Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1907, Side 9

Skírnir - 01.01.1907, Side 9
Kveldræður. 9' erum vér þá nokkru nær ? Og er það ekki skrambans mikill galli á þessari fögru framtíð, ef allar hörmungar umliðna tímans eiga að liggja undir rótum hennar óbættar? Þormóður. Eg hygg nú, að þessi framsýn sé þegar að nokkru leyti farin að rætast, og að upphafið sé einmitt það, að mannlegur hugur hefir getað svifið eins hátt og þessara manna, sem eg nefndi. Og hvað hörmungar vors eigin lífs og umliðna tímann snertir, þá er ekki að vita nema leiðrétting allra mála fáist, þó síðar verði. II a 11 b j ö r n. Skáldskapur er þetta, að minsta kosti að þvi er áreið- anleikann snertir. En hitt er víst, að aukinni meðvitund fylgja auknar kvalir. Skyldi það ekki vera meðfram þess vegna, sem þeir menn, er helzt hafa aukið við meðvitund mannkynsins, hafa sjaldan átt miklum vinsældum að hrósa, en oftar orðið fyrir hatri eða þá lítilsvirðingu. Slikt væri nokkurs konar hygni heimskunnar og sjálfsvörn. Þ o r m ó ð u r. Ekki getur þú neitað því, Hallbjörn, að mannviti og mannúð hefir þegar orðið nokkuð ágengt að draga úr hörmungum mannlífsins. Og þegar vér gætum þess, að engin veruleg siðmenning er til ennþá, heldur að eins drög til siðmenningar, af vísindum varla annað en nokk- ur fi umatriði og brot, þá höfum vér fylsta skyn- semisrétt til að vona hins bezta af framtíðinni að þvi er umbætur á mannlífinu snertir. Og að líftegundirnir breyt- ast vitum vér. Obeitin á vitrum mönnum er nú ef til vill minni og sjaldgæfari en þú ímvndar þér; miklu al- gengara hygg eg það vera, að þeir séu lítilsvirtir sem sérvitringar, er menn sjá ekki að komi að notum í gang- vél daglega lífsins. En sú óvild, sem á sér stað, stafar miklu fremur af þráa og sígandi þunga heimskunnar en hygni heimskunnar, er þú nefnir svo. Enn fremur ber

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.