Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 33 kostnaðar við að ráða fólk í vinnu og uppstokkun lífeyriskerfisins. Hluta þessara nauðsynlegu umbóta áttu skattalagabreytingarnar að tryggja. Eichel þekkt stærð í augum fjármálamanna Víst er að val Schröders á eftir- manni Lafontaines í stól fjármála- ráðherrans, Hans Eichel, þykir heppileg ekki aðeins fyrir þær sak- ir, að hann mun ólíkt fyrirrennara sínum örugglega framfylgja stefnu sem er í takt við vilja kanzlarans, heldur ekki síður vegna þess að hann hefur ur.danfarin átta ár verið við stjórnvölinn í Hessen, þar sem helzta miðstöð fjármála- og verð- bréfaviðskipta á meginlandi Evrópu er til húsa, Frankfurt. Banka- og kauphallarmenn þekkja því vel til Eichels og vita við hverju þeir mega búast af honum. Þetta eitt hefur heilmikið að segja fyrir stöðugleik- ann í fjármálalífínu, sem var kom- inn allnokkuð úr skorðum vegna óvelkomins pólitísks þrýstings Lafontaines á bankastjórnir og fjár- málamarkaði. Auk þess er sá maður sem mun koma í stað aðstoðarráðherra Lafontaines í fjármálaráðunejdinu, Fritz Kuhn, talinn áreiðanlegur markaðshyggjumaður, ólíkt Heiner Flassbeck, bandamanni Lafon- taines. Svipað má segja um hinn óflokks- bundna viðskiptaráðherra Werner Múller, sem mun stýra fjármála- ráðuneytinu unz Eichel hefur lokið kjörtímabili sínu í Hessen og ný stjórn tekur þar við 7. apríl nk. Sam- kvæmt skipuriti þýzku stjórnarinn- ar er viðskiptaráðherrann staðgeng- ill fjármálaráðherrans. Gegn Múller, sem þannig verður bæði viðskipta- og fjármálaráðherra í fjórar vikur, hafa forystumenn viðskiptalífsins ekki haft yfir neinu að kvarta fram til þessa. Eichel tal- inn dansa eftir höfði Schröders Frankfurt. Reuters. TILNEFNING Hans Eichels í emb- ætti fjármálaráðheira Þýskalands er talin verða til þess að Gerhard Schröder kanslari hafi bæði tögl og hagldh' í stjórn sinni og ætti að binda enda á þann pólitíska þrýsting, sem Evrópski seðlabankinn hefur orðið fýrir síðustu mánuði, að sögn fréttaskýrenda. Eichel hefur verið forsætisráð- herra Hessen í átta ár en beið ósigur fyrir hægrimönnum í kosningum í síðasta mánuði. Honum er lýst sem litlausum en hæfum tæknikrata og þykir ekki eins vinstrisinnaður og Oskar Lafontaine. „Hann dansar ekki eins og Fred Astaire og syngur ekki eins og Caruso,“ sagði Schröder eitt sinn þegai- hann lýsti kostum hans - þekkingu, heiðai-leika og nákvæmum vinnubrögðum. Þótt Eichel sé enginn Fred Astaire þykir líklegt að hann dansi eftir höfði Schröders. „Hann er algjör andstæða Lafontaines, hann er raunsæismaður og hefur ekki í hyggju að koma glæ- nýjum hugmyndum eða nýrri skipan efnahagsmála í framkvæmd,“ sagði Eckard Schulte, hagfræðingur hjá IBJ-rannsóknarstofnuninni í Frank- furt. „Hann er rétti maðurinn fyrir Schröder. Hann er ekki mikill hug- sjónamaður en mun eiga auðveldara með að setja sig inn í smáatriðin en Lafontaine. Hann er líklegur til að fara að tilmælum Schröders og koma stefnu hans í framkvæmd.“ Líklegt er að Eichel verði vinsam- legri atvinnurekendum en Lafontaine og leggi ekki að Evr- ópska seðlabankanum að lækka vexti eins og forveri hans hafði gert. Afsögn Qskars Lafontaines úr öllum pólitískum embættum Hriktir í stoðum stjórn- arinnar í Þýskalandi Þrátt fyrir ágreining innan ríkisstjórnar- innar kom afsögn Oskar Lafontaines, fjár- málaráðherra og formanns þýska Jafnað- armannaflokksins SPD, úr öllum pólitísk- um embættum eins og þruma úr heiðskíru lofti. Markar afsögnin tímamót fyrir hina ungu ríkisstjórn vinstri flokkanna eða tap- ar hún enn fremur trúverðugleika? Rósa Erlingsdóttir, fréttaritari í Berlín, velti fyrir sér þessum og fleiri spurningum. EKKI er búist við yfirlýsingum frá Lafontaine um afsögnina fyrr en í fyrsta lagi á sérstöku flokks- þingi SPD þann 12. apríl, þar sem Gerhard Schröder kanslari mun sækjast eftir formlegu kjöri í flokksformannsembættið. Enn ríkir mikil óvissa um pólitískar ástæður þess að Lafontaine ákvað svo skyndilega að hverfa að fullu af sjónarsviði