Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 57
 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 57 UMRÆÐAN Gul spjöld Hæstaréttar Bjarni Kjartansson mikil var gleðin LOKSINS, loksins! kom mér í hug þegar ég heyrði af gulu spjaldi sem Hæstiréttur rétti upp um kvótakerfið heitið. Já, ég tel að kvótakerfið sé ónýtt, hafi reyndar alltaf verið það, bæði sem stjórn- kerfi og sem friðunartæki. Eg fyllt- ist gleði yfir því að enn hafi grund- vallarkenningar Sjálfstæðisflokks- ins orðið ofaná eins og alltaf þegar eitthvað víkur til framfara á voru landi. Allir eru jafnir til þess að sækja sér björg í bú, hvort viðkomandi hafi verið við veiðar á einhverju tímabili eða ekki. Frelsi eins skuli ekki undir neinum kringum- stæðum verða helsi ná- ungans. Skömmtunar- kerfi, eitt ljótt, hefði verið lagt að velli og ekki aftur upp reist fyrir nokkra muni. Nú væri kominn frjáls tími í undirstöðugrein okk- ar landsmanna en skammvinn. Peningaverðir og braskarar fóru hamfórum og gátu ekki sofið. Hr- ingdu um allt kerfið, undu sér ekki hvfldar fyrr en þeir höfðu ært og sært alla sem koma að því vanda- verki, að koma á skikk í löggjafar- málum. Sumir ráðamenn voru að vísu löngu gengnir í björg LÍÚ-ara. Þannig þurfti ekki að kristna páfann (eða þannig), því var lagt all- Kvótakerfið Þeir sem fastastir eru fyrir í sjálfstæðishug- sjóninni, segir Bjarni Kjartansson munu setja í axlirnar og leggja til atlögu við þetta skömmtunarkerfi á landsfundi. þétt að lögfræðingum, blaðamönn- um og einnig virðist hafa verið leit- að fulltingis hjá prófessorum í Nor- egi. Hræðsluáróður magnaður um, að allt peningakerfi landsins hryndi, bankarnir yrðu fallit og stöðugleik- inn væri fyrir bí. Þennan söng kunnu margir frá bernsku sinni, þá ýmsir fóru mikinn gegn frjálsræði í innflutningi og verslun með gjald- eyri. Harmagrátur um að allar byggðir legðust af, fengju allir að kaupa gjaldeyri og kaupa vörur frá útlandinu, sem SIS eða einhverjir „réttir" aðilar hefðu einir haft leyfí skriffinna til innflutnings. Sami söngur er að vísu hafður uppi um vinnslu afurða landbúnaðarins, orkuvinnslu og aðhlynningu sjúkra enn þann dag í dag. Allt er þetta af sömu rót, hræðsl- an við að einkaleyfi og mismunun, sem gert hefur tilteknum hópi manna kleift að efnast, falli og þar með auðlegð „gæludýranna" einnig. Þannig fór þá með ráðherrana, að þeir heyktust á því verki sem þeim var falið af bestu manna yfirsýn. Kjósendur munu draga einhverja lærdóma af þessu, víst er það. Þeir sem fastastir eru fyrir í sjálfstæðis- hugsjóninni, munu setja í axlirnar og leggja til atlögu við þetta skömmtunarkerfi á næsta lands- fundi. Það mun fara með þetta kerfi eins og önnur skömmtunarkerfi sem lógð hafa verið að velli, það mun ekki standast til lengdar. Ungir menn munu ekki láta við þetta sitja, nema ef vera kynni þeir sem hreiðrað hafa um sig í vernd- uðu umhverfi peningastofnana, sem varðar eru með ólögum verðtrygg- ingar og sérréttinda. Venjulegir djarfir menn sem hugsa sér til öfl- unar lífsbjargar, munu halda áfram að höggva að þessum fúnu undir- stöðum skömmtunarkerfa, hverju nafni sem þau nefnast. Það verður ekki nokkur friður um áframhald- andi kerfi skömmtunar á íslandi, um það munu synir og dætur okkar sjá um. Aldamótakynslóðin nýja mun fella þessi hróf sem upp voru sett til verndar fáum. Þrátt