Morgunblaðið - 03.05.2000, Side 20

Morgunblaðið - 03.05.2000, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ SÝNINGARSKRÁ í tengslum við vöru- og þjónustusýninguna í íþróttahöllinni á Akureyri dagana 12.-14. maí nk. gefur Morgunblaðið út sérstaka sýningarskrá. Skránni verður dreift til allra áskrifenda Morgunblaðsins frá Hvammstanga og austur á Egilsstaði. Þá verður Morgunblaðinu ásamt sýningarskránni dreift inn á öll heimili á Akureyri föstudaginn 12. maí nk. Sérblað Morgunblaðsins Daglegt líf verður þennan dag helgað fjölbreyttu mannlífi á Akureyri með margvíslegum viðtölum og greinum. DREIFT Á SÝNINGUNNI Skránni verður einnig dreift á sýningarsvæðinu en gert er ráð fyrir 8.000-10.000 gestir komi á sýninguna. HAPPU SAMBAND! Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar auglýsingadeildar Morgunblaðsins í síma 569 1111. Einnig verða sölufulltrúar á skrifstofu Morgunblaðsins á Akureyri í Kaupvangsstræti 1 dagana 2.-3. maí nk. í síma 461 1600. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. I^Urmj^tudaginn 4. maí. JltorgitmMfjMfr AUGLÝSINGADEILP Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is ...fyrir þá sem í sér heyra í H Jj A J!K V '' « 8 « fl K i Morgunblaðið/Helgi Vilberg/Menningarvefur Akureyrar Pétur Þór Jónasson, Jónas Sigurjónsson, Hallfríður Einarsdóttir, Birgir Helgason, Freyja Magnúsdóttir, Sigurður Arni Sigurðsson, Einar Helgason, Logi Már Einarsson, Fanney Hauksdóttir og Daníel Þor- steinsson að lokinni athöfn þar sem tilkynnt var um starfslaun lista- manna Akureyrarbæjar, veittar viðurkenningar fyrir menningarmál, hönnun nýbygginga og viðhald eldri húsa. Tilkynnt um val á bæjar- listamönnum Akureyrar TVEIR listamenn deila með sér starfslaunum listamanna Akureyr- bæjar að þessu sinni, þeir Daníel Þorsteinsson píanóleikari og Sigurð- ur Arni Sigurðsson myndlistarmað- ur. Daníel er fæddur á Neskaupstað árið 1963. Hann var við píanónám í fæðingarbæ sínum frá 8 ára aldri og síðar í Reykjavík en hann útskrifað- ist árið 1993 frá Tónlistarskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar. Hann var við framhaldsnám í Reykjavík og í Amsterdam þaðan sem hann lauk prófi í píanóleik og kennslufræði. Haustið 1993 hóf hann kennslu í píanóleik við Tónlistarskólann á Ak- ureyri og hefur gengt því starfi síð- an. Daníel hefur mikið látið að sér kveða á tónlistarsviðinu, m.a. leikið með Caput tónlistarhópnum og Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands, þá hefur hann ásamt Sigurði Halldórs- syni sellóleikara haldið tónleika víða um land og eins hefur hann leikið með Björgu Þórhallsdóttur söng- konu, en þau eru nú að undirbúa út- komu geisladisks þar sem fluttir verða söngvar eyfirskra tónskálda við ljóð eyfirskra ljóðskálda. Sigurður Árni er fæddur á Akur- eyri árið 1963, hann nam við Mynd- listarskólann á Akureyri, Myndlista- og handíðaskóla Islands og var við framhaldsnám í Frakklandi. Hann Tónleikar Kórs MA KÓR Menntaskólans á Akur- eyri heldur tónleika í Akureyr- arkirkju í kvöld, miðvikudags- kvöldið 3. maí, og hefjast þeir kl. 20.30. Stjórnandi kórsins er Guðmundur Óli Gunnarsson. Gestakór á þessum tónleikum er Kór Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki, en stjómandi hans er Hilmar Sverrisson. Efnisskráin er fjölbreytt, m.a. íslensk þjóðlög og enskir madrigalar. Miðaverð á tón- leikana er 1000 krónur, en 500 krónur fyrir 13 til 20 ára, ókeypis er á tónleikana fyrir 12 ára og yngri. hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum víða um heim og verk eftir hann eru til á listasöfnum, m.a. á íslandi, Frakk- landi og Sviss. Sigurður Árni hlaut fyrstu verðlaun fyrir verk sitt, Sól- öldu, sem sett verður upp og vígt við Sultartangavirkjun í ár og þá var verk eftir hann valið sem merki Reykjavíkur, menningarborgar Evrópu árið 2000. Á síðasta ári var Sigurður Árni fulltrúi íslands á al- þjóðlegu listsýningunni, Feneyja- tvíæringnum í Feneyjum. í hófi, svonefndri Vorkomu þar sem tilkynnt var um starfslaunin, hlutu þeir Birgir Helgason tónlistar- maður og Einar Helgason mynd- listarmaður viðurkenningar menn- ingarmálanefndar fyrir kennslustörf og störf í þágu menningarmála. Kenndu myndlist og tónlist í um 40 ár Birgir starfaði óslitið við Bama- skóla Akureyrar, síðar Brekkuskóla, frá árinu 1939 til ársins 1998 eða í 39 ár, en hann kenndi söng og hljóð- færaleik við skólann. Hann stýrði barnakór skólans sem kom fram við hin ýmsu tækifæri. Þá starfaði hann sem organisti við sunnudagaskóla Akureyrarkirkju í 25 ár og hefur frá árinu 1966 verið organisti við Glæsi- bæjarkirkju og í fleiri kirkjum í ná- grenni Akureyrar. Hann hefur sam- ið mörg lög og hafa komið út eftir hann 4 sönglagahefti. Auk þess samdi hann tónlist við söngleiki hjá Leikfélagi Akureyrar. Einar kenndi myndmennt og íþróttir við grunnskóla Akureyrar í 40 ár, lengst af kenndi hann myndlist við Gagnfræðaskólann á Akureyri og þá var hann við kennslu í Náms- flokkum Akureyrar til fjölda ára. Hann tók teiknikennarapróf árið 1952 og íþróttakennarapróf 1953. Fyrstu einkasýninguna hélt hann á Hótel Varðborg á sjötta áratugnum, en hefur síðan efnt til fjölda sýninga á verkum sínum, m.a. á Akureyri, Eskifirði, Hrísey og Grenivík. Einn- ig hefur hann tekið þátt í samsýning- um. Þeir sem hlutu viðurkenningu menningarmálanefndar Akureyrar- bæjar að þessu sinni fengu gripi sem hannaðir voru og smíðaðir af Krist- ínu Petru Guðmundsdóttur, gullsmið á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.