Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 82
82 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ % Forréttir með melónu Kristín Gestsdóttir er farin að hlakka til vorsins og komu fuglanna, einkum kríunnar, sem nú er lögð af stað út á Atlantshafið frá ísjaðrinum við suðurskautið þar sem hún fellir flugfjaðrirnar. VÍÐA um heim eru melónur not- aðar í forrétti. Þær henta mjög vel með alls konar skelfiski, reyktum laxi og silungi svo og skinku. Lengi vel fengust ekki aðrar melónur hér en hun- angsmelónur og einstaka sinnum vatnsmelónur. Melónur þola flutning illa og þurfa helst að þroskast á plöntunni áður en þær eru tíndar til þess að þær séu verulega ljúffengar, en erfítt er að flytja mikið þroskaðar melón- ur langan veg. Hin síðari ár hafa flutningsmöguleikar breyst mjög og við fáum melónur frá öllum heimshlutum og alltaf fást nokkr- ar tegundir, þó algengust og ódýrust sé _ hin gula hun- angsmelóna. Ymsar tegundir eru hér á markaði t.d. CHARENTAIS, sem er með app- elsínulitað aldinkjöt, OGEN sem er lítil, ljós og yrjótt, GALÍA er gul/græn netmelóna, hvítgræn að innan og KANTALUPMELÓNA sem er sú allra besta, mjög ljúf- feng og sæt. Hún er nefnd eftir þorpi einu nálægt Róm, nafnið þýðir úlfsvæl, en mér er fremur í huga englasöngur þegar ég borða hana. Fyrst er hér einföld og afar góð uppskrift af forrétti með mörgum tegundum af melónum, sem eru með mismunandi litað aldinkjöt. Hver og einn verður að meta hversu mikið fer í salatið. Aldin- kjötið má skera á ýmsa vegu, t.d. búa til kúlur með lítilli kúlulagaðri skeið, teninga og aflangar ræmur eða skera í sneiðar og móta með litlum piparkökumótum. Blandad melónusalat Biliafvalnsmelónu 1 hunongsmelóna '/rl slk of þeim melónutegundum sem ykkur henlar nokkur blöð fersk minla (nola mó þurrkaða) epladjús + ögn af sílrónusafa 1. Afhýðið melónumar, íjarlægið steina úr miðju og úr aldinkjöti vatnsmelónu. Skerið á ýmsan hátt eins og segir hér að ofan. Setjið í stóra skál. 2. Setjið sítrónusafa saman við epladjús, klippið mintu saman við og hellið yfir. 3. Berið fram í smáskálum eða víðum glösum á fæti. Skinka með melónum og vín- berjum I meðalstór hunangsmelóna 8 sneiðar skinka nokkur steinalaus falleg vínber, helst dökk rósapipar 8 tannstönglar 1. Þvoið melónuna, skerið í tvennt og síðan í 8 rif. Fjarlægið steina. 2. Vefjið skinkusneiðamar upp og festið saman með tannstöngl- um, setjið vínber á hvem tann- stöngulsenda og stingið í aldinkjöt- ið. Látið melónusneiðar standa á hýðinu og mynda eins konar stjömu. Setjið vínber í miðjuna. 3. Malið rósapipar yfir, en stráið líka nokkrum heilum komum á. Melónusneiðar með laxi eða rækjum 1 melóna nokkur salatblöð nokkrar mjóar ræmur reyktur lax ___________ferskt dill_______ ______nokkrar stórar rækjur__ fersk steinselja sýrður rjómi 1. Setjið eitt salatblað á hvem disk. 2. Skerið melónuna þversum í um 2 sm þykkar sneiðar. Fjarlæg- ið steina. Skerið síðan hverja sneið í 3 bita. 2. Setjið laxaræmu á helming- inn, sjá meðf. teikningu. Skreytið með dillgrein. 3. Raðið nokkram rækjum á hinn helming sneiðanna, setjið ögn af sýrðum ijóma undir svo að þær tolli á, skreytið með steinselju. í DAG VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Svartklædda konan MÉR fannst ég ekki geta annað en skrifað og hrósað leikritinu „Svartklæddu konunni" sem verið er að sýna í Tjarnarbíói um þessar mundir. Reyndar verð ég að segja að ég var ekkert mjög spennt að fara að sjá þetta verk og líklega hefði ég ekki farið ef mér hefði ekki verið boðið. Leikritið er sagt vera hrollvekjuleikrit og stendur siðari hlutinn