Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 47 jölmörgum spurningum fulltrúa á 33. landsfundi S.jálfstæðisflokksins í gær Morgunblaðið/Ásdís samgönguráðherra, Björn Bjarnason lþingismaður annaðist fundarsljórn. um sjávarútvegsmál gjald á lækkað Bjarnason, Sverrir Hermannsson og _ slíkir ágætismenn. Þeim datt ekki í hug að láta einhverja allt aðra fá kvóta — en þá sem var verið að stoppa af. Það var engin önnur leið fær. Þetta verða — menn að hafa í huga," sagði Davíð. Hann vék einnig að afleiðingum framsalsins og sagði: „Við vitum að í fyrra kerfi átti sér stað gríðarleg sóun og offjárfesting. Menn voru hver í kapp við annan að hlaða að sér tækja- búnaði til þess að ná sem mestu. Sókn- arstýring hefði líka leitt til svipaðrar niðurstöðu. Framsalið leiddi tU hag- ir ræðingar, minnkun fjárfestingarkostn- in aðar og minni sóunar. Þetta var það ið sem gerðist. Ég hef lent í því á fundum \- að vera spurður að því hvernig okkur finnist að vera alltaf að úthluta kvóta. _ Eg hef verið í ríkistjórn í bráðum átta ía ár og ég hef aldrei úthlutað kvóta. Við ki erum ekki í því. Þetta eru verk manna la frá 1983-84. Þess vegna finnst mér %-. skrítið þegar vinur okkar Sverrir Her- ;a mannsson er að tala um að við sem hér tn sitjum séum að úthluta mönnum kvóta i- sem menn græða á. Hann gerði það og n. ég er ekki að saka hann um það. Þeir m fundu enga aðra leið þessir ágætu og ti vitru menn sem þarna voru til staðar," is sagði Davíð. Pólitísk handstýring ef framsalið er afnumið Þorsteinn Pálsson sagði mikilvægt að hafa í huga þann efnahagslega ár- angur sem náðst hefði. „Framsalið er það mikilvægt atriði í því að sjávarút- vegurinn er rekinn á markaðsgrund- velli. Ef við afnemum framsalið þá þurfum við að fara í pólitíska hand- stýringu á þróun sjávarútvegsins. Ég trúi þvi ekki að menn vilji fara inn á þá braut. Við höfum náð þeim árangri að sókn í mikilvægustu fiskistofna er nú helmingi minni en hún var áður. Það þýðir að tilkostnaður er miklu minni og afli á hverja sóknareiningu hefur aukist um 40-70% eftir veiðarfærum. Það þýðir að við erum að fá meira inn í þjóðarbúið og það hefur verið forsend- an fyrir því að við höfum getað haldið stöðugleika, við gátum horfið frá stöð- ugum gengisfellingum og tryggt auk- inn kaupmátt. Varðandi greiðslur fyrir veiðirétt- indin þá er það svo að það hafa verið lögð gjöld á úthlutaðar aflaheimildir frá upphafi, sem hafa miðað að því að standa undir tilteknum, afmörkuðum kostnaði. I upphafi var þetta lítið eða bara helmingurinn af kostnaði við eft- irlit með veiðunum. Nú er allur kostn- aður af eftirliti með veiðunum greidd- ur af veiðigjaldi og ýmis annar kostn- aður. Ég veit ekki hversu margar þjóðir það eru í heiminum sem leggja gjöld á veiðiréttinn. Ég hygg að það sé hægt að telja þær á fingrum ann- arrar handar. Ég veit að Nýsjálend- ingar, sem miða gjöld á veiðiréttinn við það að standa undir afmörkuðum kostnaði ríkisins, leggja á hærri gjöld en við. En ég veit ekki um aðrar þjóð- ir sem leggja hærri gjöld á veiðirétt en við gerum. Langsamlega flestar þjóðir eru að leggja skatt á einstak- linga og fyrirtæki og flytja yfir til út- gerðanna. Það er hin almenna regla í sjávarútvegi í heiminum. Við skeram okkur því algerlega úr í þessu," sagði Þorsteinn. Niðurstaða auðlindanefndar geti leitt til sátta „Ég held að þetta gjald hafi verið að breytast, það hefur aukist smám sam- an eftir því sem kerfið hefur styrkt út- gerðina og samkeppnisstaða hennar hefur styrkst. Þetta er aðal-útflutn- ingsatvinnuvegurinn og við verðum alltaf að horfa á það fyrst og fremst að sjávarútvegurinn hafi sterka sam- keppnisstöðu og þar á