Morgunblaðið - 03.05.2000, Page 63

Morgunblaðið - 03.05.2000, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Auðlindir og al- mannahagsmunir SAMFYLKINGIN heldur stofnfund sinn á föstudag og laugardag í Borgarleikhúsinu. Þar verður m.a. fjallað í nokkrum málstofum um margvísleg álitaefni í íslenskum stjórnmál- um og leitað svara hjá fólki sem þekkir vel til mála. Ein þessara málstofa, sem undirritaður stýrir, fjallar um auðlindir og almannahagsmuni og titillinn vísar tO sam- bands milli auðlindanýt- ingar og hagsmuna al- mennings. Pólitískar deilur um fiskveiðistjómunarkerfið hafa verið lengi og á síðasta og þessu ári voru miklar deilur milli þeirra sem vildu virkja fyrir austan og náttúru- verndarsinna. Umhverfismál eru orðin óaðskilj; anlegur þáttur í auðlindaumræðu. í málstofunum hjá Samfylkingunni verður ekki dregin upp pólitísk rétt- trúnaðai-lína heldur rætt á yfirvegað- an hátt um viðkvæm mál, m.a. af ein- staklingum sem eru sérfræðingar á sínu sviði og sem sumt vill sem minnst af pólitík vita. Það sýnir styrkleika hjá hinni nýju hreyfingu að leggja málefnaumræðu upp á þennan hátt. Málstofur á fundi Samfylkingarinnar í málstofunni um auðlindir og al- mannahagsmuni munu fjórir frum- mælendur innleiða umræðuna og sitja fyrir svörum. Svanfríður Jóna- sdóttir alþingismaður mun einkum fjalla um sjávarútvegs- mál en hún á m.a. sæti í auðlindanefndinni margfrægu. Ekki sér fyrir endann á þeirri vinnu og þeirri spurn- ingu er ósvarað hvort nokkuð breytist fyrr en ný ríkisstjórn hefur tek- ið við enda er betra að skýrir pólitískir kostir liggi fyrir frekar en út- vatnaðar málamiðlanir sem engum líkar. Guðmundur Páll Ól- afsson, rithöfundur og náttúrufræðingur, mun fjalla um umhverfismál í víðu samhengi en hann hefur vakið athygli fyrir einarðan málflutning. Umhverfismál standa ekki ein sér heldur fléttast í vaxandi mæli inn í ákvarðanir í efnahagslegu, menningarlegu og félagslegu tilliti. Frjáls samtök fjarri stjómmálaflokk- um sem vinna að afmörkuðum málum hafa rutt sér víða til rúms erlendis. Þetta er eitt hinna nýju birtingar- forma í lýðræðislegu starfi almenn- ings. Friðrik Már Baldursson rannsókn- arprófessor mun sem frummælandi einkum beina athyglinni að skipulagi í raforkumálum. Ymislegt á því sviði sem tengist regluverki Evrópusam- bandsins og er hlutiEES-samnings- ins er lítið þekkt hérlendis. Friðrik er rannsóknarprófessor við Háskóla ís- lands með orkumál sem sérgrein. Hann þekkir reyndar íslenskt at- vinnulíf út og inn, m.a. sem fyrrver- andi forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Ingvi Þorsteinsson náttúrufræð- Stofnfundur Málstofurnar á stofn- fundi Samfylkingarinnar, segir Ágúst Einarsson, eiga að vera skemmtileg- ar og hvernig umræðan mun þróast á næstu misserum. ingur lítur á þessi mál frá enn einu sjónarhominu en þekking hans og vinna á sviði gróðurvemdar er landskunn. Þar höfum við skyldur gagnvart komandi kynslóðum og hvergi á hugmyndafræðin um sjálf- bæra þróun betur við en einmitt á sviði gróðurvemdar. Vor nýrrar aldar með nýjum flokki Málstofumar á stofnfundi Sam- fylkingarinnar eiga að vera skemmti- legar og sýna hvemig umræðan mun þróast á næstu misserum. Það eru all- ir velkomnir á málstofurnar þótt þeir sitji ekki stofnfundinn að öðru leyti. Samfylkingin er opinn flokkur sem leitar eftir skoðanaskiptum við al- menning. Það blása nýir straumai- í íslensk- um stjórnmálum þar sem dreifa skal valdi og engin réttindi eru án ábyrgð- ar. Samfylkingin ætlar með umræðu að leggja línumar á pólitískum lausn- um á margvíslegum álitaefnum. Það eru forréttindi fyrir fólk að taka þátt í mótun nýs flokks frá fyrsta degi. Vor nýrrar aldar í íslenskum stjómmálum hefst með stofnfundi Samfylkingar- innar á föstudaginn. Höfundur er prófessor og einn málstofustjóra á stofnfundi Samfylkingarinnar. Ágúst Einarsson MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 63 ROGA nyrtivörur Bankastræti 3, sími 551 3635. . . „ PÓSTKRÖFUSENDUM Utsölustaoir: ----------------------------------------- Stella Bankastræti, Snyrtistofa Lilju, Stillholti Akranesi, Lyf og heilsa * (Stjörnuapótek), Akureyri, Fríhöfnin Keflavík * rlUSASKILTI 10% afsláttur ef pantað er fyrir 15. maí. PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 ^ Sími 562 3614 j Ársfundur 2000 Ársfundur Sameinaóa lífeyrissjóðsins árið 2000 verður haldinn mánudaginn 15. maí kl. 16:00 að Grand Hótel; Reykjavík, Sigtúni 38. Dagskrá — 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. — 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. — 3. Önnur mál löglega upp borin. Fyrir fundinum liggur tillaga stjórnar um 7% aukningu áunninna réttinda umfram verðbólgu. Þeim sjóðfélögum sem hafa áhuga á kynna sér tillögur um breytingar á samþykktum Sameinaða lífeyríssjóðsins er bent á að hægt er að nálgast þær á eftirfarandi hátt: 1. Á skrifstofu sjóðsins að Borgartúni 30, Reykjavík 2. Fá þær sendar með því að hafa samband í sima 510-5000 3. Fletta þeim upp á heimasíðu sjóðsins á slóðinni www.lifeyrir.is Sameinaði lífeyrissjóðurinn er 4. stærsti lífeyrissjóóur landsins og voru heildareignir hans 39,6 milljarðar í árslok 1999. Rekstur sjóðsins gekk afar vel á árinu 1999 og er tillaga um réttindaaukningu lögð fram í Ljósi þess. Raunávöxtun sjóðsins var 17,8% og rúmlega 10.000 sjóðfélagar greiddu til hans. Reykjavík 17. april 2000, stjórn Sameinaða tífeyrissjóðsins Borgartún 30 • 105 Reyigavík • sfmi 510 5000 • fax 510 5010 • mottaka@lifeyrir.is • tífeyrir.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.