Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Bandalag fimm þjóða gegn styrkjum til sjávarútvegs ÍSLAND, Bandaríkin, Ástralía, Nýja-Sjáland og Filippseyjar hafa lagt fram sameiginlega áskorun fyrir fjögurra daga fund hjá Alþjóðaviðskipta- stofnuninni, WTO, í næstu viku, um að ríkisstyrkir í sjávarútvegi verði aflagðir. Er þessari áskorun einkum talið vera beint gegn Evrópusambandinu og Japan. Að mati Alþjóðabankans renna á milli 14-20 milljarðar dollara til niðurgreiðslna í sjávar- útvegi á hverju ári. Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra kveðst hafa orðið var við verulegan stuðning við þessi sjónarmið á ráðherrafundi í Róm í vikunni. Er skorað á aðrar ríkisstjórnir að skuldbinda sig til að afnema sjávarútvegsstyrki í áfóngum þar sem slíkt leiði til ofveiði og brenglunar í alþjóðleg- um viðskiptum með sjávarafurðir. Lagt er til að viðræður hefjist innan WTO um að aðildarríkin 134 nái samkomulagi um þetta. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra gerðu ríkis- styrki í sjávarútvegi að umræðuefni á fundi FAO í Róm í vikunni. „Við höfum verið að berjast fyrir því að fá fram viðurkenningu á því að ríkisstyrkir séu óeðlilegir í sjávarútvegi. Við höfum tekið það upp víða, meðal annars á FAO-fundinum í vikunni og höfum haft uppi áform um að taka það upp víðar. Við höfum fundið að það er mikill áhugi á málinu hjá mörgum þjððum, þar á meðal þessum fimm þjóðum. Það er verið að undirbúa fund þar sem meðal annars verð- ur rætt um þetta viðfangsefni. Þessar fimm þjóðir og fleiri munu taka þátt í þeim umræðum. Hug- myndin er að gera þetta að umræðuefni innan Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar. I undirbúningi eru nýjar viðræður á þeim vettvangi um frekari skref um afnám viðskiptahindrana og þetta verður áhersluatriði af okkar hálfu," sagði Þorsteinn. Stuðningur almennari en áður Hann kveðst hafa fundið sterkan straum í þessa átt á ráðherrafundinum í Róm: „Það er greinilegt að það er að verða miklu almennari stuðningur við þetta sjónarmið sem við höfum haldið á lofti en verið hefur um langan tíma. Menn eru að byrja að ræða saman en formlegt samstarf er ekki hafið. Það eru fyrst og fremst Japanar og Evrópusam- bandið sem hafa haft forustu fyrir verndarstefnu og niðurgreiðslum í sjávarútvegi og styrkjum." Hann sagði það hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir hagsmuni íslands að ryðja úr vegi við- skiptahindrunum og að tryggja jafna samkeppn- isstöðu. „Við erum í hópi örfárra þjóða sem reka sjávar- útveg á markaðsgrundvelli án ríkisstyrkja. Það skiptir því miklu máli að jafna samkeppnisstöðu íslensks sjávarútvegs og þar eru ríkisstyrkirnir mjög mikilvægir. Það koma einnig inn í þetta fleiri sjónarmið. Ég hef lagt á það ríka áherslu á alþjóðlegum vettvangi að afnám ríkisstyrkja er ein áhrifamesta aðferðin til að stuðla að ábyrgum fiskveiðum. Það er í fullkominni andstöðu við þau sjónarmið sem uppi eru um að fiskveiðar séu stundaðar með ábyrgum hætti þegar ríkisstjórnir eru á sama tíma að kosta miklu fjármagni til þess að styrkja framleiðslu fiskiskipa sem einvörðungu stuðla að ofveiði. Það er augljóst að þessum sjón- armiðum vex fiskur um hrygg og það var veru- lega tekið undir þau á fundinum í Róm. Við vitum að innan ESB og í Japan hefur verið helst and- staða við þessi sjónarmið en eftir því sem fleiri þjóðir koma með í þessa baráttu því meiri eru lík- urnar til að menn nái árangri," sagði Þorsteinn. Sælkeraferð til Parísar fyr- ir áskrifendur ÁSKRIFENDUR Morgunblaðsins eiga kost á að fara í sælkeraferð til Parísar með matar- og vínsérfræð- ingi Morgunblaðsins 9.-12. apríl nk. Steingrímur Sigurgeirsson, sem þekkir vel matar- og vínmenningu Frakka, verður fararstjóri og hann mun svara fyrirspurnum á söluskrif- stofu Flugleiða í Kringlunni í dag kl. 14-16. Flogið er til Parísar á föstudegi og gist á Home Plaza Bastille í þrjár nætur. Innifalinn í ferðinni er kvöld- verður á Brasserie La Coupole. Ef næg þátttaka fæst geta ferðalangar valið um dagsferð í kampavínshéruð í nágrenni Parísar þar sem tveir stórir framleiðendur, Bolinger og Veuve Clicquot, verða heimsóttir í kjallarana, ferð í Versali, skoðunar- ferð á Louvre-safnið og/eða kvöld- verð á glæsilegasta veitingastað Parísar, La Tour d'Argent. Takmarkaður sætafjöldi er í boði en bókanir í ferðina fara fram á söluskrifstofu Flugleiða í Kringlunni ídag. Samkeppnisráð fellur ekki frá banni við miðdegisflugi FÍ til Egilsstaða Virk sam- keppni nái að þróast