fyrir, að rám rödd hljómi úr björgum kerfisins, um óbrigðul- leika kerfisins, munu ármenn nýrrar aldar ganga milli bols og höfuðs á þeim kerfum sem mismuna mönn- um. Upparar eru að verða miðaldra og geta nú verið klárir á því, að inntak sjálfstæðis- stefnunnar mun sigra öll miðstýrð skömmt- unarkerfi og dúnninn verður úr þeim beðum teMnn, sem með óeðlilegum hætti hafa verið gerð alltof mjúk og íbúa þeirra fleta of værukæra. Annar söngur, með sama viðlagi, er, að allir munu þyrpast á sjóinn, kaupa fullt, fullt af bátum og fara ránshendi um auðlindina. Þessi söngur er einnig falskur, því að þeg- ar allt var frjálst í útgerð, voru ekki margir sem stóðu í biðröð til að komast á sjóinn, hvað þá að menn legðu allt sitt aflafé til þeirra mála. Hér er á ferðinni enn ein bábyljan sem kerfiskarlar og þeirra þý nota til að hræða ráðamenn. Ef valin verður aðferð, sem kemur í veg fyr- ir að botn og lífríki miðanna skemmast, er ekki nokkur ástæða til þess að kvíða nokkru um, að fisk- ur yerði allur uppurinn af miðunum. í stjórnun fiskveiða verður ekki annað hægt hér eftir en að gefa all- ar veiðar frjálsar með stýringu á hólfum og með tilliti til gerðar og búnaðar þeirra veiðarfæra sem leyfð verða á hverjum stað. Þar verður að taka tillit til náttúrunnar og hvernig hafsbotninn er, lífríkis og þessháttar. Til stjórnunar verður ekki annað liðið en að allir berjist með sömu vopnum og ekki verði skammtað eða selt eftir einhverri tonnatrú. Við vitum afar vel að ekki er mikið að marka afladagbækur um veiddan (drepinn) fisk, heldur er einvörðungu sett inn í bækur það sem í lestar fer, í besta falli, þannig að þær tölur sem vísindamenn okk- ar eru með og leggja til grundvallar eru lítt nothæfar til nokkurrar yfir- sýnar, hvað þá til ráðleggingar um veiðiþol stofna umhverfis landið. Þetta hefur komið ítrekað fram bæði hjá sjómönnum og þeim sem til þekkja. Hér eftir verður að setj- ast niður og skoða það kerfi sem ætlað mun best til að tryggja öllum réttinn, fara eins varlega og unnt er um veiði á nytjastofnum okkar. Aræðni og dugnaður einstakra áhafna á að ráða um afrakstur veið- anna. Til greina gæti komið að selja aðgang að miðunum miðað við veiði- getu og tíma á miðunum, líkt og þekkist í annarri veiði. Hæstiréttur rétti upp gult spjald og í dómnum er vísvitandi talað bæði með orðfæri 5. og 7. greinar kvótalaganna. Það er ljós viðvörun um að ef ekki verði farið af braut skömmtunar, muni dómurinn brátt taka fyrir aðrar greinar téðra laga. Slík fyrirtekt getur eðli málsins samkvæmt ekki falið neitt annað í sér en, að skómmtunin verður dæmd dauð og ómerk. Það er afar ódýrt hjá verjendum kvótakerfisins, að leggja á borð fyrir þjóðina, að dómendur við Hæstarétt íslands kunni ekki muninn á notkun hug- taka í lögum um fiskveiðar. Raunar er þar um ótrúlega lítilsvirðingu að ræða í garð æðsta dómstóls lands- ins. Höfundur er framkvæmdas^jóri. Mesta hækkun almannatrygginga A SIÐASTA degi Alþingis var dreift upplýsingum til þingmanna um þróun kaupmáttar launa, at- vinnuleysistrygginga og almanna- trygginga á þessu kjörtímabili. Satt best að segja eru þær upplýsingar sláandi. Með rökum má segja að tölurnar staðfesti að aldrei í sögu lýðveldisins hafi þessar tölur hækk- að jafn mikið á einu kjörtímabili. Skýtur það nokkuð skökku við þær upphrópanir og köll sem bulið hafa stanslaust á