Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 69 MINNINGAR ekki lengur verið 3 þínu eigin heim- ili. Þú varst afar þakklát að fá að vera á Mel og geta þannig verið sem næst Reynistað og fylgst með bú- skapnum og öllu sem var að gerast þar, en þar varst þú búin að vera í yfir 50 ár og vinna mörg verk. Oft hlýtur vinnudagur þinn að hafa verið langur, því margt fólk var í heimili og alltaf fullt af gestum. Þú gekkst ekki með kvíða að hlutunum, heldur röggsemi og kappi og hafðir einstakt lag á að láta krakka og ung- linga rétta hjálparhönd, baðst þá kurteislega og þakkaðir ævinlega fyrir. Ótrúlegur fjöldi unglinga var í sveit á Reynistað á árum áður og hlýtur þeim að hafa liðið vel, því þeir komu ár eftir ár og margir hafa haldið tryggð fram á þennan dag. Þú varst líka afar trygglynd kona og vinamörg, vildir hafa margt fólk í kringum þig, hafðir mikið gaman af að fá heimsóknir, þá gafst þú þér tíma til að setjast aðeins niður og spjalla. Allir voru jafnir í þínum aug- um, þú talaðir af virðingu við alla og máttir ekkert aumt sjá. Mér fannst ég alltaf eiga stóran stað í hjarta þínu þegar þú kallaðir mig nöfnu þína, eins og þú gerðir oftast. Alltaf var gaman að koma í sveitina og fá að vera um einhvern tíma, þú tókst mér alltaf opnum örmum. Oft fekk ég að sofa á bedd- anum fyrir aftan rúmið ykkar afa, enda vissir þú að mér fannst mikið öryggi í að fá að vera sem næst þér. Þú eldaðir svo góðan mat og alltaf voru til nýbakaðar kökur, en eftir- minnilegast er þó að alltaf hafðir þú „eftirmat". Amma koma aldrei í Krókinn án þess að koma með eitt- hvað gott handa okkur systrunum. Hún hafði þann sið að gefa öllum barnabörnunum páskaegg á páska- dag og þó ég væri orðin 18 ára á síð- ustu páskum fékk ég samt eitt egg. Amma var einstök kona og er ég mjög þakklát að hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í svo mikilli nálægð við hana að geta heimsótt hana í sveitina og notið samfylgdar hennar. Guð vaki yfir þér elsku amma og styrki afa á þessum erfiða tíma. Þín Guðrún Ösp. Okkur systurnar langar að kveðja þig elsku amma með fáeinum orðum og þakka þér allar yndislegu stund- irnar sem við áttum með þér, þar sem þú umvafðir okkur hlýju og kærleika. Alltaf áttir þú eitthvað handa okk- ur er við komum til þín, nammi var alltaf í dósinni þinni, alls konar kræsingar á borðum og síðast en ekki síst hlý orð sem þú áttir alltaf handa okkur. Við vorum alltaf vel- komnar í sveitina, fengum stundum að gista og þú dekraðir við okkur. Þú fylgdist alltaf vel með hvað við vorum að gera og hvattir okkur til dáða og hældir okkur óspart. Þú sagðir okkur svo margar skemmtilegar sögur frá því þú varst ung stúlka á Skaganum og í Reykja- vík og fræddir okkur um ýmislegt, enda vissir þú svo margt, hafðir les- ið mikið. Þú varst þó ekki bara í gamla tímanum, því þú fylgdist vel með öllum nýjungum og varst fljót að tileinka þér þær, t.d. fekkstu þér örbylgjuofn á undan flestum öðrum og poppaðir handa okkur, þú fékkst þér geislaspilara og diska, enda hafðir þú svo gaman af söng. Þú varst svo sjálfstæð og dugleg kona, jafnvel þótt sjónin væri nærri alveg farin og heilsu farið að hraka bjarg- aðir þú þér sjálf, gast sett kassettur í tækið þitt og hlustað á sögur og fréttir sem þú fekkst sendar frá blindrafélaginu, prjónað á okkur vettlinga o.fl. o.fl., enda varstu ekki vön að sitja auðum höndum, varst vanari að hjálpa öðrum en láta hjálpa þér. Hafðu hjartans þakkir fyrir allt og allt. Elsku afi, guð styrki þig og blessi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Margrét Helga og Bryndís Lilja. JON ÞÓRARINSSON + .IÓH Þórarinsson fæddist á Hjaltabakka í Aust- ur-HúnavatnssýsIu 6. ágúst 1911. Hann lést á Vífilsstöðum 3. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Þor- valdsdóttir, f. 10. desember 1875 á Hjaltabakka, d. 17. maí 1944, og Þórar- inn Jónsson, bóndi og alþingismaður, f. í Geitagerði í Skagafirði 6. febrú- ar 1870, d. 5. september 1944. Systkini Jóns eru: Þorvaldur, f. 1899, skrifstofum., kvæntur Ragnheiði Brynjólfsdóttur frá Ytri-Ey, bæði látin; Ingibjörg, f. 1903, gift Óskari Jakobssyni, bónda, bæði látin; Brynhildur, f. 1905, gift Jóni Loftssyni, stór- kaupmanni frá Miðhóli í Skaga- firði, bæði látin; Aðalheiður, f. 1905, ekkja eftir Magnús Gunn- laugsson, hreppstjóra og bónda á Ytra-Ósi, Strandasýslu; Skafti, f. 1908, skrifstofum., d. 1936, var kvæntur Sigurbjörgu Sigurðardóttur frá Skuld í Vestmannaeyjum, d. 1992; Sig- ríður, f. 1910, dáin 1956, ógift; Hermann, f. 1913, d. 1965, úti- bússtjóri Búnaðarbankans á Blönduósi, kvæntur Þorgerði Sæmundsen, Blönduósi; Magn- ús, f. 1915, listmálari í Reykja- vík, kvæntur Vilborgu Guð- bergsdóttur; Þóra, f. 1916, d. 1947, var gift Kristjáni Snorra- syni, bifreiðasljóra á Blönduósi, d. 1990; Hjalti, f. 1920, fv. pró- fessor við Háskóla íslands og forstöðumaður handlæknis- deildar Landspítalans í Reykja- vík, kvæntur Ölmu Thoraren- sen, lækni. Jón kvæntist Helgu Halldóru Stefánsdóttur, f. 10. des. 1912 í Kambakoti í Vindhælishreppi í A-Hún., d. 22. ágúst 1989. For- eldrar hennar voru Stefán Stef- ánsson, bóndi í Kambakoti, og Salóme Jósefsdóttir. Fósturfor- eldrar Helgu Halldóru Evald Þuríður og Sæmundsen á Blönduósi. Jón og Helga eignuðust fimm börn. Þau eru: Mk 1) drengur, f. 31. júlí 1948, d. sama dag. 2) Þorvaldur Stefán, f. 6. des. 1949, verkfræðing- ur, kvæntur Arn- þrúði Einarsdóttur. Barn þeirra er Ei- ríkur, fósturbörn eru Magnús, Baldur og Guðný Ella. Son- ur hans af fyrra hjónabandi er Stefán Svan. 3) Sigríður Hrefna, f. 6. des. 1950, skrifstofumaður, dóttir hennar er Helga Berglind Snæbjörns- dóttir; unnusti Vilberg Tryggvason. 4) Þóra Þuríður, f. (i.jiílí 1953, hjúkrunarfræðing- ur, gift Finnboga O. Guðmunds- syni. Börn þeirra eru Jón Þór, Ingibjörg og Guðmundur Helgi. 5) Hildur H., f. 29. sept. 1955, ís- lenskufræðingur, dóttir er Helga Theódóra Jónasd. Eftir að Jón lauk barnaskóla- prófi hóf hann nám við Bænda- skólann á Hvanneyri og útskrif- aðist þaðan sem búfræðingur árið 1931. Þá hófst starfsferill hans á jörðinni Hjaltabakka, fyrst með foreldrum si'iiuiu en hann tók siðan við búinu á Hjaltabakka sem hann byggði upp er árin liðu, m.a. 35 hekt- ara nýrækt, 1000 hesta hlöðu, 240 kinda fjárhús o.fl. Auk þess var hann með veðurlýsingar fyrir Veðurstofu fslands í 13 ár. Arið 1981 hætti Jón sveitastörf- um og fluttist til Reykjavíkur og starfaði við bókband fram á síðasta ár. Jón sinnti ýmsum fé- lagsstörfum í sínu sveitarfélagi, var m.a. gjaldkeri slysavarna- deildarinnar Asa í Torfalækjar- hreppi 1954-72, gjaldkeri