Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fimm
sækja um
stöðu pró-
fessors í
frumkvöðla-
fræði
FIMM manns hafa sótt um
prófessorsstöðu í frumkvöðla-
og nýsköpunarfræði við við-
skipta: og hagfræðideild Há-
skóla íslands sem auglýst var
í janúar. Umsóknarfrestur
rann út í lok febrúar. Þetta er
ný staða sem er fjármögnuð
af Gunnari Björgvinssyni,
sem rekur fyrirtæki með
flugvélasölu í Lichtenstein.
Ráðið verður í stöðuna til allt
að þriggja ára.
Fjórir umsækjendanna eru
háskólakennarar en einn
þeirra kemur úr atvinnulíf-
inu. Þeir sem hafa sótt um
stöðuna eru Arnar Bjarna-
son, ívar Jónsson, Naurits
Rossavik frá Noregi, Örn B.
Böðvarsson, sem er banda-
rískur ríkisborgari, og Örn
D. Jónsson.
Ingjaldur Hannibalsson,
forseti viðskipta- og hag-
fræðideildar, segir að styrk-
urinn nemi 7,5 milljónum
króna á ári. „Hugmyndin er
sú að prófessorinn haldi nám-
skeið um stofnun fyrirtækja
og nýsköpun í fyrirtækjum
sem geti tengst vöruþróun,
upptöku nýrrar tækni og
fleira í þeim dúr og þróun
nýrra atvinnugreina. Hann á
einnig að vinna að rannsókn-
um á þessu sviði,“ segir
Ingjaldur.
Dómnefnd
skipuð
Skipuð hefur verið dóm-
nefnd sem metur umsóknirn-
ar og segir Ingjaldur að von-
ast sé til þess að hún komist
að niðurstöðu í þessum mán-
uði og að prófessorinn geti
hafið störf við Háskóla ís-
lands næsta haust.
„Oft hefur verið kvartað yf-
ir því að viðskiptafræðingar
séu ekki nógu duglegir að
taka áhættu í atvinnurekstri.
Vonandi tekst nýjum prófess-
or að kveikja í einhverjum
sem eru tilbúnir að reyna fyr-
ir sér með sinn eigin atvinnu-
rekstur. Einnig er mikilvægt
að þeir sem við útskrifum og
fara til starfa hjá fyrirtækj-
um á íslandi hafi tilfinningu
fyrir nýsköpun og stjórnunar-
aðferðum sem henta til þess
að þróa fyrirtæki og stofnanir
áfram,“ segir Ingjaldur.
Tæplega 2000 manns tóku þátt í 1. maí-hátíðahöldum í Reykjavík
Morgunblaðið/Sverrir
Göngumenn í kröfugöngu 1. maí báru að venju litríka félagsfána og spjöld með margvíslegum kröfum.
Stjórnvöld hvött til að
tryggja kaupmátt launa
Á MILLI fimmtán hundruð og tvö þúsund
manns tóku þátt í hátíðahöldum í Reykjavík í
tilefni alþjóðlegs baráttudags verkalýðsins, 1.
maí. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykja-
vík, BSRB, Bandalag háskólamanna og Iðn-
nemasamband íslands stóðu fyrir kröfugöngu í
miðborginni og lauk henni með útifundi á Ing-
ólfstorgi þar sem haldnar voru ræður og flutt
skemmtiatriði. Fóru hátíðahöldin vel fram að
sögn lögreglu.
I ræðu sinni á Ingólfstorgi sagði Grétar Þor-
steinsson, forseti Alþýðusambands Islands,
m.a. að stjórnvöld yrðu að koma böndum á
þensluna í þjóðfélaginu og benti hann á að ný-
gerðir kjarasamningar hvíldu á þeirri forsendu
að verðbólga lækkaði.
„Stjórnvöld verða að stilla sér upp með
launafólki og axla sinn hluta ábyrgðarinnar á
því að tryggja kaupmátt launa og auka hann.
Gerist það ekki mun enginn friður ríkja.
Launafólk hefur sýnt vilja sinn í verki og nú á
ríkisstjórnin leik,“ sagði Grétar.
Grétar sagði einnig mikilvægt að sú launa-
stefna yrði ríkjandi að sérstök hækkun lægstu
launa nyti forgangs. Ríkisstjórnin hefði ekki
verið tilbúin til að ganga að kröfum verkalýðs-
hreyfingarinnar um bætt lífskjör aldraðra og
öryrkja, en hún gæti ekki vikist undan því að
bæta kjör þeirra sem einungis fengju lífeyri frá
almannatryggingakerfinu.
Ennfremur minnti Grétar á að enn stæðu
nokkur aðildarfélaga ASI í kjaradeilum og að
stundum dygðu ekki önnur úrræði en verkföll.
Hann benti þó á að verkfallsréttinum fylgdi
einnig sú skylda að standa við gerða samninga.
„Hópar sem kjósa að umgangast friðarskyldu
samþykktra kjarasamninga af gáleysi eru um
leið að stefna í hættu því fjöreggi okkar sem
samnings- og verkfallsrétturinn er. Við slíku
megum við ekki,“ sagði forseti ASÍ m.a. í hátíð-
arræðu sinni.
BMVALLÁ
Söludeild í Fomalundi
Breiðhöfða 3 • Sími 585 5050
Þakskífur með 25 ára ábyrgð
fegra húsið þitt.
Kynntu þér málið á
www.bmvalla.is.
www.bmvalla.is
Haraldur á 167 km eftir ófarna
LmsiHeSBSS
.. Ljósmynd/Ingþór Bjarnason
Haraldur Örn Olafsson við tjald sitt á ísnum.
HARALDUR Örn Ólafsson norð-
urpdlsfari á nú 167 km eftir
ófarna að norðurpólnum en hann
hefur gengið 605 km áleiðis að
pólnum. Hann lagði að baki 17
km á mánudag og sagði færið
hafa verið kaflaskipt þar sem
skiptust á torfærir hryggir og
sléttar flatir. Að hans sögn er lík-
legt að færið verði nokkuð kafia-
skipt það sem eftir lifir ferðar.
Slæmt skyggni var á mánudag
og nokkur snjókoma og frost um
6 stig. Haraldur sagði að færið
hefði verið fremur þungt framan
af degi en hefði þó batnað síðar
um daginn. Þá braust sólin einnig
fram í fyrsta skipti í nokkuð
langan tíma og sagði Haraldur að
það hefði verið mjög ánægjulegt.
Tvær meinlausar vakir urðu á
vegi Haralds á mánudag en á
sunnudag urðu fimm vakir á vegi
hans.
ísinn er enn á hreyfingu vegna
hafstrauma sem ollu því að tjald
Haralds rak 1,8 km í fyrrinótt á
ísnum. I gærmorgun var hann
staddur á 88.29.25. gráðu norð-
lægrar breiddar og 62.23.76.
vestlægrar.
Norðmenn komust á pólinn
Norðmennirnir Torry Larsen
og Rune Gjeldnes komust á norð-
urpólinn á laugardag eftir 74
daga göngu frá Síberíu. Þeir
fögnuðu áfanganum með því að
gæða sér á súkkulaðiköku á póln-
um að því er fram kemur á
heimasíðu þeirra. Leiðangur
þeirra er sjöundi norski leiðang-
urinn sem kemst á pólinn en þeir
eiga enn eftir ófarna 628 km til
Ward Hunt-eyju. Þeir ætla að
verða fyrstir til að ganga óstudd-
ir þvert yfir Norður-íshafið. Níu
leiðöngrum hefur mistekist það
ætlunarverk.