þjóðinni frá stjórnar- andstöðunni, einkum krötum og fylkingaliðinu, síðustu fjögur ár. Er mér ekki örgrannt um að hluti þjóðarinnar sé jafnvel farinn að trúa þessum hrópum. En hvaða segja tölur? Berum saman sambærilegar tölur frá síðasta kjör- tímabili: (Sjá töflu) Þessi tafla segir svo ekki verður um villst að kaupmáttur fólksins í landinu hefur hækkað verulega á þessu kjör- tímabili. Gildir þá einu hvort við er átt laun á almennum vinnumark- aði, hjá hinu opinbera eða bætur almanna- trygginga. En allt síð- asta kjörtímabil (1991- 95) lækkuðu sambæri- legar tölur til muna. Tekið skal fram að töl- urnar eru frá Þjóð- hagsstofnun og mældar af hlut- lægni. En hvað segja þessar tölur? Kratar þekktir fyrir að skerða Engir hafa hrópað jafn hátt síð- ustu fjögur ár eins og þingmenn krata. Hæst hafa ópin komið úr barka Rannveigar Guðmundsdótt- ur, Jóhönnu Sigurðardóttur og Guð- mundar Arna Stefánssonar. Af ótrúlegri seiglu hafa þau sakað í sí- bylju ríkisstjórnarflokkana og ekki síst Framsóknarflokkinn um svik og pretti gagnvart fólkinu í landinu. Mjög hefur þeim verið tamt að minna okkur framsóknarmenn á kjörorð okkar um „Fólk í fyrir- rúmi". Við höfum hins vegar látið 1991-1995 1995-1999 (kratar) (Framsókn) Bætur almannatrygginga 10,9% lækkun 6,1% hækkun Kaupmáttur tekjutryggingar 6,1% lækkun 21,9% hækkun Kaupmáttur heimilisuppbótar 6,1% lækkun 71,4% hækkun Sérstakar heimilisuppbætur 2,6% lækkun 0,1% hækkun Lífeyrir frá lífeyrissjóðum 2,6% lækkun 0,1% hækkun Atvinnuleysisbætur 14,7% lækkun 11,4% hækkun Laun á almennum markaði 4,3% lækkun 18,5% hækkun Laun opinberra starfsmanna 1,8% lækkun 29,0% hækkun Lágmarkslaun 5,4% lækkun 38,6% hækkun Hjálmar Árnason ópin sem vind um eyru þjóta en lát- um frekar verkin tala. Þjóðhags- stofnun staðfestir að við gerðum rétt eins og meðfylgjandi tafla sýn- ir. Arásir kratanna og innihaldslausar árásir þeirra afhjúpa í raun ekkert ennað en þeirra eigið skipbrot og hugs- anlega samviskubit yf- ir eigin verkum á síð- asta kjörtímabili. Hávaðseggirnir þrír eiga það nefnilega allir sammerkt að hafa ver- ið ráðherrar félags-, heilbrigðis- og trygg- ingamála á því tímabili sem aldraðir, öryrkjar og launafólk almennt þurfti að líða fyrir sem mestan niðurskurð. Allar breytur voru til lækkunar á árunum 1991-95 meðan allar sömu breytur hafa hækkað á, þessu kjörtímabili, jafnvel um tugi prósenta. Þetta eru staðreyndir sem ekki verða vefengdar. Kratar hafa verið iðnastir allra við árásir á fólkið í landinu meðan þeir stýrðu sínum ráðuneytum. Von er að hækkanir í tíð Framsóknar svíði og minni þessa sömu krata á syndalista sinn. Hróp þeirra eru því í raun ekki annað en sársaukavein þeirra yfir eigin voðaverkum. Og sannar- lega hafa þeir ekki unnið sér inn trúðverðugleika. Verkin tala Þótt kratar kallist nú fylking þá er belgurinn sá sami og fyrr, stefh- an sú sama og sýndarboðin þau sömu. Munurinn er bara sá að verk kratanna úr síðustu ríkisstjórn tala sínu máli - lækkun, lækkun og aftur lækkun gagnvart fólkinu í landinu. Framsóknarflokkurinn stýrir nú sömu ráðuneytum og þar hefur orð- ið breyting á: Hækkun og aftur hækkun til fólksins í landinu. Þetta Kaupmáttur Þótt kratar kallist nú fylking, segir Hjálmar Arnason, þá er c belgurinn sá sami og fyrr, stefnan sú sama og sýndarboðin þau somu. er það sem við köllum að hafa fólk í