SAMKEPPNISRÁÐ ákvað á fundi sínum í gær að falla ekki frá tíma- bundnum skilyrðum um að Flugfé- lag íslands lagi sig ekki að brottfar- artímum keppinautarins, íslands- flugs, í Egilsstaðaflugi. „Tilgangur- inn með þessari ákvörðun er ekki að vernda keppinaut Flugfélags ís- lands. Með ákvörðuninni eru sam- keppnisyfirvöld að stuðla að því að virk samkeppni nái að þróast á flugleiðinni og um leið að bættum hag neytenda," segir í fréttatil- kynningu Samkeppnisstofnunar um málið. Við sameiningu innanlandsflugs Flugleiða og Flugfélags Norður- lands í Flugfélag Islands hf. vorið 1997 settu samkeppnisyfirvöld það skilyrði að Flugfélagi Islands væri óheimilt um þriggja ára skeið að laga brottfarartíma félagsins að brottfarartímum keppinauta þess. „Þetta tímabundna skilyrði var sett í því skyni að koma í veg fyrir að fyrrum einkaleyfishafi gæti í skjóli yfirburðarstöðu hindrað að minni flugfélög næðu að hasla sér völl á þessum markaði. Skilyrðið breytti hins vegar engu um að Flugfélag íslahds gæti áfram veitt þá þjón- ustu sem félagið (forverar þess) veitti meðan það hafði einkaleyfi og aukið þjónustuna svo framarlega sem tilgangurinn væri ekki sá að kippa fótunum undan keppinautun- um," segir í fréttatilkynningu um forsendur úrskurðar samkeppnis- ráðs. Útilokar keppinautinn Eftir að innanlandsflugið var gef- ið frjálst á árinu 1997 ákvað Flugfé- lag Islands að halda áfram að fljúga til Egilsstaða að morgni og kvöldi enda hafa flestir farþegar valið að fljúga þá. Islandsflug bauð hins vegar flug um miðbik dagsins og taldi möguleika sína í samkeppninni felast í því. Fram kemur hjá Sam- keppnisstofnun að sætanýting fs- landsflugs í miðdegisfluginu hefur ekki verið með þeim hætti að rými sé fyrir tvö flugfélög á þessum tíma. Engu að síður hafi Flugfélag ís- lands boðað að það hygðist einnig hefja flug á þessum tíma. „Það er vandséð að þetta flug Flugfélags ís- lands þjóni öðrum tilgangi en að ýta íslandsflugi alfarið út af þessari flugleið," segir Samkeppnisstofnun. Það er mat samkeppnisyfirvalda að samkeppni í Egilsstaðaflugi hafi skilað neytendum verulegri verð- lækkun frá því sem var þegar einkaleyfi voru í gildi. Jafnframt hafi tíðni ferða og sætaframboð aukist. Til þess að treysta sam- keppnina enn frekar í sessi megi ekki slaka á þeim skilyrðum sem sett voru í tengslum við afnám einkaleyfis til Egilsstaða. 0 Rannsókn lokið á þætti Islendinga í spillingarmáli íslands með þeim hætti að hann átti viðskipti við eitt fyrirtæki á fslandi fyrir um tveimur árum. Barnahjálp- in keypti vörur af fyrirtækinu, þar á meðal dýran jeppa sem rann síðan til mannsins sjálfs til einkanota. Beind- ist rannsókn ríkislögreglustjóra að viðskiptunum sjálfum ogvoru nokkr- ir íslendingar yfirheyrðir vegna þeirra. Var m.a. unnið að því að upp- lýsa hvort þeir hefðu vísvitandi tekið þátt í broti mannsins þannig að jepp- inn hefði farið með ólöglegum hætti til mannsins til einkanota þrátt fyrir að hann hefði verið keyptur í nafhi Barnahjálparinnar. NOKKRIR íslendingar hafa verið yf- irheyrðir í tengslum við spillingarmál fyrrum framkvæmdastjóra skrifstofu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ástæða þyki til að gefa út ákæru á hendur mönn- unum en rannsókn efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra á málinu er lokið. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi, sem er norskur, sætir rannsókn danskra, norskra og sænskra yfir- valda. Hann er sakaður um fjárdrátt, spillingu og auðgunarbrot í starfi. Mál Norðmannsins teygði sig til Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Flutninga- bíll á hliðina FLUTNINGABIFREIÐ frá Grundarfírði fdr út af veginum í Kerlingarskarði um klukkan hálf fjögur í gær og valt á hlið- ina. Talið er að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bflnum þegar yindkviða feykti honum til. Ökumaðurinn var einn í bflnum og slapp ómeiddur. Bfllinn var að flytja salt norður yfir skarð- ið og var unnið að affermingu hans í gær. í gær var ekki vitað um skemmdir á bflnum sjálfum en reiknað var með að hann yrði sóttur í dag. Sérblöð í dag 'tvttnatUwrta www.mbl.is A LAUGARDÖGUM LESBé Stefán Þórðarson seldur frá Brann til Kongsvinger/B1 Sigríður Þorláksdóttir vann tvö mót í Svíþjóð/B1 BLAÐAUKI unt fermingar fylgir Morgunblaðinu í dag. Þar er fjallað um ferminguna frá ýmsum sjónar- hornum, rætt við fermingarbörn og foreldra, skoóaö- ar fermingarmynd- ir af þekktum ís- lendingum o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.