Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 76
„ 76 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SIGURÐUR SIGURMUNDSSON + Sigurður Sigur- mundsson fædd- ist 29. júlí 1915 á Breiðumýri í Suður- Þingeyjarsýslu. Hann andaðist á sjúkrahúsinu á Sel- fossi, Ljósheimum, 5. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anna Krist- jana Eggertsdóttir, f. 24. nóv. 1894, d. 20. ágúst 1932, Sig- urmundur Sigurðs- son læknir, f. 24. ndv. 1877, d. 14. nóv. 1962. Hálfsystkini Sigurð- ar voru Agúst, f. 28. ágúst 1904, d. 28. júní 1965. Gunnar, f. 23. nóv. 1908, d. 18. júní 1991. Al- systkini: Astríður, f. 27. nóv. 1913. Kristjana, f. 29. nóv. 1917, d. 17. maí 1989. Eggert Bene- didt, f. 27. jan. 1920. Þórarinn Jón, f. 19. maí 1921. Guðrún Jósefína, f. 22. mars 1929. Hinn 13. júlí 1943 kvæntist Sigurður fyrrverandi eiginkonu sinni Eli'iiu Krisrjánsdóttur, f. 7. sept. 1917. Þau eignuðust átta böi-n. Þau eru Sigurður, hiísa- smíðameistari, f. 26. okt. 1942, kona hans Guðlaug Oddgeirs- dóttir, f. 8. maí 1945, skrifstofu- maður og húsfreyja. Anna Soff- í;i, f. 31. ágúst 1944, húsfreyja, maður henhar Helgi Stefán Jónsson, f. 28. des. 1937, d. 10. jan. 1988. Krislján, f. 28. jan. 1946, kona hans Mút- jalin Sigurðsson, f. 6. maí 1954. Guðbjörg, f. 12. des. 1947, kenn- ari og kristniboði, maður hennar Andrew Seott Fortu- ne, f. 15. mars 1950, kristniboði og menntafrömuður. Sigríður Halla, f. 12. ágúst 1954, húsfreyja og bóndi, maður hennar Björn Björns- son, f. 15. okt. 1950, bóndi. Kol- beinn Þór, f. 27. mars 1956, bóndi, fyrrverandi kona hans Helga Auðunsdóttir, f. 28. apríl 1961, húsfreyja. Guðmundur Geir, f. 17. maí 1958, kona hans Eva Ulricha Schmidhuber, f. 14. apríl 1959, húsfreyja. Hildur, f. 26. apríl 1961, húsfreyja, fyrrver- andi sambýlismaður hennar er Þorkell Steinar EUertsson, f. 10. júlí 1939, íþróttakennari og bóndi. Sigurður stundaði nám við barnaskólann á Breiðumýri og síðar í Reykholti í Biskupstung- um. Hann var tvö ár á Iþrótta- skóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal, og á árunum 1932-1933 í Samvinnuskólanum í Reykjavík og á Bændaskóian- um á Hólum á árunum 1933-1934. Sigurður var lausa- maður norðanlands og sunnan á árunum 1934-1942, m.a. kennari hluta úr vetri, en síð- ast hafharverkamaður í Reykjavík. Vorið 1942 keypti hann jörðina Hvítárholt í Hrunamannahreppi og var bóndi þar til ársins 1989 er hann flutti í íbúðir aldraðra á Flúðum. Sigurður átti sæti í stjórn Veiðifélags Arnessýslu frá 1967-1973, sat í stjórn Bókasafns Hrunamanna um árabil, lengst af sem formaður. Sigurður skrifaði fjölda greina um bókmenntaleg efni í blöð og tímarit. Um 35 ára aldur tók hann að leggja stund á spænskunám í frístundum. Þar sem kennslugögn voru óhentug varð hann sér úti um ensk- spænska orðabók sem hann þýddi á íslensku og var þar koniiii spænsk-íslensk orðabók. Bókin var fyrst sinnar tegund- ar hér á landi og kom fyrst út árið 1973 og á ný í endurunn- inni útgáfu árið 1995. Arið 1990 þýddi Sigurður úr spænsku bókina Nada eftir Carmen Laforet og gaf út sjálf- ur. Árið 1989 gaf Sigurður út bókina Sköpun Njálssögu og árið 1993 kom út bókin A milli landshorna, um bernsku- og