Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Útlit fyrir samdrátt í
flutningum
Efnahagsáhrif
helsta
ástæðan
STJÓRNENDUR Eimskipafé-
lags íslands hf. telja að til þess
geti komið að á síðari hluta
þessa árs kunni að draga úr eft-
irspurn hér innanlands í fram-
haldi af efnahagssamdrætti í
fjarlægari Austurlöndum,
Rússlandi og Suður-Ameríku.
Að sögn Harðar Sigurgestsson-
ar, forstjóra Eimskipafélagsins,
eru það því almenn efnahagsá-
hrif í viðskiptalífinu sem hafa
þessi áhrif. „Þar til viðbótar er
augljóst að til dæmis verð á
loðnuafurðum hefur hrunið og
við teh'um að það kunni að verða
breyting á eftirspurn eftir fieiri
sjávarafurðum. Það er búið að
tala um þetta áður og við erum
búnir að vera að tala um þetta í
2-3 mánuði. Við sendum út yfir-
lit um janúar snemma, þar sem
við sögðum frá þessu," sagði
Hörður.
Tap á Maras Linija
Eimskip hefur tapað allt að
300 milljónum króna á rekstri
Maras Linija Ltd., frá því sá
rekstur hófst í júní 1996. Að
sögn Harðar varð tapið á öllu
þessu tímabili en að verulegum
hluta á síðasta ári.
„Það komu upp alvarleg
vandamál í þessum rekstri eftir
endanlegt efnahagshrun í Rúss-
landi síðari hluta sumars 1998.
Þetta er nettótala þegar við
höfum jafnframt tekið tillit til
ávinnings í öðrum dótturfyrir-
tækjum okkar og skattalegra
áhrifa," sagði Hörður.
Stjórnarformenn í nokkrum stærstu hlutafélögunum ósammála Víglundi Þorsteinssyni
Telja hluthafalýðræðið
ígóðu lagi hér a landi
HÖRÐUR Sigurgestsson, forstjóri
Eimskipafélags íslands, segir að það
sé rangt hjá Víglundi Þorsteinssyni,
formanni stjórnar Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna, að einhver sérstök
ákvæði séu í samþykktum Eimskips
sem geri það flókið fyrir hluthafa að
leggja fram tillögur fyrir aðalfund. I
máli Víglundar á aðalfundinum kom
einnig fram að hann teldi að auka
þyrfti hluthafalýðræði í almennings-
hlutafélögum hér á landi á þann hátt
að hluthafar hafi meira um stefnu og
markmið félagsins að segja.
„Hlutafélagalögin voru síðast end-
urskoðuð og samþykkt á Alþingi
1995 og í framhaldi af því voru sam-
þykktir Eimskips endurskoðaðar.
Þessi ákvæði þar sem er að finna um
það með hvaða hætti leggja eigi
gögn fyrir hluthafafund í Eimskip
eru í 17. grein samþykktanna og þau
eru efnislega samhjjóða 86., 88. og
89. grein hlutafélagalaganna. Þannig
að þetta sem þarna er haldið fram er
rangt," sagði Hörður.
Hörður, sem jafnframt er stjórn-
arformaður Flugleiða, sagðist telja
að hér á landi væru öll skilyrði til
þess að hluthafalýðræði væri virkt
og í lögum og samþykktum fiestra
stærri hlutafélaga á íslandi væru
þessar reglur þess eðlis að þær væru
fullkomlega eðlilegar og að hér gæti
ríkt allt það lýðræði sem menn vilji
hafa.
I ræðu sinni á aðalfundi Eimskips
sagði Víglundur að hann vildi sjá
fleiri hluthafafundi í félaginu þar
sem fram færi lífleg og eðlileg um-
ræða líkt og fram færi í Bandaríkj-
unum. Kristján Loftsson, stjórnar-
formaður Olíufélagsins hf., sagði í
samtali við Morgunblaðið að hann
teldi að eins og málum væri háttað í
íslenskum hlutafélagalögum þjónaði
það vel hluthöfunum og það væri í
takt við sem væri í nálægum lönd-
um.
Hann sagðist hafa kynnt sér að í
Bandaríkjunum væru birtar afkomu-
tölur ársfjórðungslega og einu sinni
á ári væri haldinn hluthafafundur
þar sem hluthafar hefðu rétt til að
koma með fyrirspurnir og tillögur.
Þar væri ákvæði sem væri strangara
hér á landi, þannig að ef flytja ætti
veigamikla tillögu þyrfti viðkomandi
að sanna að hann hefði á bak við sig
visst hluthafamagn til að geta lagt
tillöguna fram og hana þyrfti yfir-
leitt að leggja fram með nokkurra
mánaða fyrirvara. Hérna væri þessu
öfugt farið þar sem hverjum og ein-
um hluthafa væri frjálst að leggja
fram tillögur og taka til máls á fund-
um.
