Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 80
MORGUNBLAÐIÐ ,80 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 i-------------------------- Hundalíf : | Ljóska Ferdinand Svei! Ég vissi að þetta myndi Hvað amar að? Við erum búin með snjókornin... gerast... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Akstur fatlaðra barna Frá Halldóru Láru Svavarsdóttur: DRENGIRNIR mínir tveir hafa notið þessarar þjónustu frá því að þeir voru eins og hálfs árs. Fyrst þegar þeir byrjuðu á Greiningastöð- inni, svo tók leikskólinn Múlaborg við, því næst skólinn, sem er Öskju- hlíðarskóli og Hlíðaskóli. Þeir hafa alltaf verið sóttir á morgnana og komið heim seinni partinn, strák- arnir hafa sem sagt notið þessarar þjónustu í 13 ár. Ef maður svaf yfir sig og vaknaði kannski rétt áður en rútan átti að koma, þá hringdi ég yfirleitt beint í bflstjórann og sagði honum það, og alltaf var svarið, „heyrðu duga 20 mínútur, ég fer þá bara öfugan hring“. Þeir gjörsamlega björguðu deginum bæði fyrir mig og dreng- ina, nóg var að sofa yfir sig. Eins þegar maður hélt að allt væri ófært, nei, nei, bflstjórarnir settu bara gömlu góðu keðjumar undir, og mættu kannski smá seinir, en það þurfti að auglýsa í útvarpinu að skóli félli niður þá komu bflarnir ekki og þurfti þá mikið til. Maður var því alltaf rólegur gagnvart drengjunum þó að það skylli á vonskuveður. Það hafa alltaf verið sömu bíl- stjórarnir sem hafa séð um keyrsl- una, sex samtals öll þessi ár. Við höfðum aldrei áhyggjur af drengj- unum okkar þegar þeir voru með þeim. Þegar það þurfti að flytja ým- is hjálpartæki á milli staða, þá var það aldrei neitt mál, þessu var alltaf reddað. Ég gæti haldið svona enda- laust áfram því þessir menn voru hluti af okkar lífi með strákana. Strákarnir voru innan við klukku- tíma á morgnana með rútunni og innan við klukkutíma seinni partinn, samanlagt minna en tvo tíma á dag. Við vissum að bflstjórarnir voru með gífurlega reynslu af fötluðum og þroskaheftum enda búnir að vinna við þennan akstur í mörg ár og fara á mörg námskeið í gegnum árin. Þeir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera og hvernig þeir áttu að snúa sér í málunum og ég tala nú ekki um samskipti við okkur foreldrana, enda hef ég bara heyrt gott um þá hjá öðrum foreldrum. En síðla sumars ‘98 var ákveðið að bjóða þessa keyrslu út og viti menn, Allrahanda fékk keyrsluna. Þarna mun hafa munað einhverju á tilboði AUrahanda og gömlu góðu bflstjóranna. Og þar sem peningar virðast skipta öllu máli hjá Samtök- um sveitarfélaga þá fengu Allra- handa keyrsluna. Þessa menn virð- ist engu skipta öll reynslan sem þessir bflstjórar höfðu, öll námskeið- in og ég tala nú ekki um hin per- sónulegu samskipti við okkur foreld- rana og börnin. Nei, það eru bara aurarnir sem virðast skipta máli. Ég veit nú ekki betur en að þegar aug- lýst er eftir fólki til starfa á sambýl- um eða samsvarandi heimilum þá þarf að hafa menntun eða góða reynslu, ekki bara einhver helgar- námskeið í skyndihjálp sem bílstjór- um Allrahanda var boðið upp á. Nei, Allrahanda var með lægsta tilboðið og það eitt skiptir máli. Það sem virtist engu máli skipta var öll reynslan, öll námskeiðin og öll per- sónulegu tengslin sem þessir menn voru búnir að byggja upp í gegnum árin. Enda var það þannig að börnin dýrkuðu og dáðu þessa menn. Nú er komin viss reynsla af akstri Allrahanda og verður það að segjast að það hefur alls ekki gengið nógu vel. T.d. þegar flytja á hjálpartæki á milh staða, þá hafa nýju bflarnir sem þeir eru með reynst alltof litlir, enda hafa þeir svo til ekkert geymslu- rými. Eins og flestir geta gert sér grein fyrir þegar um fatlaðan ein- stakling er að ræða, fylgir honum ýmis hjálpartæki eins og hjólastóll, göngugrind eða bara keiTur og allt tekur þetta pláss. Um allar breyt- ingar varðandi keyrsluna þarf mað- ur að tala við skrifstofu Allrahanda. Ég hef tvisvar sinnum hringt þang- að og gekk það vel í fyrsta skipti, en í seinna skiptið gekk ekki svo vel. Þangað hringdi ég aldrei aftur. Var það út af veðri, við vorum náttúrlega góðu vön með okkar góðu bflstjóra. Svo lendir maður á einhverjum manni sem hafði farið vitlaust fram úr og var hann mjög úrillur og væg- ast sagt frekar ókurteis. Annar drengjanna minna er með tvo hjóla- stóla til umráða. Einn innistól og rafmagnsstól til að vera úti á. Hon- um hefur verið neitað að taka með sér báða stólana á föstudögum og hefur hann þá ekkert getað farið út þá helgina. Skýringar þeirra hjá Allrahnda eru að ekki sé pláss í bfl- unum fyrir aukadót. Aldrei var þetta neitt mál hér áður, en ég býð nú ekki í það þegar það fer að vora, en þá er hann alltaf rúntandi um hverfið á rafmagnshjólastólnum sín- um. Fyrir síðustu jól var búið að skipta þrisvar um bflstjóra á rútum Allrahanda. Þessir fotluðu einstak- lingar mega illa við svona manna- breytingum og býð ég ekki í fram- haldið ef fleiri mannabreytingar verða hjá þeim, það er nú ekki liðið nema hálft ár síðan þeir tóku við þessum akstri. Bflstjórinn sem drengirnir eru með núna er allur af vilja gerður, en hvað endist það lengi? Eg hef oft hugsað út í það ef þeir sem ráða hjá Samtökum sveitarfé- laga hefðu bara tekið að sér þessa keyrslu sjálfir og sinnt þessum breiða hópi, hvað hefðu þeir enst lengi í því starfi? Ég efast um að þeir hefðu haldið út lengi því þetta er ekkert smá álag, og það þarf mikla færni við þessa vinnu. Bfl- stjórarnir sem við höfðum áður höfðu allir þessa eiginleika sem þurfti til enda mjög einstakir á allan máta. Ég veit að margir myndu taka undir þetta hjá mér. Þeir voru líka búnir að keyra þennan hóp í mörg ár áður en við bættumst við. Mér er spurn, var þetta ekki fljótfærni hjá Samtökum sveitarfélaga? Það hlýtur bara að vera. Og hvers vegna vorum við aldrei spurð út í þetta, við sem njótum þessarar þjónustu? Það er kannski bara aukaatriði að öllum líði vel, peningarnir ráða greinilega öllu. Að lokum vil ég skora á þá sem þessu ráða að taka þessi mál til rækilegrar endurskoðunar áður en illa fer. HALLDÓRA LÁRA SVAVARSDÓTTIR, Reyrengi 31. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.