Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þingvallanefnd tapar áttum ENN á ný hefur Þingvallanefnd ákveðið að vega að fólkinu við Þingvallavatn með því að leggja fyrir Alþingi ekM bara eitt frum- varp til laga heldur tvö frumvörp, sem ætluð eru til að auka völd nefndarinnar og áhrif umhverfis vatnið og langt út fyrir það. Alla forræðishyggjuna sem þar kemur fram er svo reynt að klæða í bún- ing náttúru- og vatns- verndar, sem studd er Bjarni rökum vafasamrar Helgason fræðimennsku. Reynd- ar eru hugmyndirnar um verndun- araðgerðir víðs fjarri öllum raun- veruleika því að Þingvallanefnd ætlar sér sjálfdæmi í eigin málum. Illu heilli er hér um gamla upp- vakninga að ræða því að sams kon- ar hugmyndum var reynt að troða í gegn þegar unnið var að svæðis- •v skipulagi fyrir Grafnings-, Gríms- nes- og Þingvallahreppa fyrir nokkrum árum. Urðu harðar deilur milli heimamanna annars vegar og skipulagsmanna hins vegar um þennan þátt. Og undir lokin var það skilyrði sett af hálfu heima- manna ef ljúka ætti skipulagsgerð- inni að fallið væri frá öllum hug- myndum um setningu einhvers konar sérlaga fyrir svæðið. Tveir óbreyttir nefndarmenn Þingvalla- nefndar virtust á þeim tíma standa ->• heilshugar að baki heimamönnum í deilum þeirra við ráðríka fulltrúa skipulagsyfirvalda. Formaður nefndarinnar kaus hins vegar af einhverjum ástæðum að túlka þessar deilur sem innbyrðis átök heimamanna. Rétt er að hafa í huga að Þing- vallanefnd er nefnd þriggja alþing- ismanna, sem trúað hefur verið fyrir forsjá þjóðgarðsins og helgi- staðarins á Þingvöllum. En hjá stjórnmálamönnum skipast stund- um fljótt veður í lofti og svo fór hér. Mennirnir, sem áður stóðu með fólkinu og töldu sig jafnvel fulltrúa þess, hafa nú snúist gegn því og fara hamfórum í forræðis- hyggju sinni og þjónkun við annar- leg sjónarmið. Minna má á, að þessar drottnunarhugmyndir sáu fyrst dagsins ljós fyrir um 15 árum síðan í blaðaviðtali við mann, sem af einhverjum ástæðum hefur síð- an orðið sérlegur ráðgjafi Þing- vallanefndar. í þvi viðtali lagði ráð- gjafinn til að allri byggð kringum Þingvallavatn, jafnt sumarhúsa- byggð sem hefðbundnum búskap yrði útrýmt hið fyrsta. Fyrir ári lagði formaður nefnd- arinnar fram frumvarp um stór- fellda stækkun þjóðgarðsins á Þingvöllum þar sem meðal annars átti að leggja eignir og jarðir, sem « féllu undir fjóra hreppa, Þingvalla- sveit, Laugardal, Grímsnes og Grafning, bótalaust undir hramm Þingvallanefndar. Að auki ætlaði Þingvallanefnd sér þá að verða einhvers konar yfirsveitarstjórn á svæðinu og vildi fá neitunarvald í einu og öllu ofar bæði kjörnum sveitarstjórnum og öðrum stjórn- sýslustofnunum þjóðfélagsins. Allt átti þetta að vera í þeim góða til- gangi gert að efla mannlíf á svæð; inu og varðveita gróðurfar þess. I frumvarpinu þá var engu að síður < einkar athyglisverð heimild til að stunda einhverja ótiltekna gróður- eyðingu á svæðinu, ef Þingvalla- nefnd skyldi svo þóknast. Þá voru mikilvæg ákvæði varðandi mengun Þíngvallavatns af mannavöldum og bann við röskun búsvæða silungs- ins í vatninu, sem Þingvallanefnd ætlaði sér líka að stjórna. Fyrra r ákvæðið er þó hálfhallærislegt í 4mæR M ljósi meintra frá- rennslisvandamála á aðalumráðasvæði nefndarinnar, á sjálf- um Þingvöllum. Síðara ákvæðið sýnir kannski yfirganginn