„Eg er alveg hlessa að heyra það
að stjórnarformaður stærsta lífeyris-
sjóðs íslands viti ekki betur. Sér-
staklega vegna þess að mér skilst að
Lífeyrissjóður verzlunarmanna eigi
um 10 milljarða í erlendum hluta-
bréfum í hinum ýmsu hlutafélögum,"
sagði Kristján.
Mikið upplýsingaflæði
til hluthafa
Benedikt Sveinsson, nýkjörinn
stjórnarformaður Eimskipafélags
Hdföu stjórn
á fdxumferðinrii
Meðfaxhólfi Símansferðu ekki á mis við mikilvæg skilaboð og hefur stjórn á faxumferð fyrirtækisins
Faxnotendur kannast við þau óþægindi sem hljótast af því þegar
símalína er upptekin og föx þurfa að bíða sendingar. Það veldur því
gjaman að sendingar gleymast eða tefjast óþarflega lengi.
íaxhólpið tekur við öllum föxum þegar faxtækið er í notkun eða
línan upptekin af öðrum orsökum og geymir þangað til þau eru sótt.
raxhólfid hentar sérstaklega vel þeim sem eru mikið á ferðmni
innanlands og utan, því hægt er aðflytjafax úr faxhólfi yfir í hvaða
faxtæki sem er með simtali úr tónvalssíma.
Eirunig veitir faxhólfið talsvert öryggi ef t.d. einkamál eða við-
kvæmar upplýsingai ei að finna í faxi.
Kynntuþér alla kostifaxhólfsins hjá þjónustuveri Símans í síma
8oo 7000.
/&:
SÍMINN
www.simi.is
íslands, sagði að auðvitað væri
ágætt að hluthafar væru sem best
upplýstir um hag viðkomandi hluta-
félaga. I gangi væri mikil upplýs-
ingamiðlun til þeirra og hluthafa-
fundir væru aðeins ein af þeim leið-
um sem lægi á milli hluthafa og fé-
laganna.
„Það eru gefnar út alls konar
upplýsingar og sumt af því sem gef-
ið er út fer í gegnum Verðbréfaþing
en annað kemur með öðrum hætti.
Þá eru fjölmiðlar að skrifa um
hlutafélög út frá ýmsum sjónar-
hornum. Það er þvi mikið flæði af
upplýsingum frá hlutafélögum
landsins til hluthafanna. Það er
ágætt að hafa svona hugvekju um
þetta eins og Víglundur var með, en
ég held að í stórum dráttum sé
þetta upplýsingaflæði og tengsl
hlutafélaganna við hluthafana í
góðu lagi," sagði Benedikt.
Hann sagði að hluthafar viðkom-
andi félaga hefðu aðgang að starfs-
fólki félaganna jafnt sem stjórnar;
mönnum sem kosnir væru árlega. I
sveitarstjórnir og til Alþingis væri
hins vegar kosið á fjögurra ára
fresti, en alltaf væri í gangi lifandi
umræða milli stjórnmálamannanna
og almennings. Spyrja mætti hvern-
ig þessu væri háttað með lífeyris-
sjóðina og hvernig samskipti
stjórna þeirra væru við þá sem eru
aðilar að sjóðunum.
„Eru margir fundir þar á ári?
Eru stjórnir þeirra kjörnar beint af
aðilum eða hvernig er því kjöri hátt-
að? Er þar kosið til eins árs eða
kannski til þriggja ára? Ég held að
miðað við þjóðfélagið í heild sé upp-
lýsingaflæðið í hlutafélögunum og
tengslin við hluthafana býsna náin,"
sagði Benedikt.
Æskilegt að birta þriggja
mánaða uppgjör
Frosti Bergsson, sem er stjórnar-
formaður meðal annars í Skýrr og
Opnum Kerfum, sagðist telja að
upplýsingagjöf til almennra hlut-
hafa í almenningshlutafélögum gæti
batnað frá því sem nú er, t.d. með
því að birta þriggja mánaða uppgjör
félaganna.
„Mér finnst hins vegar að hefð-
bundnir aðalfundir sem haldnir eru
árlega séu hið eðlilega og ástæðu-
laust að breyta því. Það eru síðan
heimildir í flestum lögum félaga að
menn geta beðið um aukaaðalfundi
og ef einhver meiriháttar mál koma
upp þá geta stjórnir boðað til auka-
aðalfunda. Menn kjósa stjórn og
treysta henni, og ef menn standa sig
ekki þá eru þeir felldir úr stjórn-
inni, en hluthafar hafa aðgang að
stjórnarmönnum og geta spurt þá
um málefni viðkomandi félags. Það
eru ákveðnar leikreglur í gildi núna
og ég er sáttur við þær. Það er svo
annað mál að í mörgum hlutafélög-
um er það aðeins ákveðin prósenta
bréfa sem er að ganga kaupum og
sölum. Það er því ákveðið valdajafn-
vægi í þessum félögum þar sem
myndast hafa ákveðnar blokkir sem
eiga sína fulltrúa i stjórn," sagði
Frosti.