æskuár höfundar. Um síðustu jól komu út Ritgerðir I og á næsta ári er von á Ritgerðum II, sem tilbúin er til prentunar. Útför Sigurðar verður gerð frá Skálholti í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku faðir minn, Sigurður Sigur- mundsson, fyrrverandi bóndi í Hvít- árholti og fræðimaður, lést hinn 5. mars síðastliðinn eftir langvarandi sjúkdómsbaráttu. Brá mér við að heyra fréttirnar og er mér mikil eft- irsjón í því að hann er horfinn sjón- um okkar, en gleðst því jafnframt að hann hefur öðlast eilíft frelsi í himnasölum þess ríkis sem aldrei mun undir lok líða. „Vér vitum, að þótt vor jarðneska tjaldbúð verði rifin niður, þá höfum vér. hús frá Guði, eilíft hús á himn- um, sem eigi er með höndum gjört." (II Kor. 5:1.) Mér hefur alltaf verið mjög hlýtt til föður míns frá barnsaldri og hon- um verð ég eilíflega þakklát fyrir þann þátt í lífi mínu sem hann hafði áhrif á og mótaði. Ég minnist þess í æskunni þegar hugur minn, fullur hugsjóna og drauma, hreifst af rit- snilld hans og einstæðum hæfileik- um til að tjá hug sinn í skýru og myndrænu formi. Þetta gerðist ekki allt í einu, þótt hann eflaust hafi verið búinn með- fæddum hæfileikum til að skrifa af snilld og næmi, því oft minnist ég þess að hann var að fara með utan að það sem hann var að semja og stíla saman. Þetta gerðist oft þegar hann Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. var að vinna við búskapinn og nýtti hann stundina bæði andlega og ver- aldlega. Eg fylgdist oft vel með fóður mínum á þessum stundum og hlust- aði á það sem hann var að semja og þá vaknaði sú þrá í brjósti mér að geta fetað í spor hans og finnst mér hann alltaf hafa verið mér fyrirmynd um notkun og meðferð íslenskrar tungu. Hann skrifaði með innblæstri og skilningi og hafði mikla ánægju af því að sitja við skriftir og semja. Pabbi var miMll tungumálamaður og átti ákaflega létt með að tileinka sér erlend tungumál. Hann lagði mesta stund á að læra spönsku, sem hann sjálfmenntaði sig í, og gaf síðan út spænsk-íslenska/íslensk-spænska orðabók. Það komu oft útlendingar í heimsókn í Hvítárholt og þá notaði hann tækifærið að æfa sig og man ég sérstaklega eftir tveimur þýskum mönnum sem komu. Hann var svo glaður og það skein af honum ánægj- an að geta tjáð sig á öðrum tungu- málum. Heima voru til ýmsar bækur til að læra ný tungumál umfram spönsku, ensku og þýsku. Þar man ég helst eftir pólskum og finnskum bókum. Til að lýsa mannkostum föður míns þá var hann mikill öðlingur á alla lund, traustur stólpi þegar á reyndi og á móti blés. Þegar um erf- ið málefni var að ræða reyndi hann ætíð að leysa þau af drenglyndi og fagmennsku eða eftir bestu getu og tókst honum það oft þrátt fyrir erf- iðar aðstæður. Þáttur í lífinu sem ekki er auðvelt að leysa svo öllum líki. Hann tók ævinlega málstað þess sem minna mátti sín og vildi ekki að á neinn væri hallað. Hann bjó yfir mikilli hlýju og bar hann það oft með sér í viðmóti sínu við okkur og jafnvel á síðustu stund okkar saman lýsti þetta af honum þrátt fyrir andlegar og líkamlegar þjáningar við sjúkdóm. Ég hef lengi búið erlendis og skrifaði hann mér oft og fylgdist með lífi mínu og kostum, þrátt fyrir miklar