Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 86
86 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FOLK I FRETTUM
Vor- og sumartískan í hárklippingum
Heilbrigt hár
og frjálslegt útlit
DUDDI og Elsa Haraldsdóttir
hárgreiðslumeistarar eru ný-
komin frá Frakklandi þar sem
þau voru á sýningu Haute
Coiffure Francaise á sumarlín-
unni í hárklippingum og litun.
„Þessi sýning er í samstarfi við
tískuhúsin og það er ekki verið
að kynna eða selja hárvörur um
leið. Það er bara tískan sem
ræður," segir Dúddi.
„Allar síddir ganga í sumar,
það fer bara eftir persónuleika
hvers og eins," segir Dúddi og
bætir við að síðari klippingarn-
ar og þær stuttu hafi meiri
mýkt, séu kvenlegri en þær
millisíðu sem séu harðari og
beinni. „Síðan er stutta klipp-
ingin með mjúkum og róman-
tískum hnum. Það er algengt í
Frakklandi að hafa toppinn síð-
an og þetta er mjög skemmtileg
klipping.
Herraklippingin er mjög
skemmtileg að minu mati. Þar
er sett létt lyfting ofan á hárið
og það er haft síðara en í
mörgum öðrum herraklipping-
um. En heildarsvipurinn er
mjög skemmtilegur og frjáls-
legur. En karlmenn í Suður-
Evrópu hafa yfirleitt ekki jafn
stutt hár og við sem norðar er-
um."
- En hvað með svokallaða
„samfaraklippingu" þar sem
hárið er útið í hnakkanum. Er
hún á undanhaldi?
„Hún er ennþá mjög vinsæl
en mun mildast á næstunni.
Hárið verður ekki haft jafn úf-
ið í hnakkanum. Með sumrinu
koma aðrar áherslur. En þessi
nýja lína er mjög dæmigerð
frönsk lína og það hefur verið
svolítið áberandi hérna heima
að þegar einhver ný lína kem-
ur og verður vinsæl þá fá allir
sér sömu klippinguna. Fjöl-
9{œturgaíinn
Smiðjuvegi 14, 'Kópavogi, sími 587 6080
í kvöld leika hinir frábæru
Stefán P.
og Pétur
Opió frá kl. 22—3
Borðapantanir f símum 557 9717 og 587 6080
Næturgalinn þar sem stuðid er
og alltaf lifandi tónlist
STÚftRA
Súlnasalur
Heilsubótar dansleikur
eftir skemmtidagskrá Ladda og
sjukraiiðanna ^at
TagaKlass
leikurfyrirdansi
fruki23.30íkvölu.
Söngvarar Sigrún Eva Áraannsdóttir
og Reynir Guðmundsson
Radisson SAS
SagaHotel
Reykjavík
HARÐARI og beinni línur í millisíddinni.
LÉTT og frjálsleg herraklipping.
breytnin mætti vera meiri bæði
í hár- og fatatískunni eins og
virðist vera t.d. í Frakklandi.
Þessi vor- og sumarlína Haute
Coiffure Francaise er meira til
viðmiðunar en það eina sem
gengur. Maður styðst við þess-
færa eftir eigin höfði."
- En hvaða litir eru vinsæl-
astirísumar?
„Það eru áfram yósir litir, en
ekki eins hvítir og hafa verið,
meiri vanillutónn í þeim. Síðan
eru rauðbrúnir áfram vinsælir.
ar línur en síðan er hægt að út- Það eru einnig minni andstæð-
ur í lituninni í þessari línu, en
þær koma kannski aftur með
haustinu. En aðaláherslan er á
heilbrigt útlit, stutt hár og
frjálslegt. Það fylgir sumrinu
þegar allir eru úti við að hafa
hárið sportlegra og sem eðlileg-
ast."
SIÐARA hár þar sem mýktin ræður ríkjum.
STUTT hár með sfðum toppi og mjúkum línum.
Gaman á Alþingi
ALVEG er eins og ríkisrásin hafi
verið nokkuð lengi að undirbúa
hugarfar fólks fyrir útsendingu frá
Alþingi á mánudagskvöldið. Vik-
una á undan hafði rásin sýnt
Ókindina II, Fúll á móti, Hættuleg
kynni og Nú eða aldrei á sunnu-
dag, eins og um væri að ræða síð-
ustu forvöð til að koma vitinu fyrir
þingheim í aðfara kosninga. Sjald-
an hefur annað eins rusk orðið í
flokkaskipulagi landsins og núna,
þegar jafnvel erkiféndur samein-
ast og helsti strigakjaftur vinstri-
mennskunnar skil-
ur skútuna eftir í
höndum kvenna,
sem komnar eru úr
barneign, en berj-
ast samt ákaflega
fyrir löngum
fæðingarorlofum svo vinnuveitend-
ur hræðast fátt meir en starfs-
krafta sem verða ófrískir einu
sinni á ári eða svo, eins og skeði
stundum í dentid áður en getnað-
arvarnir voru uppteknar sem
námsefni í skólum.