Víglundur Þorsteinsson
VÍGLUNDUR Þorsteinsson, stiórn-
arformaður Lífeyrissjóðs verzlun-
armanna, segir að ummæli sín á að-
alfundi Eimskips á fúnmtudag, um
að auka þyrfti hluthafalýðræði í al-
menningshlutafélögum á Islandi á
þann hátt að hluthafar hafí meira
um stefhu og markmið félagsins að
segja, sé í samræmi við nýendur-
skoðaða hluthafastefnu Lffeyris-
sjóðs verzlunarmanna.
I hluthafastefhu sjóðsins segir:
„Sjóðurinn gegnir eigendaskyld-
um sínuni með virkum hætti og
kemur ábendingum um rekstur og
stefhu félaga sem sjóðurinn er hlut-
hafi í á framfæri á hluthafafundum
og með samskiptum við stjórnend-
ur viðkomandi fyrirtækja.
Lífeyrissjóðurinn tekur afstöðu
til mála á hluthafafundum með at-
kvæðum sfnum og á hlutabréfa-
markaði með aðgerðum sínum.
Hann tekur þátt í stjórnum félaga
þegar aðstæður og stærð eignar-
hlutar sjóðsins kallar á slfkt.
Reglur stjórnsýslulaga um sér-
stakt hæfi gilda, eftir því sem við
getur átt, um meðferð mála og
ákvarðanatökur í stiórn sjóðsins í
einstökum málum. Reglur stiórn-
sýslulaga um sérstakt hæfi gilda
með sama hætti um þá, sem sjóður-
inn styður til stiórnunarstarfa í ein-
stökum félögum.
Af ofangreindu leiðir að stjórn-
armenn eða forstióri taka ekki
þátt í umræðum eða ákvörðunum á
stjórnarfundum sjóðsins um mál-
efhi fyrirtækja þar sem þeir hafa
hagsmuna að gæta sem starfs-
menn, eigendur eða stjórnar-
menn."
Víglundur spurði forstióra Eim-
skips, Hörð Sigurgestsson, nokk-
urra spurninga á aðalfundinum,
meðal annars út í lið 15 1 skýring-
um með ársreikingi félagins sem
nefhist „Áhættufé í öðrum félög-
I
ura" og óskaði eftir nánara yfírliti
en því sem birtist í ársskýrslu fé-
lagsins.
Þar kemur fram að samkvæmt
rekstrarreikningum dótturfélaga
nam hagnaður þeirra 469 milljón-
um króha á árinu 1998 en eftir að
tekið hefur verið tillit til tekju-
skattsskuldbindinga, yfirverðs
hlutabréfa, hlutdeildar minnihluta,
afskrifta og innbyrðis viðskipta
mili móðurfélagsins og dótturfé-
Iagannna verða áhrif dðtturfélaga
á rekstur mdðurfelagsins jákvæð
um 869 milljónir króna og er sú
fjárhæð færð til tekna í rekstrar-
reikningi.
Að sögn Víglundar kom l'rani í
svari Harðar Sigurgestssonar að
yfir 300 milljóna króna tap hafí
verið á rekstri Maras Linija. Segir
Víglundur að ekki hafi fengist
frekari skýringar á þessum þætti.
Hann segir að nánari skýringar
sem þessar séu það sem sjóðurinn
sé að reyna að kalla fram og með
því verði hluthafar betur upplýstir
um stöðu þess félags sem þeir hafa
Qárfest í.
Víglundur segir að vel upplýstir
hluthafar, sem fái að taka þátt í og
fá upplýsingar um starfsemi fé-
lagsins með jákvæðum hætti, séu
ánægðir og góðir hluthafar.
„Srjórnin og stjórnendur eiga að
taka ákvarðanir um rekstur félags-
ins en það má hafa hluthafa með í
ráðum og veita þeim upplýsingar
um stefnu og markmið. Það er
aldrei að vita nema þeir geti lagt
sitt af mörkum í hugmyndabanka.
Eins þurfa stofanafjárfestar eins
og lífeyrissjóðir og verðbréfasjóð-
ir, að fá í ársreikningum greinar-
góðar og öruggar sundurliðanir
þannig að þeir geti lagt mat á
verðmæti félaganna. Þetta á ekki
að vera neitt leyndarmál," segir
Víglundur Þorsteinsson.
I
!
Þörf á betra j
upplýsingaflæði
!