Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AUGLÝSING SÁÁ FRÉTTIR Birtar í Morgunblaðinu 2. tbl. mars 1999 Ábm: Theódór S. Halldórsson AUGLÝSING SÁÁ, Samtök áhugafólks um áfengis- og vimuefnavandann Ármúla 18 • 108 Reykjavík Sími: 581-2399 • Fax: 568-1552 Nýjar tölur úr meðferðarstarfi SÁÁ Sýna að áherslubreytingar voru réttar Ungu fólki í meðferð á Vogi fjölgar stöðugt í sjúklingahópnum. Síðustu átta ár hefur hlutfall 19 ára og yngri aukist úr því að vera 4% af sjúklingunum í 14%. Ungu fólki í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi fjölgar enn. Þetta kemur fram í samantekt Þórarins Tyrfmgssonar, yfirlæknis á Vogi. Tölur ársins 1998 sýna að þá komu 227 einstaklingar 19 ára eða yngri í meðferð á Vog. Það er 10% aukning frá 1997 og meira en 100% aukning frá 1991. „Þessi stöðuga aukning yngsta ald- urshópsins staðfestir að það var rétt ákvörðun hjá SÁÁ að leggja áherslu á að bæta aðstöðu fyrir ungt fólk í meðferð,“ segir Þórarinn og vísar þar til byggingarframkvæmda við nýjar álmur á sjúkrahúsinu Vogi. I annarri álmunni verður sérstök meðferðar- deild fyrir ungt fólk. Áætlað er að hún taki til starfa á hausti komandi. Samantekt ársins 1998 sýnir að neysla ólöglegra vímuefna á borð við hass og amfetamín fer sívaxandi meðal unga fólksins. Þórarinn Tyrf- ingsson segir engan vafa leika á að þarna sé neysla ólöglegra vímuefha- meira vandamál en áfengisneysla. „Nú er svo komið að tæplega tveir af hverjum þremur þessara ungu ein- staklinga greinast stórneytendur kannabisefna og tæplega helmingur þeirra er stórneytendur amfetamíns. Þetta er hærra hlutfall en nokkru sinni fyrr,“ segir Þórarinn. Hann telur að samverkandi ástæð- ur séu fyrir þessari óheillaþróun. „Hluti af þessum vanda er alþjóðleg- ur, við sjáum sömu breytingar og á meginlandi Evrópu og í Norður Am- eríku. Ólögleg viðskipti með vímu- efni hafa stóraukist og markhópur viðskiptavina virðist sífellt yngjast. Þá hefur umræðan um þessi vímu- efni, sem oft er jákvæð í vissum fjöl- miðlum og á Internetinu, vakið for- vitni og skapað eftirspurn hjá ung- lingunum." Þórarinn bendir jafnframt á að til viðbótar þessum vanda geri aðrir þættir ástandið verra, þ.á. m. aukið agaleysi unglinga og ónóg geð- heilbrigðisþjónusta f þeirra þágu. „Þeir unglingar sem eiga við veru- leg vandamál að stríða áður en þeir hefja vímuefnaneyslu fara jafnan verst út úr henni og eiga erfiðast með að ná árangri í áfengis- og vímuefna- meöferð," segir hann ennfremur. Að mati Þórarins er vænlegasta ráðið að ná til unglinganna áður en þeir hefja vímuefnaneysluna. „Það þarf að finna þau snemma og veita þeim viðeigandi og næga þjónustu. Vimuefnaforvarnir þurfa því einkum að ná til þeirra unglinga sem hættast er við að ánetjast vímuefnum. Þetta er verkefni sem þolir enga bið. Töl- urnar úr meðferðarstarfinu á Vogi sýna alvarlega og óheillavænlega þró- un sem verður að stemma stigu við.“ Dagskrárstjórar SÁÁ skiptast á vinnustöðum Nýlega urðu dagskrárstjóraskipti milli göngudeildar SÁÁ og sjúkra- hússins Vogs. Hjalti Þór Björnsson, dagskrárstjóri göngudeildar, fór í starf Gísla Stefánssonar dagskrár- stjóra á Vogi og Gísli fluttist yfir í göngudeildina. En hvers konar dagskrá er það sem dagskrárstjórar SÁÁ stjórna? „Það er meðferðardagskráin sem slík,“ segir hinn nýi dagskrárstjóri á Vogi, Hjalti Þór Björnsson. „Meðferð sjúklinganna byggist á ffæðslu og vinnu með einstaklingana. Þetta er skipulögð dagskrá sem hefst t.d. hér á Vogi kl. 8 á morgnana og lýkur kl. 21 á kvöldin, alla sjö daga vikunnar. Ráðgjafar á Vogi, sem eru 11 talsins, halda fýrirlestra, stýra hópfundum og ræða við sjúklingana. Á kvöldin eru svo haldnir AA-fundir. Starf dag- skrárstjórans er að halda utan um þessa vinnu, sinna gæðaeftirliti og stýra þjálfun nýrra ráð- gjafa.