Morgunblaðið - 03.05.2000, Page 39

Morgunblaðið - 03.05.2000, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 39 LISTIR Nokkuð góður samhljómur TONLIST Háteigskirkja NORRÆNA KVENNA- KÓRAMÓTIÐ Ýmis inn- og erlend lög. Kvenna- kórinn Lissý u. slj. Roars Kvam. Pianóundirleikari: Aladár Rácz. Föstudaginn 28. apríl kl. 20. MEÐAL gestakóra á fyrsta nor- ræna kvennakóramótinu á íslandi var Lissý, kór Kvenfélagasam- bands Suður-Þingeyjarsýslu, er skipuðu um 28 konur á tónleikum kórsins í Háteigskirkju s.l. föstu- dag; flestar á bezta aldri eins og sagt er. Það mátti og að sumu leyti heyra á söngmátanum, sem minnti stundum eilítið á áhugamannakór- söng áður fyrr á árunum, þegar rennt var upp í og milli tóna og þindarstuðningur nánast óþekktur. Sem betur fór var það ekki einhlítt einkenni, en samt nógu mikið inni á milli til að vekja athygli. Annars var samhljómur kórsins í heild nokkuð góður, og sérstak- lega dýnamísk mótun hans var oft fáguð og músíkölsk, eins og vel kom fram í t.a.m. Þei, þei og ró, ró Björgvins Guðmundssonar. Efnis- skráin var allfjölbreytt, 8 íslenzk lög eldri og yngri og 9 erlend, ým- ist með eða án píanóundirleiks. Meðal björtustu dagskráratriða má nefna Glaðværð, hressan polka eftir Askel Jónsson (með að vísu fulllöngum millispilskafla) sem tókst vel þrátt fyrir smáfip á ein- um stað, Gamla Nóa Bellmans í fjölbreyttri útsetningu ónefnds út- setjara, Norna-slag Björgvins sem var n.k. darraðarljóð eða valkyrju- reið við píanóútdrátt höfundar á ólgandi Wagnerskri stórhljóm- sveit, fallegan veikan söng í Vöggukvæði Emils Thoroddsens (Litfríð og ljóshærð), Spunakórinn úr Hollendingnum fljúgandi eftir Wagner (þótt hefði mátt vera hraðari og kraftmeiri) og ekki sízt Summertime úr Porgy and Bess eftir Gershwin, þar sem leyni- tromp kórsins, Hildur Tryggva- dóttir, söng glæsilegan einsöng og alveg í réttum stíl, nema hvað nið- urlagsgliss-strófunni virtist ofauk- ið. Allt hlaut ágætar undirtektir, sem jukust eftir því sem á leið. Svo farið sé yfir debethliðina var það fyrst og fremst áðurnefnd gliss-forneskja, ásamt stundum lafandi tónstöðu í hæðinni, sem átti til að setja svolítinn dapran svip á sumt, t.d. í Kom unga vor (Áskell Jónsson), Við gengum tvö (Friðrik Jónsson, úts. Róar Kvam), Vorgyðjan kemur (Arni Thorsteinsson, úts. Jakob Tryggvason), hollenzka laginu Þakkargjörð (sem hneig mikið fram að forte-niðurlagserindinu), Hymn to freedom (Oscar Peter- son), sem var frekar dauft, og í Gleðisöngspolka J. Strauss eldri, sem hefði mátt vera hreinna á efri nótum. Barnagæla Griegs var fremur hjákátleg reynsla; sungin með kattarmjálmi og öðr- um „effektum og einsöngskonurnar tvær auk þess svo- lítið óstyrkar, enda látnar standa fyrir framan stjórnand- ann, sem varla kunni góðri lukku að stýra. Alleluia-lokaþátturinn úr Exultate, jubilate eftir Mozart var umritun úr kröfuharðri kantötu fyrir einsöngssópran og átti tæp- ast við í þessu samhengi, enda flúrsöngslínurnar vandviðráðan- legar fyrir jafnvel góðan atvinnu- einsöngvara, hvað þá fyrir áhuga- mannakór. Aheyrendur - sem virtust flestir konur, þ. á m. félag- ar úr öðrum kvennakórum - létu það sér engu að síður vel líka, og undirtektir þeirra urðu miklar og hlýjar út í gegn. Ríkarður Ö. Pálsson Norrænir kvennakórar TONLIST Ráðhús Reykjavfkur NORRÆNT KVENNAKÓRAMÓT Þrír norrænir kórar sungu: Kvennakór Bolungarvíkur, píanó- leikari Guðrún B. Magnúsdóttir, stjómandi Margrét Gunnarsdóttir; Midt-Norsk Damekor, stjórnandi Tove Ramlo og Kvennakór Reykja- víkur, píanóleikari: Þórhildur Bjömsdóttir, fiðluleikari Szymon Kuran, stjórnandi Sigrún Þorgeirs- dóttir. Laugardagskvöld kl. 22. ÞRÍR kvennakórar sungu saman í Ráðhúsinu klukkan tíu á laugardags- kvöldið. Þar var jafn fjölmennt og á fyrri tónleikum kvennakóramótsins. Kvennakór Bolungarvíkur söng fimm lög. Af áhugamannakór úr fá- mennu