fjarlægðir, og lýsir þetta hugarfari hans og manngerð. Stundum þegar við vorum saman var talað um tilgang lífsins og trú- mál og bar þar margt á góma og veit ég að innra bjó örugg trúar- sannfæring um tilvist Guðs og líf eftir dauðann. „Vér horfum ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýnilega. Hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega eilíft." (2. Kor. 4:18.) „Og moldin hverfur aftur til jarðarinnar, þar sem hún áður var, og andinn til Guðs, sem gaf hann." (Pd. 12:7.) Eg kveð þig nú að sinni elsku pabbi og þakka af einlægum huga samverustundir okkar og að þú varst pabbi minn. Ég þakka skiln- ing þinn þegar ég þurfti mest á þér að halda og gat ekki án þín verið. Eg þakka fyrir óbilandi traust þitt á liðnum árum þegar ég var fjarver- andi. En það skipti engu máli, því þú varst alltaf hinn sami trausti, elskandi pabbi. Ég þakka þér og held áfram að þakka þér á meðan ég lifi. Vertu sæll í bili pabbi. Guðbjörg Sigurðardóttir frá Hvítárholti. Faðir minn, Sigurður Sigur- mundsson, bóndi frá Hvítárholti, er látinn. Hann pabbi er dáinn. Þegar hann hafði lokið lífsstarfi sínu og sat með fyrstu prófarkirnar að síðustu bók- inni, sem hann ætlaði að gefa út, í höndunum, kom kallið. Hann hafði lokið því sem ljúka þurfti. Hann kvaddi sáttur. Það sem einkenndi fóður minn fyrst og fremst var þessi ótrúlegi vilji. Að halda ætlun sinni hvað sem í vegi yrði. Þrátt fyrir takmarkaðan skilning og trú margra á verkefnun- um hélt hann áfram þar til því var lokið sem byrjað var á. Hann var að uppfylla lífssýn. Hvernig hún leit út í smaatriðum veit ég ekki en það var eitthvað ákveðið sem rak hann áfram, sem fyllti hann óánægju ef hann gat ekki sinnt því. Mér kemur það fyrir sjón- ir eins og öll hans búskaparár hafi verið undirbúningur að alvörustarf- inu. í því sem sál hans bjó. Vegna þess að hann tók mark á sjálfum sér og miðaði sig lítt við aðra var hann sáttur og æðrulaus. Hann bar veikindi sín með hrein- um ólíkindum. Þó að hann missti málið og gæti ekki tjáð sig nema skriflega. Þó hann gæti ekki nærst á eðillegan hátt og það samfélag sem borðhaldi fylgir tekið frá hon- um tók hann því öllu með æðruleysi. Það var ekki fyrr en kvalirnar urðu svo miklar að hann neyddist til að taka slævandi verkjalyf og hann fann að hugsunin var ekki lengur skýr að hann gerði sér ljóst að lík- aminn gat ekld meir. Hann var ekki lengur það hlýðna starfstæki and- ans sem verið hafði. Þá var mál að linni. Að kveðja þessa jarðvist og leyfa þreyttum lík- amanum að hvílast og halda svo áfram á andans brautum í öðrum veröldum. Faðir minn, ég þakka þér að ég varð dóttir þín. Pú laukst upp skilningi mínum á fegurð tungumálsins. Þú hjálpaðir mér að vera sjálfri mér trú á tímum raunverulegra erfiðleika. Þúvarstfordæmi hins hugsandi manns. Hildur Sigurðardóttir. Að kvöldi föstudagsins 5. mars barst mér sú fregn að faðir minn, Sigurður Sigurmundsson frá Hvítár- holti, hefði látist þá fyrr um kvöldið. Harma ég það að sjálfsögðu, þó að ný tilvera sem hann er nú (sam- kvæmt minni trú) aðnjótandi, sé mikil lausn á hans langvarandi sjúk- dómi. Starfsfólki Ljósheima á Sel- fossi sendi ég sérstakar þakkir fyrir umönnun hans síðustu