Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 74
74 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FRIÐRIK VILHJÁLMSSON + Friðrik Vil- hjálmsson fædd- ist í Hátúni í Nesi í Norðfirði 2. janúar 1921. Hann Iést á sjúkradeild Hrafn- istu í Reykjavík 27. febrúar síðastliðinn og- fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 11. mars. Það var nokkuð óvænt þegar móðir mín tilkynnti okkur systkinunum haustið 1982 að hún hygðist gifta sig á ný, enda hafði hún þá búið ein frá árinu 1970 þegar þau faðir minn skildu. Þegar svo í ljós kom að væntanleg- ur brúðgumi var eins og hann frá Norðfirði var ekki laust við að á okkur færu að renna tvær grímur. Litlu breytti þótt fljótlega væri upplýst að þeir væru þar að auki sömu ættar að hluta til. Það var ekki fyrr en við kynntumst væntan- legum eiginmanni að öllum efa- semdum var feykt á brott, því strax kom í ljós að móðir mín hafði valið ** vel og viturlega. Friðrik Vilhjálms- son reyndist öllum sem honum kynntust drenglundaður og hjarta- hlýr mannkostamaður. Samkomu- lag Friðriks við okkur systkinin var gott frá fyrstu tíð. Er á engan hall- að þótt segja megi að Friðrik og Brynja systir hafi náð sérlega vel saman. Reyndist Friðrik henni stoð og stytta á meðan hann hafði mátt og getu til. Hann fann sárt til þeirr- ar takniörkunar sem Brynju var búin vegna blindu. Þegar hún var í heimsókn sótti hann gjarnan bók eða blað og tók af sér gleraugun svö hann gæti rýnt í smátt letrið og lesið upphátt fyrir hana, eitthvað sem honum þótti fróðlegt og skemmtilegt, þrátt fyrir að hann væri sjálfur töluvert sjóndapur. Margs er að minnast í samskiptum mínum við Friðrik fóstra minn, enda komu þau móðir mín reglu- lega í heimsókn til okkar Rannveig- ar í sveitina þau ár sem við bjugg- um ásamt börnum okkar austan- fjalls. Skruppum við þá stundum saman á Þingvöll eða aðra fallega staði í nágrenninu. Upp úr stendur þó ef til vill endurminning frá okk- ar fyrstu kynnum, í einu veiðiferð ' okkar Friðriks saman, austur í Vesturárdal í Vopnafirði. Hann var félagi í Veiðifélaginu Vopna á Norðfirði sem hafði Vesturá á leigu og bauð mér eitt sinn með sér þangað í veiðí. Óli Kristján sonur okkar hafði verið í heimsókn hjá ömmu og Frissa afa á Norðfirði og fékk að koma með í veiðiferðina. Amma hans sá um að ekkert skorti í mat qg drykk fyrir sísvanga veiðimenn. Eg hafði aldrei fyrr rennt fyrir lax eða silung og eini veiðiskapurinn sem ég þekkti hafði verið stundað- ur til sjós á stærri fiskiskipum. Það var þvi með hálfum huga að ég þekktist þetta boð. Allt gekk þó að óskum og reyndist undirritaður engu síður en hver annar geta staðið með prik og spotta úti í á. Þá reyndist Óli litli ekki síður fisk- inn. Við veiddum ekki mikið af laxi en því meira af bleikju. Veiðin sjálf skipti þó ekki öllu máli. Það sem skipti máli var útivera og samvistir í fögru veðri, auk þess að þarna kynntist ég í raun Friðriki í fyrsta sinn, eins og hann var í raun og veru. Undir rólyndislegu yfir- bragði leyndist í raun ákafamaður til allra verka sem hug hans fóng- uðu. Þegar fyrsti laxinn var kom- inn á land eftir að hafa glapist á stöng viðvaningsins var Friðrik ekki mönnum sinnandi fyrr en hann var búinn að landa öðrum stærri. Lítil laxgengd hafði verið í ána á þessum árum og laxveiði því oft dræm þótt bleikjan gæfi sig oft- "*» ast. Því var það að leita þurfti lax- inn uppi í ótal hyljum í þessari þrjátíu km löngu á. Friðrik hent- ist tindilfættur