Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ h VIÐSKIPTI Agreiningur SR-mjöls og Verðbréfaþings Lokað fyrir viðskipti með SR-mjöl ígær LOKAÐ var fyrir yiðskipti SR-mjöls á Verðbréfaþingi íslands í gær allt frá opnun þingsins klukkan tíu fram til klukkan þrjú. Ástæðuna má rekja tfJ fréttar Morgunblaðsins um starf- semi félagsins sem birtist í gær. I fréttatilkynningu frá Verðbréfa- þingi segir að í ljósi fréttar Morgun- blaðsins um lokun tveggja fiski- mjölsverksmiðja SR-mjöls, hafi þingið átt von á því að félagið sendi VÞI frétt til birtingar áður en við- skipti hæfust kl. 10 í gærmorgun. Þegar slík frétt hafði ekki borist laust fyrir klukkan 10 lokaði þingið fyrir viðskipti og óskaði eftir því við forráðamenn félagsins að frétt yrði send til þingsins. Forráðamenn SR-mjöls höfnuðu þeirri beiðni og vísuðu til þess að á undanförnum vikum hafi hver fréttin rekið aðra um verðlækkanir á afurð- um loðnuverksmiðja og mikla söfnun á birgðum sem eru óseldar. Það að SR-mjöl hf. kjósi að hætta móttöku hráefnis í tveimur verksmiðjum sín- um af fimm við slfkar aðstæður, er að mati forsvarsmanna fyrirtækisins eðlileg, fyrirsjáanleg og sjálfsögð viðbrögð og þess vegna sé aðgerðin ekki þess eðlis að tilkynna þurfi hana til Verðbréfaþings. í frétt Morgunblaðsins var greint frá því að SR-mjöl hafi lokað fiski- mjölsverksmiðjum sínum á Raufar- höfn og Reyðarfirði. Sólveig Samú- elsdóttir, markaðsstjóri fyrirtækis- ins, sagði ástandið á mörkuðum orð- ið þannig að ekki svari lengur kostn- aði að halda mjölframleiðslu áfram, því útlit sé fyrir að afurðaverð lækki enn frekar og ljóst sé að útgerðir loðnuskipa sætti sig ekki við lægra hráefnisverð en orðið er. Birgðasöfn- un hafi verið gífurleg og nokkrir framleiðendur gripið til þess ráðs að flytja út óselt mjöl í geymslur er- lendis. Hún sagðist jafnframt þeirr- ar skoðunar að skynsamlegast sé að hætta veiðum þegar í stað og að ástæðan fyrir því að verksmiðjum fé- lagsins á Siglufirði, Seyðisfirði og í Helguvík verði haldið opið um sinn sé sú að framleiðsla hafi aðallega verið í verðmætara mjöli. „Ástandið á þeim mörkuðum er þó lítið betra og verður það að skoðast í næstu viku hvort unnt verði að halda þess- um verksmiðjum áfram opnum," sagði Sólveig. Verða að tryggja jafnræði fjárfesta Viðbrögð Verðbréfaþings urðu þau að birta valda kafla úr frétt Morgunblaðsins. Stefán Halldórs- son, framkvæmdastjóri Verðbréfa- þings íslands, segir aðgerðir þings- ins fyrst og fremst hafa miðað að því að tryggja jafnan aðgang fjárfesta að jafn mikilvægum upplýsingum og hann telur hafa birst á síðum Morg- unblaðsins í gær. „Þar sem ekki er tryggt að allir fjárfestar hafi átt þess kost að lesa Morgunblaðið, t.a.m. úti á landi, fyrir opnun þingsins klukkan tíu, þá fórum við þá leið að loka fyrir viðskipti í SR-mjöli og óskuðum eftir því að félagið sendi frá sér frétt til Þingsins sem hægt væri að dreifa samkvæmt hefðbundnum hætti Verðbréfaþings. Fulltrúar SR-mjöls urðu ekki við þeirri beiðni og því brugðum við á það ráð að senda sjálfir út frétt sem byggði á frásögn blaðsins og sáum þar með til þess að jafnræði fjárfesta væri uppfyllt. I kjölfarið opnuðum við fyrir viðskipti í félaginu klukkustund fyrir lokun þingsins." Stefán segir það henda við og við að fyrirtæki sendi ekki inn upplýs- ingar fyrir opnun þingsins