Morgunblaðið - 03.05.2000, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 03.05.2000, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ SÝNINGARSKRÁ í tengslum við vöru- og þjónustusýninguna í íþróttahöllinni á Akureyri dagana 12.-14. maí nk. gefur Morgunblaðið út sérstaka sýningarskrá. Skránni verður dreift til allra áskrifenda Morgunblaðsins frá Hvammstanga og austur á Egilsstaði. Þá verður Morgunblaðinu ásamt sýningarskránni dreift inn á öll heimili á Akureyri föstudaginn 12. maí nk. Sérblað Morgunblaðsins Daglegt líf verður þennan dag helgað fjölbreyttu mannlífi á Akureyri með margvíslegum viðtölum og greinum. DREIFT Á SÝNINGUNNI Skránni verður einnig dreift á sýningarsvæðinu en gert er ráð fyrir 8.000-10.000 gestir komi á sýninguna. HAPPU SAMBAND! Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar auglýsingadeildar Morgunblaðsins í síma 569 1111. Einnig verða sölufulltrúar á skrifstofu Morgunblaðsins á Akureyri í Kaupvangsstræti 1 dagana 2.-3. maí nk. í síma 461 1600. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. I^Urmj^tudaginn 4. maí. JltorgitmMfjMfr AUGLÝSINGADEILP Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is ...fyrir þá sem í sér heyra í H Jj A J!K V '' « 8 « fl K i Morgunblaðið/Helgi Vilberg/Menningarvefur Akureyrar Pétur Þór Jónasson, Jónas Sigurjónsson, Hallfríður Einarsdóttir, Birgir Helgason, Freyja Magnúsdóttir, Sigurður Arni Sigurðsson, Einar Helgason, Logi Már Einarsson, Fanney Hauksdóttir og Daníel Þor- steinsson að lokinni athöfn þar sem tilkynnt var um starfslaun lista- manna Akureyrarbæjar, veittar viðurkenningar fyrir menningarmál, hönnun nýbygginga og viðhald eldri húsa. Tilkynnt um val á bæjar- listamönnum Akureyrar TVEIR listamenn deila með sér starfslaunum listamanna Akureyr- bæjar að þessu sinni, þeir Daníel Þorsteinsson píanóleikari og Sigurð- ur Arni Sigurðsson myndlistarmað- ur. Daníel er fæddur á Neskaupstað árið 1963. Hann var við píanónám í fæðingarbæ sínum frá 8 ára aldri og síðar í Reykjavík en hann útskrifað- ist árið 1993 frá Tónlistarskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar. Hann var við framhaldsnám í Reykjavík og í Amsterdam þaðan sem hann lauk prófi í píanóleik og kennslufræði. Haustið 1993 hóf hann kennslu í píanóleik við Tónlistarskólann á Ak- ureyri og hefur gengt því starfi síð- an. Daníel hefur mikið látið að sér kveða á tónlistarsviðinu, m.a. leikið með Caput tónlistarhópnum og Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands, þá hefur hann ásamt Sigurði Halldórs- syni sellóleikara haldið tónleika víða um land og eins hefur hann leikið með Björgu Þórhallsdóttur söng- konu, en þau eru nú að undirbúa út- komu geisladisks þar sem fluttir verða söngvar eyfirskra tónskálda við ljóð eyfirskra ljóðskálda. Sigurður Árni er fæddur á Akur- eyri árið 1963, hann nam við Mynd- listarskólann á Akureyri, Myndlista- og handíðaskóla Islands og var við framhaldsnám í Frakklandi. Hann Tónleikar Kórs MA KÓR Menntaskólans á Akur- eyri heldur tónleika í Akureyr- arkirkju í kvöld, miðvikudags- kvöldið 3. maí, og hefjast þeir kl. 20.30. Stjórnandi kórsins er Guðmundur Óli Gunnarsson. Gestakór á þessum tónleikum er Kór Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki, en stjómandi hans er Hilmar Sverrisson. Efnisskráin er fjölbreytt, m.a. íslensk þjóðlög og enskir madrigalar. Miðaverð á tón- leikana er 1000 krónur, en 500 krónur fyrir 13 til 20 ára, ókeypis er á tónleikana fyrir 12 ára og yngri. hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum víða um heim og verk eftir hann eru til á listasöfnum, m.a. á íslandi, Frakk- landi og Sviss. Sigurður Árni hlaut fyrstu verðlaun fyrir verk sitt, Sól- öldu, sem sett verður upp og vígt við Sultartangavirkjun í ár og þá var verk eftir hann valið sem merki Reykjavíkur, menningarborgar Evrópu árið 2000. Á síðasta ári var Sigurður Árni fulltrúi íslands á al- þjóðlegu listsýningunni, Feneyja- tvíæringnum í Feneyjum. í hófi, svonefndri Vorkomu þar sem tilkynnt var um starfslaunin, hlutu þeir Birgir Helgason tónlistar- maður og Einar Helgason mynd- listarmaður viðurkenningar menn- ingarmálanefndar fyrir kennslustörf og störf í þágu menningarmála. Kenndu myndlist og tónlist í um 40 ár Birgir starfaði óslitið við Bama- skóla Akureyrar, síðar Brekkuskóla, frá árinu 1939 til ársins 1998 eða í 39 ár, en hann kenndi söng og hljóð- færaleik við skólann. Hann stýrði barnakór skólans sem kom fram við hin ýmsu tækifæri. Þá starfaði hann sem organisti við sunnudagaskóla Akureyrarkirkju í 25 ár og hefur frá árinu 1966 verið organisti við Glæsi- bæjarkirkju og í fleiri kirkjum í ná- grenni Akureyrar. Hann hefur sam- ið mörg lög og hafa komið út eftir hann 4 sönglagahefti. Auk þess samdi hann tónlist við söngleiki hjá Leikfélagi Akureyrar. Einar kenndi myndmennt og íþróttir við grunnskóla Akureyrar í 40 ár, lengst af kenndi hann myndlist við Gagnfræðaskólann á Akureyri og þá var hann við kennslu í Náms- flokkum Akureyrar til fjölda ára. Hann tók teiknikennarapróf árið 1952 og íþróttakennarapróf 1953. Fyrstu einkasýninguna hélt hann á Hótel Varðborg á sjötta áratugnum, en hefur síðan efnt til fjölda sýninga á verkum sínum, m.a. á Akureyri, Eskifirði, Hrísey og Grenivík. Einn- ig hefur hann tekið þátt í samsýning- um. Þeir sem hlutu viðurkenningu menningarmálanefndar Akureyrar- bæjar að þessu sinni fengu gripi sem hannaðir voru og smíðaðir af Krist- ínu Petru Guðmundsdóttur, gullsmið á Akureyri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.