til og frá á milli flúða og fossa í ánni í leit að laxakónginum, og við ókum ófærur inn á heiðar, langleiðina að upptökum árinnar í Arnarvatni, í leit að þessum stóru boltum sem áttu víst til að leynast þarna ein- hvers staðar. Við urð- um þó að láta okkur nægja meðalþungan lax á mann og kynstur af bleikju sem vitaskuld hafði veiðst í grennd við ósinn. Það kom ekki að sök því fengur sálarinnar var því meiri og gleðin yfir því að hafa fengið að vera þátttakandi í þessu ævintýri. Síðan hef ég aldrei þurft að renna fyrir lax. Endurminning um þessa einu ferð nægir. Eftir að Friðrik kvæntist Þórönnu móður minni fiutti hún frá Reykjavík og hóf að halda þeim heimili eystra, jafn- framt því sem hún tók upp störf sem sjúkraliði á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaupstað, þar sem hún gegndi síðan fullu starfi á meðan þau Friðrik bjuggu enn að stað- aldri á Norðfirði, og hann starf- rækti Netagerðina sem við hann er kennd. Þau hjónin höfðu því nóg fyrir stafni, og þeim leið vel saman. Sameiginlegt áhugamál þeirra var m.a. að ferðast og skoða sig um í heiminum. Það höfðu bæði gert hvort í sínu lagi áður, og nú fóru þau meðal annars saman í heims- reisu árið 1984, auk þess að fara á hverju ári í sólarferðir, á meðan heilsa Friðriks leyfði. Auk þessa gafst oft tækifæri til að fara á veið- arfæra- og sjávarútvegssýningar, bæði heima og erlendis. Veitull var Friðrik jafnan og gjafmildur og lét sér annt um sam- ferðafólk sitt, hann var bóngóður og vildi greiða götu hvers sem til hans leitaði. Sjálfur kunni hann vel að meta góðar veitingar í mat og drykk. Við slík tækifæri var helst ekki við annað komandi en hann væri í hlutverki gestgjafa. Þá var Friðrik félagslyndur að eðlisfari, söng í kirkjukór og hafði gaman af spilamennsku. Á útmánuðum árið 1988 fóru þau Friðrik til Lundúna þar sem hann gekkst undir hjarta- aðgerð. Hann hafði lengi vitað af ættgengri æðakölkun sem hrjáði hann. Eftir dvöl á sjúkrahúsi ytra var hann furðu fljótur að ná sér og fann strax mikinn mun á heilsunni. Að lokinni endurhæfingu á Reykja- lundi um sumarið hafði hann á orði að honum fyndist sem hann væri orðinn ungur í annað sinn. Þegar fór að nálgast sjötugt fannst hon- um heilsa sín vera með þeim ágæt- um að hann fór að ræða í alvöru að halda áfram störfum eftir að þeim aldri væri náð er flestir ráðgera að setjast í helgan stein. Hér sannað- ist hið fornkveðna, að mennirnir áætla en drottinn ræður. í nóvem- ber árið 1991 var Friðrik lagður inn á Sjúkrahús Reykjavíkur til að gangast undir aðgerð á hálsæð. Fór svo að hann varð aldrei samur maður eftir, 'því hann missti að mestu mál- og hreyfigetu og var upp á móður mína kominn með daglega umönnun og aðhlynningu; þegar sjúkrastofnunum sleppti. I einu vetfangi hafði honum verið kippt burt úr daglegri umsýslu fyr- irtækis síns og þeim trúnaðarstörf- um öðrum sem hann gegndi fyrir samfélag sitt austur á fjörðum. I framhaldi af þessu fluttust þau til Reykjavíkur og hafa verið búsett þar síðan. Friðrik dvaldi að mestu leyti heima þar til fyrir hálfu ári að hann fluttist á Hrafnistu í Reykja- vík. Því kom það sér vel að móðir mín var lærður sjúkraliði og kunni þá list að hugsa um sjúklinga og hlú að þeim og láta þeim líða bæri- lega. Þau voru löngum stundum ein saman hjónin, enda hugsaði móðir mín alein um hann allt fram undir það síðasta og nutu þau aldrei heimilishjálpar eða heimahjúkrun- ar. Eftir að Friðrik kom á Hrafn- istu