni og fá vera hjá ykkur. Húsið ykkar alltaf svo hlýtt og notalegt. Minningarnar eru svo ótal marg- ar að það er efni í stóra bók. Við minnumst þess að hafa farið í skátaferðalag í Héðinsminni. Þá var alltaf gott að geta hlaupið yfir til ykkar, því við vissum að þú ættir alltaf eitthvað gott í búrinu. Við minnumst allra jóla- og af- mælisgjafanna frá þér, elsku amma, sem þú hafðir búið til handa okkur og okkur þótti afar vænt um. Það verður tómlegt að koma á hólinn og finna ekki glaðværa við- mótið og hlýjuna frá ömmu okkar. Lífíð allt má léttar falla ljósið vaka í hugsun minni. Ef ég má þig aðeins kalla yndið mitt í Qarlægðinni. Við kveðjum þig, amma, með miklum söknuði. Minningin um góða og glaðværa kjarnakonu sem okkur þótti afar vænt um, situr eft- ir í huga okkar. Elsku afi, við vitum að þú hefur misst mikið því amma var þín stoð og stytta. Guð geymi þig, elsku afi. Árni Jón, Anna Birna, og Berglind Ýr Rögnvaldsbörn. Elsku langamma okkar. Þú brostir alltaf svo blítt þegar við komum í heimsókn til þín og varst okkur svo góð. Þökkum allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Sofðu vært, sofðu rótt hina síðustu nótt. Burtu úr þjáningum og þraut þú ert svifrn á braut. Vakii' vinur þér hjá hannmunvelfyrirsjá. Sofðu vært, sofðu rótt hina síðustu nótt. Guð blessi þig. Nína og Örn Sólon Ingólfsbörn. Margar lýsingar úr Biblíunni gætu átt við hana Önnu en ég hef staðnæmst við þessa: „Leyfið börn- unum að koma til mín.“ Hún var umkringd börnum. Bæði heima með sín sjö og svo barnabörnin, og svo voni það börnin öll sem hún kenndi í Akraskóla. Öll voru þau böxmin hennar. Hún sat með þau í kjöltu sér, hneppti að þeim áður en þau fóru út. Þai'na var eitt sem hafði farið í götóttan ullarsokk heima um morguninn. Á meðan bai-nið borðaði nestið sitt, sat Anna og rimpaði í. Svona hugsaði hún um þau, börnin sem hún kenndi. Um- hyggja hennar átti sér ekki tak- möi-k. Hún tók sér allt að hjarta og bætti áhyggjum af þeim ofan á sín- ar. En mikið eiga þau gott börnin, sem fengu að njóta umhyggju hennar og kæi'leika. Það er ómet- anlegt. Ég þakka fyrir þau ár sem mínir drengir fengu að læra hjá henni og fá hluta af þessari miklu væntumþykju. Anna kenndi í Akraskóla í yfir tuttugu ár, hafði oft hugsað sér að hætta: „Ég er orðin alltof gömul,“ sagði hún en okkur fannst ómögu- legt að hún yrði ekki með. En loks kom að því að hún hætti alveg og var kvödd á skólaslitum. Það var ei'fið stund fyrir marga því við fundum að þetta voi'u tímamót. Þaxma vox-um við að kveðja tíma, sem kæmi aldrei aftur. Skólinn var auðvitað enn í góðum höndum en alltaf er það svo að hver maður skil- ur eitthvað sérstakt eftir. Og nú komu stundir sem Önnu hafði dreymt um, að dútla eitthvað heima, við bútasauminn, prófa allt þetta nýja sem hún hafði frétt af, nýja aðferð, notkun á efni og allt mögulegt annað sem ég kann ekki að nefna. En þessi tími varð of stuttur. I fyrra var eftir því tekið að Anna var ekki söm og venjulega, og ekki fannst nein skýring þrátt fyrir tíðar skoðanir og ferðir á spítala. Síðustu mánuðina var hún rænd heilsu sinni og lífsgleði. Orð ná ekki að segja hversu dapui-legt það var. Svo mjög hefðum við viljað að hún gæti notið hvíldarinnar og áranna. En það varð ekki. Nú vitum við samt að áiin sem hún var Anna voru miklu fleiri, árin sem hún var í blóma lífsins, rak stórt heimili, kenndi mörgum kyn- slóðum baxrna, átti góðu stundii'nar, í skólanum og heima með hannyrð- ix-nar sínar, í gróðurhúsinu, úti í garði, allar ferðirnar sem þau Siggi fóru á bílnum. Ég man skiptin þegar hún var fai'in heim eftir skóla, til að líta á Sigga, kom svo aftur út í skóla til að gá hvað um væri að vera, eða kom inn á kvenfélagsfund uppábúin í fínum kjól og með sjal, með prjóna- dótið í höndunum, þá var kennai'inn í þeim hópnum sem skrafaði og skellihló svo fundarstjóri þurfti að íminna, þá hló hún, svo tárin í-unnu niður kinnar, ýtti svo gleraugunum snöggt á sinn stað. Eitt sinn kom ég til hennar, hún hafði þá lagt sig, afsakaði að hún skyldi nú bara liggja í í'úminu um miðjan daginn, en hún hafði verið að hlusta á þátt um Einar Ben. „Þetta er eitt af því sem ég kann að meta,“ sagði hún. Hún var greind kona og hugsandi, næm á líðan og raunm annarra, hafði styrk til að mæta sínum. Fyr- ir nokkrum árum barst sending frá henni, útpxjónaðir vettlingar handa okkur hjónunum, afmælisgjöf. Hún hafði ekki getað komið í veisluna og langaði til að gleðja okkur. Þannig var hugur hennar. í dymbilviku í fyrra hittumst við á Löngumýi-i á samvenx fyrir aldr- aða. Flest fólkið vax- farið að spila, hún naut þess að sitja við gluggann, horía út, ræða í ft-iði og ró. Hún sagði að páskarnir væru sér alltaf dýrmætir, þetta væri sín mesta há- tíð, helgin og friður kyn-uviku og gleði upprisuhátíðarinnar. Og nú hveifur hún frá okkur í nánd hátíðai'innar til þess að halda vegferð sinni áfi-am með frelsaran- um. Anna var ein af þessum merku konum sem hafa gert vegferð okkar auðugri. Guð gefi ykkur, ástvinum Önnu, styrk á komandi tíma. Dalla Þórðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.