meðal gagnvart fyrirtækjum, sem njóta niðurgreiðslu og styrkja. Ég sé fyrir mér að þetta gjald geti, eftir því sem sjávarútveg- urinn styrkist, smám saman hækkað og er sannfærður um að það muni ger- ast. Nú er að störfum nefnd sem er að fjalla um með hvaða hætti á að fara með nýtingu náttúruauðlinda á sjó og landi og ég bind miklar vonir við að starf þeirrar nefndar geti leitt til nið- urstöðu og sátta um þessi mál. Það er líka mikilvægt að við höfum í huga að þessi vandamál lúta ekki bara að nýt- ingu sjávarauðlinda. Við þurfum að nýta margar aðrar auðlindir þessa lands og sömu grundvallarsjónarmið hljóta að koma upp í þeim efnum. Þess vegna er þetta starf mjög mikilvægt og brýnt að það sé vel til þess vandað. Eg hef trú á því að á grundvelli þess geti menn náð saman og náð sáttum í þessum efnum," sagði Þorsteinn. Nauðsynlegt er að selja Landssímann GEIR H. Haarde fjármálaráðherra sagði á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins í gær að nauðsynlegt væri að einkavæða Landssímann. Hann gæti ekki þrifist almennilega í óbreyttu rekstrarformi í þeirri alþjóðlegu samkeppni sem framundan væri. Hann sagði einnig að selja ætti ríkis- bankana. Geir sagðist telja að mikill árang- ur hefði orðið af einkavæðingar- stefnu ríkisstjórnarinnar. Það væri lengi búið að ræða um þessa hluti og talsverðan tíma hefði tekið að vinna einkavæðingarhugmyndunum fylgi. Sala á rítósfyrirtækjum hefði eflt ýmis fyrirtæki sem ekki hefðu verið talin lífvænleg. Einnig hefði ríkið losað um fjármagn sem hægt hefði verið að nota til annarra þarfa. „Ég tel að það eigi að halda áfram að einkavæða ríkisbankana. Það er einnig sjálfsagt mál að ljúka við að einkavæða Fjárfestingabanka at- vinnulífsins. Sama á við um Lands- Fjármálaráðherra vill einkavæða bankana símann. Hann mun ekki geta þrifist almennilega í nútíma umhverfi í því formi sem hann er í dag, að því er ég tel, vegna þeirrar alþjóðlegu sam- keppni sem við honum blasir á næstu árum," sagði Geir. Geir var einnig spurður um einka- væðingu í mennta- og heilbrigðis- kerfinu. Hann sagði að þessi rekstur væri allt annars eðhs en sá rekstur sem væri eingöngu rekinn á við- skiptalegum forsendum. Hann sagð- ist ekki telja skynsamlegt að einka- væða skóla- eða heilbrigðiskerfið. Það mætti hins vegar vel hagnýta sér kosti einkarekstursins á þessum sviðum þar sem því yrði við komið. Það hefðu komið fram ágætar hug- myndir í þessa veru. Hann minnti á að við hefðum góða reynslu af einka- skólum hér á landi og eins af einka- rekstri á heilbrigðissviði þar sem hann ætti við. Breytingar á Námsgagnastofnun Björn Bjarnason menntamálaráð- herra var spurður hvað væri því til fyrirstöðu að Námsgagnastofnun væri einkavædd. Hann svaraði því til að nýlega hefði Skólavörubúðin ver- ið seld. Einnig hefðu verið miklar breytingar gerðar á Námsgagna- stofnun. Hún fengi núna auMð fjár- magn til að framleiða námsefni. Fyr- irhugað væri að bjóða út verkefni á vegum stofnunarinnar í auknum mæli. Hann sagðist hins vegar telja óskynsamlegt að leggja Náms- gagnastofnun niður á sama tíma og unnið væri af auknum krafti að gerð námsefnis með hliðsjón af gerð nýrr- ar námsskrár fyrir grunnskóla. Ráðherrar spurðir FJÖLDI fólks fylgdist með og tók þátt í fyrirspurnum til ráð- herra Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum í gærmorgun. Sjávarútvegsmál voru fyrirferð- armikil í þeirri umræðu, en víða var komið við og má einnig nefna byggðamál, skattamál, hvalveið- ar, jarðgöng, Reykjavíkurflug- völl, forystu í ríkisstjórn eftir kosningar og ýmislegt fleira. ekstri Rfkisútvarpsins ekki starfað ttum lögum tí kröfur sem neytendur gera. Hitt er