stjórnmála. Kveðju- stundin var í samræmi við pólitísk- an starfsferil hans. Akvörðunina tók hann upp á eigin spýtur án þess að ráðfæra sig við nánustu sam- starfsmenn sína. Flæktur í mótsagnir Lafontaine kynnti áform sín um uppstokkun á þýska skattkerfinu fyrir þinginu fyrir aðeins fáeinum vikum. Eins og þekkt er orðið ollu þessi áform miklu fjaðrafoki, átök- um milli fiokkanna sem og and- stöðu frammámanna efnahagslífs- ins. Síðan þá hefur Oskar Lafontaine átt á brattann að sækja. Og að öllum líkindum hefur hann ákveðið að hverfa frá vegna mót- stöðu Gerhards Schröders við áform hans um auknar skattaálagn- ingar á orkuiðnaðinn og vinnuveit- endur. í kveðjubréfi til flokksmanna sinna í SPD óskaði hann þeim góðs gengis í baráttunni fyrir frelsi, bræðralagi og félagslegu réttlæti. A sviði efnahagsmála stóðu þessi hugtök að hans mati fyrir skiptingu auðs frá ríkum til fátækra, frá einkageiranum til hins opinbera og frá atvinnuveitendum til hins al- menna verkamanns. Hugmyndir hans einkenndust af pólitískri sann- færingu sem sprettur af hug- myndafræði vinstri manna og rekja má aftur til Johns Maynards Key- nes. Hann fékk hins vegar svo ekki verður um villst að finna fyrir því að stefna hans í efnahagsmálum stóðst ekki tímans tönn. I fram- kvæmd var hún mótsagnakennd og kallaði á heiftarleg mótmæli at- vinnuveitanda sem og fjármála- markaðsins. Eins viðurkenndi Lafontaine í síðustu viku að hafa misreiknað sig um alls 10 milljarða þýskra marka við gerð skattbreyt- ingafrumvarpanna, sem er að sjálf- sögðu dágóð upphæð og álitshnekk- ir fyrir ráðheirann. I kjölfarið af mótmælum iðnrek- enda fylgdu átök á milli Schröders og Lafontaines. Kanslarinn krafðist þess að hætt yrði við auknar skattaálögur þar sem hann óttaðist um farsæla samvinnu frammá- manna stóriðnaðarins og ríkis- stjórnarinnai'. En stórjöfrar at- vinnulífsins hafa nú þegar lýst því yfir opinberlega að samband þeÚTa við ríkisstjórn Schröders einkenn- ist æ meira af vantrausti. Þeir hafa ásakað stjórnina um að standa í vegi fyrir aukinni atvinnusköpun og fjárfestingum. I þeirra röðum var afsögn Lafontaines fagnað og tekið var í sama streng og stjórnarand- staða kristilegra- og frjálslyndra demókrata. Valdataflinu lokið Oskar Lafontaine var kosinn foi-maður Jafnaðarmannaflokksins haustið 1995 á eftirminnilegu flokksþingi sem kennt er við Mannheim. Hann hélt tímamóta- ræðu um framtíð flokksins og bar sigur úr býtum gegn Rudolf Scharping sem hafði farið fyrir flokknum sem kanslaraefni í þing- kosningunum árið 1994, en SPD beið mikið afhroð í þeim kosning- um. Lafontaine var kanslaraefni flokksins árið 1990 en beið ósigur fyrir Helmut Kohl sem vann stór- sigur vegna vinsælda sinna í aust- urhluta landsins. I miðri kosninga- baráttu varð Lafontaine fyrir árás geðveikrar konu sem særði hann hnífsári í hálsinn. I kjölfar þess at- burðar og ósigursins í þingkosn- ingunum ákvað hann að taka ekki að sér formennsku flokksins þar til hann sló til árið 1995. Stjórnmálaskýrendur og fjöl- miðlar í Þýskalandi eru sammála um að Lafontaine hafi með persónu sinni, staðfestu, óbugandi trú á kenningar jafnaðarstefnunnar og pólitískri baráttugleði leitt flokkinn til sigurs í fyrra og til sömu vin- sælda og undir forystu Willy Brandts á áttunda áratugnum. 1997 tókst honum að sameina stríðandi forsætisráðherra sósíaldemókrata hinna ýmsu samandslanda gegn frumvarpi ríkistjórnar Helmuts Kohls um skattamál. Eftir þingkosningarnar og mynd- un samsteypustjórnar SPD og Græningja síðastliðið haust hófst síðan hið afdrifaríka pólitíska verk- efni sem að lokum leiddi til afsagn- ar Lafontaines. Hið „evrópska eins- dæmi“ var tilraunin gjarnan kölluð. Formaður stærsta stjórnarflokks- ins, í þessu tilviki Oskar Lafontaine, gerist ráðherra undir stjórn flokksfélaga síns - Sehröders kanslara - sem þarf að lúta lögum Lafontaines í það minnsta innan flokksins. Schröder og Lafontaine koma hvor af sínum væng flokksins og ætluðu í sameiningu að mynda hina svokölluðu „nýju miðju“. Ljóst var að einhvern tíma mundi koma til átaka á milli mannanna tveggja sem út á við var reynt að láta líta úr fyrir að væru tengdir miklum vin- áttuböndum. Vinskapurinn reynd- ist ekki miklu meira en auglýsinga- brella hönnuð til að vinna kosning- arnar á persónutöfrum Schröders og vinsælum slagorðum Lafontaines um frelsi, bræðralag og félagslegt réttlæti. Eftir kosn- ingarnar var Lafontaine hylltur við hiið Schröders og flestir flokks- manna sammála um hann miklu frekar en Schröder hefði unnið sig- urinn. Grýla ríkisstjórnarinnar Allt frá byrjun stjórnarsam- starfsins var Lafontaine blórabögg- ull ríkistjórnarinnar. Öllum var illa við hann, allra mest viðskiptajöfr- unum en allra síst Græningjum. Hatast var við hann í evrópskum fjölmiðlum. Á síðustu ríkisstjómar- fundum gengu ásakanir á víxl á milli Schröders og Lafontaine vegna efnahagsmála. Eins óx þrýst- ingurinn á ríkisstjórnina eftir að SPD og Græningjar töpuðu land- þingskosningunum í Hessen í byrj- un febrúar. Ríkisstjórnin stendur veikum stoðum og telja margir að rafmagnað andrúmsloft á milli Lafontaines og Schröders hafi frek- ar staðið henni fyrir þrifum en ágreiningur stjórnarflokkanna um hin ýmsu málefni. Lafontaine lokar sig af Bonn. Reuters. EKKI er nóg með að skyndileg af- sögn Oskars Lafontaines úr öllum opinberum embættum hafi vakið furðu samlanda hans og reyndar umheimsins alls, sem fylgist með þýzkum stjórnmálum, heldur hef- ur hátterni hans daginn eftir af- sögnina ekki síður valdið mönn- um heilabrotum. Eftir að hann lét síðdegis á fimmtudag ritara sinn í ráðuneyt- inu skrifa þrjú stutt bréf með til- kynningu um afsögn sína - eitt til Schröders kanzlara, aðra til mið- stjórnar Jafnaðarmannaflokksins og þá þriðju til forseta þingsins - sté hann upp í bifreið sína, ók heiin til Saarbriicken og hefur haldið sig þar síðan án þess að gefa eitt orð frá sér opinberlega. Hami lét ekki einu sinni Schröder ná símasambandi við sig, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir sem talsmaður ríkisstjórnarinnar, Uwe-Karsten Heye, viðurkenndi fyrir fréttamönnum í gær að hefðu verið gerðar. Schröder svaraði sjálfur spurninguin frétta- manna um hvað hefði rekið Lafontaine til að taka þessa ákvörðun með þeim orðum að hann yrði að finna út úr því sjálf- ur; hann væri engu nær. Kanzlar- inn svaraði því ekki, hvort hann hefði lagt að Lafontaine að hverfa úr ríkisstjórninni. Tugir fréttamanna hafa setið um íbúðarhús Lafontaines í Saar- brucken alveg frá því hann fór þangað í þeirri von að til hans sæ- ist eða hann gæfi frá sér einhverj- ar skýringar. Sú bið hefur verið til einskis. Aðeins sást stuttlega til eiginkonu hans, Christu Miiller, er hún brá sér út á svalir ásamt tveggja ára syni þeirra. Hún sagði ekkert. „Gerbreytt Iíf“ Náinn vinur Lafontaines reyndi að varpa ljósi á ástæður afsagnar- innar. „Að sjálfsögðu hefur hann verið í miklu uppnámi, eins og þið getið ímyndað ykkur,“ sagði Hans Georg Treib í útvarpsviðtali, en hann var einn helzti aðstoðarmað- ur Lafontaines á meðan hann var forsætisráðherra Saarlands. Treib heimsótti Lafontaine á finnntudagskvöld. „En á liinn bóginn er ljóst að hann finnur til mikils léttis," sagði Treib. „Nú hefur hann tíma fyrir fjöl- skylduna. Það liafði angrað hann lengi að vinnuálagið í Bonn olli því að hann var nærri aldrei heiina, að hann vanrækti fjöl- skylduna og að sonur hans væri meira eða minna föðurlaus. Hann sagði mér í gær að þetta hefði verið að buga hann. Ég er sann- færður um að þetta átti stóran þátt í ákvörðun hans.“ Treib sagði engan vafa leika á því að Lafontaine, sem in.a. bar viðurnefnið „lit.li Napóleon" vegna valdaþorsta síns, væri hættur öllum afskiptum af sijórn- máluin. „Oskar Lafontaine, at- vinnustjórnmálamaður, er liðin tíð,“ sagði Treib. „Hann hefur alltaf átt sér þann draum að eign- ast bóndabýli. Hver veit hvað hann tekur sér fyrir hendur. En það verður alveg örugglega ger- breytt líf.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.