sem birst hafi í fjölmiðlum eftir lokun síðasta viðskiptadags. Hins vegar hafi það ekki áður gerst að forsvarsmenn fyr- irtækis neiti að verða við beiðni um að uppfylla þá upplýsingaskyldu sem talin er nauðsynleg til að tryggja jafnræði fjárfesta. Stefán kveðst ekki geta sagt til um hvort eftirmál verði af skoðanaágreiningi fyrirtækj- anna. Telja málinu lokið Sóiveig Samúelsdóttir, markaðs- stjóri SR-mjöls, sagðist í samtali við Morgunblaðið líta svo á að málinu væri lokið. „Við teljum aðgerðir okk- ar eðlilegt framhald af því sem hefur verið að gerast á markaðinum og því ekki ástæða til að tilkynna það sér- staklega til Verðbréfaþings. Þeir voru að fara fram á upplýsingar sem öllum voru ljósar og tilkynning frá okkur í gærmorgun hefði engu breytt þar um," segir Sólveig. Vonbrigði með afkomu Tæknivals á síðastliðnu ári Tapið nemur 13,4 millj- ónum króna TÆKNIVAL ásamt dóttur- og hlut- deildarfélögum var rekið með 13,4 milljóna króna tapi á árinu 1998 en með 17,7 mffljóna króna hagnaði árið áður. Hagnaður móðurfélags Tækni- vals fyrir áhrif hlutdeildar- og dótt- urfélaga var 2,1 milljón króna á ár- inu 1998 en var 26,5 milljónir króna árið 1997. Heildareignir samstæð- unnar námu 2,009,7 milljónum króna í árslok og eigið fé félagsins var 284,7 milljónir króna. Rekstrar- og efnahagsreikningur Tæknivals var nú í fyrsta sinn settur fram sem samstæðureikningur, þar sem talin eru fram móðurfélagið Tæknival auk dóttur- og hlutdeiidar- félaga. í honum kemur m.a. fram að rekstrartekjur samstæðunnar námu 4.151,2 milljónum króna á árinu 1998 en rekstrargjöld námu 4.221,9 millj- ónum króna. Rekstrartap án fjár- munatekna og fjármagnsgjalda var 70,7 milljónir króna. 103,9 milljóna króna tap var af reglulegri starfsemi fyrir skatta en 74,5 milljóna króna tap eftir skatta. Hagnaður af sölu eigna var 63,8 milljónir og var tap fyrir áhrif dóttur- og hlutdeildarfé- laga 10,6 milljónir en afkmoma árs- ins 13,4 miiljóna króna tap eins og áður sagði. Veltufé samstæðunnar frá rekstri er neikvætt um 41,6 millj- ónir króna og handbært fé í árslok 80,6 milljónir króna. Starfsmenn samstæðunnar í árslok voru 356. Að sögn Rúnars Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Tæknivals, var afkoma félagsins á árinu 1998 lakari en að var stefnt. Meginskýringin sé sú að víðtæk endurskipulagning fé- lagsins hafi skilað sér seinna en reiknað var með. Tæknival stæði nú á þeim tímamótum að vera að breyt- ast í þekkingarfyrirtæki úr hefð- bundnu sölufyrirtæki tölvubúnaðar. Áherslubreytingin í rekstri félagsins hafi kostað nokkrar fórnir en var nauðsynleg til að tryggja vöxt og við- gang félagsins til framtíðar. Sam- ^r Tæknival hf. f & ~p\ J 9. Úr reikningum móðurfélagsins Rekstrarreikningur Miiijómr krona 1998 1997 \ Breyiing\ Rekstrartekjur 3.743,1 2.630,1 +42,3% Rekstrargjöld 3.810,9 2.599,2, +46,6% Rekstrarafkoma fy rirfjárm.liði -67,9 30,9 = Hrein fjármagnsgj öld -22,0 -12,9 > +70,5% Afkoma af reglul. starfs. f. skatta -89,9 -17,9; +402,2% Afkoma af reglul. starfs. eftir skatta -60,1 12,5 jj Hagn. af sölu eigna að frádr. tekjusk. 