Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU Vetrarloðnuvertíðin mun lakari en í fyrra > Aætlað tekjutap um 2,4 milljarðar króna VETRARLOÐNUVERTÍÐIN er nú á síðasta snúningi en vertíðin hefur valdið bæði sjómönnum og framleið- endum verulegum vonbrigðum, þrátt fyrir að veiðin sé nú þegar orðin nokkuð meiri en á allri vetrarvertíð- inni á síðasta ári. Slæmt ástand á mjöl- og lýsismörkuðum og lélegt hráefni til frystingar hafa valdið því að áætlað tekjutap sjávarútvegsins og þjóðarbúsins í heild nemur um 2,4 milljarðar í samanburði við vertíðina 1998 sem þó þótti í lakara lagi. Aætl- að útflutningsverðmæti loðnuafurða á yfirstandandi vetrarvertíð nemur alls tæpum 4,4 milljörðum króna. Verðmæti Japansloðnunnar á vertíð- inni eru nær helmingi minni borið saman við síðustu vertíð. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur margt orðið þess valdandi að afurðaverð fyrir mjöl og lýsi hefur hríðfallið á fáeinum mán- uðum. Verð á mjöltonni er nú komið niður í um 250 sterlingspund eða um 29 þúsund íslenskar krónur. Verð fyrir tonnið af lýsi er nú um 290 doll- arar eða 21 þúsund krónur. Til sam- anburðar má nefna að á fyrstu þrem- ur mánuðum síðasta árs fengust að meðaltali um 460 sterlingspund fyrir mjöltonnið eða um 54 þúsund ís- lenskar krónur. Á sama tíma var verð á lýsistonni um 720 dollarar eða um 51 þúsund krónur. Þess ber þó að geta að mjög lítið hefur verið selt af mjöl- og lýsisafurðum á þessu lága verði það sem af er þessu ári og birgðasöfnun hérlendis því verið miMl. Frá áramótum hafa samtals borist á land hérlendis rúmlega 600 þúsund tonn af loðnu, þar af rúm 37 þúsund tonn af erlendum skipum. Ætla má að úr þessum afia sé nú þegar búið að vinna um 102 þúsund tonn af mjöli og um 24 þúsund tonn af lýsi. Miðað við markaðsverð eins og það er í dag nemur verðmæti mjölfram- leiðslunnar því um 2.950 milljónum króna en verðmæti lýsisframleiðslu vertíðarinnar um 504 milljónum króna. Á vetrarvertíðinni 1998 var landað um 425 þúsund tonnum af loðnu hjá íslenskum fiskimjölsverk- smiðjum. Þegar upp var staðið eftir síðustu vetrarvertíð höfðu verið framleidd hér á landi um 72.273 tonn af mjöli og um 16.897 tonn af lýsi. Þá var markaðsverð afurðanna hinsveg- ar mun hærra og má þannig áætla verðmæti mjölframleiðslunnar um 3.902 milljónir króna en lýsisfram- leiðslunnar 862 milljónum króna. Samtals hefur því verðmæti þessara afurða numið um 4,7 milljörðum króna á síðustu vetrarvertíð, saman- borið við um 3,5 milljarða á yfir- standandi vertíð. Mun minna fryst af Japansloðnu Á yfirstandandi vetrarvertíð hafa verið fryst um 7.800 tonn af loðnu fyrir Japansmarkað og skiptist magnið nánast jafnt milli framleið- enda Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna og íslenskra sjávarafurða. Loðnufrystingin hefur gengið afar illa á vertíðinni, einkum vegna þess hve loðnan er smá og aðeins hefur verið framleitt í smæstu stærðar- flokkana, eða 60 stykki í kílói eða meira. Engin loðna hefur verið fryst á Japan undanfarna viku og má bú- ast við að frystingunni á þessari ver- tíð sélokið. Á vetarvertíðinni 1998 voru fryst um 20 þúsund tonn af loðnu fyrir Japansmarkað og var áætlað verð- mæti þeirra um 1,1 milljarður króna. Auk mun minni framleiðslu hefur verð á smæstu Japansloðnunni lækkað nokkur frá fyrra ári. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins fást að meðaltali um 68 krónur fyrir kílóið af þeirri loðnu sem nú hefur mest verið fryst af á vertíðinni. Því má áætla að heildarverðmæti Japansloðnunnar á vertíðinni nemi alls um 530 milljónum króna eða nær helmingi minna verðmæti en á síð- ustu vertíð. Ekkert hefur verið fryst af loðnu fyrir Rússlandsmarkað á þessari vertíð vegna efnahagsástandsins þar í landi en alls voru fryst um 20.867 tonn af loðnu á Rússland á síðasta ári. Aætlað útflutningsverðmæti Rússalandsloðnunnar á síðustu ver- tíð var um 674 milljónir króna. Það sem af er loðnuvertíðinni hafa verið framleidd um 2.000 tonn af loðnuhrognum. Eftir því sem næst verður komist fást um 190 krónur fyrir kílóið af hrognunum og því má áætla verðmæti framleiðslunnar um 380 milljónir króna. Á síðasta ári voru flutt út samtals um 2.700 tonn af loðnuhrognum að verðmæti um 425 milljónir króna. Þess ber þó að Verð á loðnumjöli frá Islandi 1995-99 Pund tonnið, verð í hverjum mánuði 500 Heimsmarkaðsverð á lýsi 1995-1999 Dollarar tonnið, CIF í Evrópu, mánaðarlegt 800 geta að hluti þess sem flutt var út af hrognum í fyrra var framleiddur árið 1997 en líklega hefur heildarfram- leiðslan á síðasta ári numið um 1.500 tonnum og verðmæti hennar um 285 milljónir króna. Björgólfur Jóhannsson, fram- kævæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. á Neskaupstað, segir vertíðina vissulega hafa valdið vonbrigðum, sérstaklega hvað varði loðnufryst- inguna. Hann segist engu að síður hafa trú á að útvegurinn bregðist við aðstæðum. „Þessi markaður hef- ur löngum verið sveiflukenndur en ég tel að fyrirtækin séu betur í stakk búin til að aðlaga sig aðstæð- um en áður. Ég hef því ekki trú á því að þessi slaka vertíð hafi veru- leg áhrif á rekstur þeirra. Vissulega höfum við séð betri vertíðir og líka lélegri. Veiðin í ár er til dæmis orðin nokkuð meiri en í fyrra," segir Björ- gólfur. ^^ $|l«*$ aisí»>KB''c/0 rÆy„*K_______ Kaflar úr bókinni Saga Monicu. í blaðinu á sunnudaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.