Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 45 MARGMIÐLUN LEIKIR Knights And Merchants, leikur frá Interactive Magic fyrir Windows 95/98. Leikurinn gerir kröfu um 133 MHz pentium með 50 Mb laus á hörðum diski, DirectX þarf til og 16 Mb minni. LEIKJAFYRIRTÆKIÐ Inter- active Magic gaf nýlega út einn af þeim fáu leikjum sem blanda vel saman rauntíma stn'ðsleikjum (Red Alert) og byggingar- og við- haldsleikjum (Civ). Leikurinn ber nafnið Knights And Merchants, hér kallaður KAM. Mikið var beðið eftir KAM á síðasta ári og bjuggust menn við leik sem myndi jafnvel valda byltingu á leikjamarkaðnum. Sú varð ekki raunin þrátt fyrh- afar góðan leik sem til að trén væru ekki bara vel gerð heldur líka á stöðum þar sem líklegt væri að tré væru í raun og veru. Þetta á einnig við um litla dali, grjót, snjó og reyndar allt annað umhverfi. Alla þarf að þjálfa, án þjálfunar eru mennirnir ekki neitt. Það þarf að þjálfa bændur svo allir hafi nóg að borða, námumenn til að ná í grjót, hermenn til að verja fólkið, veiðimenn til að veiða mat og húsasmiði auk margra fleiri. Ekki er hægt að byrja strax að framleiða hermenn og fara í stríð, það þarf að vinna sig upp með því að láta fólki fjölga og byggja ýmsar byggingar sem nauðsynlegar eni í samfélaginu. Allii’ sem hafa gaman af nokkuð miklu fjöri og einnig af því að hugsa ættu að hafa gaman af þessum leik. Ingvi M. Árnason Konungur í umsátri ekki á að ganga fram hjá í verslunum án þess að skoða. Eftir marga bardaga hefur hinu stórra konungsríki (leikandinn ákveður nafnið) verið skipt í marga litla hluta sem berjast innbyrðis, hermönnum konungs hefur verið þröngvað inn í síðasta héraðið, undir konunglegri stjóm, sem er umsetið af nokkrum hópum uppreisnarmanna. Það er svo verk þess sem leikur, konungsins, að ná aftur stjóm yfir landinu og brjóta uppreisnina á bak aftur. í leiknum er hægt að gera mikið af mismunandi hlutum og alltaf nóg að gera; það þarf að framleiða mismunandi vopn fyrir mismunandi hermenn, sem þjálfa þarf á mis- munandi vegu. Sem dæmi má nefna að venjulegan mann þarf að þjálfa sem bogmann, síðan þarf að finna stað handa honum að búa á og smíða handa honum boga og gefa honum reglulega að borða á sérstökum ki’ám. Leikurinn gefur spilanda sjaldan tíma til að slaka á, því oft þarf að gera allt þetta í miðjum bardaga. Umhverfi leiksins er afai’ flott og vel gert og hönnuðir lögðu mikið á sig Hraðar, hraðar.. HRAÐI í örgjörvum eykst sífellt, PowerPC örgjörvar í Macintosh- tölvum stefna yfir 400 MHz á næstu vikum og kominn er á mark- að 500 MHz Pentium III örgjörvi frá Intel. Enn á hraðinn eftir að aukast þegar líður á árið og skammt í að Ghz örgjörvar, þ.e. 1.000 MHz, komi á markað. Hraði eða tiftíðni örgjörvans skiptir eðlilega miklu máli f einka- tölvum, þó ekki skipti hann alltaf höfuðmáli. Þegar vél er inetin skiptir litlu minna máli hvernig innvols vélarinnar er að öðru leyti, hraði á móðurborði og minni, sam- setning vélarinnar og stýrikerfi. Ágætt dæmi er PowerPC-ör- gjörvinn sem var í fyrstu iMac- tölvunum, 233 MHz G3, sem var talsvert öflugri en 300 MHz Penti- um II örgjörvi á pappírnum; því annar vélbúnaður tölvunnar hélt aftur af honum og gamaldags stýrikerfið dró einnig verulega úr hraðanum. Stærð smáranna f örgjörvanum skipta meginmáli þegar hraði hans er metinn. Hver smári er einskonar hlið sem hleypir í gegnum sig straumi eftir því hvort kveikt er á því eða ekki. Þar sem rafmagn þarf að fara um hliðið skiptir máli hversu stórt það er, þ.e. hversu langt rafmagnið þarf að fara. Smám saman hafa menn og minnk- að