vikurnar. Pabbi minn var að mörgu leyti sér- stakur karakter, af einhverri ástæðu (mér ókunnri) tók hann ungur ást- fóstri við Spán. Ég var á barnsaldri þegar hann byrjaði að læra spönsku heima í Hvítárholti. Engin orðabók eða kennslubók í spænsku var þá til fyrir íslendinga. Þess vegna tók hann sig til og glós- aði upp Spænskt-íslenskt orðasafn. Mynnir mig að hann hafi verið nokkur ár að því. Nauðsynlegt var að nota ensku sem millimál við samningu orðasafnsins. Eg fékk þó nokkra máltilfinningu fyrir spænsku á þessum tíma og held henni enn. Mörgum áratugum seinna eða fyrir tíu árum fórum við pabbi sam- an í langferð eða til Taílands, milli- lent var í Kaupmannahöfn (á útleið) og var þar nokkurra klukkutíma bið. Þarna sýndi pabbi mér hversu sérstakur karakter hann var og gaf hann sig á tal við mann sem mér leist ekki allskostar á (var sérstakur í útliti). Töluðu þeir talsvert saman og urðu hinir mestu mátar, pabbi frá íslandi og hinn frá Afganistan. Kristján Sigurðsson frá Hvítárholti. í dag verður til moldar borinn móðurbróðir minn, Sigurður Sigur- mundsson bóndi og fræðimaður frá Hvítárholti í Hrunamannahreppi, en hann lést hinn 5. marz síðastlið- inn eftir nokkurra ára erfið veik- indi. Sigurður var að mörgu leyti óvenjulegur maður. Hann var frek- ar fáskiptinn um annarra hagi, en aftur á móti góður vinur vina sinna. Ég kynntist honum fyrst barn að aldri, þegar mér var komið fyrir í sveit hjá honum og Elínu konu hans í Hvítárholti. Minnist ég þess að hann eyddi flestum af sínum stop- ulu frístundum, sem hann hafði frá bústörfunum, í lestur og skriftir. Hann fékk ungur mikinn áhuga á spænskri tungu ásamt öllu því sem viðkom hinum spænskumælandi heimi. Hóf hann snemma á búskap- arárunum í Hvítárholti að læra spænsku upp á eigin spýtur. Engar voru til orðabækurnar, svo að hann tók til við að þýða ensk-spænska orðabók yfir á íslensku. Þetta var gífurlega mikil vinna, því að hann hafði litla sem enga kunnáttu í ensku. Endaði þetta með því að hann varð ekki aðeins vel að sér í spænsku, heldur einnig í ensku. Ár- ið 1973 var síðan gefin út eftir hann spænsk-ísensk orðabók sem byggð- ist á þessari vinnu hans. Fyrir nokkrun árum þýddi hann spænskt verk (Hljómkviðan eilífa) á íslensku og gaf út sjálfur. Hann hafði mikinn áhuga á íslendingasögum, einkum Njálssögu. Fékkst hann mikið við rannsóknir á þeirri sögu, einkum hver væri höfundur hennar. Hélt hann fram ákveðinni skoðun í því máli og gaf út bók um það hugðar- efni sitt (Sköpun Njálssögu). Fyrir nokkrum árum gaf hann síðan út ævisögu sína (Á milli landshorna) í tveimur bindum. Ég minnist þess að þegar Sigurð- ur átti leið til Reykjavíkur gisti hann oft hjá foreldrum mínum í Drekavoginum. Var hann þá oftast að sinna einhverjum hlutum í sam- bandi við fræðaiðkanir sínar. Þá fyrst kynntist ég honum almenni- lega. Tók hann mér, unglingnum, sem jafningja og ræddi við mig um hugðarefni sín. Seinna, eftir að ég flutti norður á Sauðárkrók, kom hann stundum í heimsókn til okkar, þegar hann var á ferð að selja bækur sínar. Var hann alltaf aufúsugestur. Hann ferðaðist alltaf á gamalli og óásjá- legri Lödubifreið og höfðum við vissar áhyggjur af því að hann, kominn