Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN Heimilistölvunni breytt í leiktækjasal EKKI ER langt síðan mikil umræða var um leikjatölvu- herma í kjölfar þess að Conn- ectix setti á markað Play Station- hermi sem gerði kleift að kaupa slíka leiki í G3 Macintosh-tölvum. Sony, framleiðandi PlayStation, brást hart við og kærði athæfið en málinu var vísað frá sem vonlegt er. Af slíkum hermiforritum eru fjölmörg til, helst fyrir PC-samhæfðar tölvur, þar á meðal eitt verulega vinsælt sem hermir eftir leiktækjatölvum. Forrit sem ætluð eru til að herma eftir leikjatölvum hafa verið fáanleg á Netinu og víðar alllengi og eru jafnan ókeypis. Til eru forrit sem herma eftir Nintendo-leikjatölvun- um gömlu, Game Boy Super Nin- tendo og Nintendo 64, einnig Sega og Sega Megadrive, Lynx, Atari og svo má telja. Þau herma í raun eftir örgjörvum og öðrum vélbúnaði við- komandi tölva, sem er lítið mál séu menn með nógu öfluga tölvu. í dag er mest rætt um svonefndan MAME-hermi, sem hermir eftir fjöl- mörgum leiktækjatölvum sem allir þekkja. Með því að keyra upp MAME-hermi á heimilistölvunni og lesa inn í hann viðeigandi leik er þannig hægt að bregða sér í ýmsa leiki sem menn þekkja úr leiktækja- salnum eða frá Fredda. Einfalt að keyra leikjatölvuleiki Sáraeinfalt er að keyra leikja- tölvuleiki á PC-tölvu með aðstoð MAME. MAME-forritin sjálf eru reyndar mismunandi gerðar og til fleiri en eitt, en best hafa reynst DOS-gerðir þeirra. Til eru þó Windows-gerðir sem fer mikið fram með hverri útgáfu. Þegar búið er að koma forritinu fyrir á tölvunni er það ræst og kem- ur upp listi af leikjum sem til staðar eru á tölvunni. Eftir að búið er að velja sér leik þarf að setja pening í raufina, með því að slá á réttan lykil reyndar, sem undirstrikar að í raun er eins og viðkomandi sé kominn með leikjatölvu á skjáinn hjá sér. MAME-hermar gera ekki ýkja miklar kröfur til vélbúnaðar, en varla er hægt að keyra þau af viti nema í 266 MHz Pentium hið minnsta með 32 MB innra minni og riflegt diskpláss, ekki síst ef koma á mörgum leikjum fyrir á tölvunni. Skjákortið þarf líka að vera þokkalegt og hljóðkort að styðja SoundBlaster staðalinn. Ekkert athugavert við hermiforrit Ekkert er í sjálfu sér athugavert við það að smíða forrit sem hermir eftir örgjörva eða vélbúnaði sem ann- ar á höfundarrétt á, enda á til að mynda Sony varla höfundarrétt á öðru en sjálfri hönnun og gerð ör- gjörvans. Þegar kemur að leikjunum er aftur á móti annað upp á teningn- um. Leikir fyrir herma fyrir þær tölv- ur sem áður er getið eru víða fáanleg- ir á Netinu en eru nánast alltaf illur fengur; höfundarréttarlög hafa verið brotin við það að afrita leikinn úr leikshylMnu og dreifa. Sum leikjafyr- irtækjanna hafa ekki látið sig neinu varða þó menn séu að dreifa leikjun- um, mörg þeirra varla til eða löngu farin á hausinn. Fyrirtæki eins og Nintendo hafa aftur á móti lagt sig eftir því að klekkja á þeim sem eru að dreifa leikjum, en gengið iHa sem von- legt er; segja má að ef eitthvað sé komið í dreifingu á Netinu verði það ekki þaðan tekið ef eftir einhverju er að slægjast á annað borð. Leikjunum er dreift sem svonefndum ROM- skrám, yfirleitt þjappaðir í zip-gagna- sniði eða rar. Til að koma í veg fyrir að menn gætu afritað leikina og dreift þeim gripu framleiðendur til ýmissa ráða, en ekkert dugði nema eitt; eitt fyrirtæki hafði fyrir sið að steypa minniskubbana með leikjunum í epoxy- plast og engin leið að ná þeim þar úr. MAME-vinir hafa fengið að kenna á armi laganna, því framleiðendur leiktækjatölvanna hafa bundist sam- tökum um að útrýma af Netinu öllum MAME-leikjum. Þeim hefur helst orðið það ágengt að í stað þess að hægt sé að finna leiki hjá ráðsettum vefsetrum eins og Techweb, eru þeir nú horfnir