sjávarþorpi að vera er kórinn nokkuð góður. Hann vantar þó meiri hljóm og í fyrsta sópran vantar fleiri bjartar og þéttar raddir. Lögin Country Gardens og To a Wild Rose voru fremur lit- laus, sumpart vegna þess að þau voru texta- laus og sungin á sér- hljóða, en þau hefðu náð betra skriði í örh'tið rösklegri og jafnari flutningi. Bréfið hennar Stínu var prýðilega flutt, en það skyggði á kórinn hvað píanóleikurinn var sterkur og grófur. Besta lag Kvenna- kórs Bolungarvíkur var Bella síma- mær, sem var glaðlega og músíkalskt sungið. Midt-Norsk Damekor er í rauninni sex sjálfstæðir kórar frá Mið-Noregi, sem steypt var saman í eina heild fyrir kóramótið hér. Söngur kórsins bar þessa líka merki, því kóramir hafa auðheyrilega ekki fengið nægan tíma til að „syngja sig saman“ í eina heild. Kórstjórinn, Tove Ramlo, var þó afbragðsgóður og athyglisvert að * Islenzk Satchmo og fínnsk Mouskouri TOIVLIST Háteigskirkja NORRÆNA KVENNAKÓRAMÓTIÐ Ýmis inn- og erlend lög. Léttsveit Kvennakúrs Reykjavíkur u. s(j. Jó- hönnu Þórhallsdóttur; píanóundir- leikari: Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Finnski kvennakórinn Oriveden Naislaulajat; sljórnandi og pianó- undirleikari: Irene Kuusirati. Föstudaginn 28. apríl kl. 22. ÞAÐ var nett uppákoma en heldur stutt, seinni tónleikar norræna kvennakóramótsins í Háteigskirkju s.l. föstudagskvöld, því söngurinn stóð aðeins um 45 mín. Bjuggust margir sjálfsagt við meiru, úr því ekki einn heldur tveir kórar áttu hlut að málum, hvor í sínu lagi, þ.e.a.s. Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur og síðan Oriveden Naislaulajat frá Finnlandi. Einnig kom á óvart um- fjöllun tónleikaskrár um finnsku gestina, því hún var einungis á finnsku og ólíklegt að margir hér- lendra tónleikagesta hafi haft telj- andi gagn af henni. Léttsveitin sem svo heitir er að- eins ein af mörgum sérdeildum í söngveldi Kvennakórs Reykjavíkur og ætti nafni samkvæmt að fást við „létta tónlist", hvað svo sem það nú er nákvæmlega. Það sem einum er létt er öðrum leitt, og hætt við að fyrstu lög kórsins frá endurreisnar- tíma hafi komið yngra fólki í leit að nútímahoppi og híi í opna skjöldu, þó að þeir sem kynnzt hafa söngvasjóði 16. aldar viti betur. Hvað getur t.d. verið léttara en hænsnagaggs-chans- on Passereaus fyrir blandaðan kór, II est bel et bon? Canzon Villanesca og Mascherata eftir da Nola áttu að vísu ekki alveg heima í þeim fjaður- vigtarflokki, en virtust samt heldur of hægt sungin. Sama gilti um Mon plaint soit entendu eftir Arcadelt, þó að rússneska lagið, Síðkvöld við sum- arbústað, svifi um loft á hæfilegum hraða. Eftir stílhreinan atómaldarsálm Karinar Rehnquist, Þú ei skalt óttast myrkrið, fór að birta til með sveiflu- slagaranum sígræna sem margir halda eftir Porter, I’m beginning to see the light, en hann var skráður á Ellington og félaga og tókst mjög vel. Það gerði líka lokalag Léttsveit- ar kvenna, What a wonderful world sem Louis Armstrong gerði frægt fyrir aldarþriðjungi, þar sem stjórnandinn sneri sér við og tók ein- söngskafla í miðju laginu með lítilli fyrirhöfn, án þess þó að herma telj- andi eftir urri Satchmos gamla. Jóhanna Þórhallsdóttir hefur náð ágætum og heilsteyptum hljómi úr kómum, og jafnvægið milli radda var sömuleiðis til íýTÍrmyndar. Það sem helzt ætti að standa léttleika hans fyrir þrifum er því fyrst og fremst stærðin. 