betur í hnotskurn, þegar haft er í huga, að um árabil hefur Þingvallanefnd verið sá aðili við vatn- ið, sem ekki hefur talið sig þurfa að virða reglur veiðifélags vatnsins varðandi veiði. Af hálfu sveitar- stjórna og annars heimafólks var strax brugðist gegn þessum furðulegu miðstýringar- og landvinningaá- formum nefndarinnar. En þrátt fyrir það kynnti formaður nefnd- arinnar málið rækilega í öllum fjöl- miðlum eins og um það væri full sátt og samstaða. Af öllu saman verður því ekki önnur ályktun dregin en litið hafi verið á fólkið við Þingvallavatn sem annars flokks kjána, sem enginn myndi taka eftir þótt valtað væri yfir. Fé- lag jarðeigenda við Þingvallavatn vísaði fyrrgreindu frumvarpi á bug og hugmyndum um friðun lands og vatnasviðs utan þjóðgarðsins sem tilefnislausum. Þessi orð eiga líka við hina nýju afurð Þingvalla- nefndar. Mótþrói fólksins á svæð- inu á síðastliðnu sumri gegn hinu fyrirhugaða ofurvaldi Þingvalla- nefndar virtist koma nefndar- mönnum á óvart en varð þó til þess að nefndin óskaði eftir nánari við- brögðum nokkurra valinna manna á svæðínu við frumvarpinu. Þetta leiddi síðan til þess, að frum- varpsómyndin var endurskoðuð þannig að úr urðu tvær. Þar er ögn reynt að draga úr valdstjórn Þing- vallanefndarinnar og færa ofur- valdið til umhverfisráðherra í sér- stöku vatnsverndarfrumvarpi. Allt skal þó ráðherrann gera í samráði við sveitarstjórnir og Þingvalla- nefnd eins og hún teljist sjálfstæð sveitarstjórn við hliðina á sveitar- Þingvallavatn Af öllu saman verður því ekki önnur ályktun dregin, segír Bjarni Helgason, en litið hafí verið á fólkið við Þing- vallavatn sem annars flokks kjána, sem eng- inn myndi taka eftir þótt valtað væri yfír. stjórnum fólksins. Athyglisverðast er þó kannski það, að Þjóðgarður- inn á Þingvöllum á ekki að vera hluti af vatnsverndarsvæðinu. Þar á Þingvallanefnd sjálf að semja reglurnar og sjá um framkvæmd þeirra í samræmi við eigin hug- myndir og vilja. Reynslan hefur hins vegar sýnt að Þingvallanefnd- um hefur ekki beinlíns hentað slíkt stjórnunarhlutverk. Um 90% af öllu því vatni sem í Þingvallavatn berst kemur undan Þingvalla- hrauninu innan núverandi umráða- svæðis Þingvallanefndar. Á því sérstaka svæði er vafalítið brýnt að setja strangari umgengnisregl- ur með tilliti til hugsanlegra meng- unarslysa, ekki hvað síst í ljósi þess hve Þingvallanefnd hefur oft virst ótrúverðug og sinnulítil sem alvöru vörsluaðili þess helgistaðar, sem henni ber að annast lögum samkvæmt. Með fylgiskjali eftir sérlegan ráðgjafa nefndarinnar, sem fylgir báðum frumvörpunum hefur núverandi Þingvallanefnd stigið skrefum lengra en fyrir- rennarar hennar og orðið ber að óvönduðum vinnubrögðum. Er þó af ýmsu að taka og vissulega skoð- unarefni hvernig ýmiss konar op- inberum fjármunum hefur verið ráðstafað í nafni vísinda og vafa- samrar fræðimennsku. Hvað skyldu milljónirnar vera orðnar margar sem í gegnum árin hefur verið varið til hinnar sérkennilegu áróðursvinnu hins sérstaka ráð- gjafa og hugmyndafræðings Þing- vallanefndar í langvinnri baráttu hans gegn mannvist og búskap kringum Þingvallavatn? Höfundur erjarðvegsfræðingur og formaður Félags jarðeigenda við Þingvallavatn. Lækkum orku- verð til íslenskr- ar garðyrkju LYKILLINN að framþróun og mark- vissri uppbyggingu íslenskrar