inn í skúmaskot og skonsur á Netinu. Hver sem er með aðgang að leitarvél getur síðan fundið það sem hann vill með því að leita að orðunum MAME og ROM saman. Frekari upplýsingar um MAME- forrit er víða að finna á Netinu og þar má einnig sækja hermiforritin. Sjá til að mynda www.geocities.com /SiliconValley/Bay/9369/sem er með mikinn fjölda herma til að mynda fyr- ir Tl-reiknivélar, Sinclair, C64, Commodore, Apple II og svo má telja. Besta setrið er þó Dave's Video Game Classics á slóðinni www.da- vesclassics.com/. Þar er mikinn fróð- leika að finna um herma, helst MAME, en einnig aðrar gerðir. Nýj- ustu gerðir hermanna er og yfirleitt að fmna þar og ýmislegar upplýsingar um hvernig eigi að bera sig að. Pentium III BARÁTTAN á örgjörvamarkaði tekur nýjan kipp nú um stundir, eftir að Intel kynnti nýjustu út- gáfu af örgjörva sínum, Pentium III. Breytingar á milli gerða, þ.e. frá Pentium II í Pentium III, eru þó ekki mjög miklar og ekki verð- ur verulegt aflaukning fyrr en hraðari gerðir Pentum III koma á markað síðar á árinu. Pentium III er byggður á II- gerðinni, en að auki er bætt við sjötíu þrívíddarskipunum sem gera eiga örgjörvann öflugri til slíkrar vinnslu. Þær skipanir skila sér þó ekki í auknum hraða fyrr en forritarar fara almennt að nýta þær í forritum sínmii, líklega seint á þessu ári eða í byrjun næsta árs. Fyrstu gerðir Pentium III eru 450 MHz og 500 MHz, sem er heldur hraðara en Pentium II, en í Ijósi þess að gagnagáttin á mdðurborð- um í dag er ekki nema 100 MHz, er aukningin hlutfallslega minni en tiftíðnin gefur til kynna. Ymis- legt í innvolsi örgjörvans hefur aftur á móti verið endurhannað og því gefst kostur á að auka enn hraðann þegar frá líður og í haust er búist við að fyrstu 800 MHz ör- gjörvarnir komi á almennan markað. Enn verður hert á hrað- aiiimi á næsta ári og Intel hefur meðal annars sýnt frumgerð af 1 GHz Pentium III. Einnig á eftir að auka vinnsluhraða nýju ör- gjörvanna að Intel hyggst setja í þá hraðvrikara biðminni. Um mitt ár hyggst fyrirtækið þannig skipta alfarið yfir í 0,18 míkrona örgjörva og verður 256 Kb bið- minni á örgjörvaflögunni sjálfri sem gefur enn betri nýtingu og meiri hraða. Flestum gerða Penti- um II örgjörvum fylgir 256 Kb biðminni en það er á annarri flögu sem tengd er örgjörvanum með gagnagátt og verður 256 Kb bið- minnið á Pentium III ríflega tvö- falt hraðvirkara. Meðal umdeildra viðbóta í Pentium III er að hver örgj'örvi hefur einstakt raðnúmer sem hugbúnaður getur nálgast. Intel- menn segja að þetta sé til þess að auka öryggi á Netinu. Með því að hugbúnaður fái upp gefið rað- númerið þegar verið er til að mynda að versla eða skrifa póst, sé hægt að fullvissa sig um að beiðni eða póstur komi frá við- komandi tölvu. Ymsir hafa tekið þetta óstinnt upp og sagt að með þessu sé Intel að gera atlögu að persónufrelsi fólks og auðvelda að njósnað sé um það á Netinu. Meðal annars til að bregðast við þessu hefur Intel búið svo um hnútana að sérstaklega þarf að setja þennan möguleika í gang á örgjörvanum og því mat hvers og eins hvort hann vilji nota hann. Stórfyrirtæki hafa aftur á móti tekið þessu hið besta og flnnst það auka til muna öryggi sitt og viðskiptavina. 1 liðinni viku hófst tugmilljóna- herferð Intel til að kynna ör- gjörvann nýja, meðal anars með því að kynna hugbúnað sem nýtir nýju skipanirnar og nýjar vélar frá helstu tölvuframleiðendum með Pentium III innan borðs, en það er mat markaðsfróðra að framan af höfði örgjörvinn helst til leikjavina og þeirra sem stundi grafík- og myndvinnslu. Opíð laugardag 10:00-16:00 Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarf. • Sími 550 4020 • BT • Skeifunni 11 • 108 Rvk • Sími 550 4444
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.