60 manna kór verður alltaf 60 manna kór, og svigrúm til hryn- rænna tilþrifa eftir því takmarkað. Aðalheiður Þorsteinsdóttir lék undir á píanó með látlausum þokka, en hefði kannski mátt gefa aðeins meira í annað veifið í fjarveru hrynsveitar. Um finnska gestakvennakórinn var flest á huldu nema finnskulæsum áheyrendum. Hann kom fram á lit- ríkum þjóðbúningum sem virtust benda til vesturhluta landsins eða Austurbotna, en annars varð maður lítils vísari um átthaga hans. Kórinn var fremur lítill, en söngur hans var snotur og óþvingaður, þótt ekki bæri hann mark atvinnumennsku, enda dapraðist hann stundum af tónsigi. Lagaröðin var önnur en fram kom af tónskrá og lögin flest á finnsku, en þó mátti bera kennsl á Tula tuulan tuli tuli tei, barnagælut?] eftir Oskar Merikanto og Vem kan segla förutan vind. Verra gekk manni að nefna lag sem einkenndist af „effektum eins og vindhviðum, sjófuglagargi, hlátri o.s.frv., en það var óneitanlega sér- kennilegt og vakti þónokkra hrifn- ingu. I fallegu ókynntu aukalagi, sem eftir stílnum að dæma gæti verið grískt og fengið úr sarpi Nönu Mouskouri, söng kórstýran unga, sem jafnframt var píanóundirleikari, laglegan einsöng frá slaghörpunni með morgunlenzkulegu flúrívafi og hlaut fyrirtaksgóðar undirtektir tón- leikagesta, enda meðal eftirminni- legustu atriða kvöldsins. Ríkarður Ö. Pálsson fylgjast með henni stjórna þessari risahjörð 130 kvenna. Norsk þjóðlög voru prýðilega sungin, sérstaklega Vögguvísa frá Þelamörk. Hvile eftir Aagathe Backer Grondahl var líka fallegt og vel sungið lag. Vise for gærne jinter eftir djasssnillinginn þeirra Egil Monn Iversen var flott lag og í góðri útsetningu, en „swing- aði“ ekki nóg í flutningi kórsins. Kvennakór Reykjavíkur átti stærsta hlutinn á þessum tónleikum, og söng tíu íslensk og norræn lög. Það var verulega gaman að heyra í Kvennakómum okkar og heyra hvað honum fleygir stöðugt fram. Söngur kórsins er agaður og einbeittur og miklu hljómmeiri en í fyrrasumar. Fyrsti sópran hefur eflst og þar eru fínar raddir sem halda hljómnum uppi. Innraddirnar eru virkilega góð- ar og dýpsti altinn hljómmikill og þéttur. Það er líka almennt meira líf í söngnum; sungið út og af öryggi. Þórhildur Bjömsdóttir lék á píanó með kómum, en að auki spann Szym- on Kuran með á fiðlu í nokkmm lög- um. Það kom mjög vel út í flestum laganna; en síst með sígildri útsetn- ingu Jóns Asgeirssonar á Sofðu unga ástin mín; - þar var fiðluleiknum of- aukið. Bestur var Kuran í Dansen pá Sunnanö, þar sem hann var sannkall- aður „spelmann" og „fiðlaði" af öllum sálarkröftum. Norrænu standard- amir Váren eftir Grieg, Næturljóð Everts Taubes og Vomótt Schraders vom mjög fallega sungin, en best vom þó lögin hans Fúsa, Sigfúsar Halldórssonar, Dagný, Við eigum samleið og Vegir liggja til allra átta, sem vom framúrskarandi fallega flutt í frábæram útsetningum Skarp- héðins Hjartarsonar. Bergþóra Jónsdóttir Styrmir Gislason í gamanleikrit- inu Nörd. Nörd á Sælu- viku LEIKFÉLAG Sauðárkróks sýnir í Sæluviku gamanleikinn Nörd eftir Larry Shue. Með aðalhlutverk fara Styrmir Gislason, Guðbrandur J. Guðbrandsson, Sigurlaug V. Ey- steinsdóttir, Sigurður Halldórsson, Sigurður F. Emilsson, Unnur E. Bjarnadóttir og Arnar Sigurðsson. Leikstjóri er Guðjón Sigvaldason. Næstu sýningar verða annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30 og laug- ardaginn 6. maí kl. 15. NT\t skólainir í Hafnai’flvði og Kópavogi bjóða upp A tvö liagnýt og niarlvviss tölvunánvskeið fyi’ir byijendur. 60 klst. edt» 90 keimslustundir; - Grumatriði í upplýsingatækni •" Windows 98 stýrikerfið «- Word ritvinusla ► Exrel töflureikuir - Access gagnagrunnur PowerPoint (gerð kynningarefnis) *- Internetið (vefurinn og tölvupóstur) 48 klst eða 72 kennslustundir: ► Almenntum tölvur og Windows 98 - Wordritvinnsla - Excel töflureiknir *• Internetiö (vefurinn og tölvupóstur) Boðið er upp ábæði mprgun- og kvöldnámskeið semhefjast 5,8.ogl5. maí nk. Upplýsitigm' og imu itun í síiuum 544 4500 og 555 4980 & ntv Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn HÓIshrauni 2 - 220 Hafnarfirói - Slml: 555 4980 - Fax: 555 4981 Hlföasmára 9- 200 Kópavogi - Slmi: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tðlvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasfða: www.ntv.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.