“ Til viðbótar ráðgj öfum vinna sjúkra- liðar, hjúkr- unarfræðing- ar og læknar á Vogi að með- ferðarstarfinu. Geta nýinnritaðir sjúklingar kom- ið inn í dagskrána hvenær sem er? „Já, dagskráin hefur hvorki form- legt upphaf né endi, heldur fer hún í hring á einni viku og hver dagur er óháður öðrum,“ segir Hjalti. Göngudeildarþjónusta AKUREYRI Glerárgötu 20»Sími 462-7611 Göngudeild SÁÁ á Ákureyri er opin fyrir viðtöl og ráðgjöf alla virka daga ffá kl. 9-17. Fundir og ff æðsla í mars: Mánudagur 15. mars, kl. 20: Fyrirlestur Stefáns Ingólfssonar ráðgjafa „Föll og fallþróun alkó- hólista". Fyrirlesturinn er öllum opinn. Aðgangseyrir er kr. 500. Mánudagur 29. mars, kl. 18.30: Læknir SÁÁ heldur fyrirlestur. Hjalti Þór Björnsson Hamagangur á Hóli... Oheillavænleg þróun hjá unga fólkinu Ungt fólk í SÁÁ er félagsskapur ungra endurhæfðra flkla sem vinnur saman að því að treysta féiagslegan tilverugrund- völl sinn. Unga fólkið lagði upp í langþráða skíðaferð til Siglufjarðar um slðustu helgi, dagana 5. til 7. mars. Alls tóku 46 manns þátt í ferðinni, sem var afar vel heppnuð. Gist var i skíðaskálanum Hóli og hið glæsilega skíðasvæði Siglfirðinga stóð undir öllum væntingum. Það rættist sem segir í dægurlaginu: „...hæ, hó og hopp og hí og hamagangur á Hóli..." f samantekt Þórarins Tyrfingssonar um meðferðarstarf SÁÁ á sjúkrahús- inu Vogi á síðasta ári koma fram fjöl- breyttar upplýsingar um þróun að- stæðna sjúklinganna milli ára. Þar er m.a. skoðuð neyslusaga þeirra, aldursskipting, heilsufar og sitthvað fleira. Tölulegar upplýsingar um með- ferðarstarfið á Vogi hafa verið teknar saman með þessum hætti allt frá ár- inu 1984 og sýna þær í hnotskurn ástandið í áfengis- og vímuefnamál- um þjóðarinnar hverju sinni. Enginn vafi leikur á að þróunin er hvað óheillavænlegust hjá unga fólkinu. Fjöldi einstakiinga Siðustu 8 ár hefur ungu fólki I með- ferð fjölgað frá ári til árs. Mest er aukn- ingin I yngsta aldurshópnum, 19 ára og yngri. Hann hefur rúmlega tvöfaldast. Nú er þessi aldurshópur 14% af heildar- fjölda sjúklinga á Vogi, en árið 1988 var hann 4% af sjúklingahópnum. Ungir piltar í meðferð fyrir tvítugt Fjöldi Fjöldi Hlutfall Ár_______pilta i árgangi af árgangi 1971 50 2.131 2,35% 1972 59 2.269 2,60% 1973 64 2.300 2,78% 1974 59 2.077 2,84% 1975 58 2.103 2,76% 1976 66 2.151 3,07% 1977 66 1.970 3,35% 1978 91 2.072 4,39% Taflan sýnir þann fjölda úr hverjum fæðingarárgangi áranna 1971 til 1978 sem kom í meðferð á Vog fyrir tvítugt. Mesta stökkið er hjá piltum sem fæddir eru 1978, en alls kom 91 þeirra í með- ferð á Vog áður en þeir urðu tvítugir, eða 4,39% árgangsins. Lifrarbólga C meðal þeirra Líkur á að fara i meðferð sem sprauta Aldur Karlar Konur sig reglulega í æð 20 ára 3,7% 2,1% ' Hífa 20-29 ára 7,2% 2,8% Fjöldi j iangvinna lifrarbólgu C Hafa ekki \ lifrarbólgu l 30-39 ára 4,5% 1,6% einstaklinga I (237) \ (22?) 40-49 ára 3,6% 1.7% 50-59 ára 2,5% 1,2% 60-69 ára 1,3% 0,5% 69 ára 0,5% 0,1% Fengu bata eftir iifrarbólgu C (56) Ævilfkur 23,2% 10% Fjntdi einstakringa stórneytendur Tæplega 20% sjúklinganna sem koma á Vog hafa sprautað sig í æð meö vímuefn- um. Þeim er hætt við að fá lifrarbólgu C af áhöldum sem smitandi sprautufíklar hafa notað. Af þeim sem sprautuðu sig reglulega 1991-1998 var tæpur helming- ur með langvinna lifrarbólgu C, sem get- ur leitt til lifrarskemmda. Út frá upplýsingum um nýkomufólk á Vogi síðustu 4 ár eru reiknaðar út líkur einstaklinga á að fara i áfengis- og vímu- efnameðferö einhvern tíma á ævinni. Meginniðurstaða þeirra útreikninga er að miðað