hátt á áttræðisaldur, væri að ferðast um landið á slíku farar- tæki. Minnist ég þess, að eitt sum- arið gisti hann hjá systur minni, sem býr við Varmahlíð í Skagafirði. Ferðaðist hann þá á áðurnefndri Lödubifreið. Hann ætlaði suður daginn eftir og uppástóð að fara suður Kjöl á Lödunni. Þetta var þegar ekki var búið að brúa allar ár á Kjalvegi. Var ítrekað reynt að fá hann ofan af þessari fyrirætlan sinni, en engu tauti varð við hann komið. Við fréttum að hann hefði skilað sér holdvotur til sonar síns og tengdadóttur, sem búa á Flúðum í Hrunamannahreppi. Hafði hann þá sögu að segja, að Ladan hefði drep- ið á sér í einhverri ánni á-Kili. Þurfti hann síðan að bíða þar dágóða stund eftir að hjálp bærist. Allt fór þetta samt vel að lokum og þótti honum þetta ekki tiltökumál. Þetta atvik lýsir Sigurði vel. Hann hafði yfirleitt ekki áhyggjur af veraldleg- um smámunum. Síðustu árin hafa oft verið frænda mínum erfið. Hann fékk illkynja sjúkdóm, sem hafði það í fór með sér að skera þurfti úr honun radd- böndin. Varð það til þess að hann gat ekki tjáð sig á mæltu máli. Eftir það varð hann að skrifa á blað eða nota táknmál þegar hann ræddi við fólk. Ég heimsótti hann á hjúkrunar- heimilið Ljósheima á Selfossi nokkrum dögum áður en hann lést. Þegar ég kom inn á stofuna til hans var hann í gamalkunnum stelling- um. Hann sat fársjúkur við lestur og skriftir. Það var greinilegt að hugurinn var óbilaður. Sami ljóm- inn og ákafinn í augunum. Hann var með allan hugann við nýútkomna bók sína (Ritgerðir I). Tjáði hann mér að hann væri tilbúinn með efni í nýja bók og stefndi að því að gefa hana út fljótlega. Honum entist því miður ekki aldur til þess að ljúka þessu ætlunarverki sínu. Eg trúi að nú sé frændi minn kominn á æðra tilverustig og stundi þar hugðarefni sín, laus við líkam- legar þjáningar. Blessuð sé minning Sigurðar Sigurmundssonar frá Hvítárholti. Við Björg vottum börn- um hans og öðrum ættingjum sam- úð okkar. Sigmundur Amundason. Fornleifarannsóknir Þjóðminja- safnsins í Hvítárholti sumurin 1963-1967 gáfu margvíslega nýja þekkingu um frumbyggð Islands. Þar rákust menn á einkennilegar fornrústir í Holtinu vestur frá bæn- um. Mér var falin rannsókn þeirra, og þá kynntist ég fólkinu í Hvítár- holti, Sigurði Sigurmundssyni og Elínu Kristjánsdóttir og börnum þeirra. Hvítárholt var lengi smábýli, aðaljörðin var fyrrum ísabakki sem síðar lagðist undir Hvítárholt á 19. öld og Hvítárholt varð aðaljörðin. Er þau Sigurður og Elín fluttust þangað voru þar byggingar í gömlu formi. En nú var gamli bærinn fljót- lega rifinn og reistu þau hjón nýtt íbúðarhús, fjós og hlöðu og gerðu Hvítárholt að myndarbýli. Tún voru mikil og úthagi góður, allt landið vel gróið og gott undir bú. Svo voru nokkur hlunnindi af laxveiði í net sem Sigurður stundaði af áhuga, enda vanur laxveiði frá uppeldisár- um sínum í Laugarási. Sigurður var dugnaðarmaður en þó mátti ætla að hann væri ekki á réttri hillu sem bóndi, því að hugur- inn var oft bundinn við aðra hluti en bóndastarfið. Líklegast hefði hann átt að vera bókmenntamaður eða rithöfundur, svo mjög sem hann dáði og hugsaði um bókmenntir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.