Sjónvarpsumræður í þinginu
voru ekki verri skemmtidagskrá
en það „bloody murder" sem sjón-
varpsrásir sýna okkur daglega úr
henni Ameríku. I megindráttum
voru ræðuhöldin sama þusið og áð-
ur með einstaka upphrópunar-
kenndum tilþrifum. Þó máttu
menn sakna útskýringa á hinni
snjöllu tilraun til vegsemdar at-
vinnulífinu í landinu með uppbygg-
ingu kvikmyndaiðnaðar og því sem
er eftirtektarverðara; útflutningi á
poppi eins og tilkynnt hefur verið.
Eru þá tilkallaðir menningarvitar
á borð við frægan poppara, sem
nýlega lagði tvær hæðir við
Laugaveg undir popp og nokkurt
landrými við Garðabæ og er hinn
eini sanni poppari landsins með
nýleg ítök í Framsóknarflokknum,
sem virðist vera að poppa sig
nokkuð.
Eftirsjá var að Svavari Gests-
syni í skemmtidagskrá Alþingis á
mánudagskvöld. Þegar hann lítur
yfir sviðið við brottför eftir tuttugu
ár á þingi mætti
SJÓNVARPÁ ef&sótlf að hin
LAUGARDEGI .-Snorrabúð", sem
-------------------- var vettvangur
margrar rimmu á meðan flokks-
bræður hans stóðu í Finnastríðinu;
á meðan stóð í stefnuskrá að vinna
skyldi landið með byltingu; á með-
an bandalagið stóð við hlið nasista
í byrjun stríðs samkvæmt
mömmuleiknum við Sovét meðan á
skiptingu Póllands stóð, væri ekki
orðin annað en stekkur. Svavar
kvaddi þingið virðulega og óskaði
þess að það nyti meiri virðingar.
Hann verður virðulegur sendi-
herra á meðan Sovét-ísland bíður
síns tíma.
Önnur kveðjuathöfn átti sér stað
við lok skemmtidagskrárinnar í
þinginu, en það var þegar skrítinn
málsvari Kvennalista tók hatt sinn
og staf og gekk út til vinstri, eins
og þeir sögðu í Hafnarfirði í gamla
daga. Ræða hennar var um hana
sjálfa, að mestu leyti, líklega fyrir
„file" Kvennalistans, en kom eng-
um öðrum við. Þetta mun verða
talin með skrítnari ræðum á Al-
þingi, þegar frá eru taldar rökræð-
ur með eða á móti því hvort drepa
eigi landbúnaðinn eða láta hann
lifa. Síðasti þingmaður Kvennalist-
ans virðist samkvæmt eigin orðum
hafa lent á milli þilja í Alþingishús-
inu.
Einkennilegt hugmyndaflug
fylgir oft kvikmyndagerð og ganga
Bandaríkjamenn þar fremstir í vit-
leysunni. Þeir hafa lengi verið
mjög uppteknir af grun um líf á
öðrum stjörnum. Allt frá því að Or-
son Welles gerði þjóðina hálfvit-
lausa úr hræðslu með útvarpsþætti
um innrás frá Mars hafa þeir fönd-
rað við að búa út alls konar fyrir-
bæri, sem þeir nefna verur frá öðr-
um hnöttum. Hér á landi er trúin
aftur á móti hrein og tær, enda
reiknað með að verurnar stigi út úr
bláum himni yfir hvítam jökul-
skalla. Sýn sýndi Ófreskjur II á
föstudagskvöld og var þar um
nokkuð skemmtilegar tæknibrellur
að ræða. Benti það til þess að
tæknin væri lengra komin en geim-
verurnar og má svo vera enn um
hríð. Vert er að taka fram undir
lokin, að Enn ein stöðin var á laug-
ardagskvöld í fínu formi og virðist
ekki hafa skaðast á tölvutrippinu.
Fyndni þeirra er enn sem fyrr oft
og tíðum alveg óborganleg.
Indriði G. Þorsteinsson