við núverandi ástand muni 23% íslenskra karlmanna fara í meðferð einhvern tíma ævinnar og 10% kvenna. Þeir sem hafa notað ólögleg vímuefni vikulega síðustu 6 mánuðina áður en þeir leggjast inn á Vog teljast stórneyt- endur viðkomandi efna. Frá 1995 hefur nánast orðið sprenging í fjölda þessara stórneytenda á aldrinum 19 ára eða yngri, einkum í kannabisefnum en þó einnig á amfetamini. Göngudeildarþjónusta REYKJAVÍK SÍÐUMÚLA 3-5 • Sími 581-2399 Fundir og fræðsla á vegum SÁÁ: Kynningarfundir SÁÁ eru haldnir í Síðumúla 3-5 alla fimmtudaga. Kynningin hefst kl. 19 og stendur í 45 mín. Á eftir eru leyfðar fýrir- spurnir. Á fundunum er fjallað'um starfsemi SÁÁ, áfengissýki og aðra fíkn og meðvirkni. Meðferðarhópur (M-hópur): Móttöku- og kynningarfundir eru á fimmtudögum kl. 16.15. Fundir M-hóps eru fýrir þá sem geta nýtt sér áfengismeðferð á göngudeild. Meðferðin fer fram á hópfundum, fyrirlestrum og með viðtölum. Fyrstu 4 vikurnar er mætt 4 kvöld í viku en síðan vikulega í 3 mánuði. Víkingahópur: Fundir eru á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 16-17. Móttaka og skráning er á sömu dögum kl. 15.30. Eftir Vík- ingameðferð á Staðarfelli er göngudeiidarstuðningur í eitt ár. Fyrstu 8 vikurnar er mætt tvisvar í viku en síðan vikulega í 44 vikur. Kvennahópur: Móttaka og skrán- ing er mánud. kl. 15.30 og fimmtu- daga kl. 17. Eftir „Kvennameðferð“ á Vík er veittur göngudeildar- stuðningur í 1 ár. Fundir eru 2svar í viku fýrstu 12 vikurnar síðan einu sinni í viku. Fjölskyldumeðferð er liður í stuðningi við hópinn. Spilafíklar: Fundir eru á þriðju- dögum frá kl. 18-19. Móttaka og skráning er sömu daga ki. 17.30. Eftir viðtal við ráðgjafa geta spila- fíklar fengið ótímabundinn stuðn- ing. Þessum hópi og aðstandend- um standa til boða ffæðsluerindi, viðtöl og hópstarf. Ef nauðsyn krefur býðst spilafiklum meðferð um helgar. Unglingahópur: Vikulega eru haldnir stuðningsfundir fýrir ungt fólk, 14-22 ára, með vímuefna- vandamál. Móttaka og skráning er mánud. kl. 17.20. Fólk kemst inn í hópinn að lokinni meðferð á Vogi eða á eftirmeðferðarstöðum SÁÁ. Stuðningshópur fyrir alkóhólista hittist daglega kl. 11 árdegis. Inn- ritanir eru hjá læknum á Vogi. Einnig geta ráðgjafar á göngudeild komið fólki í hópinn. Stuðningshópur fýrir aðstandendur: Fundir aðstandenda alkóhólista eru á þriðjud. kl. 16. í þann hóp fer fólk eftir viðtöl við ráðgjafa eða fjölskyldunámskeið á göngudeild. Foreldrahópur er stuðningshópur fýrir foreldra ungra vímuefnaneyt- enda. Hópurinn er jafnt fyrir foreldra sem eiga börn í meðferð og barna sem hafa lokið meðferð. Jafnframt er hópurinn fýrir þá for- eldra sem leita sér upplýsinga vegna gruns um fíkniefnaneyslu. Fræðslunámskeið fyrir alkóhólista: Helgarnámskeið um bata og ófull- kominn bata verður haldið helgina 27.-28. mars. Á því er fjallað um ýmsa þætti sem koma í veg fýrir bata fyrstu mánuði eftir meðferð. Námskeiðið hentar einnig þeim sem eru að ná sér eftir önnur áföll. Fjölskyldunámskeið SÁÁ. Helgar- námskeið verður 13.-14. mars. Á því er leitast við að auka þekkingu aðstandenda alkóhólista á vímu- efnasjúkdómnum, einkennum, birtingarformi og áhrif á fólk sem er í nábýli við sjúkdóminn. Þriðjudagsfyrirlestrar: SÁÁ stend- ur fýrir fýrirlestrum alia þriðju- daga kl. 17. Þeir eru öllum opnir en aðgangseyrir er kr. 500. Á næst- unni eru eftirtaldir fýrirlestrar: 16. mars: Tilfinningar: þáttur við- horfa og hugsunar. 23. mars: Vandi aðstandenda. 30. mars: Bati við alkóhólisma. 6. apríl: Streita og síðhvörf. G.A. fiindir eru haldnir á fimmtu- dögum kl. 20.30 og kl. 18 sömu daga eru haldnir Gam-anon fundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.