naut hann góðrar umönnunar starfsfólks, sem hér skal notað tækifæri að þakka fyrir. Börn hændust að Friðriki alla tíð enda sýndi hann þeim þá virðingu að taka vel eftir þeim. Ósjaldan gaukaði hann og að þeim sælgætis- mola eða einhverju smáræði svo þau gætu keypt sér sjálf. Þegar yngri börn undirritaðs komu til Frissa afa í heimsókn á sjúkrahúsið í fyrsta sinn eftir að hann lamaðist og hafði misst mál fór hann að benda og reyna að tjá sig um eitt- hvað sem erfiðlega gekk að koma til skila í fyrstu. Þegar svo upp- laukst fyrir nærstöddum að hann vildi að börnunum yrði gefið smá- ræði í vasann, þá ljómaði hann og dæsti ánægður yfir að hafa komið að því sem hann vildi sagt hafa. Þannig var Friðrik. Blessuð sé minning hans. Rúnar Ármann. Friðrik Vilhjálmsson netagerð- armeístari lést á Hrafnistu hinn 27. febrúar sl. eftir erfið veikindi til margra ára. Við hittumst síðast hinn 11. febrúar sl. er við hjónin vorum á heimferð eftir ferð til út- landa, og áttum þá góða stund sam- an á Hrafnistu, eins og heilsa hans leyfði og miðað við aðstæður. Töl- uðum við um atvinnulífið, útgerðina og það sem efst er á baugi, og auð- fundið var að hugurinn var á heimaslóðum þótt erfiðleikar væru á tjáningu. Segja má að starfsvett- vangur hans hafi verið tengdur sjávarútvegi í ýmsum myndum alla hans starfstíð, fyrst í beitningar- skúrunum, síðan á vertíðarbátum fyrir sunnan og á síld á sumrin. Á fyrstu árunum eftir stríðið var haf- in mikil uppbygging atvinnulífsins, menn voru bjartsýnir og höfð voru uppi stór áform eins og kunnugt er. Hafin var smíði á togurum og tog- bátum og margt að gerast í at- vinnumálum. I Svíþjóð voru smíð- aðir allmargir bátar og var Friðrik þátttakandi í útgerð eins þeirra, Freyfaxa, sem hann og nokkrir fé- lagar gerðu út um mörg ár. Með auknum skipastóli og útgerð hans á ýmsum sviðum þurfti veiðarfæri til þess að hver veiðiaðferð gæfi sem bestan arð og á þeim vettvangi var mikið verk að vinna. Við veiðar- færagerð vann hann svo um mörg ár með Jónasi Valdórssyni, mági sínum, og lærði hjá honum iðnina. Eftir að Friðrik stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Netagerð Friðriks Vil- hjálmssonar hf., árið 1958 vann Jónas svo á skrifstofu Netagerðar- innar sín síðustu starfsár. Við þessi tímamót koma margar myndir og minningar fram í hugann. Fyrstu kynni okkar hófust er ég tengdist fjölskyldunni í Hátúni á fyrstu lýð- veldisárunum. Og enn meir síðar er hann réðst í byggingarfram- kvæmdir yfir starfssemi sína upp úr 1960, sem gjörbreytti allri starfsaðstöðu til mikilla bóta, og nú er orðin að veruleika hans hug- mynd og draumur um hafnarbætur við Netagerðina þvi nú er komin góð bryggja þar sem skipin liggja svo til við húsgaflinn og nótin er tekin beint inn á gólf til viðgerðar og liðinn sá tími að standa í kulda og vosbúð í viðgerðum á bryggju úti. Margir starfsmenn unnu þarna til fjölda ára og sýndu fyrirtækinu mikla vinsemd og ég veit með vissu að Friðrik var þeim mjög þakklát- ur. Þá unnu með honum í mörg ár þeir bræður hans Árni og Sigurður meðan heilsa leyfði. Sigurður er látinn fyrir allmörgum árum. Fyrir nærri 22 árum kom til starfa á skrifstofu fyrirtækisins Guðrún Jó- hannsdóttir sem varð fljótt hægri hönd Friðriks við reksturinn, og eftir að heilsu hans hrakaði mátti segja að reksturinn væri í hennar höndum og starfar hún þar ennþá. Arið 1995 urðu þau þáttaskil að þau hjón, Friðrik og Þóranna Stefáns- dóttir kona hans, seldu