sjúkrasamlagsins 1945-70, í skattanefnd 1955-61 og í hreppsnefnd 1951-62. Utför Jóns fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst voru athöfnin klukkan 14. Fyrsta minning mín um Jón á Hjaltabakka er sú að brúnn og hvítur Landrover H-41 ók eftir götunni á Blönduósi. Seinna beind- ist þó hugurinn til dóttur hans, Þóru, og hafði Jón það á orði á jóla- dag 1977 þegar við Þóra giftum okkur að hátíð væri til heilla best. Með okkur Jóni tókust strax mikil og góð kynni og voru ófáar stundirnar sem við Þóra dvöldum á Hjaltabakka ásamt elsta syni okk- ar Jóni Þór sem naut umhyggju afa síns í hvívetna og til að mynda lyfti hann ávallt gafflinum um leið og afi hans við matarborðið og gekk í sporin hans úti við. Jón Þór varð einnig að eiga eins spíru og afi hans í fjörunni. Hafði Helga oft orð á því hve gaman væri að fylgjast með þeim nöfnum. Jón naut þess að tefla enda mjög góður skákmaður og lærði ég það mikið af Jóni í skák að í dag veitir skákin mér ómælda ánægju. Á sumrin nýttum við sumarfríin okk- ar á Hjaltabakka við heyskap og fleira og ef við urðum að einhverju liði var uppskeran ávallt mikið þakklæti. Það voru þung spor þegar Jón brá búi og kvaddi Hjatabakka í júlí 1981, skepnurnar síðar um haustið en sló engu að síður á létta strengi. Jón gat ekki verið iðjulaus og hóf hann að binda inn bækur sem hann hafði lært á Hvanneyri og stundaði hann þá iðju fram á síð- astaár. Arið 1982 hóf hann að byggja sumarbústað niðri við sjó á Hjalta- bakka og dvöldu Jón og Helga þar eins og kostur var. Á vorin var oft gaman að fylgjast með Jóni þegar hann fór að huga að verkfærunum sínum. Fór þá ekki á milli mála hvar hugurinn var. Jóni þakka ég fyrir það lífshlaup sem við áttum saman og votta ég börnum hans og barnabörnum samúð mína ásamt öðrum aðstand- endum. Finnbogi Guðmundsson. Það var þremur árum eftir síðari heimsstyrjöldina að „yfirvaldið" á heimilinu kallaði son sinn á þrett- ánda ári á sinn fund og tjáði honum að eftir tvo daga færi hann í sveit því eins og hann vissi væri afi á Ey hættur að búa en þar hafði dreng- urinn verið í fjögur sumur. Nú hafði „yfirvaldið" komið honum fyrir hjá Jóni föðurbróður hans á Hjaltabakka, þeim er við fylgjum í dag. Drengnum fannst þetta ekki góð tíðindi. Honum hafði alltaf fundist Jón frændi þurr á manninn og ekki skemmtilegur en það átti eftir að breytast. Andmæli drengs- ins voru ekki tekin til greina enda honum tjáð að stutt væri á milli Hjaltabakka og „höfuðborgar" Húnvetninga. Ef honum leiddist gæti hann skokkað heim eitthvert kvöldið. Hann hefði hvort sem er gengið þessa leið heilan vetur í barnaskólann á Blönduósi. Sem betur fer var þetta tæplega fimm- tíu árum áður en Jón Baldvin gerði samninga við Evrópubandalagið fyrir hönd unglinga. Eftir tvo daga var drengurinn mættur á staðinn. Honum fannst strax að frændinn hefði sama álit á honum og hann hafði á frændanum. Lítið var talað þrjá fyrstu dagana en þrátt fyrir það var fændinn búinn að kenna honum að mjólka þokkalega og einnig mannganginn. Frændi var mjög góður skákmaður eins og svo margir í ættinni. Hann var ömmu- bróðir Jóns L. Arnasonar stór- meistara. Eins og gengur og gerist var drengurinn látinn vinna öll venjuleg sveitastörf er til féllu. Fljótlega gleymdist „höfuðborgin" eftir að frændinn