Skírnir - 01.01.1861, Side 114
116
Merkisinenn.
FBÉTTIU.
rit hans eru merk vegna einfeldi sinnar og fegríiar á máli, t. d.
Columbussaga. Blendíngr af sögu og skáldskap er Alhambra, um
Serki á Spáni.
Prescott, ágætr sagnaritari í Bandaríkjunum, andaíiist og þetta
ár 63 ára. Hin síBustu 20 ár var hann blindr, á þeim árum
sag&i hann fyrir mestan hluta af sögu Philipps annars af Spáni.
Hann hefir auk þess ritab sögu Ferdinands hins katólska og Isa-
bellu drottníngar, sögu Cortes og landnám Spánverja í Mexico
og Peru, og enn fleiri rit.
Arib 1860 hafa og andazt allmargir merkismenn. Á þýzka-
landi má fyrst telja þjóöskáldið Arndt: (lföður Arndt”, sem menn
kölluðu. Fám dögum ábr fyllti hann níunda tug aldrs síns og
bárust honum þá kveðjur og hamíngjuóskir úr öllum hálfum þýzka-
lands, þetta var skömmu eptir Schillers-hátíðina miklu. þegar
Napoleons styrjöldin gekk yfir þýzkaland, í byrjun þessarar aldar,
var Arndt í broddi lífsins, og þá fremstr manna með kvæðum
og ritum að halda uppi huga landsmanna sinna. þjóðsöngvar
hans eru nú í hvers manns munni á þýzkalandi.
Annar merkr maðr varDahlmann, lærðr maðr og góðr sagna-
ritari, hann var fremstr manna í þjóðernis flokki á þýzkalandi;
hann hefir ritaö Danmerkrsögu og fleiri rit.
í haust andaðist Josias Bunsen riddari; hann var langa stund
sendiherra Prússakonúngs í Lundúnum. Bunsen hefir ritað mörg
rit í guðfræði og fornfræði. Bók hans um Egiptaland, tímatal
Egipzkra í fornöld, og fornmenjar, er talin höfuðbók i þeim vísind-
umj og rituð með miklum lærdómi.
I Danmörku andaðist á þessu ári lögvitríngrinn A. S. Örsted,
hinn fjölvitrasti maðr, og liggr mesti fjöldi rita eptir hann. Hann
haföi verið rithöfundr yfir 60 ár, og lifað meir en 80 ár. Ein-
mælt er það, að hann sé faðir lögvísinnar í Danmörku í öllum
sínum greinum. Tvímæli eru um hitt, hvort Örsted væri svo
djúpvitr maðr sem hann var fjölvitr, og er þá fyrir hina ýngri lög-
fræðínga Dana að stika djúpið í fræðum sínum, þar sem hinn
hefir markað sviðið.
Svíar hafa á þessu ári mist einn sinn merkasta vísindamann, Prof.
Eetzius. Hann var einhver fremstr náttúrufræðínga hér á Norðr-