fyrirtækið, enda hafði heilsu hans þá mikið hrakað og þau hjón dvöldu meira orðið í Reykjavík en í Neskaupstað. Aðaleigandi varð þá Jón Einar Marteinsson sjávarútvegsfræðing- ur, frændi hans, ásamt fleirum sem mynduðu nýtt hlutafélag um rekst- urinn. Jón Einar hafði sem ung- lingur unnið hjá þeim bræðrum og lært iðnina en kom heim um þetta leyti eftir átta ára fjarveru í Noregi við nám og störf og er ég viss um að Friðrik var mjög ánægður með þessa ráðstöfun. Við leiðarlok er margs að minnast sem hér verður ekki tíundað. Friðrik var félags- lyndur maður og ljúfur í umgengni og hændust börn og unglingar að honum. Hann tók þátt í mörgu í fé- lagslífi bæjarins, var virkur þátt- takandi í sönglífi í mörg ár, sat í stjórnum ýmissa félaga og nefni ég hér Sparisjóð Norðfjarðar og Kf. Fram og í samtökum sinna iðn- greinasamtaka. Hann var fastur fyrir í skoðunum og fylgdi þeim vel eftir í umræðunni. Nú þegar sam- ferðinni er lokið koma fram í hug- ann þakkir fyrir alla þína um- hyggju og hlýhug og ég veit að systkinabörnin og fleiri nutu þíns hlýja hugar og umhyggju og í huga þeirra er þakklæti. Síðustu árin hafa verið erfið eftir að heilsunni hrakaði en Friðrik hefur notið um- hyggju Þórönnu konu sinnar í rík- um mæli, sem með alúð og nær- gætni hefur hlúð að honum og gert allt sem í mannlegu valdi stóð til að létta erfiðar þrautastundir. Kæri vinur, við Þorbjörg systir þín kveðjum þig með söknuði og með þökk og virðingu og biðjum þér alls góðs á nýrri vegferð. Blessuð sé þín minning. Jón S. Einarsson. Frá Landssambandi veiðarfæragerða. Við félagarnir í Landssambandi veiðarfæragerða minnumst heið- ursfélaga sambandsins, Friðriks Vilhjálmssonar netagerðarmeist- ara, með miklum hlýhug og sökn- uði, við andlát hans þann 27. febrú- ar sl. Það var miMll sjónarsviptir að, þegar Friðrik varð að láta af störfum vegna veikinda um miðjan þennan áratug, en hann hélt þó alltaf góðu sambandi við okkur fé- lagana gegnum árin. Friðrik stofn- aði fyrirtæki sitt, Netagerð Frið- riks Vilhjálmssonar í Neskaupstað, árið 1958 og rak það sjálfstætt allt til ársins 1995. Friðrik naut mikillar virðingar meðal útgerðarmanna, sjómanna og netagerðarmanna fyrir afbragðs veiðarfæri sem skiluðu miklum afla á land í gegnum árin. Hann var einn af frumkvöðlum í framþróun síldar- og loðnunóta, þegar íslend- ingar náðu miklu forskoti í hring- nótaveiðum með hugvitssamlegum hætti, í þróun veiðiskipa, fiskileit- artækja og veiðibúnaðar á sjötta og sjöunda áratug þessarar aldar. Þetta hafðist ekki nema með þrot- lausri vinnu, oft daga og nætur á mestu annatímunum og var þá mikilvægt að hafa útsjónarsaman dugnaðarmann sem Friðrik til að stjórna og skipuleggja vinnuna hratt og vel í hita leiksins. Friðrik Vilhjálmsson var afskap- lega ljúfur og hæverskur maður í umgengni, það fór ekki mikið fyrir honum á mannamótum en hann kom sínu til skila á sinn hljóðláta og æðrulausa hátt. Hann varð dáð- ur af starfsfólki sínu gegnum árin, fyrir mikla umhyggju og alúð sem hann sýndi sínu fólki í daglegum önnum og lét sér annt um hag þess í hvívetna. Við vottum eftirlifandi eiginkonu Friðriks, henni Þórönnu, okkar innilegustu samúð á þessari skiln- aðarstund. Það var ánægjulegt hvað þau hjónin voru samhent í leik og starfi og samband þeirra inni- legt og gott. Þóranna hjúkraði eig- inmanni sínum af mikilli umhyggju og ástúð, eftir að heilsu hans hrak- aði, og var hans sterka stoð og stytta í erfiðum veikindum sem á