garðyrkju er lækkun orkuverðs því of hátt orkuverð stendur í vegi fyrir frekari vexti greinar- innar. Við undirritað- ir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins lögð- um fram í vetur á Al- þingi þingsályktunar- tillögu um þetta efni, en mikilvægt er að þetta mál vinnist sem fyrst í þágu lands og þjóðar. Garðyrkja, sér- staklega ræktun í gróðurhúsum, er vaxandi atvinnugrein á íslandi og mikill vaxtarbroddur er í faginu sem kalla má græna stóriðju. Með lækkun orkuverðs til garðyrkju má gera ráð fyrir að notkun aukist og þá opnast fjölmargir möguleikar. Til dæmis verður markaðssetning erlendis á íslensku grænmeti þá raunhæf, en eiturefnanotkun í garðyrkju á íslandi er sú allra Grænmeti Með lækkun orkuverðs til garðyrkju má gera ráð fyrir, segja Arni Johnsen og Sturla Arni Johnsen Sturla Böðvarsson Böðvarsson, að notkun aukist og þá opnast fjölmargir möguleikar. minnsta í Evrópu. Uppbygging ís- lenskrar garðyrkju er merkilegt framfaramál og það er mikill mis- skilningur og vankunnátta ef ein- hverjum dettur í hug að græna stóriðjan sé ekki af hinu góða fyrir ísland. Garðyrkjubændur eru nú stór- kaupendur raforku og þegar orku- notkun þeirra er borin saman við orkunotkun stóriðju verður að hafa hliðsjón af því að íslensk garðyrkja er mjög umhverfisvæn og hefur já- kvæð áhrif á loftslagsbreytingar og dregur úr neikvæðum áhrifum auk þess að um 500 ársverk, eða 9%, af ársverkum í landbúnaði eru í garð- yrkjunni, en alls má áætla að um 1.500 manns vinni beint og óbeint við garðyrkju á öllum póstum. Þá er garðyrkjan vaxtarbroddur í dreifðari byggðum landsins og stuðlar þannig að byggðajafnvægi. Gæði og ferskleiki aðgreina ís- lenskt grænmeti frá öðru græn- meti sem neytendum stendur til boða. Þessi atriði, það vistvæna og holla í okkar eigin ranni, atvinnu- sköpun sem skiptir miklu máli á landsmælikvarða, útflutnings- möguleikar og efling grænnar stór- iðju á íslandi og síðast en ekki síst vinnur garðyrkjan fyrir ísland svo um munar til þess að fullnægja al- þjóðlegum samningum íslendinga varðandi mengun vegna þess hve umhverfisvæn hún er. Lækkun orkuverðs til íslenskrar garðyrkju er stórkostlegt framfaramál. Höfundar erþingmenn Sjálfstæðis- flokksins i Suðurlandskjördæmi og Vesturlandskjördæmi. „Krítartöflu- kenningar" AÐ GEFNU tilefni langar mig að bjóða landsfundargesti í Sjálfstæðisflokknum sérstaklega velkomna á heimasíðu mína (Krítartaflan, www.hi.is/—gylfason- /index2.htm), þar sem er að finna mslgan my- drnan frðleik um sjvr- tvesmál og margt fleira. Þar kmur mðal anars þetta fram: Eitt af fyrstu vekum vðreinrstjónrinar rið 1959 var að taka sjvr- tvginn af beinu rksfr- mfæri. Rkstgjöld til tvesins voru skrin n- ður úr 43% af rkstgjödum í heild í 3% á ðeins tveim rum (þetta er ekki pretvilla). Féð, sem þannig var lsað, var ntað til þess að auka frmlög til mennamála úr 7% í 11% af rkstgjödum, eins og hendi væri vefað, frmlög til helbriðsmála úr 6% í 8%, til tryginamála úr 10% í 26% - og ladbnðrmála úr 8% í 16% (!). Þetta stedur allt sman syart á hvítu í Hgskinnu (bls. 759). Á móti var gengi krnunar fellt í tvígang 1960 og 1961, svo að tvgrinn hélt að vonum velli. Allt þetta var gert svo Þorvaldur Gylfason að segja í einum rykk. Ríkisstjórnin boðaði þennan róttæka upp- skurð ekki fyrir kosn- ingarnar 1959, enda