annað mál að það þarf að fara mjög varlega í breytingar. Ég hef áhuga á að beita mér fyrir samstarfi við kaupmenn um hægfara þróun eða tilraunir til að gera þarna breytingar. Við verðum að gera okkur grein fyrir að þarna koma önnur sjónarmið að málinu, sjónarmið sem lúta að stefnu í heil- brigðismálum. Það er ekki eingöngu þeir sem nota áfengi hér á landi sem færa fram skynsamleg rök í þessu máli. Ég vil samt gera breytingar á núverandi kerfi. Ég held t.d. að við komumst ekki hjá því að setja sölu bjórs og léttvíns í takmörkuðum mæli til kaupmanna," sagði Geir. 4- Einfalda þarf almanna- tryggingakerfið Fríða Einarsdóttir spurði Geir hvort ekki mætti ein- falda almannatryggingakerfið og spara í rekstri Trygg- ingastofnunar ríkisins. „Ég held að það sé rétt að það megi betrumbæta ýmis- legt í rekstri þessarar stóru stofnunar. Það urðu harðar umræður í þinginu í gær um bætur óryrkja. Það kemur fram í skýrslu forsætisráðherra, að þetta kerfi er gríðar- lega flókið. Það á ekM að þurfa að vera svona. Það á ekki að þurfa sérfræðinga í þessum frumskógi til þess að fólk geti náð fram rétti sínum. Þetta er allt of flókið og viða- mikið kerfi. Það er grundvallaratriði að fólk sem er í sömu stöðu og á sama rétt fái sama kaup. Þarna eru margir bótaflokkar og það hafa komið fram tillögur, m.a. frá Sjálfsbjörgu, um að einfalda þetta kerfi. Ég tel sjálfsagt að fara ofan í það mál. Ég vil hins vegar vara við því sem kemur frá vinstri vængnum og því uppboði sem á sér stað milli Samfylking- ar og Vinstra framboðsins um þessi mál. Ég er ansi hræddur um að þar sé verið að hugsa um fleira heldur en hagsmuni bótaþeganna, eins og við urðum t.d. vör við í þinginu í gær," sagði Geir. Samgönguráðherra um flutning Reykjavíkurflugvallar Flug til Akureyr- ar og Sauðár- króks legðist af SKIPTAR skoðanir komu fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um staðsetningu flugvallar í Reykjavfk. Halldór Blöndal samgönguráðherra sagði að ef Reykjavíkurflugvöllur yrði lagður niður og innanlandsflugið fært til Keflavíkur væri veruleg hætta á að flug frá Höfn í Hornafirði, Akureyri og Sauðárkróki legðist af því að ferðlagið frá flugvellinum til Reykjavíkur yrði það langt að hag- stæðara væri að fara þessar leiðir ak- andi. Séra Ragnar Fjalar Lárusson vakti máls á uppbyggingu Reykjavík- urflugvallar og spurði hvort skyn- samlegt væri að verja fjármunum til endurbyggingar vallarins. Staðsetn- ing vallarins væri óheppileg og betra væri að nota svæði til íbúðarbyggðar. Halldór sagði óhjákvæmilegt að gera endurbætur á flugvellinum, en viðhald hans hefði lengi verið van- rækt. Hann sagði að endurbæturnar kostuðu 1,5 milljarða, sem væru ekki miklir fjármunir í samanburði við ýmsar aðrar framkvæmdir í sam- göngumálum. „Eg hygg að það sé alveg Ijóst að • ef sú ákvörðun yrði tekin að leggja Reykjavíkurflugvöll niður og flytja innanlandsflugið til Keflavíkur vær- um við um leið að leggja niður flug til staða eins og Hafnar í Hornafirði, Akureyrar og Sauðárkróks því að ferðalagið væri orðið það langt. Það borgaði sig að fara alla leið akandi," sagði Halldór. Ragnar Magnússon benti á að hægt væri að leysa þetta mál með því að leggja járnbraut frá Hafnarfirði til Keflavíkur, en ferðalag með henni myndi taka sjö mínútur. Halldór sagði að kostnaður við lagningu slík- ar járnbrautar og kaup á vögnum yrði óyfirstíganlegt fyrir okkur. Jóhann Friðfinnsson frá Vest- mannaeyjum lýsti yfir eindregnum stuðningi við afstöðu Halldórs Blön- dals og sagði að það væri mikið hags- munamál fyrir landsbyggðarfólk að flugvöllurinn yrði áfram í Reykjavík. ;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.