hann voru lögð. Guð blessi þig, Þóranna mín, og megir þú finna huggun Guðs í harmi þínum. Fyrir hönd Landssambands veiðarfæragerða, Guðmundur Gunnarsson. Friðrik Vilhjálmsson netagerð- armeistari er látinn. Ég kynntist Friðriki, eða Frissa í Hátúni eins og hann var alla jafnan kallaður á Norðfirði, þegar ég fór að venja komur mínar á heimili tengdafor- eldra minna er síðar urðu en Frið- rik, sem hafði að nokkru alist upp í skjóli þeirra, var þar heimagangur og að hluta til í heimili en þau bjuggu í Hátúni á fóðurarfleifð Hátúnsfjölskyldunnar. Þetta var á miðjum sfldarárun- um, gullaldarárum Austurlands, og Friðrik nærri því að vera á hátindi ferils síns, nýbúinn að byggja reisulega netagerð undir starfsemi sína og með mikil umsvif. Friðrik vakti strax athygli mína. Hann var um margt stórbrotinn persónuleiki, mikill ljúflingur og fagurkeri og hafði yfir sér verald- arvant fas sem þá var ekki eins sjálfgefið með fólk og nú er. Hann var vel kynntur á Norðfirði og naut velvilja og virðingar fólks enda greiðvikinn og hjálpsamur með af- brigðum. Lunderni hans var létt þó ekki færi hann varhluta af þversk- unni sem einkennt hefur margt skyldmenna hans. Gat oft verið líf- legt að eiga skoðanaskipti við Frið- rik væri hann á öndverðum meiði við viðmælandann og átti þetta ekki síst við um pólitík en hann var eins og margt hans fólk með Fram- sóknarblóð í æðum og varði hann sinn flokk og hans gjörðir með oddi og egg hvað sem á gekk. Margar sögur eru til af Friðriki, sumar spaugilegar en allar græskulausar og í gamni sagðar. Á sama hátt sá hann oft spaugilegar hliðar á mönnum og málefnum og átti gott með framsetningu þeirra, en þó alltaf á léttum nótum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að ferðast nokkuð með honum, bæði í veiðiferðum ásamt Sigurði heitnum bróður hans og eins í fyrstu ferð okkar hjóna til útlanda. Margt er minnisstætt úr þessum ferðum og öðrum samskiptum, ekki síst hið endalausa úthald hans sem ég ímynda mér að hefði skapast í löngum törnum við netagerðina á síldarárunum þegar sólarhringarn- ir runnu saman í eitt með örstutt- um hvíldarpásum í matarhléum, oft með því að halla sér á stofugólfinu í Hátúni. Eins og áður sagði var Friðrik örlátur maður og fór ég og mitt fólk ekki varhluta af því. Börn hændust mjög að honum og kom það berlega fram í samskiptum hans við systkinabörn og börn þeirra, þar á meðal syni mína, en sjálfur átti hann ekki börn. Eg þekkti ekki mikið til starfa Friðriks sem netagerðarmanns en hygg þó að þar hafi hann, eins og hann hafði upplag til, kunnað vel til verka enda virtist mér hann virtur af viðskiptavinum og starfs- bræðrum og fagleg starfsemi sem og reksturinn allur vera í góðu horfi. Naut hann þar lengi atbeina bræðra sinna og mágs, auk margra annarra góðra manna og kvenna er unnu hjá honum um langan tíma. Friðrik missti heilsuna fyrir nokkrum árum síðan vegna heilaskaða þar sem hann missti töluvert af skynjun sinni og hreyfi- getu auk þess að geta ekki tjáð sig nema að litlu leyti eftir það. Var oft átakanlegt að sjá og heyra árang- urslausar tilraunir hans til að gera sig skiljanlegan. Ábyggilega átti hann oft erfiða tíma en tók örlögum sínum af æðruleysi. Kona hans Þóranna og þeir aðrir er veittu honum mesta umönnun og félags- skap á þessum síðustu æviárum hans eiga miklar þakkir skildar. Blessuð sé minning Friðriks Vil- hjálmssonar. Guðjón Ármann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.