Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 15 AKUREYRI Fjarkennsla við VMA komin af tilraunastigi Mun fleiri umsóknir en hægt er að sinna FJARKENNSLA í Verkmennta- skólanum á Akureyri hefur síðustu fimm ár verið rekin sem tilrauna- verkefni en því skeiði lauk um síð- ustu áramót. Ætlunin er að þjónust- an verði framvegis mikilvægur þátt- ur í starfsemi Verkmenntaskólans. Á þessum tíma hefur starfsemin vaxið og dafnað og stunda nú 270 nemendur nám í fjarkennslu við skólann. Haukur Jónsson skólameistari sagði nokkur tímamót í fjarkennsl- unni nú þegar hún færi af tilrauna- stiginu, en vilyrði hefði fengist í menntamálaráðuneytinu fyrir því, að auknar fjárveitingar fengjust til verkefnisins. Alls eru nú 5 tölvustof- ur í skólanum og nemendur hafa að- gang að 80 til 90 tölvum. Nýlega var öflugt tölvuherbergi tekið í notkun við skólann eða nokkurs konar verk- efnastofa sem ætlunin er að bjóða fyrirtækjum og stofnunum að nýta fyrir námskeiðshald fyrir starfsfólk sitt. Haukur Ágústsson kennslustjóri fjarkennslu og öldungadeildar sagði Morgunblaðið/Kristján ADAM Oskarsson kerfisstjóri, Haukur Jónsson skólameistari og Há\i- dán Örnólfsson aðstoðarskólameistari. að vorið 1994 hefði lítil tilraun verið gerð til að prófa hvort hægt væri að kenna gegnum tölvur, byrjað hefði verið á að kenna einn áfanga í ensku og einn kennari sinnti kennslunni. Nú væru 116 áfangar í boði og kennarar 48 talsins. Áður voru kennarar eingöngu úr VMA, en nú eru á bilinu 40 til 45% þeirra utan skólans, m.a. er einn í Noregi. „Það skiptir engu hvar nemendur og kennarar eru staðsettir," sagði Haukur, en til að mynda á síðasta misseri dreifðust nemendur yfir 17 tímabelti, voru allt frá Tailandi og að strönd Kaliforníu. Mai'gir nem- anna eru í Evrópu og Bandaríkjun- um, einnig í Rússlandi, Grænlandi og Mið-Ameríku. Að jafnaði sækja um 400 til 450 manns um nám í fjarkennslunni en ekki er unnt að taka við nema um 250 til 270 nemendum á önn. Kennd- ir eru áfangar til stúdentsprófs og þegar hafa stúdentar verið braut- skráðir frá skólanum úr fjarkennslu. í framtíðinni er ætlunin að byggja upp starfsgreinatengt nám, þróa námskeiðsform í samvinnu við at- vinnulífið og þá sagði Haukur það sinn draum að bjóða upp á kennslu fyrir útlendinga í íslensku og kynna þeim menningu og sögu landsins. Adam Óskarsson kerfisstjóri sagði að uppbyggingin væri miðuð við eðlilega tölvueign almennings. „Við reynum að hafa þetta eins ein- falt og mögulegt er svo allir eigi þess kost að stunda námið," sagði Adam. Fyrirhuguð verslunarbygging í Vatns- mýrinni í Reykjavík Mikil eftirspurn eftir plássi GIFURLEG eftirspurn er eftir plássi í því verslunarhúsnæði, sem Vatnsmýrin ehf. fyrirhugar að reisa í Vatnsmýrinni í Reykjavík, við Um- ferðarmiðstöðina BSÍ. Kaupfélag Eyfirðinga á 60% hlut í félaginu og sagði Sigmundur Ófeigsson, fram- kvæmdastjóri verslunarsviðs KEA, að áhuginn væri miklu meiri en gert hafi verið ráð fyrir. „Við erum þvi að reyna hámarka byggingarétt á lóðinni, sem er um 3 hektarar, en fórum þó ekki af stað fyrr en gengið hefur verið frá öllum málum gagnvart umhverfinu og borgaryfirvöldum. Við erum að semja við skipulagsyfirvöld og vænt- anlega fer fram grenndarkynning, eins og við barnaspítalann þarna skammt frá." Margir vilja setja upp pítsustað Sigmundur sagði að áhuginn hjá þeim aðilum sem reka pítsustaði væri sérstaklega mikill og að nánast allir þeir aðilar sem reka slíka staði hafi haft samband. Auk þess fjöl- margir aðrh- aðilar sem eru með sér- verslanir og annan rekstur. Sigmundur sagði að BSÍ vildi vera áfram á sama stað og tengjast KEA og félagið sjái sér hag í því. Hann sagði að einnig hafi verið rætt um að