hefði hún þá e.t.v. ekki verið mynduð, heldur gekk hún rösklega til verks strax að lokinni stjórnarmyndun - og sat síðan að völdum í 12 ár. Sem sagt: þetta er hægt. Einmitt þetta þarf að gera við land- búnaðinn án frekari tafar, eins og gert var á Nýja-Sjálandi 1984, og þótt fyrr hefði verið - og síðan aftur við sjávarútveginn, því að hann er nú á óbeinu ríkisframfæri í gegnum gjafakvótakerfið. Skuldir íslenzkra útvegsfyrir- tækja námu næstum 150 milljörð- um króna í árslok 1998 skv. áætluð- um tölum frá Seðlabanka íslands og hafa aldrei verið meiri. Þetta gerir rösklega 10 milljónir króna á hvern vinnandi mann í sjávarút- vegi. Skuldirnar hafa aukizt um 56% síðan í árslok 1995. Kvótakerf- inu í núverandi mynd var ætlað að stuðla að hagræðingu og þá vænt- anlega einnig að endurgreiðslu skulda, en það hefur leitt til þveröf- ugrar niðurstöðu, skuldasöfnunar - og að vísu einnig til eignamyndun- ar á móti, en fiskveiðistjórnarkerf- inu var ekki ætlað að greiða fyrir áframhaldandi fjárfestingu í út- vegi. Álagning veiðigjalds í tæka tíð - með því að fara gjaldheimtu- leiðina, uppboðsleiðina eða afhend- ingarleiðina eða einhverja blöndu af öllum þrem, sem er hyggilegast og einnig langvænlegast til að sætta ólík sjónarmið - hefði leitt til miklu meiri og skjótari hagræðing- ar en átt hefur sér stað og hefði dregið úr skuldum útvegsins í stað þess að auka þær. Kvótakerfi Flotinn er ennþá allt of stór, og hann hefur minnkað óverulega, segir Þorvaldur Gylfa- son, síðustu ár við núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfí. Aflaverðmæti úr sjó hefur tæp- lega fjórfaldazt á föstu verðlagi síð- an 1945, á meðan fiskstofnar hafa rýrnað verulega vegna ofveiði, þorskstofninn til dæmis um þriðj- ung eða jafnvel helming að mati fiskifræðinga. Á sama tíma hefur fiskiskipaflotinn (mældur í krónum á föstu verðlagi, ekki í tonnum) næstum átjánfaldazt. Þetta þýðir það, að afköst á hverja fjár- magnseiningu í útvegi hafa dregizt saman um næstum 80% síðan 1945. Flotinn er ennþá allt of stór, og hann hefur minnkað óverulega síð- ustu ár við núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfi. Hefði veiðigjald verið tekið upp í tæka tíð, í síðasta lagi árið 1984 við lögfestingu kvótakerfisins, eins og margir hag- fræðingar og aðrir lögðu til á þeim tíma, þá væri flotinn nú kominn miklu nær eðlilegri stærð, senni- lega alla leið að settu marki. Þannig hefði mátt komast hjá hinni gríðarlegu offjárfestingu í fiski- skipum og meðfylgjandi sóun af sjónarhóli þjóðarbúsins í heild og firra bankakerfið verulegum hluta þess útlánataps, sem það hefur orðið fyrir síðan 1987 og nemur 1 milljón króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Þrátt fyrir þessar staðreyndir sendu for- sætisráðuneytið og utanríkisráðu- neytið í hvert hús fyrir nokkrum misserum skrautprentaðan bæk- ling, þar sem því var haldið fram, að núverandi kvótakerfi hefði leitt til 60% framleiðniaukningar í sjáv- arútvegi. Mig langar að lokum að vekja at- hygli landsfundargesta á nýrri vefslóð um auðlindir í almannaþágu (www.kvotinn.is), því að einnig þar er boðið upp á fjölbreyttan fróðleik um stjórn fiskveiða, með beztu ósk- um um ánægjulegan og árangurs- ríkan landsfund. Höfundur er práfessor íHáskóla Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.