trúði honum fyrir að fara flóann og flatirnar og alveg út að Draugagili til að gæta lambanna. Það skyggði ekki á trúnaðinn að drengurinn fékk upp- áhaldsgæðinginn á bænum, Lýs- ing, sem var kominn vel yfir ferm- ingu, sex árum eldri en knapinn ungi. Þegar sauðburði lauk og búið var að rýja fékk drengurinn að reka á heiðina en það tók yfir þrjá- tíu klukkustundir. Voru sumir orðnir framlágir er heim var kom- ið. Um sumarið keypti frændi land- búnaðarjeppa er svo var nefndur. Þá var kátt í kotinu. Fljótlega fékk drengurinn að reyna tækið en sjálfsagt ekki í þágu borðalagðra yfirvalda í dag. Við heyjuðum sam- an allt sem hægt var á túninu en frændi taldi sig þurfa meira hey fyrir veturinn. Fékk hann þá slægju á engjum Giljárbræðra og þá var skemmtilegur tími. Það var í byrjun júní að drengurinn spurði frænda hvort hann mætti ekki fara að tína kríuegg eftir mjaltir enda gott varp í landinu og drengurinn ekki óvanur því. Leyfið var auð- fengið enda báðir sólgnir í egg. Við tínsluna gleymdi drengurinn sér og undir morgun kom hann heim með um fjögur hundruð egg. Næstu daga var mikið borðað af eggjum og oft hló Helga, unnusta frænda, að okkur. Mörgum árum síðar hugsaði drengurinn, er þá var orð- inn fulltíða maður, að mörg lend- ingargjöld hefðum við sparað kríunum það haustið í löndum Faróanna. Eftir heyannir allar stakk frændi upp á því að skreppa til systur sinnar er bjó að Ösi við Steingrímsfjörð. Við sæjum hvort sem er yfir flóann ef skyggni væri gott. Fórum við þangað og vorum í góðu yfirlæti hjá Aðalheiði frænku og Magnúsi manni hennar. I þeirri ferð fannst mér frændi vera bráð- skemmtilegur og fyndinn. En allt hefur sinn endi. Birtu var tekið að bregða og haustið hlaut að vera í nánd. Og með haustinu fylgir skólaganga. Þá kom að því að drengurinn var jafn ófús að fara heim, eins og um vorið í sveitina, og var ekkd laust við að sumir brynntu músum. Frændi bað drenginn, um leið og hann kvaddi, að vera við um hádegið daginn eft- ir. Hann kom á tilsettum tíma og sagðist vera með kaupið. í þá daga voru unglingar aðeins matvinnung- ar en áður en drengurinn vissi af var fændi búinn að þrýsta í lófa hans seðlum er reyndust vera tvö þúsund krónur. Að svo búnu hvarf hann. Þetta voru miklir peningar þá. Það var kotroskinn drengur sem arkaði í sparisjóðinn til Her- manns frænda og þær hækkuðu tölurnar í bókinni sem drengurinn átti. Fyrir var afrakstur lamba frá afa á Ey og svo nokkrar krónur fyrir hagalagða sem þá voru gulls ígildi. Skömmu eftir að Helga dó flutti frændi í Langagerðið. Síðustu árin heimsóttum við bræðurnir hann stundum og tókum spil saman. I þeim leik var frændi fylginn sér sem og í öðru. Drengurinn veit að frændi á góða heimkomu. Megi guð og góðar vættir fylgja honum og almættið blessa ástvini hans. Þráinn Þorvaldsson. Okkur langar með nokkrum orð- um að minnast Jóns Þórarinsson- ar. Heimili Jóns og Helgu á Hjalta- bakka var annað heimiM móður okkur, Sigríðar, frá níu ára aldri. Við fengum því að kynnast þessu góða fólki strax sem lítil börn. Þar sem við áttum heima á Blönduósi var alltaf stutt í sveitina. Dvöldum við þar mörg sumur auk annarra góðra stunda sem tengjast okkar bestu bemskuminningum. Við þreytumst aldrei á því að rifja upp skemmtileg atvik sem voru æði mörg og því hvernig