Flugrútan, sem sér um akstur til Keflavíkurflugvallar, komi þarna á svæðið. Morgunblaðið/Kristján SVALBAKUR EA fer á ný undir þýskan fána í næsta mánuði. Áður fer skipið einn túr til viðbótar á vegum ÚA. Svalbakur EA undir þýskan fána á ný UTGERÐARFELAG Akureyringa hf. hefur leigt frystitogarann Sval- bak EA á ný til þýska útgerðarfyrir- tækisins Mecklenburger Hochseef- ischerei, MHF. Sæmundur Friðriks- son, útgerðarstjóri ÚA, sagði miðað við að skipinu öðlist nýjan fána út um miðjan apríl og það verði í leigu í um hálft ár. Sæmundur sagði að Svalbakur færi til karfaveiða á Reykjaneshrygg á vegum MHF í næsta mánuði. Skipið var í leigu hjá MHF á síðasta ári en kom til UA í byrjun nóvember sl. Svalbakur hefur farið þrjá túra fyrir ÚA frá þeim tíma og á eftir að fara einn túr til viðbótar á vegum fé- lagsins. Svalbakur kom til Akureyr- ar í vikunni, eftir rúmlega 30 daga túr, og var aflaverðmætið um 53 milljónir króna. Afli upp úr sjó var rúmlega 460 tonn en uppstaðan var karfi og þorskur. Kaldbakur EA, ísfisktogari ÚA hélt til veiða á ný í gær, eftir að hafa landað rúmum 160 tonnum hjá félag- inu, mest kárfa. Þá kemur ísfisktog- arinn Árbakur EA inn til löndunar um helgina með fullfermi, eða 120- 130 tonn, eftir vikutúr. Árbakur hef- ur verið að gera það ágætt að undan- fórnu en skipið landaði um 70 tonn- um á Eskifirði nýlega eftir fjögurra daga veiðiferð. Morgunblaðið/Kristján FRÁ fundi um þekkingarbúskap og byggðaþróun í Háskólanum á Akureyri í gær. Rannsóknarráð íslands, Háskóli íslands og Háskólinn á Akureyri Setja á laggirnar rannsóknarnet RANNSÓKNARNET verður sett upp á vegum Rannsóknarráðs Js- lands i samvinnu við Háskóla Is- lands og Háskólann á Akureyri. Tilgangurinn er að efla rann- sóknir og uppbyggingu þekking- ar á Islandi með aukinni sam- hæfingu og samstarfi háskól- anna og stofnana atvinnuveg- anna. Þetta kom fram í máli Þor- steins Gunnarssonar, rektors Háskólans á Akureyri, á fundi um þekkingarbúskap og byggða- þróun sem Rannsóknarráð Is- lands efndi til í Háskóianum á Akureyri í gær. „Rökin fyrir því að reka byggðastefnu eru efnahagsleg, menningarleg og snúa að örygg- ishagsmunum. En ekki síst felast rökin fyrir því að reka byggða- stefnu í þeirri ögrun sem felst í því að vera lslendingur og búa og starfa í strjálbýlu og harðbýlu Iandi. Sú fjölbreytta og krefjandi reynsla gerir Islendingum kleift að leggja sitt af mörkum til ann- arra þjóða. Ekki síst mun upp- bygging þekkingarsamfélags 21. aldarinnar við slfkar aðstæður geta orðið markvert framlag Is- lendinga til heimsmenningarinn- ar," sagði Þorsteinn og bætti við að háskóli, sem tæki það alvar- lega að vinna að byggðaþróun, þyrfti að hafa það sem stefnu að þjóna atvinnulífi um allt land og líta á það sem hlutverk sitt að auka lífsgæði í landinu með því að leggja sérstaka áherslu á landsbyggðina. „Þjóðarháskóli" Um fyrirhugað rannsóknarnet sagði háskólarektor, að sú fram- tíðarsýn kæmi fram í stefnumót- un Rannsóknarráðs íslands að rannsóknarstofnanir hins opin- bera ásamt háskólum landsins mynduðu sameiginlegan heild- arvettvang, eins konar „þjóðar- háskóla" til þekkingaruppbygg- ingar, vísindaþjálfunar og hag- nýtra rannsókna. Rannsóknar- ráð lsliind í samvinnu við Há- skóla íslands og Háskólann á Akureyri hefðu haft um það for- göngu að bjóða rannsóknar- stofnunum atvinnuveganna til samstarfs um að setja rannsdkn- arnetið á laggirnar. Ávinningurinn gæti m.a. falið í sér að stofnanirnar efla þekk- ingaruppbyggingu um leið og starfsmenn þeirra tengjast þjálf- un nemenda í rannsóknarnámi, háskólamir tengjast öflugri að- stöðu til rannsókna og samstarf þeirra við atvinnulífið eykst og fyrirtækjum býðst þátttaka í öfl- ugu rannsóknar- og þróunar- starfi. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskólinn verður kl. 11 á morgun í safnaðarheimninu. Föndur. Guðs- þjónusta kl. 14 sama dag, flutt verður litanía séra Bjarna Þor- steinssonar, sem er með því feg- ursta sem íslenska kirkjan á. Æskulýðsfélagið fer í skautaferð á Vestmannsvatn á morgun, takið með ykkur nesti. Biblíulestur í safnaðarheimilinu kl. 20.30 á mánu- dagskvöld í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar. Mömmumorgunn í safnaðarheimili kl. 10 til 12 á mið- vikudag. Föstuguðsþjónusta kl. 20.30 á miðvikudagskvöld, sungið úr Passíusálmum, lesið úr píslar- sögunni og flutt litanía. Kyrrðar- og fyrirbænastund á fimmtudag kl. 12 sem hefst með orgelleik. Sam- skipta- og sjálfsstyrkingarnám- skeiðið Konur eru konum bestar hefst mánudaginn 22. mars í Lax- dalshúsi, leiðbeinandi sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Hjónanámskeið verður haldið fimmtudagskvöldið 25. mars í safnaðarheimilinu. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera og messa kl. 11 á morgun, sameig- inlegt upphaf. Foreldrar hvattir til að mæta með börnunum, vænst er þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeirra. Fundur æskulýðsfé- lagsins verður kl. 20 í kirkjunni. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera kl. 12 til 13 á miðvikudag. Helgi- stund og léttur málsverður að henni lokinni. Fjölskyldumorgunn kl. 10 til 12 á fimmtudag, heitt á könnunni og safi fyrir börnin. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun, almenn samkoma kl. 17 og unglingasam- koma kl. 20. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. Krakkaklúbbur fyrir 6-10 ára á miðvikudag og 11 plús mínus fyrir 10-12 ára á fóstudag kl. 17. Flóamarkaður á föstudögum frá 10 til 18. HRÍSEYJARKIRKJA: Sunnudaga- skóli í kirkjunni kl. 11 á morgun, sunnudag. Kirkjukvöld í kirkjunni kl. 20.30 um kvóldið. Ræðumenn verða dr. Arnór Sigfússon fugla- fræðingur og Arna Ýrr Sigurðar- dóttir guðfræðingur. HÚSAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli á morgun kl. 14. Vænst er þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeirra. Ræðumaður er Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Kaffi og með- læti eftir messu í Kirkjubæ þar sem Jónas kynnir hjálparstarfið í máli og myndum. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sam- komur helgarinnar falla niður vegna sýninga á leikritinu „Frá hliðum himins til loga vítis", sem sýnt verður í félagsheimilinu Laugaborg í Eyjafjarðarsveit sunnudags-, mánudags- og þriðju- dagskvöld kl. 20 öll kvöldin. Að- gangur er ókeypis og allir velkomn- ir meðan húsrúm leyfir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa f dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í kirkjunni við Eyrarlandsveg 26. KFUM og K: Almenn samkoma kl. 20.30 á sunnudagskvöld. Ræðumað- ur er Jónas Þórisson. Fundur í yngri deild kl. 17.30 á mánudag fyr- ir drengi og stúlkur 8-12 ára. LAUGALANDSPRESTAKALL: Messa í Kaupvangskirkju kl. 11 á morgun. Messa í Grundarkirkju sama dag kl. 13.30 og á Krist- nesspítala kl. 15. Foreldrar vænt- anlegra fermingarbarna sérstak- lega velkomnir ásamt börnum sín- um, en stutt stund verður með þeim og sóknarpresti að lokinni at- höfn. Föstumessa verður í Munka- þverárkirkju kl. 20.30 á miðviku- dagskvöld. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun, messa kl. 14, sr. Guðmundur Guðmunds- son messar, kirkjukaffi. SJÓNARHÆÐ: SunnudagaskóU kl. 13.30 á morgun í Lundarskóla. Al- menn samkoma á Sjónarhæð, Hafnarstræti 63, kl. 17. Fundur fyrir 6-12 ára börn kl. 18 á Sjónar- hæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.