62,3 14,0 1+345,0% 26,5Í -92,1% Afkoma f. áhrif dóttur- og hlutd.félaga 2,1 Af koma ársins -13,4 17,7 Efnahagsreikningur 3i.des.: 1998 1997 [ BrBj/tins Fastafjá rmtinir Milljónir króna 282,0 1.530,2 266,6 +5,8% 855,7,1 +78,«% Veltufjá rmunir Eignir samtals 1.812,2 1.122,3 +61,5% Eigið fé 284,7 284,51: +0,1% Langtírr askuldir 458,5 205,9 1+122,7% 631,9' +69,1% Skamm límaskuldir 1.069,1 Skuldir og eigið fé samtals 1.812,3 1.122,3 +61,5% Kennitölur og sjóðstrevmi 1998 1997 Breyting Veltufé frárekstri Milljónirkróna -49,2 -42,9 i +14,7% Veltufjá rhlutfall 1,4 1,4 25,3% | Eít infjá rhlutfall 15,7% kvæmt rekstraráætlun Tæknivals fyrir árið 1999 er gert ráð fyrir um- skiptum til hins betra. Velta móður- félagsins er áætluð 4,5 milijarðar króna og gert er ráð fyrir 70-90 milljóna króna hagnaði fyrir skatta. Afkoman veldur vonbrigðum Þorsteinn Víglundsson, yfirmaður greiningardeildar hjá Kaupþingi, segir að afkoma Tæknivals valdi vonbrigðum enda hafi önnur fyrir- tæki í þessari grein verið að bæta af- komu sína verulega að undanfórnu. Það auki á vonbrigðin að fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu þann 31. desember sl. þar sem tekið var fram að hagnaður yrði af rekstri félagsins. Þá valdi það nokkrum áhyggjum hversu mikið birgðir félagsins sé að aukast. Á sama tíma og veltan er að aukast um 42% aukast birgðir um 117% og námu 721 milljón króna í árslok. Viðskiptakröfur aukast einnig nokkuð umfram vöxt rekstr- artekna, en aukning þeirra nam 65% á milli ára. Þá eru skuldir félagsins einnig að aukast verulega á milli ára. Þorsteinn segir að það veki athygli að lagt sé til að greiða 5% arð við þessi skilyrði í rekstri, og telur ljóst að þessi afkoma standi ekki undir núverandi markaðsvirði félagsins. Aðalfundur Tæknivals verður haldinn 26. mars næstkomandi að Hótel Sögu kl. 16. Stjórn félagsins gerir tillögu um 5% arðgreiðslu til hluthafa á árinu 1999. ^jfjljfe HRAÐFRYSTISTÖÐ 3^ ÞÓRSHAFNAR HF a^^^^^^S Úr ársreikningi 1998 Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyt. Rekstrartekjur (brúttó) Milljónir króna 1.560,3 1.792,4 -12,9% Rekstrargjðld (brúttó) 1.244,7 1.434,9 -13,3% Hagnaður fyrir afskriftir 315,7 357,5 -11,7% 33,0% Afskriftir 147,8 111,1 Fjármagnsgjöld umfram tekjur 93,8 98,5 -4,8% -61,5% Reiknaður tekjuskattur 11,7 30,4 Hagnaður af reglulegri starfsemi 62,3 117,5 -47,0% Hagnaður ársins 46,3 147,5 \ -68,6% Efnahagsreikningur 31. des. j 1998 1997 Breyt. Y^Eignir: \ VeltUfjármunÍr Milljónirkróna 485,1 464,3 1.204,0 4,5% 21,8% Fastafjármunir 1.466,5 Eignir samtals 1.951,6 1.668,3 17,0% | Skuldir og eigid fé: | Skammtímaskuldir Langtímaskuldir Tekjuskattsskuldbinding 452,6 954,1 50,4 287,0 57,7% 874,7 46,1 9,1% 9,3% 7.4% Eigið fé 494.5 460.5 Skuldir og eigið fé samtals 1.951,6 1.668,3 17.0 Kennitölur 1998 1997 Eiginfjárhlutfall 25,3% 27,7% -10,1% Veltufjárhlutfall 1.1 1,6 251,7 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 226,3 Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Hagnaður dróst saman um 100 m.kr HAGNAÐUR Hraðfrystistöðvar Þórshafnar nam 46 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 147 milljónir árið 1997. Hagnaður af reglulegri starfsemi var 62 milljónir en var 117, 5 milljónir árið á undan. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta lækkaði um helming og nam 74 milljónum á síðasta ári. Veltufé frá rekstri var á síðasta ári 226 milljónir samanborið við 252 milljónir árið á undan. I frétt frá félaginu kemur fram að ráðist hafi verið í miklar endurbæt- ur á fisldmjölsverksmiðju félagsins. Um er að ræða nýjan búnað, m.a. vakúmþurrkara, eimingartæki, sjóðara og pressu, auk þess sem húsnæði og tölvukerfi var endurnýj- að. Með fjárfestingunni hafa afköst verksmiðjunnar aukist um 350 tonn á sólarhring, auk þess sem nú eru möguleikar á framleiðslu hágæða- mjöls. Heildarafkastageta verk- smiðjunnar er nú um 1.000 tonn á sólarhing. ¦ Nýverið keypti félagið 26% hlut í Útgerðarfélaginu Skálum sem gerir út nótaskipin Júpiter og Neptúnus. Þar með á Hraðfrystistöðin 61,7% hlutafjár í félaginu. Velta Skála á síðasta ári var 302 milljónir króna. Afkoma félagsins á síðasta ári var 42 m.kr. tap og veltufé frá rekstri 13,5 milljónir. Forsvarsmenn Hraðfrystistöðv- arinnar telja afkomuna í heild vel viðunandi að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Jóhann A. Jens- son forstjóri bendir þó á að veiðarn- ar hafi gengið illa síðasthðið haust auk þess sem það komi illa við fé- lagið að markaðirnir í Rússlandi hafi hrunið í fyrra og ekki náð sér á strik aftur. „Þá standa sjávarút- vegsfyrirtæki frammi fyrir verð- lækkunum á mjöli og lýsi um þessar mundir sem kemur eðlilega illa við rekstur þeirra." Að sögn Jóhanns ræðst rekstur árið 1999 að miklu leyti af því hvernig afurðaverð kemur til með að þróast. Hann segir vonir standa til að veiðar á loðnu og sfld gangi vel á árinu og bendir á að Hraðfrysti- stöðin sé vel í stakk búin til að taka á móti miklum afla eftir talsverðar endurbætur á tækja- og vinnslu- búnaði félagsins á síðasta ári. „Við gerum okkur því vonir um að geta vegið upp framlegðartap vegna lækkandi afurðaverðs með auknum afköstum og hagræðingu í vinnslu." Gengi hlutabréfa lækkar Gengi hlutabréfa í félaginu lækk- aði um 5,4% á Verðbréfaþingi ís- lands í gær en einungis ein viðskipti voru að baki þeirri lækkun. Albert Jónsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Fjárvangs, segir afkomu Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar ekki koma á óvart. „Það er svipað að gerast hjá þeim og öðrum uppsjávarfyrirtækjum. Svo virðist sem seinni hluti ársins hafi verið þeim erfiðari og þau ekki náð sér á strik. Má þar kenna um lækkandi afurðaverði og minni afla. Auk þess sem málefni Skála virðast hafa haft neikvæð áhrif á stöðu fyrirtækisins. Eg tel því að afkoman sé í samræmi við það sem menn hefðu getað gert ráð fyrir," segir Albert. Hlutabréfasjóðurinn HAGNAÐUR Hlutabréfasjóðsins, sem er í vörslu VÍB, nam 373 millj- ónum króna samkvæmt rekstrar- reikningi en lækkun að fjárhæð 95 milljónir króna varð á óinnleystum gengishagnaði hlutabréfa. Hlutafé félagsins var 1.804 milljónir króna í árslok 1998 en eigið fé samtals 5.058 milljónir króna samanborið við 4.846 milljónir árið á undan. Verðmæti innlendra hlutabréfa í eigu félagsins nam um 2.786 milljónum króna í árslok 1998. Stærstu eignarhlutar sjóðsins eru í Eimskip, 497 milljónir króna, Is- landsbanka 313 milljónir^ og Granda 177 milljónir króna. Á ár- inu 1998 var hlutfall erlendra hlutabréfa aukið umtalsvert og var vægi þeirra um 19% af eignum sjóðsins í árslok, 1.044 milljónir króna. Hluthafar í árslok 1998 voru 8.825 en þeim fjölgaði um 803 á ár- inu eða um 10%. Stjórn félagsins gerir tillögu um að greiddur verði 8% arður til hluthafa. Aðalfundur sjóðsins verður haldinn 18. mars. I 1 373 milljónir íhagnað § i i-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.