Jón og Helga tóku uppátækjum okkar alltaf með jafnaðargeði. Það var því mikill missir fyrir okkur þegar þau ákváðu að flytjast til Reykjavíkur. Heimili þeirra í Hvammsgerði stóð okkur alltaf opið og hittum við þau eins oft og við gátum. Þegar við fluttum sjálfar til Reykjavíkur, hvor í sínu lagi þó, bjuggum við í Hvammsgerði til að byrja með. Jón eyddi öllum sumrum í sum- arbústaðnum sínum á Hjaltabakka að frátöldu sl. sumri. Alltaf vorum vorum við velkomnar bæði í spjall og veiði. Þegar Jón var ekki sjálfur fyrir norðan gladdi hann ekkert meira en þegar við hringdum með fréttir um góða veiði við bústaðinn. Elsku Jón, það er okkur mikils virði að hafa kynnst manni eins og þér og ekki síður að börnin okkar náðu að kynnast þér. Þau höfðu alltaf jafn gaman af því að fara til Jóns bónda, eins og þau kölluðu þig, hvort sem var í sumarbústað- inn eða í Hvammsgerðið. Takk fyr- ir allt. Harpa og Helga. Hjaltabakki á Ásum er kosta- mikil jörð að landrými og hlunnind- um. Þar er útsýni mikið inn til hér- aðsins, en einnig blasir við breiður fjarðarbotninn og strandlengjan og fjöllin beggja vegna Húnaflóa. Þótt stundum gusti af norðaustri, býr náttúran í sínum margbreytileik yfir töfrum, t.d. í atferli æðarfugls- ins sem bóndinn reyndi að hlúa að í hólmanum, eða á lognkyrrum vor- kvöldum þegar sólin flýtur á haffletinum og slær roðagulli á himin og haf sem renna saman í eitt í undramyndum kvöldroðans. Þarna var Jón á Hjaltabakka fæddur og uppalinn og þar vann hann nær allt sitt ævistarf, fyrst að búi fóður síns en síðan sem bóndi í fjóra áratugi. Jón lifði framfara- skeið í landbúnaði, enda stórbætti hann jörðina að ræktun og bygg- ingum. Hann var snyrtimenni, jafnt í búskap sínum og öðru því, sem hann lagði hönd að. Hann starfaði nokkuð að félagsmálum, var t.d. lengi í hreppsnefnd og gjaldkeri sjúkrasamlags, en þar bar fundum okkar sveitunganna fyrst saman á vettvangi félags- mála. Jón var töluglöggur með af- brigðum, með fágaða rithönd og vandaði allt sem hann lét frá sér fara. Jón var hlédrægur að eðlisfari og stundum fáskiptinn, sem breytt- ist mjög þegar nær honum var komið. A góðri stund var hann hlýr og skemmtilegur viðræðu og kímni hans óbrigðul. Hann var lesinn, fróður og vel gefinn. Hann eignaðist góða konu, Helgu Stefánsdóttur, sem látin er fyrir um það bil tíu árum. Hún var dugmilril kona, sem allir báru hlýj- an hug til, er henni kynntust. Börn þeirra eru myndarlegt fólk og ég tók eftir því að á meðan þau voru ung hafði Jón þau oft með sér á ferðum sínum eða við störf sín og sýndi þeim mikla nærgætni. Jón var alla tíð leiguliði bróður síns á Hjaltabakka og þarf ekki að efa að það hafi verið honum til raunar að eignast ekki jörðina. Líkur eru til að staða jarðarinnar væri nú önnur ef bóndinn hefði átt sína jörð. Ef til vill hefur þetta einnig fiýtt fyrir því, að þau hjónin fluttu til Reykjavíkur fyrir um það bil tuttugu árum. Þar tók Jón til við að binda bækur og bar sú iðja vitni um sama handbragð og vand- virkni og flest þau verk sem hann vann. Ég kveð Jón með þakklæti fyrir kynni okkar og margvísleg sam- skipti og bið honum blessunar í nýjum heimkynnum. Við Helga flytjum börnum hans og vensla- fólki einlægar samúðarkveðjur. Pálmi Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.