hliðin, meðal ánnars með því að nota útQólublátt ljós til að „brenna" á örgjörvann rásirnar og fer stærð þeirra þá ineðal annars eftir bylgjulengd ljóssins. Ör- gjörvasmiðir eru nú komnir að vissum endimörkum í notkun á út- fjólubláu ljósi, því bylgjulend þess er nánast orðin of lítil til að hægt sé að minnka örgjörvana mun meira, aukinheldur sem kvar- slinsur, sem notaðar eru til að smækka rökrásamyndina sem síð- an er brennd á sílíkonflög- una, ráða ekki við miklu minni bylgjulengd; ef bylgjulendin minnkar of mikið kemst ljósið ekki í gegnum linsurnar. Til að bregaðst við þessu hafa menn gripið til þess ráðs að nota aðrar gerðir ljóss, rönt- gengeisla eða einfaldlega rafeinda- geisla, til að brenna á sílíkonið. Ekki er björninn unninn með því; eftir því sem hliðin minnka þurfa vírar í sílfkoninu eðlilega líka að minnka, en eftir því sem þeir minnka eykst mótstaða í þeim og hiti hækkar. Þetta er þegar þekkt vandamál, til að mynda í Pentium- örgjörvum Intel, enda verður kæli- búnaður fyrir þá mun umfangs- meiri eftir því sem örgjrövarnir sjálfir minnka og verða hraðvirk- ari. Þeta er minna vandamál með PowerPC örgjörvana, því þeir eru af einfaldari gerð, en eftir því sem þeir verða hraðvirkari á sama vandamál eftir að koma þar upp líka. Leið til að ininnka hitann er að auka leiðni víranna og það tókst tæknimönnum IBM að gera fyrir skemmstu þegar þeir komu kopar- vír fyrir á sílíkonflögu. Þannig tækni er til að mynda notuð í 400 MHz PowerPC G3 örgjörvunum nýju með góðum árangri, en Penti- um III er aftur á móti enn með ál- þræði. Fyrir fiinmtáu árum setti einn stofnenda Intel, Gordon Moore, fram lögmál, sem kennt er við hann, uni að smárafjöldi á flatar- málseiningu í örgjörva myndi tvö- faldast á hálfs annars árs fresti og reikniafl aukast að sama skapi. Þetta lögmál hefur haldið alla tíð siðan og gott betur því þróunin hefur verið heldur hraðari en ^°Parörtrin,. • „------- Moore spáði. Fyrir nokkrum árum gerðu menn því skóna að örgjörvasmiðir myndu fljótlega lenda í ógöngum því þeir væru í þá mund að rekast á eðlisfræðileg lögmál sem hindra myndu frekari þróun. Allt hefur þó farið á annan veg og í haust lofar Intel 800 MHz örgjörvum og Ghz á næsta ári, sem gefur 5-6 GHz ör- gjörva innan fárra ára ef marka má lögmálið. Intel og fleiri fram- leiðendur ætla að auka hraðann meðal annars með því að skipta úr 0,25 míkróna flögum í 0,18 míkróna, en vísindamenn IBM hafa sýnt fram á að hægt sé að fram- leiða 0,06 míkróna örgjörva, svo enn getur hraðinn aukist talsvert. Spurt og svarað MORGUNBLAÐIÐ gefur les- endum sínum kost á að leita til blaðsins með spurningar um tölvutengd efni, jaðartæki, margmiðlun og leiki. Vinsam- legast sendið spurningar á net- fangið spurt@mbl.is. Með fylgi fullt nafn og heimilisfang send- anda. Spurningunum verður svarað á mai’gmiðlunarsíðum Morgunblaðsins eftir því sem verkast vill. Orkaa jókst til mu.ua! Stefán Rögnvaldsoti Bi/ggingameistari „Ég hef tekið Nateti samfleytt í 2 ár. Ég varð fljótt þróttmeiri, orkan jókst til mutia, og svefn varð betri. Naten hefur einnig góð áhrif á kynorkuna og kemur jafnvægi á líkama og sál" NATEN - er nóg! Úfsölustaðir: Hagkaup, Nykaup, Blómaval Akurei/ri og Rei/kjavík, Apótekiti, Li/fja, verslanir KÁ, Kaupfélögin, Urð Raufarhöfn, Homabaer Hornafirði, Lónið Þórshöfn, Heilsulindin Keflavík, Melabúðin Neskaupsstað. Dreifing: NIKO ehf - sími 568 0945 Veffang: www.naten.is sícilikl 1i FJÖLSKYLDU- OC HUSDÝRAÚARÐURINN ÁRANGUR fyrir ■ 'eL¥' ';:'í .•V'-.- *■ * : 1 & l:, ■ ....t **
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.