fyrirrúmi og stöndum við þau lof- orð. Það sem meira er, þá boðar for- maður flokksins hækkun á bótum til aldraðra og öryrkja sem forgangs- mál í næstu ríkisstjórn njóti flokk- urinn traust til þess. Kjósendur geta nú borið saman töflu Þjóðhagsstofnunar hér að ofan og svarað því hvorir séu líklegir til að vinna að hagsmunum fólksins, framsóknarmenn eða fylkingin (með niðurskurðarfólkið í forsvari). Verk beggja flokka 1 sömu ráðu- neytum veita í raun ótvírætt svar. Höfundur er alþingismaður. Frjálshyggja er ekki sama og frjálslyndi UNGIR sjálfstæðis- menn hafa riðið röft- um að undanförnu og sagt lausnarorðið vera frelsi. Gildir þá einu hvort varan sem höndlað er með sé fíkniefni eða tómatar. Skefjalaus frjáls- hyggja þessara sömu manna beinist einnig að hlutverki ríkisins, sem á, eftir þeirra for- sögn, aðeins að sinna almennri stjórnsýslu og annast löggæslu. Öllum öðrum verkefn- um ríkisvaldsins og sveitarfélaga ber að Einar Sveinbjörnsson varpa á markaðshringekjuna. Stór- felld lækkun skatta er algjört for- gangsmál fjálshyggjumanna, enda er sá sem innir af hendi skatta í fjötrum helsis eða ófrjáls maður eft- ir þeirra kenningu. I þessum mál- flutningi skín sjálfbirgingsháttur frjálshyggjumannsins í gegn. Hann ber ekki og vill ekki bera skynbragð á þarfir annarra en sínar eigin. Frjálshyggjan er í eðli sínu gráðug, hún heimtar hvers konar réttindi, en vill engar skyldur axla. Stefna frjálslyndis setur vissulega þarfir einstaklingsins í öndvegi, en aftur á móti tekur hún jafnframt skýrt fram að hvers konar réttindum fylgi ávallt samfélagslegar skyldur. Þar skilur á milli feigs og ófeigs. Skattar eru ekki háir á íslandi ef miðað er við hlutfall þjóðarfram- leiðslu, en hins vegar er skattprósentan há og á það jafnt við um tekjuskatt sem virðis- aukaskatt. Þessi þver- stæða í íslensku skatt- kerfi verður ekki skýrð öðruvísi en með brota- lömum í skattskilum ásamt reglugerðar- frumskógi undanþága. Fólk sem aðhyllist frjálslyndi veit mæta vel að ef allir þegnar þessa land sinntu skyldu sinni gagnvart sam- félaginu og reiddu fram þá skatta og þau gjöld sem þeim bæri væri vel mögulegt að lækka skattaálög- ur. Frjálslyndi með réttindum sam- fara skyldum Þótt kenningar frjálshyggju- manna hafi verið reyndar hér og þar í hinum vestræna heimi hafa öfgafullir boðberar hér á landi ekki riðið feitum hesti frá vali inn á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Það er einna helst Guðlaugur Þór Þórðarson sem deilir um keisarans V- Frjáfshyggja Kjósum frjálslyndi með ábyrgð einstakling- anna, segir Einar Sveinbjörnsson. Þar fara saman réttindi og ______skyldur.______ skegg í borgarstjórn Reykjavíkur ásamt Ingu Jónu Þórðardóttur. Strákarnir í Heimdalli hafa hins vegar haft þau óbeinu áhrif að bergmál sjónarmiða þeirra verður æ sterkara innan Sjálfstæðis- flokksins. Allt hugsandi fólk hlýtur að hafna frjálshyggjunni við lausn viðfangs- efna stjórnmálanna. Kjósum heldur frjálslyndi með ábyrgð einstakling- anna, þar sem saman fara réttindi og skyldur. Sem jöfnust tækifæri sérhvers til mennta og þroska, ásamt frjálsu hagkerfi er lýtur skynsamlegri efnahagsstjórn er lík- legasta leiðin í átt til framþróunar, ekki aðeins hér á landi heldur í flestum ríkjum heimsins. Höfundur er bæjarfulltrúi Fram- sðknarflokks í Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.