vel undir því nafni. Oft fann ég kuldahroll- inn hríslast niður bakið á mér, þó ekki vegna þess sem ég sá, heldur frekar vegna þess sem ég ekki sá. Mikið var spilað með ímyndunai'afl áhorfandans í stað þess að mata hann á öllu. En það sem kom mér mest á óvart var fyrri hluti verksins. Hann var nefni- lega bráðfyndinn. Hug- myndin af leiki-itinu er einnig mjög sniðug. Ann- ars vegar fjallar það um leikstjóra og manninn sem vill að hann segi sögu sína og hins vegar þeir tveir að leika söguna. Leikarai'nir Vilhjálmur Hjálmarsson og Viðar Eg- gertsson skiia sínu mjög vel og leikmyndin er ein- fóld en mjög skemmtileg. Ég get ekki annað en hvatt fólk sem hefur gam- an af að fara í leikhús til að fara og sjá þetta verk, sjá kómediu og hrollvekju í sama verkinu. Fjóla Hersteinsdóttir. Jónas með góða útvarpsþætti ÉG vil vekja athygli á því að Jónas nokkur Jónasson útvarpsmaður er einn af bestu menningarfrömuðum í útvaipinu. Þættir hans hafa vakið mikla og verð- skuldaða athygli og vil ég nefna sérstaklega kvöld- þáttinn á fóstudögum. Eins hefui' hann verið með nokki'a þætti sem heita „Hratt flýgur stund“ og tekur þá upp úti á lands- byggðinni og nær upp svona glimrandi hæfileikum hjá því fólki sem hann ræð- ir við. Það er ekki aðeins það að þetta séu úrvals- þætth', heldui' vil ég meina að þessir þættir eigi sinn þátt í að gera hinni marg- umtöluðu byggðastefnu mikið gagn með því bæði að kalla fram þessi menning- aráhrif sem verður til þess að örva fólkið í landinu, þannig að það unir betur úti á landsbyggðinni. Ég held að enginn hafi bent á þessi áhrif fi'á þáttum hans. Ég held að það sé ái'eiðanlega mikils virði að leggja eitt- hvað í þessa þætti því þá eru landsbyggðarmenn komnir inn í hringiðu svo- kallaðrar menningar og þui'fa ekki að sækja hana til Reykjavíkur. Það koma ekki allir auga á þetta, en þetta stórt atriði í þá átt að bæta menningu í landinu, fólkið er komið í eina stóra menningarheild í gegnum útvarpið. Utvarpshlustandi. Sammála í VELVAKANDA mið- vikudaginn 10. mars skrif- ar sjúklingur um ónæði á spítölum. Vil ég koma því á framfæri að ég er honum hjartanlega sammála. Finnst mér að meira tillit þurfl að taka til þess að það er misjafnlega veikt fólk sem liggur saman á stofu og sumir þola alls ekki að haft sé bæði sjón- varp og útvarp á stofunni. Vil ég þakka sjúklingi fyrir þarfa ábendingu. Aðstandandi. Tapað/fundið Veski týndist á Glaumbar LÍTIL hliðartaska var tekin í misgripum á Glaumbar fimmtudaginn 4. mars. Veskið er lítið og svart og hýsti lykklakippu með bíl- og húslykkli. Sá/sú sem tók veskið í misgripum vinsamlega hafið samband við Berg- lindi í síma 869 3056. Sólgleraugu týndust EFTIR hádegi laugar- daginn 6. mars sl. týnd- ust, sennilega nálægt Jap- is í Brautarholti, sólgler- augu sem smellt er á venjuleg gleraugu. Þetta er sérstök stærð og lögun sem passar varla á nein önnur gleraugu og því dýrmæt. Finnandi vin- samlega hafi samband við Helga í síma 581 1927 eða vs.: 560 3365. Kvenúr týndist KVENÚR Delma, gyllt með gylltri keðju, týndist 1. mars, annaðhvort við Endurvinnsluna í KnaiT- arvogi eða í Holtagörðum. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 568 2334. Slæða og hanskar týndust STOR slæða með brúnu og svörtu munstri og svartir, fóðraðir leðurhanskar týndust við Bæjarhraun 16 7. febrúar. Skilvís fmnandi hafi samband í síma 568 2334. Víkverji skrifar... AÐ ólu margir þá von í brjósti, þegar Bandaríkjaþing sýknaði Bill Clinton Bandaríkjaforseta, að þeirri umræðu myndi loks linna, sem staðið hefur sleituíaust frá því í janúar á síðasta ári. Hvergi hefur fjölmiðla- fárið verið meira en í Bandaríkjunum, þar sem sjónvarpsstöðvar þær, sem einbeita sér að fréttaflutningi allan sólarhringinn, hafa íjallað um fátt annað en samband forsetans við Mon- icu Lewinsky og öll þau hliðarmál er spunnist hafa út frá því. Þegar Víkverji var staddur í Was- hington á dögunum komst hann að því að ekkert lát virðist vera á þessu fjöl- miðlafári. Gafst hann fljótlega upp á að reyna að kveikja á sjónvarpinu á hótelherbergi sínu því aldrei þessu vant voru mál Lewinsky og Clintons yfirleitt til umræðu. Líklega verða Víkverji og aðrir áhugamenn um fréttir einfaldlega að kyngja því að þetta mál verði áfram ofarlega á baugi næstu mánuði og jafnvel ár því nú fara bækumar um málið að streyma á markaðinn. Rit þeirra Andrews Mortons og Monicu Lewinsky hefur þegar vakið mikið umtal og mun eflaust tróna á sölulist- um næstu vikur vestan hafs sem aust- an. Þá er bók Georges Stephanopou- los að koma á markaðinn og einnig mun annar fyrrverandi blaðafulltrúi forsetans, Dee Dee Myers, vera með bók í smíðum. Við þetta bætast bækur blaðamanna á borð við Michael Isikoff og Christopher Hitchens, er fylgst hafa með málinu og líklega verður ekki hjá því komist, þótt fæstir hlakki líklega til þess, að Linda Trípp helgi sig ritsmíðum. Allar munu þessar bækur eflaust fá mikið rými í spjall- þáttum bandarískra sjónvarpsstöðva. Þetta er því rétt að byija. xxx ÍKVERJI hefur aldrei reykt síg- arettur og hefur haft takmarkað umburðariyndi í garð reykingamanna í gegnum tíðina. Þannig era sígarettu- reykingar ekki leyfðar á heimili Vík- verja, jafnvel þótt góðii' gestir séu annai's vegar. Hann hefur hins vegar haft efasemdir um hversu langt eigi að ganga með lögboði að setja reglur um það hvai' megi reykja og hvar ekki. Reynsla Víkverja í Washington bendir til að varasamt geti verið að fara of geyst í þessum efnum. Kvöld eitt fór Víkverji ásamt eigin- konu sinni á veitingastaðinn Café Milano í Georgetown, sem er hreint út sagt frábær ítalskur veitingastaður, er nýtur mikilla vinsælda jafnt vegna afbragðs matreiðslu sem góðs and- rúmslofts. Þetta var á föstudagskvöldi og erfitt að fá borð á staðnum. Eftir nokkra bið var Víkveiji spurður hvort í lagi væri að um reyklaust borð yrði að ræða. Því var svarað játandi og vora Víkveiji og kona hans teymd í gegnum matsalinn sem iðaði af lífi og ilmaði af ítölskum mat, hvítlauk, kryddjurtum og vindlareyk. Eftir að gengið hafði verið upp tröppur var vísað til borðs i fallegum matsal, tölu- vert minni. Ekki var hægt að setja neitt út á salinn sjálfan, hann var smekklega skreyttur með listaverkum og vinrekkum er þöktu veggi og loftið var vissulega hreint. Salurinn var hins vegar dauður og einungis setið við eitt annað fjöguira manna borð. Her þjóna þjónaði þessum hræðum er fengið höfðu sæti í reyklausa salnum og maturinn var vissulega óaðfinnan- legur þótt óneitanlega spillti það fyrii’ að heyra gleðióminn af neðri hæðinni. Efth' nokkra stund kom þjónn all- vandræðalegur til Víkveija og spurði hvort í lagi væri að einn gestanna við hitt borðið reykti sígarettu. Var leyfi fyrir því góðfúslega veitt og þökkuðu gestimir á hinu borðinu kærlega fyrir sig, greinilega jafnósáttir við hlut- skipti sitt. Sem betur fer sá yfirþjónninn í salnum aumur á Víkverja og konu hans þegar leið á máltíðina og spurði hvort hann ætti að reyna að útvega borð í aðalsalnum. Það var þegið með þökkum og gat Víkverji því lok- ið máltíðinni í góðu yfirlæti og notið þeirrar stórkostlegu stemmningar er myndaðist í salnum þegar leið á kvöldið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.